Erfitt að vera 8-0 eftir sex leiki 10. nóvember 2008 15:35 Benedikt Guðmundsson Mynd/Stefán KR-liðið hefur verið á mikilli siglingu í Iceland Express deild karla í körfubolta í vetur og hefur unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni. KR-ingum hefur verið ætlað að gera stóra hluti í vetur eftir að það fékk landsliðsmennina Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson í sínar raðir og ekki er óalgengt að heyra menn kasta því fram að það yrði stórslys ef KR yrði ekki Íslandsmeistari - ekki síst í ljósi þess að efnahagskreppan hefur enn ekki haft jafn mikil áhrif á liðið og önnur í deildinni. Vísir hafði samband við Benedikt Guðmundsson þjálfara KR og spurði hann út í væntingar hans sjálfs og fólksins á götunni í vetur. "Ég ætlaði liðinu auðvitað að vera 6-0 eftir sex umferðir, svo ég er auðvitað ánægður með það - en ég held að sé ekki hægt að vera 8-0 eftir sex leiki," sagði Benedikt í gamansömum tón og vísaði í þær væntingar sem gerðar eru til KR í vetur. "Ég hef gengið út eftir tvo leiki vetur þar sem maður upplifði að maður hefði verið að tapa þar sem sigrarnir voru bara með ellefu og fimmtán stigum, svo það er kannski dæmi um þessar væntingar sem til okkar eru gerðar. Það er eins og við höfum öllu að tapa ekkert að vinna," sagði Benedikt. En er þá ekki bara leiðinlegt að spila undir þeim formerkjum? "Það var mjög skrítin tilfinning að upplifa að það væri ekki nóg að vinna. Ég skal alveg viðurkenna að við höfum ekkert endilega verið frábærir í öllum leikjunum en það er líka ekki hægt að ætlast til þess að menn sýni alltaf sinn besta leik. Það getur líka verið að sé erfiðara að koma mönnum á tærnar fyrir suma leiki," sagði Benedikt. Næsti leikur KR-inga verður á fimmtudagskvöldið klukkan 19:15 en þá sækja þeir Stjörnuna heim í Ásgarðinn í Garðabæ. Þá tekur FSu á móti Breiðablik og grannarnir Grindavík og Keflavík mætast í Grindavík. KR er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir, Grindavík kemur næst með 10 stig og Keflavík og Tindastóll hafa 8 stig í þriðja og fjórða sætinu. Dominos-deild karla Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Fótbolti Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Fleiri fréttir Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Sjá meira
KR-liðið hefur verið á mikilli siglingu í Iceland Express deild karla í körfubolta í vetur og hefur unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni. KR-ingum hefur verið ætlað að gera stóra hluti í vetur eftir að það fékk landsliðsmennina Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson í sínar raðir og ekki er óalgengt að heyra menn kasta því fram að það yrði stórslys ef KR yrði ekki Íslandsmeistari - ekki síst í ljósi þess að efnahagskreppan hefur enn ekki haft jafn mikil áhrif á liðið og önnur í deildinni. Vísir hafði samband við Benedikt Guðmundsson þjálfara KR og spurði hann út í væntingar hans sjálfs og fólksins á götunni í vetur. "Ég ætlaði liðinu auðvitað að vera 6-0 eftir sex umferðir, svo ég er auðvitað ánægður með það - en ég held að sé ekki hægt að vera 8-0 eftir sex leiki," sagði Benedikt í gamansömum tón og vísaði í þær væntingar sem gerðar eru til KR í vetur. "Ég hef gengið út eftir tvo leiki vetur þar sem maður upplifði að maður hefði verið að tapa þar sem sigrarnir voru bara með ellefu og fimmtán stigum, svo það er kannski dæmi um þessar væntingar sem til okkar eru gerðar. Það er eins og við höfum öllu að tapa ekkert að vinna," sagði Benedikt. En er þá ekki bara leiðinlegt að spila undir þeim formerkjum? "Það var mjög skrítin tilfinning að upplifa að það væri ekki nóg að vinna. Ég skal alveg viðurkenna að við höfum ekkert endilega verið frábærir í öllum leikjunum en það er líka ekki hægt að ætlast til þess að menn sýni alltaf sinn besta leik. Það getur líka verið að sé erfiðara að koma mönnum á tærnar fyrir suma leiki," sagði Benedikt. Næsti leikur KR-inga verður á fimmtudagskvöldið klukkan 19:15 en þá sækja þeir Stjörnuna heim í Ásgarðinn í Garðabæ. Þá tekur FSu á móti Breiðablik og grannarnir Grindavík og Keflavík mætast í Grindavík. KR er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir, Grindavík kemur næst með 10 stig og Keflavík og Tindastóll hafa 8 stig í þriðja og fjórða sætinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Fótbolti Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Fleiri fréttir Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu