NBA - Iverson fer enn á kostum 16. apríl 2005 00:01 Tólf leikir fóru fram í NBA í nótt og þar bar hæst að Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers átti enn einn stórleikinn og ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni sem hefst eftir viku. Iverson var maðurinn á bak við sigur Philadelphia á Indiana í nótt, 90-86 og skoraði 43 stig í leiknum. Liðin tvö eru í harðri baráttu um síðustu sætin í úrslitakeppninni og því var sigur Philadelphia mjög mikilvægur. Washington Wizards eru í svipaðri stöðu og þeir unnu afar mikilvægan sigur á Cleveland Cavaliers í nótt, 119-111, en sæti Cleveland í úrsiltakeppninni hangir nú á bláþræði eftir enn eitt tapið. LeBron James skoraði 38 stig fyrir liðið, en það nægði ekki gegn öflugri sókn Wizards, þar sem þrír aðalskorarar liðsins fóru mikinn í leiknum. Gilbert Arenas var atkvæðamestur í liði Wizards með 33 stig og hitti frábærlega í leiknum. Boston Celtics unnu mjög góðan sigur á liði Miami Heat, sem var að tapa sínum fjórða leik í röð í fyrsta skipti í vetur og hafa aldeilis slakað á í síðustu leikjum. Shaquille O´Neal átti ágætan leik fyrir Heat og er að ná sér af magavírusnum sem var að plaga hann í síðustu viku, en það dugði ekki gegn frísku liði heimamanna í Boston. O´Neal skoraði 34 stig fyrir Miami, en hjá Boston var Paul Pierce maðurinn á bak við sigurinn og skoraði 22 stig, þar af mikilvægar körfur á lokasekúndum leikisins. Vince Carter gerði góða ferð á gamla heimavöll sinn í Toronto og kafsigldi fyrrum félaga sína í Raptors með 39 stigum og hans menn í New Jersey Nets eru nú hársbreidd frá því að stela síðasta sætinu inn í úrslitakeppni af Cleveland. Nets unnu leikinn nokkuð örugglega, 101-90. Meistarar Detroit Pistons eru á góðum skriði þessa dagana og komnir í úrslitagírinn. Þeir unnu stórsigur á Milwaukee Bucks í nótt, 99-73, en þetta var níundi sigur meistaranna í röð. Chicago Bulls hreinlega völtuðu yfir Orlando Magic í nótt, 117-77, þar sem þrír menn í liði Chicago skoruðu 17 stig. Liðið verður án Eddie Curry í úrslitakeppninni, en það virtist svo sannarlega ekki koma að sök í nótt og liðið verður óárennilegt í úrslitakeppninni. Phoenix Suns tryggðu sér annað 60 sigurleikja tímabilið í sögu félagsins í nótt þegar þeir sigruðu LA Clippers á heimavelli 98-91, þar sem Amare Stoudemire fór mikinn að venju og skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Golden State Warriors sigruðu Portland Trailblazers örugglega 108-88, þar sem Damon Stoudamire hjá Portland, náði ekki aðeins sinni sjöttu þrennu á ferlinum með 18 stigum, 12 fráköstum og 11 stoðsendingum, heldur setti hann NBA met með því að reyna 21 þriggja stiga skot í leiknum. Hann hitti þó aðeins úr fimm þeirra og niðurstaðan enn eitt tapið hjá vængbrotnu liði Blazers. Mike Dunleavy var stigahæstur í liði Warriors með 20 stig. Seattle tryggði sér sigurinn í Norðvestur riðlinum með sigri á liði New Orleans, 97-72. Ray Allen var stigahæstur í liði Seattle með 32 stig. Að lokum vann Sacramento sigur á liði Los Angeles Lakers, 115-106, þar sem Mike Bibby var stigahæstur í liði Sacramento með 26 stig. NBA Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA í nótt og þar bar hæst að Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers átti enn einn stórleikinn og ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni sem hefst eftir viku. Iverson var maðurinn á bak við sigur Philadelphia á Indiana í nótt, 90-86 og skoraði 43 stig í leiknum. Liðin tvö eru í harðri baráttu um síðustu sætin í úrslitakeppninni og því var sigur Philadelphia mjög mikilvægur. Washington Wizards eru í svipaðri stöðu og þeir unnu afar mikilvægan sigur á Cleveland Cavaliers í nótt, 119-111, en sæti Cleveland í úrsiltakeppninni hangir nú á bláþræði eftir enn eitt tapið. LeBron James skoraði 38 stig fyrir liðið, en það nægði ekki gegn öflugri sókn Wizards, þar sem þrír aðalskorarar liðsins fóru mikinn í leiknum. Gilbert Arenas var atkvæðamestur í liði Wizards með 33 stig og hitti frábærlega í leiknum. Boston Celtics unnu mjög góðan sigur á liði Miami Heat, sem var að tapa sínum fjórða leik í röð í fyrsta skipti í vetur og hafa aldeilis slakað á í síðustu leikjum. Shaquille O´Neal átti ágætan leik fyrir Heat og er að ná sér af magavírusnum sem var að plaga hann í síðustu viku, en það dugði ekki gegn frísku liði heimamanna í Boston. O´Neal skoraði 34 stig fyrir Miami, en hjá Boston var Paul Pierce maðurinn á bak við sigurinn og skoraði 22 stig, þar af mikilvægar körfur á lokasekúndum leikisins. Vince Carter gerði góða ferð á gamla heimavöll sinn í Toronto og kafsigldi fyrrum félaga sína í Raptors með 39 stigum og hans menn í New Jersey Nets eru nú hársbreidd frá því að stela síðasta sætinu inn í úrslitakeppni af Cleveland. Nets unnu leikinn nokkuð örugglega, 101-90. Meistarar Detroit Pistons eru á góðum skriði þessa dagana og komnir í úrslitagírinn. Þeir unnu stórsigur á Milwaukee Bucks í nótt, 99-73, en þetta var níundi sigur meistaranna í röð. Chicago Bulls hreinlega völtuðu yfir Orlando Magic í nótt, 117-77, þar sem þrír menn í liði Chicago skoruðu 17 stig. Liðið verður án Eddie Curry í úrslitakeppninni, en það virtist svo sannarlega ekki koma að sök í nótt og liðið verður óárennilegt í úrslitakeppninni. Phoenix Suns tryggðu sér annað 60 sigurleikja tímabilið í sögu félagsins í nótt þegar þeir sigruðu LA Clippers á heimavelli 98-91, þar sem Amare Stoudemire fór mikinn að venju og skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Golden State Warriors sigruðu Portland Trailblazers örugglega 108-88, þar sem Damon Stoudamire hjá Portland, náði ekki aðeins sinni sjöttu þrennu á ferlinum með 18 stigum, 12 fráköstum og 11 stoðsendingum, heldur setti hann NBA met með því að reyna 21 þriggja stiga skot í leiknum. Hann hitti þó aðeins úr fimm þeirra og niðurstaðan enn eitt tapið hjá vængbrotnu liði Blazers. Mike Dunleavy var stigahæstur í liði Warriors með 20 stig. Seattle tryggði sér sigurinn í Norðvestur riðlinum með sigri á liði New Orleans, 97-72. Ray Allen var stigahæstur í liði Seattle með 32 stig. Að lokum vann Sacramento sigur á liði Los Angeles Lakers, 115-106, þar sem Mike Bibby var stigahæstur í liði Sacramento með 26 stig.
NBA Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira