Steingrímur íhugi stöðu sína 10. desember 2010 06:00 Þór Saari „Það er greinilegt að það borgar sig að hafa fagmenn í vinnu," segir Þór Saari, Hreyfingunni, um nýjan Icesave-samning. „Þeir hafa náð umtalsverðum árangri miðað við það sem áður var uppi á borðum. Nú þegar þetta er komið niður í upphæðir eins og kemur þarna fram hef ég velt upp þeirri hugmynd, og meðal annars rætt hana við fjármálaráðherra, að aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármálafyrirtækja verði einfaldlega látin borga þetta. Hrunið er þeim að kenna og þótt þetta yrðu bara fjármálafyrirtækin myndu þau ekki finna fyrir því að borga þetta," segir Þór. Þór segist ekki vita á þessari stundu hvort hann muni greiða atkvæði með samningnum á þingi. Til þess þurfi að lúslesa hann og öll fylgiskjöl. „Við höfum brennt okkur á því áður í tvígang að taka við skjölum frá ríkisstjórninni sem segja að við séum með æðislegan Icesave-samning sem hefur svo verið bara blekkingin innantóm. Ég reikna að vísu ekki með því að það sé þannig í þetta skiptið því ég treysti Lee Buchheit fyllilega til að segja sannleikann." Hins vegar telji hann líklegt að umtalsverður meirihluti verði fyrir þessu á þingi ef því verði gefinn nægur tími til að fara yfir málið og að því gefnu að hvergi sé fiskur undir steini. „En það er kurr í mönnum af því að það heyrðist strax á Steingrími að hann langaði að keyra þetta í gegn fyrir jól. Ef hann ætlar að reyna það verður allt vitlaust." Þór segir ekki víst að Steingrími J. Sigfússyni sé sætt sem fjármálaráðherra eftir þetta mál. Hann hafi haft kolrangt fyrir sér þegar hann reyndi að keyra í gegn samninga sem hefðu kostað þjóðina tugi ef ekki hundruð milljarða. „Ég held að hann ætti að sjálfsögðu að skoða sína stöðu mjög rækilega eftir þetta allt saman. Við ættum kannski að gera Lee Buchheit að fjármálaráðherra."- sh Icesave Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
„Það er greinilegt að það borgar sig að hafa fagmenn í vinnu," segir Þór Saari, Hreyfingunni, um nýjan Icesave-samning. „Þeir hafa náð umtalsverðum árangri miðað við það sem áður var uppi á borðum. Nú þegar þetta er komið niður í upphæðir eins og kemur þarna fram hef ég velt upp þeirri hugmynd, og meðal annars rætt hana við fjármálaráðherra, að aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármálafyrirtækja verði einfaldlega látin borga þetta. Hrunið er þeim að kenna og þótt þetta yrðu bara fjármálafyrirtækin myndu þau ekki finna fyrir því að borga þetta," segir Þór. Þór segist ekki vita á þessari stundu hvort hann muni greiða atkvæði með samningnum á þingi. Til þess þurfi að lúslesa hann og öll fylgiskjöl. „Við höfum brennt okkur á því áður í tvígang að taka við skjölum frá ríkisstjórninni sem segja að við séum með æðislegan Icesave-samning sem hefur svo verið bara blekkingin innantóm. Ég reikna að vísu ekki með því að það sé þannig í þetta skiptið því ég treysti Lee Buchheit fyllilega til að segja sannleikann." Hins vegar telji hann líklegt að umtalsverður meirihluti verði fyrir þessu á þingi ef því verði gefinn nægur tími til að fara yfir málið og að því gefnu að hvergi sé fiskur undir steini. „En það er kurr í mönnum af því að það heyrðist strax á Steingrími að hann langaði að keyra þetta í gegn fyrir jól. Ef hann ætlar að reyna það verður allt vitlaust." Þór segir ekki víst að Steingrími J. Sigfússyni sé sætt sem fjármálaráðherra eftir þetta mál. Hann hafi haft kolrangt fyrir sér þegar hann reyndi að keyra í gegn samninga sem hefðu kostað þjóðina tugi ef ekki hundruð milljarða. „Ég held að hann ætti að sjálfsögðu að skoða sína stöðu mjög rækilega eftir þetta allt saman. Við ættum kannski að gera Lee Buchheit að fjármálaráðherra."- sh
Icesave Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira