Rúnar Alex varði víti og Nordsjælland fór á toppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2017 18:52 Rúnar Alex Rúnarsson varði víti í kvöld. Vísir/Getty Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson átti mjög góðan leik í marki Nordsjælland í kvöld þegar liðið vann í Árósum og komst í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Nordsjælland vann þá 4-1 sigur á AGF en staðan var 2-1 í hálfleik. Rúnar Alex varði vítaspyrnu á 64. mínútu í stöðunni 3-1 fyrir Nordsjælland og bjargaði líka oft í góðum færum heimamanna í AGF. Ernest Asante kom Nordsjælland í 1-0 strax á 7. mínútu með sínu ellefta marki á tímabilinu. Rúnar Axel fékk á sig jöfnunarmark á 17. mínútu leiksins en Nordsjælland komst yfir fimm mínútum fyrir hálfleik með marki Mathias Jensen. Nordsjælland gerði síðan nánast út um leikinn í byrjun seinni hálfleiks þegar Emiliano Marcondes kom liðinu í 3-1 á 48. mínútu. Það var hinsvegar ekki alveg í höfn. Íslenski markvörðurinn sá til þess að heimamenn næðu að minnka muninn eftir rúmlega klukkutíma leik. Morten Duncan Rasmussen fékk víti á 64. mínútu en Rúnar Alex varði frá honum. Fimm mínútum seinna varði Rúnar Alex aftur meistaralega frá leikmönnum AGF.64' Men Alex redder Morten Duncan Rasmussen spark. Stærkt af islændingen i målet #AGFFCN 1-3 — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) October 27, 2017 Emiliano Marcondes skoraði sitt annað mark úr vítaspyrnu á 78. mínútu og kom Nordsjælland í 4-1. Rúnar Alex varði einu sinni frábærlega til viðbótar og þriggja marka sigur var í höfn.80' @runaralex er on fire, endnu en fremragende redning. Vifter Sanas spark mod krogen ud til hjørne #AGFFCN 1-4 — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) October 27, 2017 Þetta var þriðji sigur Nordsjælland í síðustu fjórum leikjum en liðið hafði tapað 4-0 fyrir Hobro í leiknum á undan sem þýddi að liðið missti af toppsætinu. Nordsjælland komst nú aftur upp fyrir Midtjylland sem á leik inni og hefur unnið fimm deildarleiki í röð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson átti mjög góðan leik í marki Nordsjælland í kvöld þegar liðið vann í Árósum og komst í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Nordsjælland vann þá 4-1 sigur á AGF en staðan var 2-1 í hálfleik. Rúnar Alex varði vítaspyrnu á 64. mínútu í stöðunni 3-1 fyrir Nordsjælland og bjargaði líka oft í góðum færum heimamanna í AGF. Ernest Asante kom Nordsjælland í 1-0 strax á 7. mínútu með sínu ellefta marki á tímabilinu. Rúnar Axel fékk á sig jöfnunarmark á 17. mínútu leiksins en Nordsjælland komst yfir fimm mínútum fyrir hálfleik með marki Mathias Jensen. Nordsjælland gerði síðan nánast út um leikinn í byrjun seinni hálfleiks þegar Emiliano Marcondes kom liðinu í 3-1 á 48. mínútu. Það var hinsvegar ekki alveg í höfn. Íslenski markvörðurinn sá til þess að heimamenn næðu að minnka muninn eftir rúmlega klukkutíma leik. Morten Duncan Rasmussen fékk víti á 64. mínútu en Rúnar Alex varði frá honum. Fimm mínútum seinna varði Rúnar Alex aftur meistaralega frá leikmönnum AGF.64' Men Alex redder Morten Duncan Rasmussen spark. Stærkt af islændingen i målet #AGFFCN 1-3 — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) October 27, 2017 Emiliano Marcondes skoraði sitt annað mark úr vítaspyrnu á 78. mínútu og kom Nordsjælland í 4-1. Rúnar Alex varði einu sinni frábærlega til viðbótar og þriggja marka sigur var í höfn.80' @runaralex er on fire, endnu en fremragende redning. Vifter Sanas spark mod krogen ud til hjørne #AGFFCN 1-4 — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) October 27, 2017 Þetta var þriðji sigur Nordsjælland í síðustu fjórum leikjum en liðið hafði tapað 4-0 fyrir Hobro í leiknum á undan sem þýddi að liðið missti af toppsætinu. Nordsjælland komst nú aftur upp fyrir Midtjylland sem á leik inni og hefur unnið fimm deildarleiki í röð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Sjá meira