Þjálfarar KR þurfa að hlaupa 22 spretti 17. nóvember 2008 21:31 Benedikt Guðmundsson er eflaust farinn að sjá eftir samkomulaginu sem hann gerði við leikmenn sína Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var mjög ánægður með 103-48 stórsigur sinna manna á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld, en þessum áttunda sigri liðsins í röð fylgir þó ekki eintóm gleði fyrir þjálfarann. "Menn mætu með blóðbragð í munninum í kvöld en menn hafa dálítið verið að velja sér leiki til þess að undanförnu og það gengur ekki. Menn hafa mætt vel klárir í leikina á móti suðurnesjaliðunum en menn verða að gera í hverjum einasta leik og það er nokkuð sem ég er að reyna að fá fram hjá þeim," sagði Benedikt í samtali við Vísi eftir leikinn. Benedikt gaf það upp í útvarpsþættinum Skjálfanda í dag að hann hefði hótað strákunum í liðinu að láta þá hlaupa einn sprett fyrir hvert stig umfram 70 sem Njarðvíkingar myndu skora í kvöld - en hann og Ingi Þór aðstoðarmaður hans áttu á sama hátt að hlaupa einn sprett fyrir hvert stig sem KR héldi Njarðvík undir 70 stigunum. "Ég fékk strákana til að lofa því að hlaupa eitt "suicide" fyrir hvert stig sem Njarðvík myndi skora umfram 70 stigin, en við þjálfararnir ætluðum að taka einn sprett fyrir hvert stig sem þeir héldu þeim undir 70 stigum - svo ég er svona mátulega hress," sagði Benedikt glottandi. "Við sömdum reyndar um að þeir myndu hlaupa þessa spretti á brókinni, en þeir kannast ekki við það núna," sagði Fannar Ólafsson, miðherji KR og hló þegar Vísir spurði hann út í samninginn. Benedikt sagði herbragð KR-inga í kvöld hafa verið að halda aftur af skyttum Njarðvíkinga og það hefði tekist. "Við lögðum upp með að loka á Loga og Magnús og það fór ekki mikið fyrir þeim. Ég held þeir hafi verið með tvö stig samanlagt í fyrri hálfleik. Það var algjört forgangsverkefni að stöðva þá," sagði Benedikt. En er hægt að stöðva KR-liðið sem nú hefur unnið átta fyrstu leiki sína í deildinni? "Við höfum nú reynt að stoppa okkur sjálfir í vetur, þannig að með samstilltu átaki okkar sjálfra og andstæðinganna er það ábyggilega hægt," sagði Benedikt í léttum dúr. Dominos-deild karla Tengdar fréttir KR slátraði Njarðvík - ÍR vann botnslaginn KR burstaði Njarðvík með 55 stiga mun, 103-48 í DHL-höllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 59-24. KR er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og erfitt að sjá að liðið verði stöðvað. 17. nóvember 2008 20:54 Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44 Svona er bara staðan á Njarðvík í dag "Það hefði hvaða lið sem er unnið okkur með fjörutíu stigum í dag," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi eftir að hans menn í Njarðvík voru teknir í kennslustund af frískum KR-ingum í vesturbænum 103-48. 17. nóvember 2008 21:14 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Fótbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Sjá meira
Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var mjög ánægður með 103-48 stórsigur sinna manna á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld, en þessum áttunda sigri liðsins í röð fylgir þó ekki eintóm gleði fyrir þjálfarann. "Menn mætu með blóðbragð í munninum í kvöld en menn hafa dálítið verið að velja sér leiki til þess að undanförnu og það gengur ekki. Menn hafa mætt vel klárir í leikina á móti suðurnesjaliðunum en menn verða að gera í hverjum einasta leik og það er nokkuð sem ég er að reyna að fá fram hjá þeim," sagði Benedikt í samtali við Vísi eftir leikinn. Benedikt gaf það upp í útvarpsþættinum Skjálfanda í dag að hann hefði hótað strákunum í liðinu að láta þá hlaupa einn sprett fyrir hvert stig umfram 70 sem Njarðvíkingar myndu skora í kvöld - en hann og Ingi Þór aðstoðarmaður hans áttu á sama hátt að hlaupa einn sprett fyrir hvert stig sem KR héldi Njarðvík undir 70 stigunum. "Ég fékk strákana til að lofa því að hlaupa eitt "suicide" fyrir hvert stig sem Njarðvík myndi skora umfram 70 stigin, en við þjálfararnir ætluðum að taka einn sprett fyrir hvert stig sem þeir héldu þeim undir 70 stigum - svo ég er svona mátulega hress," sagði Benedikt glottandi. "Við sömdum reyndar um að þeir myndu hlaupa þessa spretti á brókinni, en þeir kannast ekki við það núna," sagði Fannar Ólafsson, miðherji KR og hló þegar Vísir spurði hann út í samninginn. Benedikt sagði herbragð KR-inga í kvöld hafa verið að halda aftur af skyttum Njarðvíkinga og það hefði tekist. "Við lögðum upp með að loka á Loga og Magnús og það fór ekki mikið fyrir þeim. Ég held þeir hafi verið með tvö stig samanlagt í fyrri hálfleik. Það var algjört forgangsverkefni að stöðva þá," sagði Benedikt. En er hægt að stöðva KR-liðið sem nú hefur unnið átta fyrstu leiki sína í deildinni? "Við höfum nú reynt að stoppa okkur sjálfir í vetur, þannig að með samstilltu átaki okkar sjálfra og andstæðinganna er það ábyggilega hægt," sagði Benedikt í léttum dúr.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir KR slátraði Njarðvík - ÍR vann botnslaginn KR burstaði Njarðvík með 55 stiga mun, 103-48 í DHL-höllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 59-24. KR er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og erfitt að sjá að liðið verði stöðvað. 17. nóvember 2008 20:54 Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44 Svona er bara staðan á Njarðvík í dag "Það hefði hvaða lið sem er unnið okkur með fjörutíu stigum í dag," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi eftir að hans menn í Njarðvík voru teknir í kennslustund af frískum KR-ingum í vesturbænum 103-48. 17. nóvember 2008 21:14 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Fótbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Sjá meira
KR slátraði Njarðvík - ÍR vann botnslaginn KR burstaði Njarðvík með 55 stiga mun, 103-48 í DHL-höllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 59-24. KR er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og erfitt að sjá að liðið verði stöðvað. 17. nóvember 2008 20:54
Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44
Svona er bara staðan á Njarðvík í dag "Það hefði hvaða lið sem er unnið okkur með fjörutíu stigum í dag," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi eftir að hans menn í Njarðvík voru teknir í kennslustund af frískum KR-ingum í vesturbænum 103-48. 17. nóvember 2008 21:14
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu