Konur í fjórum af sex efstu sætunum | Niðurstöður kjörs Íþróttamanns ársins 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2016 21:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð þriðja í kjörinu. Vísir/Stefán Samtök íþróttafréttamanna gerðu upp keppnisárið 2016 í árlegu hófi sínu í kvöld. 24 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni og var niðurstaðan tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Eins og fram kom á Vísi fyrr í kvöld var knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson kjörinn Íþróttamaður ársins en þetta er í annað skiptið sem hann hlýtur þessi verðlaun. Gylfi fékk 430 stig í kjörinu eða aðeins 40 stigum meira en sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir sem varð í öðru sæti. Munurinn hefur ekki verið minni á efstu tveimur í kjörinu í fimm ár. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð í þriðja sæti en hún fékk 47 stigum meira en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta. Sundkonan og Íþróttamaður ársins 2015, Eygló Ósk Gústafsdóttir, varð fimmta í kjörinu í ár og knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir tók sjötta sætið. Konur voru því í fjórum af sex efstu sætunum í kjörinu í ár. Miðvarðarpar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason, voru næstir því að komast inn á topp tíu en Ragnari vantaði þó 17 stig til að slá út frjálsíþróttakonuna Anítu Hinriksdóttur. Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en þetta var í annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem karlalandsliðið í fótbolta er valið lið ársins. Liðið fékk fullt hús í kjörinu í ár. Kosningin á þjálfara ársins var mjög jöfn og spennandi að þessu sinni. Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska handboltalandsliðsins, var kjörinn þjálfari ársins en hann fékk þó aðeins fimm stigum meira en Guðmundur Guðmundsson, þjálfari dönsku Ólympíumeistaranna í handbolta karla. Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta og þjálfari ársins 2015, varð síðan þriðji í kjörinu en hann var 13 stigum á eftir Degi. Nítján íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu að þessu sinni, tíu konur og níu karlar. Fimm lið fengu atkvæði og fjórir þjálfarar. Það er hægt að sjá hvernig stigin skiptust hér fyrir neðan.Íþróttamaður ársins 2016 (mest 480 stig): Hrafnhildur Lúthersdóttir, þrefaldur verðlaunahafi á EM í sundi og fyrsta íslenska konan til að keppa til úrslita í sundi á Ólympíuleikum ásamt Eygló Ósk Gústafsdóttur, varð önnur í kjörinu með 390 stig. Verðlaun Hrafnhildar á EM voru þau fyrstu hjá íslenskri sundkonu á stórmóti í 50 m laug. Í þriðja sæti varð kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir með 214 stig en hún vann sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum, sterkustu atvinnumótaröð í heimi. Hafði hún þar betur í baráttu við 500 aðra kylfinga sem hófu keppni á úrtökumótaröðinni. Ólafía Þórunn keppti einnig á Evrópumótaröðinni í golfi í ár. 1. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna 430 stig 2. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund 390 3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf 214 4. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna 167 5. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund 117 6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna 100 7. Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 80 8. Aron Pálmarsson, handbolti 65 9. Martin Hermannsson, körfubolti 57 10. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir 45 11. Ragnar Sigurðsson, knattspyrna 28 12. Kári Árnason, knattspyrna 23 13. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar 16 14. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti 7 15. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir 6 16. Irina Sazonova, fimleikar 3 17. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 2 18. Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrna 1 19. Birgir Leifur Hafþórsson, golf 1Lið ársins: Karlalandsliðið í knattspyrnu fékk fullt hús stiga í kjörinu, eftir frábært gengi á EM í Frakklandi. Liðið komst þar í 8-liða úrslit keppninnar og vakti heimsathygli fyrir frammistöðu sína. Liðið hefur einnig farið vel af stað í undankeppni HM 2018. 1. Karlalandslið Íslands í knattspyrnu 120 stig 2. Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu 62 stig 3. Karlalandslið Íslands í körfubolta 30 stig 4. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum 3 stig 5. Karlalandslið Íslands í handbolta 1 stigÞjálfari ársins (mest 120 stig): Árið 2016 var frábært ár fyrir íslenska þjálfara, sem náðu árangri á heimsmælikvarða. Dagur Sigurðsson varð efstur í jöfnu kjöri en hann gerði Þýskaland óvænt að Evrópumeisturum í upphafi ársins og fylgdi því svo eftir með því að vinna til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. 1. Dagur Sigurðsson 67 stig 2. Guðmundur Guðmundsson 62 3. Heimir Hallgrímsson 54 4. Þórir Hergeirsson 33 Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Íþróttir Sund Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Samtök íþróttafréttamanna gerðu upp keppnisárið 2016 í árlegu hófi sínu í kvöld. 24 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði að þessu sinni og var niðurstaðan tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Eins og fram kom á Vísi fyrr í kvöld var knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson kjörinn Íþróttamaður ársins en þetta er í annað skiptið sem hann hlýtur þessi verðlaun. Gylfi fékk 430 stig í kjörinu eða aðeins 40 stigum meira en sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir sem varð í öðru sæti. Munurinn hefur ekki verið minni á efstu tveimur í kjörinu í fimm ár. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð í þriðja sæti en hún fékk 47 stigum meira en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta. Sundkonan og Íþróttamaður ársins 2015, Eygló Ósk Gústafsdóttir, varð fimmta í kjörinu í ár og knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir tók sjötta sætið. Konur voru því í fjórum af sex efstu sætunum í kjörinu í ár. Miðvarðarpar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason, voru næstir því að komast inn á topp tíu en Ragnari vantaði þó 17 stig til að slá út frjálsíþróttakonuna Anítu Hinriksdóttur. Karlalandsliðið í fótbolta var kjörið lið ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna en þetta var í annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem karlalandsliðið í fótbolta er valið lið ársins. Liðið fékk fullt hús í kjörinu í ár. Kosningin á þjálfara ársins var mjög jöfn og spennandi að þessu sinni. Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska handboltalandsliðsins, var kjörinn þjálfari ársins en hann fékk þó aðeins fimm stigum meira en Guðmundur Guðmundsson, þjálfari dönsku Ólympíumeistaranna í handbolta karla. Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta og þjálfari ársins 2015, varð síðan þriðji í kjörinu en hann var 13 stigum á eftir Degi. Nítján íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu að þessu sinni, tíu konur og níu karlar. Fimm lið fengu atkvæði og fjórir þjálfarar. Það er hægt að sjá hvernig stigin skiptust hér fyrir neðan.Íþróttamaður ársins 2016 (mest 480 stig): Hrafnhildur Lúthersdóttir, þrefaldur verðlaunahafi á EM í sundi og fyrsta íslenska konan til að keppa til úrslita í sundi á Ólympíuleikum ásamt Eygló Ósk Gústafsdóttur, varð önnur í kjörinu með 390 stig. Verðlaun Hrafnhildar á EM voru þau fyrstu hjá íslenskri sundkonu á stórmóti í 50 m laug. Í þriðja sæti varð kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir með 214 stig en hún vann sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum, sterkustu atvinnumótaröð í heimi. Hafði hún þar betur í baráttu við 500 aðra kylfinga sem hófu keppni á úrtökumótaröðinni. Ólafía Þórunn keppti einnig á Evrópumótaröðinni í golfi í ár. 1. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna 430 stig 2. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund 390 3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf 214 4. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna 167 5. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund 117 6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna 100 7. Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 80 8. Aron Pálmarsson, handbolti 65 9. Martin Hermannsson, körfubolti 57 10. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir 45 11. Ragnar Sigurðsson, knattspyrna 28 12. Kári Árnason, knattspyrna 23 13. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar 16 14. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti 7 15. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir 6 16. Irina Sazonova, fimleikar 3 17. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna 2 18. Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrna 1 19. Birgir Leifur Hafþórsson, golf 1Lið ársins: Karlalandsliðið í knattspyrnu fékk fullt hús stiga í kjörinu, eftir frábært gengi á EM í Frakklandi. Liðið komst þar í 8-liða úrslit keppninnar og vakti heimsathygli fyrir frammistöðu sína. Liðið hefur einnig farið vel af stað í undankeppni HM 2018. 1. Karlalandslið Íslands í knattspyrnu 120 stig 2. Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu 62 stig 3. Karlalandslið Íslands í körfubolta 30 stig 4. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum 3 stig 5. Karlalandslið Íslands í handbolta 1 stigÞjálfari ársins (mest 120 stig): Árið 2016 var frábært ár fyrir íslenska þjálfara, sem náðu árangri á heimsmælikvarða. Dagur Sigurðsson varð efstur í jöfnu kjöri en hann gerði Þýskaland óvænt að Evrópumeisturum í upphafi ársins og fylgdi því svo eftir með því að vinna til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. 1. Dagur Sigurðsson 67 stig 2. Guðmundur Guðmundsson 62 3. Heimir Hallgrímsson 54 4. Þórir Hergeirsson 33
Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2016 Íþróttir Sund Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira