Boldsen undir smásjá spænskra stórliða 29. janúar 2007 17:30 Joachim Boldsen gengur undir gælunafninu "traktorinn" í heimalandi sínu. Boldsen er algjör jaxl en þykir ótrúlega lipur handboltamaður miðað við líkamsburði. MYND/Getty Joachim Boldsen, leikstjórnandi danska handboltalandsliðsins, er undir smásjá spænskra stórliða eftir að hafa spilað eins og engill á HM í Þýskalandi. Boldsen hefur verið á mála hjá Flensburg undanfarin ár en hefur þegar ákveðið að ganga til liðs við AaB í heimalandi sínu á næsta tímabili. Það ku hins vegar vera gamall draumur leikmannsins að reyna fyrir sér á Spáni. "Þegar Boldsen spilar svona framúrskarandi vel eins og hann hefur gert á HM er ekkert skrítið að það skuli koma fyrirspurnir frá stærstu félögum heims," sagði Jan Larsen, framkvæmdastjóri AaB, við Extrabladet í Danmörku. Það kom gríðarlega á óvart þegar Boldsen ákvað að skrifa undir samning við danska liðið fyrr í vetur sem tekur gildi á næsta tímabili, því mörg lið í Þýskalandi og víðar voru á höttunum á eftir honum. Nú herma danskir fjölmiðlar hins vegar að Barcelona, San Antonio og Ciudad Real vilji öll fá Boldsen í sínar raðir. "Ég hafði eitthvað heyrt af þessu en veit sjálfur ekki neitt. Umboðsmaðurinn minn er í skíðaferð með fjölskyldunni og þess vegna gerist lítið í þessum málum," sagði Boldsen léttur á því þegar hann var spurður um málið. Boldsen hefur áður lýst því yfir að það sé gamall draumur sinn að spila á Spáni og svo gæti farið að gylliboð frá spænsku stórliði verði of gott til að hafna. Framhaldið ræðst þó alfarið á því hvort forráðamenn AaB eru reiðubúnir að sleppa einum besta leikmanni heims um þessar mundir. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Joachim Boldsen, leikstjórnandi danska handboltalandsliðsins, er undir smásjá spænskra stórliða eftir að hafa spilað eins og engill á HM í Þýskalandi. Boldsen hefur verið á mála hjá Flensburg undanfarin ár en hefur þegar ákveðið að ganga til liðs við AaB í heimalandi sínu á næsta tímabili. Það ku hins vegar vera gamall draumur leikmannsins að reyna fyrir sér á Spáni. "Þegar Boldsen spilar svona framúrskarandi vel eins og hann hefur gert á HM er ekkert skrítið að það skuli koma fyrirspurnir frá stærstu félögum heims," sagði Jan Larsen, framkvæmdastjóri AaB, við Extrabladet í Danmörku. Það kom gríðarlega á óvart þegar Boldsen ákvað að skrifa undir samning við danska liðið fyrr í vetur sem tekur gildi á næsta tímabili, því mörg lið í Þýskalandi og víðar voru á höttunum á eftir honum. Nú herma danskir fjölmiðlar hins vegar að Barcelona, San Antonio og Ciudad Real vilji öll fá Boldsen í sínar raðir. "Ég hafði eitthvað heyrt af þessu en veit sjálfur ekki neitt. Umboðsmaðurinn minn er í skíðaferð með fjölskyldunni og þess vegna gerist lítið í þessum málum," sagði Boldsen léttur á því þegar hann var spurður um málið. Boldsen hefur áður lýst því yfir að það sé gamall draumur sinn að spila á Spáni og svo gæti farið að gylliboð frá spænsku stórliði verði of gott til að hafna. Framhaldið ræðst þó alfarið á því hvort forráðamenn AaB eru reiðubúnir að sleppa einum besta leikmanni heims um þessar mundir.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik