Eiríkur: Verðum að slá frá okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 15:14 Eiríkur í leik með ÍR gegn KR fyrr á tímabilinu. Mynd/Arnþór Eiríkur Önundarson lofar því að ÍR-ingar munu leggja allt sitt í oddaleikinn gegn Keflavík í kvöld og standa uppi sem sigurvegarar. Keflavík tekur á móti ÍR í oddaleik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Sigurvegarinn mætir Snæfelli í úrslitum. Keflavík varð deildarmeistari og lagði Þór örugglega í fyrstu umferðinni. ÍR lenti hins vegar í sjöunda sæti deildarinnar en tókst að leggja Íslandsmeistara KR að velli í fyrstu umferðinni. ÍR kom svo flestum að óvörum með því að vinna fyrstu tvo leikina gegn Keflavík en Suðurnesjamenn svöruðu með því að vinna næstu tvo. Það er því komið að oddaleiknum í rimmunni í kvöld. „Hvernig sem leikurinn fer í kvöld verður brotið blað í sögu úrslitakeppninnar," sagði Eiríkur í samtali við Vísi. „Ef við töpum verður það í fyrsta skipti sem lið kemst 2-0 yfir en tapar svo rimmunni. Ef við vinnum verður það í fyrsta skipti sem lið frá Suðurnesjum keppir ekki í úrslitunum." Hann segir að ÍR-ingar séu vanir því að vera lítilmagninn og það kæmi honum ekki á óvart ef fleiri reikna með sigri Keflvíkinga í kvöld. „Við byrjuðum á því að spila við liðið sem lenti í öðru sæti og erum nú að kljást við deildarmeistarana. En að mínu viti erum við með betra lið en Keflavík ef við náum að spila okkar leik. Það sýndi sig í fyrstu tveimur leikjunum í þessari rimmu." „Það sýndi sig samt líka að ef við erum ekki rétt innstilltir og þeir ná að spila sinn besta leik eru þeir betri, rétt eins og í síðustu tveimur leikjum." „Ég tel því að það eru helmingslíkur að við vinnum þennan leik í kvöld og ég geri ráð fyrir jöfnum og spennandi leik þar sem úrslit munu ekki ráðast fyrr en í lokin, eins og í öllum úrslitaleikjum. Ég tel ekki að annað liðið muni valta yfir hitt - við munum allavega ekki láta það koma fyrir okkur. Við munum mæta klárir í slaginn og gera allt sem við getum til að vinna þennan leik." Eiríkur segir að sínir menn hafi fyrst og fremst lært það af síðustu tveimur leikjum að liðið þurfi að spila almennilega vörn til að vinna Keflvíkinga. „Í tapleikjunum tveimur fengum við meira en 100 stig á okkur að meðaltali en um 80 stig í hinum leikjunum. Það er gríðarlega mikill munur á þessu tvennu og þetta er bara í hausnum á okkur. Þetta er bara spurning um vilja." „Við þurfum líka að passa okkur á því að leyfa þeim ekki keyra leikhraðann upp því þá eru þeir illviðráðanlegir. Við þurfum að stjórna hraðanum og spila ákveðnari varnarleik." Mönnum hefur verið tíðrætt eftir undanfarna leiki hvort Keflvíkingar hafi verið of grófir í sínum leikstíl en Eiríkur segir að það sé undir ÍR-ingum sjálfum komið að svara því. „Það er auðvitað munur á því að spila góða og ákveðna vörn og svo „dirty" vörn. En við ætlum okkur að spila okkar varnarleik miklu mun betur eins og við sýndum í fyrstu tveimur leikjunum að við getum vel gert." „Ég á heldur ekki von á því að dómararnir munu breyta sinni línu eftir þessa umræðu. Það er alvitað að þegar í úrslitakeppnina er komið eru leikirnir harðari og grófari, sérstaklega í svona úrslitaleik eins og í kvöld. Menn verða bara að slá frá sér ef þeir eru sjálfir slegnir." Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Eiríkur Önundarson lofar því að ÍR-ingar munu leggja allt sitt í oddaleikinn gegn Keflavík í kvöld og standa uppi sem sigurvegarar. Keflavík tekur á móti ÍR í oddaleik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Sigurvegarinn mætir Snæfelli í úrslitum. Keflavík varð deildarmeistari og lagði Þór örugglega í fyrstu umferðinni. ÍR lenti hins vegar í sjöunda sæti deildarinnar en tókst að leggja Íslandsmeistara KR að velli í fyrstu umferðinni. ÍR kom svo flestum að óvörum með því að vinna fyrstu tvo leikina gegn Keflavík en Suðurnesjamenn svöruðu með því að vinna næstu tvo. Það er því komið að oddaleiknum í rimmunni í kvöld. „Hvernig sem leikurinn fer í kvöld verður brotið blað í sögu úrslitakeppninnar," sagði Eiríkur í samtali við Vísi. „Ef við töpum verður það í fyrsta skipti sem lið kemst 2-0 yfir en tapar svo rimmunni. Ef við vinnum verður það í fyrsta skipti sem lið frá Suðurnesjum keppir ekki í úrslitunum." Hann segir að ÍR-ingar séu vanir því að vera lítilmagninn og það kæmi honum ekki á óvart ef fleiri reikna með sigri Keflvíkinga í kvöld. „Við byrjuðum á því að spila við liðið sem lenti í öðru sæti og erum nú að kljást við deildarmeistarana. En að mínu viti erum við með betra lið en Keflavík ef við náum að spila okkar leik. Það sýndi sig í fyrstu tveimur leikjunum í þessari rimmu." „Það sýndi sig samt líka að ef við erum ekki rétt innstilltir og þeir ná að spila sinn besta leik eru þeir betri, rétt eins og í síðustu tveimur leikjum." „Ég tel því að það eru helmingslíkur að við vinnum þennan leik í kvöld og ég geri ráð fyrir jöfnum og spennandi leik þar sem úrslit munu ekki ráðast fyrr en í lokin, eins og í öllum úrslitaleikjum. Ég tel ekki að annað liðið muni valta yfir hitt - við munum allavega ekki láta það koma fyrir okkur. Við munum mæta klárir í slaginn og gera allt sem við getum til að vinna þennan leik." Eiríkur segir að sínir menn hafi fyrst og fremst lært það af síðustu tveimur leikjum að liðið þurfi að spila almennilega vörn til að vinna Keflvíkinga. „Í tapleikjunum tveimur fengum við meira en 100 stig á okkur að meðaltali en um 80 stig í hinum leikjunum. Það er gríðarlega mikill munur á þessu tvennu og þetta er bara í hausnum á okkur. Þetta er bara spurning um vilja." „Við þurfum líka að passa okkur á því að leyfa þeim ekki keyra leikhraðann upp því þá eru þeir illviðráðanlegir. Við þurfum að stjórna hraðanum og spila ákveðnari varnarleik." Mönnum hefur verið tíðrætt eftir undanfarna leiki hvort Keflvíkingar hafi verið of grófir í sínum leikstíl en Eiríkur segir að það sé undir ÍR-ingum sjálfum komið að svara því. „Það er auðvitað munur á því að spila góða og ákveðna vörn og svo „dirty" vörn. En við ætlum okkur að spila okkar varnarleik miklu mun betur eins og við sýndum í fyrstu tveimur leikjunum að við getum vel gert." „Ég á heldur ekki von á því að dómararnir munu breyta sinni línu eftir þessa umræðu. Það er alvitað að þegar í úrslitakeppnina er komið eru leikirnir harðari og grófari, sérstaklega í svona úrslitaleik eins og í kvöld. Menn verða bara að slá frá sér ef þeir eru sjálfir slegnir."
Dominos-deild karla Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu