Webb: Verðum hættulegir í úrslitakeppninni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2008 16:05 Ken Webb, þjálfari Skallagríms, og Hannes Jónsson formaður KKÍ. Mynd/E. Stefán Ken Webb var í dag útnefndur besti þjálfari Iceland Express-deildar karla fyrir umferðir 9-15. Hann segir að sínir menn í Skallagrími séu á uppleið. „Þetta hefur gengið bara þokkalega vel hjá okkur," sagði Webb í samtali við Vísi í dag. „Nokkrir leikmenn hafa átt við meiðsli að stríða en strákarnir hafa lagt hart sér og undanfarinn mánuður hefur verið góður - þar til kannski nú um helgina," sagði hann og hló. Skallagrímur tapaði um helgina fyrir Fjölni í undanúrslitum bikarkeppninnar og það á heimavelli. „Ég sagði strákunum að þeir þurftu að halda væntingum sínum í algjöru lágmarki. Maður horfir kannski á stöðutöfluna í deildinni og dregur þá ályktun að þetta ætti að vera auðveldur sigur fyrir okkur. En það þarf samt alltaf að spila þessa leiki til enda og við náðum okkur engan veginn á strik síðustu sjö mínúturnar." Hann segir þó að útlitið sé bjart hjá Skallagrími og hann stefnir á að tryggja liðinu sem besta sætinu í deildinni fyrir úrslitakeppnina. „Það eru erfiðir leikir framundan, þar af fjórir á útivelli, og ætlum við að klára deildina eins vel og við mögulega getum. Svo verðum við bara að sjá til þegar í úrslitakeppnina er komið." Þeir Axel Kárason og Milijica Zekovic hafa átt við meiðsli að stríða undanfarnar vikur en sá síðarnefndi hefur hægt og rólega verið að ná sínu fyrra formi. Webb býst við að það sé stutt í Axel og þá hefur liðið fengið til sín nýjan leikmann. Sá heitir Florian Miftari og er frá Kosovo-héraðinu í Serbíu. Hann hefur ekkert spilað með Skallagrími til þessa en gæti vel spilað sinn fyrsta leik gegn Fjölni á fimmtudaginn kemur. „Mín lið hafa alltaf verið betri eftir áramót og hefur það verið tilfellið hjá okkur. Það tekur auðvitað alltaf tíma að koma til skila nýjum áherslum og nýrri hugmyndafræði en mínir menn eru allir að koma til." „Ég er þjálfari af gamla skólanum og tel að titlar vinnist á varnarleik og fráköstum. Ég hef reynt að einbeita mér að þessu á æfingum sem er nýtt af nálinni fyrir suma strákana. En þetta er allt að koma og við verðum að halda áfram að bæta okkur. Ef við verðum lausir við meiðsli getum við verið með hættulegt lið í úrslitakeppninni." Hópurinn samankominn. Lengst til hægri er Hannes Jónsson formaður KKÍ og lengst til vinstri Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.E. StefánAdam Darboe, Grindavík.E. StefánBrenton Birmingham, Njarðvík.E. StefánHreggviður Magnússon, ÍR.E. StefánHlynur Bæringsson, Snæfelli.E. StefánDarrell Flake, Skallagrími.E. StefánKristinn Óskarsson, besti dómarinn.E. StefánKen Webb, Skallagrími, besti þjálfarinn.E. StefánHlynur Bæringsson með viðurkenningu sína sem hann hlaut fyrir að vera útnefndur besti leikmaðurinn.E. Stefán Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hlynur valinn bestur Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, var í dag valinn besti leikmaður Iceland Express deildar karla fyrir umferðir 9-15. 5. febrúar 2008 12:02 Hlynur: Stefnum á efstu fjögur sætin „Mér finnst alltaf gaman af slíkum viðurkenningum og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga,“ sagði Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Iceland Express-deildar karla í umferðum 9-15. 5. febrúar 2008 14:31 Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Ken Webb var í dag útnefndur besti þjálfari Iceland Express-deildar karla fyrir umferðir 9-15. Hann segir að sínir menn í Skallagrími séu á uppleið. „Þetta hefur gengið bara þokkalega vel hjá okkur," sagði Webb í samtali við Vísi í dag. „Nokkrir leikmenn hafa átt við meiðsli að stríða en strákarnir hafa lagt hart sér og undanfarinn mánuður hefur verið góður - þar til kannski nú um helgina," sagði hann og hló. Skallagrímur tapaði um helgina fyrir Fjölni í undanúrslitum bikarkeppninnar og það á heimavelli. „Ég sagði strákunum að þeir þurftu að halda væntingum sínum í algjöru lágmarki. Maður horfir kannski á stöðutöfluna í deildinni og dregur þá ályktun að þetta ætti að vera auðveldur sigur fyrir okkur. En það þarf samt alltaf að spila þessa leiki til enda og við náðum okkur engan veginn á strik síðustu sjö mínúturnar." Hann segir þó að útlitið sé bjart hjá Skallagrími og hann stefnir á að tryggja liðinu sem besta sætinu í deildinni fyrir úrslitakeppnina. „Það eru erfiðir leikir framundan, þar af fjórir á útivelli, og ætlum við að klára deildina eins vel og við mögulega getum. Svo verðum við bara að sjá til þegar í úrslitakeppnina er komið." Þeir Axel Kárason og Milijica Zekovic hafa átt við meiðsli að stríða undanfarnar vikur en sá síðarnefndi hefur hægt og rólega verið að ná sínu fyrra formi. Webb býst við að það sé stutt í Axel og þá hefur liðið fengið til sín nýjan leikmann. Sá heitir Florian Miftari og er frá Kosovo-héraðinu í Serbíu. Hann hefur ekkert spilað með Skallagrími til þessa en gæti vel spilað sinn fyrsta leik gegn Fjölni á fimmtudaginn kemur. „Mín lið hafa alltaf verið betri eftir áramót og hefur það verið tilfellið hjá okkur. Það tekur auðvitað alltaf tíma að koma til skila nýjum áherslum og nýrri hugmyndafræði en mínir menn eru allir að koma til." „Ég er þjálfari af gamla skólanum og tel að titlar vinnist á varnarleik og fráköstum. Ég hef reynt að einbeita mér að þessu á æfingum sem er nýtt af nálinni fyrir suma strákana. En þetta er allt að koma og við verðum að halda áfram að bæta okkur. Ef við verðum lausir við meiðsli getum við verið með hættulegt lið í úrslitakeppninni." Hópurinn samankominn. Lengst til hægri er Hannes Jónsson formaður KKÍ og lengst til vinstri Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.E. StefánAdam Darboe, Grindavík.E. StefánBrenton Birmingham, Njarðvík.E. StefánHreggviður Magnússon, ÍR.E. StefánHlynur Bæringsson, Snæfelli.E. StefánDarrell Flake, Skallagrími.E. StefánKristinn Óskarsson, besti dómarinn.E. StefánKen Webb, Skallagrími, besti þjálfarinn.E. StefánHlynur Bæringsson með viðurkenningu sína sem hann hlaut fyrir að vera útnefndur besti leikmaðurinn.E. Stefán
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hlynur valinn bestur Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, var í dag valinn besti leikmaður Iceland Express deildar karla fyrir umferðir 9-15. 5. febrúar 2008 12:02 Hlynur: Stefnum á efstu fjögur sætin „Mér finnst alltaf gaman af slíkum viðurkenningum og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga,“ sagði Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Iceland Express-deildar karla í umferðum 9-15. 5. febrúar 2008 14:31 Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Hlynur valinn bestur Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, var í dag valinn besti leikmaður Iceland Express deildar karla fyrir umferðir 9-15. 5. febrúar 2008 12:02
Hlynur: Stefnum á efstu fjögur sætin „Mér finnst alltaf gaman af slíkum viðurkenningum og þeir sem halda öðru fram eru einfaldlega að ljúga,“ sagði Hlynur Bæringsson, besti leikmaður Iceland Express-deildar karla í umferðum 9-15. 5. febrúar 2008 14:31
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu