Hraustasta kona heims vann líka strákana á heimsleikunum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2016 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Samsett Frammistaða Katrínar Tönju Davíðsdóttur í einstaklingskeppninni á heimsleikunum í crossfit í Kaliforníu vakti mikla athygli hér á landi enda tryggði hún sér annað árið í röð titilinn hraustasta kona heims. Katrín Tanja lyfti og lyfti, hljóp, stökk, synti, klifraði og gaf allt sitt í fimmtán gríðarlega erfiðar greinar í fimm daga keppni á heimsleikunum og það var magnað að sjá hana standast bæði erfiðleika greinanna og samkeppnina sem er ekki lítil. Hún gerði betur en allar þessar frábæru íþróttakonur og vann þar með heimsleikana annað árið í röð. Katrín Tanja fékk mörg stig fyrir flestar greinarnar en það var í einni grein sem hún var í algjörum sérflokki. Katrín Tanja vann ekki bara allar hinar stelpurnar sannfærandi heldur átti enginn karlanna svar við íslenska meistaranum. Hér erum við að tala um draumagrein fyrir gömlu fimleikastelpuna eða ganga á höndum. Þetta var ellefta grein keppninnar og sú fyrsta á lokadeginum. Það er óhætt að segja að Katrín Tanja hafi gefið þarna tóninn en hún fékk öll 50 stigin í boði sem kom henni upp í toppsætið. Það voru reyndar fjórar greinar eftir en þessi 50 stig áttu eftir að eiga mikinn þátt í því að Katrínu Tönju tókst að vinna annað í röð. Katrín Tanja fékk þarna 27 fleiri stig en Tia-Clair Toomey en að lokum munaði aðeins 11 stigum á þeim. Katrín Tanja var í öðrum riðli og það er hægt að sjá hana í essinu sínu í myndbandinu hér fyrir neðan. Keppnin í hennar riðli hefst eftir 7:50 mínútur í myndbandinu. Katrín Tanja kom í marki á 1:33.68 mínútum og það sem meira er að hún kláraði alla leiðina, 85 metra leið, í einum rykk og þurfti aldrei að byrja aftur. Þessu náði enginn annar, hvort sem við erum að tala um karla- eða kvennakeppnina. CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hraustasta kona heims annað árið í röð Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún er hraustasta kona heims. 24. júlí 2016 23:54 Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel. 24. júlí 2016 10:30 Sjáðu þegar Ísland eignaðist hraustustu konu heims í fjórða sinn Fimmti og síðasti keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í dag. Íslenska crossfit-fólkið var áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár. Á endanum var það Katrín Tanja Davíðsdóttir sem fagnaði sigri annað árið í röð. 24. júlí 2016 19:45 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Frammistaða Katrínar Tönju Davíðsdóttur í einstaklingskeppninni á heimsleikunum í crossfit í Kaliforníu vakti mikla athygli hér á landi enda tryggði hún sér annað árið í röð titilinn hraustasta kona heims. Katrín Tanja lyfti og lyfti, hljóp, stökk, synti, klifraði og gaf allt sitt í fimmtán gríðarlega erfiðar greinar í fimm daga keppni á heimsleikunum og það var magnað að sjá hana standast bæði erfiðleika greinanna og samkeppnina sem er ekki lítil. Hún gerði betur en allar þessar frábæru íþróttakonur og vann þar með heimsleikana annað árið í röð. Katrín Tanja fékk mörg stig fyrir flestar greinarnar en það var í einni grein sem hún var í algjörum sérflokki. Katrín Tanja vann ekki bara allar hinar stelpurnar sannfærandi heldur átti enginn karlanna svar við íslenska meistaranum. Hér erum við að tala um draumagrein fyrir gömlu fimleikastelpuna eða ganga á höndum. Þetta var ellefta grein keppninnar og sú fyrsta á lokadeginum. Það er óhætt að segja að Katrín Tanja hafi gefið þarna tóninn en hún fékk öll 50 stigin í boði sem kom henni upp í toppsætið. Það voru reyndar fjórar greinar eftir en þessi 50 stig áttu eftir að eiga mikinn þátt í því að Katrínu Tönju tókst að vinna annað í röð. Katrín Tanja fékk þarna 27 fleiri stig en Tia-Clair Toomey en að lokum munaði aðeins 11 stigum á þeim. Katrín Tanja var í öðrum riðli og það er hægt að sjá hana í essinu sínu í myndbandinu hér fyrir neðan. Keppnin í hennar riðli hefst eftir 7:50 mínútur í myndbandinu. Katrín Tanja kom í marki á 1:33.68 mínútum og það sem meira er að hún kláraði alla leiðina, 85 metra leið, í einum rykk og þurfti aldrei að byrja aftur. Þessu náði enginn annar, hvort sem við erum að tala um karla- eða kvennakeppnina.
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hraustasta kona heims annað árið í röð Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún er hraustasta kona heims. 24. júlí 2016 23:54 Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel. 24. júlí 2016 10:30 Sjáðu þegar Ísland eignaðist hraustustu konu heims í fjórða sinn Fimmti og síðasti keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í dag. Íslenska crossfit-fólkið var áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár. Á endanum var það Katrín Tanja Davíðsdóttir sem fagnaði sigri annað árið í röð. 24. júlí 2016 19:45 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Katrín Tanja hraustasta kona heims annað árið í röð Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í crossfit í Kaliforníu í kvöld en þetta er annað árið í röð sem hún er hraustasta kona heims. 24. júlí 2016 23:54
Tvær íslenskar stelpur aðeins örfáum stigum frá toppnum fyrir lokadaginn Fjórði keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla- og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í gærvköldi og í nótt. Íslenska crossfit-fólkið er að standa sig vel. 24. júlí 2016 10:30
Sjáðu þegar Ísland eignaðist hraustustu konu heims í fjórða sinn Fimmti og síðasti keppnisdagur í einstaklingsflokki í karla og kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit fór fram í Kaliforníu í dag. Íslenska crossfit-fólkið var áberandi meðal efstu manna eins og síðustu ár. Á endanum var það Katrín Tanja Davíðsdóttir sem fagnaði sigri annað árið í röð. 24. júlí 2016 19:45
Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36