Tækifæri til að kynna samninginn 21. febrúar 2011 10:00 Lárus Blöndal, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninganefndinni, telur að með synjun forsetans gefist tækifæri á að kynna samninginn betur fyrir þjóðinni. „Ég tel að það hafi vantað kynningu á samningnum og að þetta sé ágætis tækifæri til að kynna hann fyrir fólki. Þá getur það tekið upplýsta afstöðu sem snýr þá fyrst og fremst að því hvort eigi að semja eða ekki. Atkvæðagreiðslan mun ekki snúast um neitt annað því ég tel mjög litlar líkur á að við setjumst aftur að samningaborðinu. Þingið hefur heldur ekki talið okkur getað náð betri samningum og eftir stendur þá bara eitt – það er að láta reyna á greiðsluskyldu okkar.“ Lárus segir það hafa gleymst í umræðunni að miðað við útreikningana sem nú liggi fyrir séu Íslendingar nánast eingöngu að borga vexti. „Ef við töpum málinu fyrir dómstólum fáum við enga 2,64 prósenta vexti eins og nú. Bara vaxtamunurinn á gamla og nýja samningnum, úr 2,64 prósentum í 5,55 prósent, er 170 milljarðar. Það sýnir hvað málið er viðkvæmt. Við getum alveg gengið út frá því að Bretar og Hollendingar munu ekki sætta sig við vexti sem eru lægri en það. Þeir munu örugglega fara fram á hærri vexti.“ Lárus segir að þótt hann og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor séu enn á þeirri skoðun að Íslendingar hafi ekki lagaskyldu fyrir kröfum Breta og Hollendinga sé ljóst að það séu margir sem séu ekki sama sinnis. „Við höfum þetta áminningarbréf frá ESA sem endurspeglar allt aðra skoðanir og við getum ekki horft framhjá því,“ segir Lárus. „Það er ekki hægt að kalla þetta hræðsluáróður. Þetta er bara raunsæi og við verðum að skoða allt það sem er á borðinu fyrir framan okkur og leggja mat á það. Það er alveg ljóst, eins og með öll önnur dómsmál, að það getur brugðið til beggja vona.“- kh Icesave Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Lárus Blöndal, fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninganefndinni, telur að með synjun forsetans gefist tækifæri á að kynna samninginn betur fyrir þjóðinni. „Ég tel að það hafi vantað kynningu á samningnum og að þetta sé ágætis tækifæri til að kynna hann fyrir fólki. Þá getur það tekið upplýsta afstöðu sem snýr þá fyrst og fremst að því hvort eigi að semja eða ekki. Atkvæðagreiðslan mun ekki snúast um neitt annað því ég tel mjög litlar líkur á að við setjumst aftur að samningaborðinu. Þingið hefur heldur ekki talið okkur getað náð betri samningum og eftir stendur þá bara eitt – það er að láta reyna á greiðsluskyldu okkar.“ Lárus segir það hafa gleymst í umræðunni að miðað við útreikningana sem nú liggi fyrir séu Íslendingar nánast eingöngu að borga vexti. „Ef við töpum málinu fyrir dómstólum fáum við enga 2,64 prósenta vexti eins og nú. Bara vaxtamunurinn á gamla og nýja samningnum, úr 2,64 prósentum í 5,55 prósent, er 170 milljarðar. Það sýnir hvað málið er viðkvæmt. Við getum alveg gengið út frá því að Bretar og Hollendingar munu ekki sætta sig við vexti sem eru lægri en það. Þeir munu örugglega fara fram á hærri vexti.“ Lárus segir að þótt hann og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor séu enn á þeirri skoðun að Íslendingar hafi ekki lagaskyldu fyrir kröfum Breta og Hollendinga sé ljóst að það séu margir sem séu ekki sama sinnis. „Við höfum þetta áminningarbréf frá ESA sem endurspeglar allt aðra skoðanir og við getum ekki horft framhjá því,“ segir Lárus. „Það er ekki hægt að kalla þetta hræðsluáróður. Þetta er bara raunsæi og við verðum að skoða allt það sem er á borðinu fyrir framan okkur og leggja mat á það. Það er alveg ljóst, eins og með öll önnur dómsmál, að það getur brugðið til beggja vona.“- kh
Icesave Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira