Lögfræðingar Saddams Hussein lýstur því yfir við réttarhöldin yfir honum í morgun að þeir myndu sniðganga dómhaldið þar til kröfum þeirra um vernd yrði fullnægt. Þrír úr verjendaliði Saddams og sökunauta hans hafa verið myrtir undanfarin misseri. Enginn af sakborningunum var viðstaddur þegar réttarhöldin hófust. Lokaræður verjendanna áttu að fara fram í dag en saksóknari hefur farið fram á líflátsdóm yfir Saddam.