Hjálmar draga úr slysahættu 13. október 2005 14:24 "Hingað kemur fólk með ýmsa áverka eftir reiðhjólaslys, skrámur, meiðsl og beinbrot. Jafnvel alvarlega höfuðáverka en það er sem betur fer sjaldgæft," segir Jón Baldursson, yfirlæknir á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Hann segir alltaf meira um reiðhjólaslys á sumrin en á öðrum árstímum enda noti fólk hjólin meira þá. Engar tölur liggja þó fyrir um tíðni þeirra á deildinni en tilfinning Jóns er sú að þeir sem noti hjálma sleppi betur frá þeim en hinir. "Það er aldrei of brýnt fyrir hjólreiðafólki að nota hjálma en mér virðist mikill misbrestur á því, einkum meðal unglinga og fullorðinna," segir hann. Jón telur börnin standa sig mun betur í þessu efni og þeir sem teljist ábyrgir foreldrar sýni gjarnan gott fordæmi og noti hjálma líka, að minnsta kosti þegar þeir séu úti að hjóla með börnunum. Lög á Íslandi kveða á um skyldu barna 15 ára og yngri til að nota reiðhjólahjálma. Þau lög voru sett fyrir hækkun sjálfræðisaldursins upp í 18 ár og voru vissulega til mikilla bóta. Börnum er hættara við slysum en fullorðnum fyrir margra hluta sakir. Þau skortir dómgreind hinna eldri, þau bera síður fyrir sig hendurnar og höfuð þeirra er þungt í hlutfalli við búkinn. Hjálmar eru samt nauðsynlegt öryggistæki fyrir hjólreiðafólk á öllum aldri að mati Jóns Baldurssonar læknis. Reiðhjólið telur hann hollt og gott farartæki og mælir með notkun þess í stað þess að ferðast um í bíl, menga andrúmsloftið og detta úr þjálfun. "Mitt hjól stendur hér fyrir utan en ég hef hjálminn inni," segir hann og kveðst búinn að nota hjólið í 15 ár. "Ég byrjaði meira að segja áður en það komst í tísku," segir hann að lokum og heldur svo áfram að hlynna að slösuðum. Heilsa Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
"Hingað kemur fólk með ýmsa áverka eftir reiðhjólaslys, skrámur, meiðsl og beinbrot. Jafnvel alvarlega höfuðáverka en það er sem betur fer sjaldgæft," segir Jón Baldursson, yfirlæknir á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Hann segir alltaf meira um reiðhjólaslys á sumrin en á öðrum árstímum enda noti fólk hjólin meira þá. Engar tölur liggja þó fyrir um tíðni þeirra á deildinni en tilfinning Jóns er sú að þeir sem noti hjálma sleppi betur frá þeim en hinir. "Það er aldrei of brýnt fyrir hjólreiðafólki að nota hjálma en mér virðist mikill misbrestur á því, einkum meðal unglinga og fullorðinna," segir hann. Jón telur börnin standa sig mun betur í þessu efni og þeir sem teljist ábyrgir foreldrar sýni gjarnan gott fordæmi og noti hjálma líka, að minnsta kosti þegar þeir séu úti að hjóla með börnunum. Lög á Íslandi kveða á um skyldu barna 15 ára og yngri til að nota reiðhjólahjálma. Þau lög voru sett fyrir hækkun sjálfræðisaldursins upp í 18 ár og voru vissulega til mikilla bóta. Börnum er hættara við slysum en fullorðnum fyrir margra hluta sakir. Þau skortir dómgreind hinna eldri, þau bera síður fyrir sig hendurnar og höfuð þeirra er þungt í hlutfalli við búkinn. Hjálmar eru samt nauðsynlegt öryggistæki fyrir hjólreiðafólk á öllum aldri að mati Jóns Baldurssonar læknis. Reiðhjólið telur hann hollt og gott farartæki og mælir með notkun þess í stað þess að ferðast um í bíl, menga andrúmsloftið og detta úr þjálfun. "Mitt hjól stendur hér fyrir utan en ég hef hjálminn inni," segir hann og kveðst búinn að nota hjólið í 15 ár. "Ég byrjaði meira að segja áður en það komst í tísku," segir hann að lokum og heldur svo áfram að hlynna að slösuðum.
Heilsa Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira