Smekklegt jólaskraut hjá Gullu Elín Albertsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 11:00 Gulla notar hluti úr náttúrunni eða nærliggjandi umhverfi og skreytir með þeim. MYND/EYÞÓR Listakonan Guðlaug Halldórsdóttir hefur næmt auga fyrir innanhússhönnun. Hún endurnýtir hluti og breytir þeim. Hún er alltaf veik fyrir fallegum hlutum. Hún skreytti afar fallegan en einfaldan aðventukrans. Guðlaug, eða Gulla, eins og hún er ávallt kölluð notar kertastjaka frá Georg Jensen sem aðventukrans. „Ég vil hafa þetta náttúrulegt. Kertastjakann er ég búin að eiga lengi en ég keypti síðan statíf sem ég hengi hann upp á. Ég rakst á það fyrir tilviljun þegar ég var á ferðalagi í útlöndum. Það breytir útlitinu,“ segir hún. Gulla notar appelsínur sem skraut. Sker appelsínubörk út í stjörnur og hengir á bönd á statífinu sem þorna með tímanum. Síðan skreytir hún heilar appelsínur með negulnöglum. Gulla fór út í garð og klippti greinar og lagði í kring. „Ég reyni að nota hluti úr náttúrunni eða sem eru í kringum mig til að skreyta með. Annars skreyti ég miklu minna núna en ég gerði áður,“ segir hún.Kertastjakann hefur Gulla átt í mörg ár. Hún keypti síðan statíf með böndum til að lyfta honum upp. Greni og appelsínur skreyta stjakann á aðventunni. MYND/EYÞÓRGulla segist hafa gaman af því að stilla saman nokkrum ólíkum hlutum á borði. Á borðstofuborðinu er hún til dæmis með kristalsskál innan í glerkúpli með greni og stjörnum sem búnar eru til úr blöðum úr gamalli bók. „Það er hægt að fá gamlar bækur gefins á nytjamörkuðum sem upplagt er að nota,“ segir hún. Sjálf hefur Gulla starfað sem sjálfboðaliði í verslun Rauða krossins á Skólavörðustíg þar sem áður var Blómaverkstæði Benna. „Það er mjög flott búð,“ segir hún. Jóladúkurinn að þessu sinni er köflóttur ullartrefill sem kemur vel út á borðstofuborðinu. Gulla var með í sýningu Textílfélagsins, Samtvinna, í Gallerí Anarkíu í Hamraborg í Kópavogi en hún hefur verið að búa til fallega púða. Þá starfar hún einnig hjá Fasteignasölunni Bæ þar sem hún aðstoðar viðskiptavini við að gera íbúðir sölulegar auk þess að selja þær. Þá er hún að undirbúa uppbyggingu á heimasíðunni hjá Má Mí Mó. Margir muna eftir Gullu úr þáttunum Innlit/Útlit á SkjáEinum og Veggfóðri á Stöð 2 þar sem innanhússhönnunin nýttist vel. Jól Jólafréttir Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Hundarnir líka jólalegir Jól Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka Jól Jól Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Gyðingakökur Jól Björgvin og félagar sungu inn jólin - myndir Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Jólalag dagsins: Baggalútur syngur Annar í jólum Jól Rauðkál með beikoni eða kanil Jól
Listakonan Guðlaug Halldórsdóttir hefur næmt auga fyrir innanhússhönnun. Hún endurnýtir hluti og breytir þeim. Hún er alltaf veik fyrir fallegum hlutum. Hún skreytti afar fallegan en einfaldan aðventukrans. Guðlaug, eða Gulla, eins og hún er ávallt kölluð notar kertastjaka frá Georg Jensen sem aðventukrans. „Ég vil hafa þetta náttúrulegt. Kertastjakann er ég búin að eiga lengi en ég keypti síðan statíf sem ég hengi hann upp á. Ég rakst á það fyrir tilviljun þegar ég var á ferðalagi í útlöndum. Það breytir útlitinu,“ segir hún. Gulla notar appelsínur sem skraut. Sker appelsínubörk út í stjörnur og hengir á bönd á statífinu sem þorna með tímanum. Síðan skreytir hún heilar appelsínur með negulnöglum. Gulla fór út í garð og klippti greinar og lagði í kring. „Ég reyni að nota hluti úr náttúrunni eða sem eru í kringum mig til að skreyta með. Annars skreyti ég miklu minna núna en ég gerði áður,“ segir hún.Kertastjakann hefur Gulla átt í mörg ár. Hún keypti síðan statíf með böndum til að lyfta honum upp. Greni og appelsínur skreyta stjakann á aðventunni. MYND/EYÞÓRGulla segist hafa gaman af því að stilla saman nokkrum ólíkum hlutum á borði. Á borðstofuborðinu er hún til dæmis með kristalsskál innan í glerkúpli með greni og stjörnum sem búnar eru til úr blöðum úr gamalli bók. „Það er hægt að fá gamlar bækur gefins á nytjamörkuðum sem upplagt er að nota,“ segir hún. Sjálf hefur Gulla starfað sem sjálfboðaliði í verslun Rauða krossins á Skólavörðustíg þar sem áður var Blómaverkstæði Benna. „Það er mjög flott búð,“ segir hún. Jóladúkurinn að þessu sinni er köflóttur ullartrefill sem kemur vel út á borðstofuborðinu. Gulla var með í sýningu Textílfélagsins, Samtvinna, í Gallerí Anarkíu í Hamraborg í Kópavogi en hún hefur verið að búa til fallega púða. Þá starfar hún einnig hjá Fasteignasölunni Bæ þar sem hún aðstoðar viðskiptavini við að gera íbúðir sölulegar auk þess að selja þær. Þá er hún að undirbúa uppbyggingu á heimasíðunni hjá Má Mí Mó. Margir muna eftir Gullu úr þáttunum Innlit/Útlit á SkjáEinum og Veggfóðri á Stöð 2 þar sem innanhússhönnunin nýttist vel.
Jól Jólafréttir Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Hundarnir líka jólalegir Jól Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka Jól Jól Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Gyðingakökur Jól Björgvin og félagar sungu inn jólin - myndir Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Jólalag dagsins: Baggalútur syngur Annar í jólum Jól Rauðkál með beikoni eða kanil Jól