Hefur mikla þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf 7. apríl 2010 11:00 Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli á Rás 2, telja Söngkeppni framhaldsskólanna gegna mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt tónlistarlíf. "Keppnin er gríðarlega stór vettvangur fyrir þessa krakka til að koma sér á framfæri. Fólk hefur líka svakalega gaman af því að horfa á þetta," segir Katrín. "Svo má heldur ekki gleyma því að margar af okkar skærustu stjörnum í tónlistarlífinu eru gamlir keppendur; Páll Óskar, Emilíana Torrini, Móeiður. Allt þetta fólk og fleiri hófu feril sinn í þessari keppni." Óli Palli er sammála Katrínu um mikilvægi söngkeppninnar fyrir íslenskt tónlistarlíf: "Ég man meira að segja hvar ég var og hvernig ég var klæddur þegar ég sá Móu stíga á svið í fyrsta skipti. Með þessa ótrúlega sérstöku, flottu rödd." Óli Palli segir keppnina einnig mikilvægan farveg fyrir framhaldsskólakrakka til að koma sér á framfæri. "Ásamt Músíktilraunum er þetta í raun einn helsti vettvangurinn fyrir stjörnur framtíðarinnar til að láta ljós sitt skína og það má ekki skemma." Katrín tók sjálf þátt í söngkeppninni á sínum tíma fyrir hönd Menntaskólans við Sund. "Þetta var frábær stemning, þó svo að ég hafi nú bara farið með lítið hlutverk," segir Katrín. "Ég var, ásamt tveimur öðrum bakrödd við lag Páls Óskars TF Stuð. En það þróaðist þannig að ég varð eina bakröddin sem steig á svið og úr því varð mikið atriði. Það er nauðsynlegt fyrir alla að fá að losa um sínar listrænu hvatir." "Já, þetta er bara mjög skemmtilegt í alla staði," segir Óli Palli. "Mér finnst þetta frábært krydd í íslenskt tónlistarlíf og skipta heilmiklu máli. Það er bráðnauðsynlegt að þetta haldi áfram. "Þarna hefur margt af okkar fremsta fólki í dag stigið sín fyrstu skref." Katrín segir að þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem ríkja í samfélaginu í dag sé mikilvægt að keppnir sem þessar fái að lifa áfram. "Þetta er einn af hápunktum ársins fyrir framhaldsskólanema. Það er mikilvægt að keppnir sem þessar fái að halda sínu striki og þeim sé veittur allur sá stuðningur sem mögulegt er," segir Katrín. - sv Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli á Rás 2, telja Söngkeppni framhaldsskólanna gegna mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt tónlistarlíf. "Keppnin er gríðarlega stór vettvangur fyrir þessa krakka til að koma sér á framfæri. Fólk hefur líka svakalega gaman af því að horfa á þetta," segir Katrín. "Svo má heldur ekki gleyma því að margar af okkar skærustu stjörnum í tónlistarlífinu eru gamlir keppendur; Páll Óskar, Emilíana Torrini, Móeiður. Allt þetta fólk og fleiri hófu feril sinn í þessari keppni." Óli Palli er sammála Katrínu um mikilvægi söngkeppninnar fyrir íslenskt tónlistarlíf: "Ég man meira að segja hvar ég var og hvernig ég var klæddur þegar ég sá Móu stíga á svið í fyrsta skipti. Með þessa ótrúlega sérstöku, flottu rödd." Óli Palli segir keppnina einnig mikilvægan farveg fyrir framhaldsskólakrakka til að koma sér á framfæri. "Ásamt Músíktilraunum er þetta í raun einn helsti vettvangurinn fyrir stjörnur framtíðarinnar til að láta ljós sitt skína og það má ekki skemma." Katrín tók sjálf þátt í söngkeppninni á sínum tíma fyrir hönd Menntaskólans við Sund. "Þetta var frábær stemning, þó svo að ég hafi nú bara farið með lítið hlutverk," segir Katrín. "Ég var, ásamt tveimur öðrum bakrödd við lag Páls Óskars TF Stuð. En það þróaðist þannig að ég varð eina bakröddin sem steig á svið og úr því varð mikið atriði. Það er nauðsynlegt fyrir alla að fá að losa um sínar listrænu hvatir." "Já, þetta er bara mjög skemmtilegt í alla staði," segir Óli Palli. "Mér finnst þetta frábært krydd í íslenskt tónlistarlíf og skipta heilmiklu máli. Það er bráðnauðsynlegt að þetta haldi áfram. "Þarna hefur margt af okkar fremsta fólki í dag stigið sín fyrstu skref." Katrín segir að þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem ríkja í samfélaginu í dag sé mikilvægt að keppnir sem þessar fái að lifa áfram. "Þetta er einn af hápunktum ársins fyrir framhaldsskólanema. Það er mikilvægt að keppnir sem þessar fái að halda sínu striki og þeim sé veittur allur sá stuðningur sem mögulegt er," segir Katrín. - sv
Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið