Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Donald Trump hefur með framferði sínu vakið bæði reiði og ugg meðal áhrifamanna í Repúblikanaflokknum. Vísir/EPA Donald Trump lætur allt flakka eins og enginn sé morgundagurinn, þótt hann sé formlega orðinn forsetaefni Repúblikanaflokksins og þyrfti kannski að haga orðum sínum í samræmi við það. Til dæmis vakti hann hneyksli með ummælum um móður ungs hermanns, múslima, sem lét lífið í Írak. Faðir piltsins hafði flutt ræðu á flokksþingi demókrata, meðan móðirin stóð þögul við hlið hans. Áhrifin láta ekki á sér standa: Fylgi hans hefur dalað verulega og líkurnar á sigri í forsetakosningunum í nóvember minnka hratt. Bandaríska ABC-sjónvarpsstöðin segir að áhrifamenn innan flokksins séu farnir að hafa áhyggjur af því að mótlætið verði til þess að hann muni hætta við framboðið. Þá þyrftu þeir í snatri að finna einhvern í staðinn. Algerlega óljóst er hver það ætti að verða. Ekki er sjálfgefið að það verði varaforsetaefnið Mike Pence. Ekki er heldur sjálfgefið að það verði einhver þeirra repúblikana sem hafa sóst eftir að verða forsetaefni flokksins. Það mætti hins vegar ekki dragast mjög því að með tímanum verður æ flóknara að setja annað nafn á kjörseðlana. Fylgi Trumps hefur fallið hratt á síðustu dögum. Líkurnar á að hann sigri eru nú komnar niður í 22 til 27 prósent samkvæmt kosningavefnum fivethirtyeight.com. Ef kosið væri strax reiknast líkurnar 9 prósent. Kosningafræðingar eru einnig farnir að velta því fyrir sér hvort neikvæð áhrif Trumps á Repúblikanaflokkinn geti smitað frá sér yfir á þingkosningarnar, þannig að þingmeirihluti flokksins í öldungadeildinni verði úr sögunni þegar nýtt þing kemur saman í janúar. Harry Enten, stjórnmálaskýrandi á kosningavefnum fivethirtyeight.com, bendir á að í flestum svonefndum lykilríkjum kosninganna sé Trump nú með minna fylgi en frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarinnar: „Ef staða Trumps skánar ekki þá munu repúblikanar því aðeins geta haldið meirihluta í öldungadeildinni að nógu margir kjósendur skipti atkvæðum sínum og kjósi repúblikana í öldungadeildina en ekki í forsetakjörinu,“ skrifar Enten. Barack Obama Bandaríkjaforseti.Vísir/EPAÁnægjan með Obama eykstAlmenningur í Bandaríkjunum er ánægðari með frammistöðu Baracks Obama forseta nú en mælst hefur síðan í byrjun seinna kjörtímabil hans í janúar 2013. Samkvæmt skoðanakönnun CNN-stöðvarinnar segjast 54 prósent Bandaríkjamanna ánægð með forsetann, en 45 prósent eru óánægð. Ánægjan er meiri meðal yngra fólks en eldra. Hún mælist líka meiri meðal þéttbýlisbúa en dreifbýlisbúa. Einnig mælist hún meiri meðal þeirra sem hafa meiri menntun en minni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fordæmir Trump en styður hann samt áfram Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur ekki dregið til baka stuðning sinn við Donald Trump, en fordæmir engu að síður orð Trumps í garð bandarískra múslimahjóna sem stigu á svið á landsþingi Demókrataflokksins í síðustu viku. 2. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Donald Trump lætur allt flakka eins og enginn sé morgundagurinn, þótt hann sé formlega orðinn forsetaefni Repúblikanaflokksins og þyrfti kannski að haga orðum sínum í samræmi við það. Til dæmis vakti hann hneyksli með ummælum um móður ungs hermanns, múslima, sem lét lífið í Írak. Faðir piltsins hafði flutt ræðu á flokksþingi demókrata, meðan móðirin stóð þögul við hlið hans. Áhrifin láta ekki á sér standa: Fylgi hans hefur dalað verulega og líkurnar á sigri í forsetakosningunum í nóvember minnka hratt. Bandaríska ABC-sjónvarpsstöðin segir að áhrifamenn innan flokksins séu farnir að hafa áhyggjur af því að mótlætið verði til þess að hann muni hætta við framboðið. Þá þyrftu þeir í snatri að finna einhvern í staðinn. Algerlega óljóst er hver það ætti að verða. Ekki er sjálfgefið að það verði varaforsetaefnið Mike Pence. Ekki er heldur sjálfgefið að það verði einhver þeirra repúblikana sem hafa sóst eftir að verða forsetaefni flokksins. Það mætti hins vegar ekki dragast mjög því að með tímanum verður æ flóknara að setja annað nafn á kjörseðlana. Fylgi Trumps hefur fallið hratt á síðustu dögum. Líkurnar á að hann sigri eru nú komnar niður í 22 til 27 prósent samkvæmt kosningavefnum fivethirtyeight.com. Ef kosið væri strax reiknast líkurnar 9 prósent. Kosningafræðingar eru einnig farnir að velta því fyrir sér hvort neikvæð áhrif Trumps á Repúblikanaflokkinn geti smitað frá sér yfir á þingkosningarnar, þannig að þingmeirihluti flokksins í öldungadeildinni verði úr sögunni þegar nýtt þing kemur saman í janúar. Harry Enten, stjórnmálaskýrandi á kosningavefnum fivethirtyeight.com, bendir á að í flestum svonefndum lykilríkjum kosninganna sé Trump nú með minna fylgi en frambjóðandi repúblikana til öldungadeildarinnar: „Ef staða Trumps skánar ekki þá munu repúblikanar því aðeins geta haldið meirihluta í öldungadeildinni að nógu margir kjósendur skipti atkvæðum sínum og kjósi repúblikana í öldungadeildina en ekki í forsetakjörinu,“ skrifar Enten. Barack Obama Bandaríkjaforseti.Vísir/EPAÁnægjan með Obama eykstAlmenningur í Bandaríkjunum er ánægðari með frammistöðu Baracks Obama forseta nú en mælst hefur síðan í byrjun seinna kjörtímabil hans í janúar 2013. Samkvæmt skoðanakönnun CNN-stöðvarinnar segjast 54 prósent Bandaríkjamanna ánægð með forsetann, en 45 prósent eru óánægð. Ánægjan er meiri meðal yngra fólks en eldra. Hún mælist líka meiri meðal þéttbýlisbúa en dreifbýlisbúa. Einnig mælist hún meiri meðal þeirra sem hafa meiri menntun en minni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fordæmir Trump en styður hann samt áfram Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur ekki dregið til baka stuðning sinn við Donald Trump, en fordæmir engu að síður orð Trumps í garð bandarískra múslimahjóna sem stigu á svið á landsþingi Demókrataflokksins í síðustu viku. 2. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Fordæmir Trump en styður hann samt áfram Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur ekki dregið til baka stuðning sinn við Donald Trump, en fordæmir engu að síður orð Trumps í garð bandarískra múslimahjóna sem stigu á svið á landsþingi Demókrataflokksins í síðustu viku. 2. ágúst 2016 07:00
Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10
Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24