Leikhús

Fréttamynd

Öllum leiksýningum og tónleikum aflýst yfir jólin

Helstu sviðslistahús landsins hafa ákveðið að aflýsa öllum leiksýningum og tónleikum um jólin. Lokunin gildir að minnsta kosti fram að áramótum en undatekning verður þó gerð vegna tónleika sem fram fara í Hörpu í dag og vegna ferðamannaviðburða.

Innlent
Fréttamynd

María Guð­munds­dóttir leik­kona er látin

María Guðmundsdóttir, leikkona og hjúkrunarfræðingur, er látin 86 ára gömul. Dóra Guðrún Wild dóttir hennar staðfestir andlátið í samtali við Vísi. María lést á Landspítalanum í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Tíu auka starfsmenn kallaðir út í leikhúsið vegna hraðprófa

Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd Alþingis að Leikfélagi Reykjavíkur verði tryggður fimmtíu milljóna króna stuðningur til að mæta tekjutapi og kostnaði á árinu sem er að líða af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Tíu auka starfsmenn eru kallaðir út á hverju sýningarkvöldi til að skanna hraðpróf.

Menning
Fréttamynd

Þurfti að stöðva sýningu vegna drykkju­láta í annað sinn á ferlinum

Leikhússtjóri Gaflaraleikhússins segist finna fyrir aukinni áfengisneyslu og ólátum meðal áhorfenda, sem mögulega geti skrifast á stuttan opnunartíma skemmtistaða. Hún þurfti á dögunum að stöðva sýningu vegna þessa, í annað sinn á ferlinum. Hún fagnar þó hvers kyns samtali við áhorfendur og bendir á að sýningin bjóði upp á meiri þátttöku þeirra en gengur og gerist.

Innlent
Fréttamynd

„Dauðinn var orðinn rosalega vingjarnlegur“

Tryggvi Rafnsson er leikari sem á undanförnum árum hefur unnið mikið sem skemmtikraftur og veislustjóri og vakti hann til að mynda mikla athygli þegar hann lék forseta Íslands í áramótaskaupinu fyrir nokkrum árum.

Lífið
Fréttamynd

Stephen Sondheim látinn

Tónskáldið og lagahöfundurinn Stephen Sondheim er látinn, 91 árs að aldri. Sondheim lést í gær á heimili sínu í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Ásta færð á Stóra sviðið

Uppselt hefur verið á fjörutíu sýningar á verkið Ásta í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Því hefur verið ákveðið að færa sýninguna yfir á Stóra sviðið. 

Lífið
Fréttamynd

Deila Atla Rafns og Persónuverndar komin á byrjunarreit

Landsréttur vísaði í dag frá máli Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Persónuvernd. Málskostnaður fyrir báðum dómstigum fellur niður. Atli Rafn hafði áður haft betur í baráttu sinni við Persónuvernd fyrir héraðsdómi en Persónuvernd áfrýjaði dómnum.

Innlent
Fréttamynd

Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar

Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. 

Lífið
Fréttamynd

Hraðpróf óþörf um helgina

Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina þar sem ljóst er að hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi.

Innlent
Fréttamynd

Íslenska óperan í fyrsta sinn á Akureyri

Íslenska óperan leggur land undir fót helgina 13.-14. nóvember þegar hún setur upp La Travita í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Það verður í fyrsta sinn sem ópera í fullri stærð er sett upp í höfuðstað Norðurlands.

Menning
Fréttamynd

Gæsahúðarútgáfa af Nangíjala úr Rómeó og Júlíu

Sýningin Rómeó og Júlía, sem hefur verið á fjölunum í Þjóðleikhúsinu í haust, hefur vakið mikla athygli og heillað leikhúsgesti unga sem aldna. Sviðsetningin er sannkölluð sjónræn veisla eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi.

Lífið
Fréttamynd

„Þrá okkar til þess að frelsast frá öngum nútímans“

Dansverkið Neind Thing eftir Ingu Huld Hákonardóttur verður frumsýnt í Tjarnarbíó þann 28. október næstkomandi. Þrjár sviðslistakonur og einn trommari leitast við að umbreyta ástandi óreiðu og ömurleika í rými til að tengjast, dreyma, íhuga, dansa og leika.

Lífið
Fréttamynd

Bríet gerði áhorfendur agndofa í Hörpu

Söngkonan Bríet hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu á föstudag. Á tónleikunum sýndi þessi listakona enn og aftur hversu ótrúlega hæfileikarík og fjölhæf hún er. 

Lífið
Fréttamynd

Barnaleikritið Ávaxtakarfan snýr aftur á svið

Ávaxtakarfan verður sett aftur á svið snemma á næsta ári í nýrri uppfærslu í Silfurbergi Hörpu. Leikritið þekkja flestir en árið 1998 var það sýnt fyrst Íslensku Óperunni með þjóðþekktum einstaklingum. 

Lífið