Munur á að skauta og skauta rétt 3. ágúst 2004 00:01 "Þetta er mjög holl hreyfing fyrir líkamann og ekkert högg á hné og mjaðmir eins og í hlaupi til dæmis," segir Helgi Páll Þórisson, annar eigandi linuskautar.is. Hann og Árni Valdi Bernhöft reka þetta fyrirtæki og er þetta þeirra fimmta sumar í bransanum. "Við tökum að okkur hópa, til dæmis saumaklúbba, gæsa- og steggjahópa og fyrirtækjahópa og kennum þeim að línuskauta almennilega. Við kennum þeim að bremsa rétt, standa rétt, skauta rétt og bakka," segir Árni Valdi en bætir við að það fari eftir hópnum hve mikið sé kennt á einu námskeiði. "Það eru ekki allir sem ná því að bakka en ef hópurinn er góður og fljótur að læra þá kennum við þeim líka að snúa við á ferð. Síðan endum við yfirleitt á léttu street-hokkí, sem er eins og íshokkí bara á línuskautum," segir Árni en þeir félagar taka líka fólk í einkakennslu. Helgi og Árni Valdi eru ekki einungis með hópnámskeið heldur skipuleggja þeir og standa fyrir uppákomum á línuskautum og leikjanámskeiðum. "Við sjáum til dæmis um línuskautahlaupið nú í lok ágúst sem hingað til hefur verið hlaupið með Reykjavíkurmaraþoninu," segir Árni Valdi en þeir félagar stefna á að fara með hóp í línuskautaferð til Þýskalands á næstunni. "Við förum með ferðaskrifstofunni Íslandsvinir og tökum þátt í línuskautaviðburði þar sem tugþúsundir manna koma saman og skauta. Þetta er gert í mörgum borgum í Evrópu eins og til dæmis París, London, München og Frankfurt. Þá er miðbærinn lokaður fyrir umferð og fólk kemur bara til að skauta," segir Helgi en þetta er í fyrsta sinn sem svona hópur fer frá Íslandi. "Við verðum svona um það bil tuttugu eða þrjátíu og skráning er á linuskautar.is. Það er nú samt æskilegt að þeir sem skrái sig séu búnir að fara á námskeið hjá okkur eða kunni eitthvað á línuskauta," segir Árni Valdi. Nemendur á öllum aldri Þeir félagar hjá linuskautar.is stíla frekar á eldra fólk en krakkar eru samt velkomnir með. "Aðsóknin á þessi námskeið hefur aukist gríðarlega á milli ára, eða um þrjú hundruð prósent. Við miðum þessi námskeið við svona átján ára aldur og upp úr en elsti nemandi sem við höfum kennt var um sjötugt," segir Helgi og bætir við að margir haldi að línuskautar séu einhver tískubóla. "Því hefur verið haldið fram að þetta sé tískubóla í um fimm til sex ár þannig að ég held að þetta sé komið til að vera." Strákarnir eru eingöngu með þessi námskeið á sumrin. Þeir byrja um lok apríl, byrjun maí og eru alveg fram í ágúst eða september. Þeir hafa góða aðstöðu í Skautahöllinni í Laugardal þannig að ef viðrar illa þá geta þeir alltaf farið með hópa inn á námskeið. "Þegar byrjar að hlýna og sólin að skína þá fara tölvupóstarnir alveg að hrynja inn," segir Árni Valdi. Mikil brennsla "Það er á allra færi að læra á línuskauta," segir Helgi og bætir við að þetta sé mjög alhliða hreyfing. "Þú brennir meiru á línuskautum heldur en að hlaupa á sama tempói. Síðan reynir þetta mjög vel á fótleggi, rass, mjóbak, maga og hendur," segir Helgi en þeir félagar hafa kennt að minnsta kosti fimm til átta hundruð manns á ári síðustu ár. "Af þessum fjölda hafa kannski fimm hætt við á miðju námskeiði þannig að þetta er greinilega eitthvað sem allir geta," segir Helgi sem segir að góðar aðstæður til línuskautaiðkunar séu á flestum göngustígum í Reykjavík og nágrenni. Árni Valdi og Helgi geta bæði tekið hópa að sér niðri í Laugardal og mætt á staðinn ef þess er óskað. Fyrsta skrefið til að panta þessa línuskautakennara er að fara inn á vefsíðu þeirra, linuskautar.is, og senda þeim tölvupóst. Síðan er fundinn tími og þá er allt klappað og klárt. "Það er munur á því að skauta og skauta rétt og það er það sem við viljum kenna fólki," segir Árni Valdi að lokum. [email protected] Heilsa Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
"Þetta er mjög holl hreyfing fyrir líkamann og ekkert högg á hné og mjaðmir eins og í hlaupi til dæmis," segir Helgi Páll Þórisson, annar eigandi linuskautar.is. Hann og Árni Valdi Bernhöft reka þetta fyrirtæki og er þetta þeirra fimmta sumar í bransanum. "Við tökum að okkur hópa, til dæmis saumaklúbba, gæsa- og steggjahópa og fyrirtækjahópa og kennum þeim að línuskauta almennilega. Við kennum þeim að bremsa rétt, standa rétt, skauta rétt og bakka," segir Árni Valdi en bætir við að það fari eftir hópnum hve mikið sé kennt á einu námskeiði. "Það eru ekki allir sem ná því að bakka en ef hópurinn er góður og fljótur að læra þá kennum við þeim líka að snúa við á ferð. Síðan endum við yfirleitt á léttu street-hokkí, sem er eins og íshokkí bara á línuskautum," segir Árni en þeir félagar taka líka fólk í einkakennslu. Helgi og Árni Valdi eru ekki einungis með hópnámskeið heldur skipuleggja þeir og standa fyrir uppákomum á línuskautum og leikjanámskeiðum. "Við sjáum til dæmis um línuskautahlaupið nú í lok ágúst sem hingað til hefur verið hlaupið með Reykjavíkurmaraþoninu," segir Árni Valdi en þeir félagar stefna á að fara með hóp í línuskautaferð til Þýskalands á næstunni. "Við förum með ferðaskrifstofunni Íslandsvinir og tökum þátt í línuskautaviðburði þar sem tugþúsundir manna koma saman og skauta. Þetta er gert í mörgum borgum í Evrópu eins og til dæmis París, London, München og Frankfurt. Þá er miðbærinn lokaður fyrir umferð og fólk kemur bara til að skauta," segir Helgi en þetta er í fyrsta sinn sem svona hópur fer frá Íslandi. "Við verðum svona um það bil tuttugu eða þrjátíu og skráning er á linuskautar.is. Það er nú samt æskilegt að þeir sem skrái sig séu búnir að fara á námskeið hjá okkur eða kunni eitthvað á línuskauta," segir Árni Valdi. Nemendur á öllum aldri Þeir félagar hjá linuskautar.is stíla frekar á eldra fólk en krakkar eru samt velkomnir með. "Aðsóknin á þessi námskeið hefur aukist gríðarlega á milli ára, eða um þrjú hundruð prósent. Við miðum þessi námskeið við svona átján ára aldur og upp úr en elsti nemandi sem við höfum kennt var um sjötugt," segir Helgi og bætir við að margir haldi að línuskautar séu einhver tískubóla. "Því hefur verið haldið fram að þetta sé tískubóla í um fimm til sex ár þannig að ég held að þetta sé komið til að vera." Strákarnir eru eingöngu með þessi námskeið á sumrin. Þeir byrja um lok apríl, byrjun maí og eru alveg fram í ágúst eða september. Þeir hafa góða aðstöðu í Skautahöllinni í Laugardal þannig að ef viðrar illa þá geta þeir alltaf farið með hópa inn á námskeið. "Þegar byrjar að hlýna og sólin að skína þá fara tölvupóstarnir alveg að hrynja inn," segir Árni Valdi. Mikil brennsla "Það er á allra færi að læra á línuskauta," segir Helgi og bætir við að þetta sé mjög alhliða hreyfing. "Þú brennir meiru á línuskautum heldur en að hlaupa á sama tempói. Síðan reynir þetta mjög vel á fótleggi, rass, mjóbak, maga og hendur," segir Helgi en þeir félagar hafa kennt að minnsta kosti fimm til átta hundruð manns á ári síðustu ár. "Af þessum fjölda hafa kannski fimm hætt við á miðju námskeiði þannig að þetta er greinilega eitthvað sem allir geta," segir Helgi sem segir að góðar aðstæður til línuskautaiðkunar séu á flestum göngustígum í Reykjavík og nágrenni. Árni Valdi og Helgi geta bæði tekið hópa að sér niðri í Laugardal og mætt á staðinn ef þess er óskað. Fyrsta skrefið til að panta þessa línuskautakennara er að fara inn á vefsíðu þeirra, linuskautar.is, og senda þeim tölvupóst. Síðan er fundinn tími og þá er allt klappað og klárt. "Það er munur á því að skauta og skauta rétt og það er það sem við viljum kenna fólki," segir Árni Valdi að lokum. [email protected]
Heilsa Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira