Gerður Kristný Námsgleði óskast Í fyrrahaust fór sjónvarpsfréttamaður í Griffil og talaði við móður sem fannst dýrt að útbúa sex ára barnið sitt fyrir skólann. Blýantar voru dýrir, skólataskan líka og yddararnir keyrðu um þverbak. Barnið stóð þarna stóreygt hjá og ég velti því fyrir mér hvernig því liði undir þessum lestri. Það er eflaust gott að börn viti að hlutirnir kosti sitt en ekki get ég ímyndað mér að neinum fyndist gaman að sjá mömmu sína kaupa skóladótið með lunta og birtast síðan í sjónvarpinu í sama hamnum um kvöldið. Það á, jú, að vera gaman að byrja í skólanum. Bakþankar 26.8.2009 18:36 Tíðindi úr tómarúminu Í ágúst árið 1988 fór ég á tónleika með Michael Jackson í Montpellier í Suður-Frakklandi. Ég fór með hollenskri vinkonu sem var vön að fara á stórtónleika og krafðist þess að við træðumst fremst. Það tók vissulega á að standa jafnlengi í sömu sporunum í sumarhitanum og þurfa síðan að afplána Bakþankar 5.7.2009 21:48 Stríðið hans pabba Hverjum þeim sem heillast af bók ber skylda til að segja frá henni," segir í lögum bókaáhugafólks og nú hef ég hnotið um eina slíka. Fars krig heitir hún og er eftir Norðmanninn Bjørn Westlie. Landar hans voru svo hrifnir af henni að þeir veittu honum Brageprisen í fyrra. Fars krig er sannsöguleg bók þar sem Bjørn segir frá föður sínum, Petter, sem skráði sig í Waffen-SS í Seinna stríði og var sendur á vígstöðvarnar í Úkraínu. Hrifning hans á Þjóðverjum var slík að hann breytti ættarnafninu Vestli í Westlie. Bakþankar 7.6.2009 22:58 Uppsprettu-hátíðin Einhverju sinni spurði ég hjúkrunarfræðinginn mömmu mína hvort hún hefði ekki farið í bæinn á kvennafrídaginn 24. október 1975, kannski í hópi kátra kollega af Landakoti. „Nei, ég var í vinnunni," svaraði hún. „Það varð einhver að sinna sjúklingunum." Mér varð hugsað til þessara orða á miðvikudaginn þegar ég sauð silung ofan í syni mína í stað þess að fara á Uppsprettuhátíðina sem konur héldu í Iðnó til að fagna því sem þær hafa áorkað í samfélaginu og til að hvetja hver aðra til dáða. Eiginmaðurinn var rokinn í vinnuferð til útlanda og einhver varð að sinna sonunum. Bakþankar 24.5.2009 22:24 Gulur, rauður, grænn og blár Vöruskorturinn, sem talað var um í haust, er farinn að láta á sér kræla. Hann er að sjálfsögðu martröð allra þeirra sem óttast að þurfa að bíða tímunum saman í röð eftir lauk en fá síðan bara lakkrís þegar loks kemur að þeim eða þá að þurfa að gefa börnum heimatilbúna bréfbáta í afmælisgjöf. Það gæti verið gott að fara að rifja upp handbrögðin því nú er sjálfsögð vörutegund orðin nokkuð vandfundin - gömlu góðu vaxlitir frá Crayola í gulu og grænu pökkunum. Bakþankar 10.5.2009 22:42 Pigeon aux petits pois Dúfur geta náð hjartslættinum upp í 600 slög á mínútu og haldið honum þannig í allt að 16 klukkustundir án hvíldar. Þetta kom fram í frétt Ríkisútvarpsins fyrir skömmu. Margir kannast eflaust við þessa líðan. Óttinn við að þjóðfélagið sé endanlega að fara í bál og brand laumast að fólki og hjartslátturinn keyrist upp. En það er víða bágborið ástand í heiminum, svo sem Simbabve. Annað er ekki að sjá á fréttunum sem mér berast frá vini mínum, skáldinu Togara. Hann býr á bóndabæ með mömmu sinni og kemst örsjaldan á ljóðahátíðir úti í heimi. Bakþankar 26.4.2009 22:59 Hin helga mær Árið 1975 fórum við pabbi á opnun myndlistarsýningar í Gallerí Súm eins og fínt fólk. Þar var margt um manninn og listaverkin breiddust yfir veggi eins og bergflétta. Svo sat þarna líka myndastytta í stól. Þetta var alhvít kona með hönd undir kinn og bærði ekki á sér frekar en styttur yfirleitt. Og þó. Allt í einu greip fólk andann á lofti og skvaldrið þagnaði. Myndastyttan virtist hafa fengið nóg. Hún var staðin upp og gekk hikandi skrefum í átt að dyrunum. Sýningargestir eltu auðvitað forvitnir og fylgdust með henni hverfa sjónum úti í porti. Gjörningurinn reyndist vera eftir Rúrí sem hafði ekki vílað fyrir sér að sitja þarna grafkyrr í um það bil 40 mínútur. Bakþankar 29.3.2009 22:24 Fjárþörf svissnesks bankamanns Fréttastofa RÚV flutti áhugaverða frétt á mánudagsmorgun. Þar var skýrt frá því að glaumgosi hefði verið dæmdur fyrir að hafa haft fé út úr ríkustu konu Þýskalands. Hann hafði farið í rúmið með henni, látið taka myndir af þeim á meðan og hótað henni að gera þær opinberar fengi hann ekki greitt. Honum hafði þegar tekist að ná fáheyrðum upphæðum út úr konunni áður en hún leitaði til yfirvalda. Það sem vakti athygli mína var að maðurinn skyldi hafa verið sagður glaumgosi. Bakþankar 15.3.2009 22:18 Shirley MacLaine á Íslandi Mikið var gaman að Kate Winslet skyldi fá Óskarinn. Hún á metið í tilnefningum miðað við aldur, 33 ára og komin með sex. Samt ákvað fréttastofa Ríkissjónvarpsins að þegja bæði yfir henni og Penelope Cruz og sagði bara frá körlunum sem fengu óskara fyrir leikstjórn, aðal- og aukaleik. Ég varð því að fara inn á youtube til að sjá Kate halda þá alskemmtilegustu ræðu sem flutt hefur verið af þessu tilefni. Samt var gleði mín ekki fölskvalaus því á meðal þeirra sem birtust uppi á sviði með Kate var Shirley MacLaine. Bakþankar 1.3.2009 22:14 Krúttin í bönkunum Góð úttekt birtist í Morgunblaðinu í fyrradag. Þar fjallaði Strandakonan sterka, Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, um starfsreynslu þeirra sem unnu í bönkunum og sparisjóðunum fyrir hrun. Í ljós kom að 41 prósent þeirra bjó aðeins að fimm ára starfsreynslu eða jafnvel minna. Margir voru ákaflega vel menntaðir en starfsreynslan var samt ekki meiri. Við getum ímyndað okkur hvernig það væri að þurfa að leggjast undir hnífinn á spítala þar sem engin sérstök reynsla væri fyrir hendi þótt vissulega gæti starfsliðið státað af prófgráðum. Bakþankar 15.2.2009 22:18 Stjörnuprýdd saga Það gerist allt of sjaldan að bók heilli mann svo mikið að hún víkur ekki úr huganum löngu eftir að lestrinum er lokið. Nú fyrir jólin kom ein slík bók út, Dagbók Hélène Berr í þýðingu Ólafar Pétursdóttur. Hélène var frönsk gyðingastúlka, fædd árið 1921 í París og lagði stund á ensku við Sorbonne. Hélène hóf að skrifa dagbók árið 1942 og hélt því áfram til ársins 1944 en þá voru hún og foreldrar hennar flutt í þýskar fangabúðir. Í dagbókinni veitir Hélène dýrmæta innsýn í líf gyðinga í París á valdatíma Þjóðverja. Bakþankar 1.2.2009 23:02 Nýtt tækifæri Ekki fyrr hafði ég skráð mig inn á snjáldurskjóðuna „Face-book" að gömul bekkjarsystkini birtust og buðu mig velkomna. Þau höfðu þegar stofnað grúppu þar sem getur að líta gamlar ljósmyndir af okkur með tíkarspena og frostbitnar kinnar íklædd rúllu-kragapeysum og skálmvíðum buxum. Þetta er einmitt útlitið sem manni finnst ósköp sætt í ofurstíliseruðum dönskum sjónvarpsþáttum en vekja hjá manni hroll þegar þessi flíslausu ár rifjast upp. Tíminn þegar teygjuefni fannst ekki í barnabuxum og ull þótti ekki ull nema hún stingi. Þetta var eins og að klæða sig í býflugnasverm. Bakþankar 18.1.2009 22:25 Af dugnaði Skömmu eftir að Geir bað Guð um að blessa þjóðina var farið að tala um vöruskort. Mér fannst sjást þess merki um tíma, til dæmis í dömubindarekkunum í Krónunni. Ég óttaðist að þurfa að fara að kaupa bómul og rúlla sjálf. Á kvöldin þegar ég var að reyna að sofna birtist mér draugur framtíðar og það alversta sem hann gat gert mér í hugarlund var að ég ætti ekki eftir að geta klætt börnin mín í sæmileg föt. Þeim yrði kalt. Þeir fengju naglakul og lærðu aldrei að tala skýrt fyrir tannaglamri. Bakþankar 5.1.2009 14:44 Í aldingarðinum Árið sem senn er á enda á ekki eftir að líða þeim, sem komin eru til vits og ára, úr minni. Draumar margra um trygga atvinnu hafa brostið og vetraráform um sumarferðalag til útlanda virðast hálfsyndsamleg. Á dauða okkar áttum við von en ekki því að íslenska hagkerfið hryndi til grunna. Fólk sem alltaf virtist rekið áfram af háleitum hugsjónum hefur reynst úlfar í sauðagæru, stjórnmálamenn jafnt sem fjölmiðlamenn. Nú lofa þeir bót og betrun en „Að venju þykir vafi leika um sum / þau aldin sem nýjust glóa á greinum trjánna" eins og segir í ljóðinu Í aldingarðinum eftir Þorstein frá Hamri. Bakþankar 21.12.2008 13:12 Góðu stelpurnar Það voru þrjár stelpur í hverfinu mínu sem aldrei virtust fara út úr húsi svo þær væru ekki að hjálpa mæðrum sínum. Þær fóru út með ruslið fyrir þær, skruppu út í búð eða sátu yfir systkinum sínum á rólóvöllunum. Bakþankar 7.12.2008 22:55 Dagar víns og prósaks Ég sakna góðærisins. Það var skemmtilegt. Maður gat farið í helgarferðir til útlanda og keypt sér trefil og stundum buxur líka án þess að gengið sveiflaðist upp og niður eins og maníu-depressívu-sjúklingur. Bakþankar 21.11.2008 18:12 Póstkort frá brúninni Allt í einu var ástandið farið að minna mig á verkfallið mikla haustið 1984. Þá bárust mér spurnir af því að nýtt lag með Kate Bush trónaði í efsta sæti breska vinsældalistans, „Running Up That Hill". Ég hafði aldrei heyrt það en það skipti nú minnstu því það var þegar orðið uppáhaldslagið mitt. Bakþankar 7.11.2008 17:17 Prinsessan á bauninni Tölvupósturinn sem erlendir vinir mínir hafa sent mér að undanförnu ber það með sér að þeir hafi áhyggjur af mér. Bakþankar 24.10.2008 17:56 Þegar gengið réðst á mig! Ég var komin í haustlitaferð til Stokkhólms, borgar sem teygir sig yfir margar eyjur en er samt svo undarlega smá. Það sem lítur út fyrir að vera óravegur á korti reynist aðeins smáspotti fyrir fótgangandi ferðalang. Og þarna er nóg að sjá. Ég heilsaði upp á beinagrindurnar sem liggja svo brosmildar og rólegar í tíðinni á Vasa-safninu og kastaði kveðju á konuna sem hafði setið í hnipri í gröf sinni í mörg þúsund ár þegar hún loks fannst. Svo fór ég í búðarráp. Það eftirminnilegasta sem þar rak á fjörur mínar var ungur maður sem afgreiddi í gallabuxnabúð og hafði látið tattúvera á sér innanverða framhandleggina. Bakþankar 10.10.2008 17:31 Gamlir símastaurar syngja Sjálfstæðismenn eru ákveðnir sem aldrei fyrr að reisa skáldinu Tómasi Guðmundssyni aðra styttu til viðbótar þeirri sem er í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu. Það er náttúrlega gleðiefni að til séu peningar fyrir henni nú á krepputímum og gaman að íslenskur listamaður eigi von á jafnarðbæru verkefni. Bakþankar 26.9.2008 12:30 Börn náttúrunnar Maðurinn minn hefur eignast vinkonu. Hún er áttfætt, lítil og loðin, var einu sinni mjó en er nú feit. Bakþankar 16.8.2008 09:03 Ég veit þú kemur Á hverju sumri bjóða Vestmannaeyingar þjóðinni til veislu. Boðskortið er frumlegra en gengur og gerist. Yfirleitt birtist það í formi furðulegs kitls í maga sem ágerist eftir því sem nær dregur verslunarmannahelgi. Bakþankar 1.8.2008 13:16 Sumar á Hofsósi Ísland og Ameríka mætast á flotbryggjunni við Hofsána. Þar stika bandarískar smástelpur fram og aftur og segja kátar: „I’m on a catwalk.” Þær dilla sér í mjöðmunum eins og fyrirsætur sem aldrei hafa migið í saltan sjó en finnist manni slíka reynslu vanta í ferilskrána býðst tækifærið hér. Bakþankar 18.7.2008 19:05 Óheppileg inngrip Oft hefur sú spurning leitað á mig hvenær rétt sé að grípa inn í líf fólks og hvenær best sé að láta það í friði. Fróður maður sagði samt einhverju sinni að við sæjum frekar eftir því sem við gerðum ekki heldur en því sem við gerðum og eftir þeirri speki hef ég farið. Bakþankar 20.6.2008 15:41 Pjatla fyrir píku Þegar Krúttkynslóðin tók að vekja athygli fjölmiðla nefndi hún engar steikur þegar hún var spurð um uppáhaldsmatinn sinn. Henni þótti súkkulaðikaka og mjólk best. Eins og hlédrægt sveitafólk nýkomið til byggða vildi það ómögulega láta hafa neitt fyrir sér og hvíslaði óöruggt í hljóðnemann. Þetta hæfileikaríka fólk virtist of gott fyrir þennan heim og af frásögnum þess sjálfs að dæma virtist því líða best á árabáti á leiðinni út í afskekktan vita þar sem það gat sinnt list sinni í friði, ekki ólíkt Múmínpabba. Bakþankar 5.6.2008 18:34 Þjóð á vergangi Um leið og blásið er til Listahátíðar lifnar borgin við eins og í ljóði eftir Tómas. Óteljandi barnsandlit horfa glaðleg, undirleit eða varfærin til vegfarenda í Lækjargötunni og úti í Tjörninni marar hús í hálfu kafi. Bakþankar 23.5.2008 17:08 Heiður hússins Eitt af því sem vakti furðu mína eftir að hryllingurinn sem Josef Fritzl lét ganga yfir Elisabeth, dóttur sína, og börn þeirra kom í ljós var hve fljótt Alfred Gusenbauer, kanslari Austurríkis, tók að viðra áhyggjur sínar af því að ímynd landsins hefði skaðast. Bakþankar 10.5.2008 04:00 Með trukki en líka dýfu Þegar hátt bensínverð og ósanngjarnar vinnureglur tóku að renna flutningabílstjórum til rifja gerðu þeir sér lítið fyrir, lögðu stóru trukkunum sínum úti á mikilvægum umferðargötum á annatíma og tepptu þar með alla umferð. Bakþankar 11.4.2008 17:31 Heilsuleysi Dana Á háskólaárunum hnaut ég um þá speki að fjölmiðlar endurspegluðu samtímann. Á henni hef ég hangið eins og hundur á roði þar til nú um páskahelgina að á mig komu vöflur. Bakþankar 28.3.2008 17:07 Þegar ég varð ær Þótt maðurinn minn væri að eignast sitt fyrsta barn þarna fyrir rúmum þremur árum var eins og hann hefði margoft staðið í þessum sporum. Bakþankar 14.3.2008 15:27 « ‹ 1 2 3 4 ›
Námsgleði óskast Í fyrrahaust fór sjónvarpsfréttamaður í Griffil og talaði við móður sem fannst dýrt að útbúa sex ára barnið sitt fyrir skólann. Blýantar voru dýrir, skólataskan líka og yddararnir keyrðu um þverbak. Barnið stóð þarna stóreygt hjá og ég velti því fyrir mér hvernig því liði undir þessum lestri. Það er eflaust gott að börn viti að hlutirnir kosti sitt en ekki get ég ímyndað mér að neinum fyndist gaman að sjá mömmu sína kaupa skóladótið með lunta og birtast síðan í sjónvarpinu í sama hamnum um kvöldið. Það á, jú, að vera gaman að byrja í skólanum. Bakþankar 26.8.2009 18:36
Tíðindi úr tómarúminu Í ágúst árið 1988 fór ég á tónleika með Michael Jackson í Montpellier í Suður-Frakklandi. Ég fór með hollenskri vinkonu sem var vön að fara á stórtónleika og krafðist þess að við træðumst fremst. Það tók vissulega á að standa jafnlengi í sömu sporunum í sumarhitanum og þurfa síðan að afplána Bakþankar 5.7.2009 21:48
Stríðið hans pabba Hverjum þeim sem heillast af bók ber skylda til að segja frá henni," segir í lögum bókaáhugafólks og nú hef ég hnotið um eina slíka. Fars krig heitir hún og er eftir Norðmanninn Bjørn Westlie. Landar hans voru svo hrifnir af henni að þeir veittu honum Brageprisen í fyrra. Fars krig er sannsöguleg bók þar sem Bjørn segir frá föður sínum, Petter, sem skráði sig í Waffen-SS í Seinna stríði og var sendur á vígstöðvarnar í Úkraínu. Hrifning hans á Þjóðverjum var slík að hann breytti ættarnafninu Vestli í Westlie. Bakþankar 7.6.2009 22:58
Uppsprettu-hátíðin Einhverju sinni spurði ég hjúkrunarfræðinginn mömmu mína hvort hún hefði ekki farið í bæinn á kvennafrídaginn 24. október 1975, kannski í hópi kátra kollega af Landakoti. „Nei, ég var í vinnunni," svaraði hún. „Það varð einhver að sinna sjúklingunum." Mér varð hugsað til þessara orða á miðvikudaginn þegar ég sauð silung ofan í syni mína í stað þess að fara á Uppsprettuhátíðina sem konur héldu í Iðnó til að fagna því sem þær hafa áorkað í samfélaginu og til að hvetja hver aðra til dáða. Eiginmaðurinn var rokinn í vinnuferð til útlanda og einhver varð að sinna sonunum. Bakþankar 24.5.2009 22:24
Gulur, rauður, grænn og blár Vöruskorturinn, sem talað var um í haust, er farinn að láta á sér kræla. Hann er að sjálfsögðu martröð allra þeirra sem óttast að þurfa að bíða tímunum saman í röð eftir lauk en fá síðan bara lakkrís þegar loks kemur að þeim eða þá að þurfa að gefa börnum heimatilbúna bréfbáta í afmælisgjöf. Það gæti verið gott að fara að rifja upp handbrögðin því nú er sjálfsögð vörutegund orðin nokkuð vandfundin - gömlu góðu vaxlitir frá Crayola í gulu og grænu pökkunum. Bakþankar 10.5.2009 22:42
Pigeon aux petits pois Dúfur geta náð hjartslættinum upp í 600 slög á mínútu og haldið honum þannig í allt að 16 klukkustundir án hvíldar. Þetta kom fram í frétt Ríkisútvarpsins fyrir skömmu. Margir kannast eflaust við þessa líðan. Óttinn við að þjóðfélagið sé endanlega að fara í bál og brand laumast að fólki og hjartslátturinn keyrist upp. En það er víða bágborið ástand í heiminum, svo sem Simbabve. Annað er ekki að sjá á fréttunum sem mér berast frá vini mínum, skáldinu Togara. Hann býr á bóndabæ með mömmu sinni og kemst örsjaldan á ljóðahátíðir úti í heimi. Bakþankar 26.4.2009 22:59
Hin helga mær Árið 1975 fórum við pabbi á opnun myndlistarsýningar í Gallerí Súm eins og fínt fólk. Þar var margt um manninn og listaverkin breiddust yfir veggi eins og bergflétta. Svo sat þarna líka myndastytta í stól. Þetta var alhvít kona með hönd undir kinn og bærði ekki á sér frekar en styttur yfirleitt. Og þó. Allt í einu greip fólk andann á lofti og skvaldrið þagnaði. Myndastyttan virtist hafa fengið nóg. Hún var staðin upp og gekk hikandi skrefum í átt að dyrunum. Sýningargestir eltu auðvitað forvitnir og fylgdust með henni hverfa sjónum úti í porti. Gjörningurinn reyndist vera eftir Rúrí sem hafði ekki vílað fyrir sér að sitja þarna grafkyrr í um það bil 40 mínútur. Bakþankar 29.3.2009 22:24
Fjárþörf svissnesks bankamanns Fréttastofa RÚV flutti áhugaverða frétt á mánudagsmorgun. Þar var skýrt frá því að glaumgosi hefði verið dæmdur fyrir að hafa haft fé út úr ríkustu konu Þýskalands. Hann hafði farið í rúmið með henni, látið taka myndir af þeim á meðan og hótað henni að gera þær opinberar fengi hann ekki greitt. Honum hafði þegar tekist að ná fáheyrðum upphæðum út úr konunni áður en hún leitaði til yfirvalda. Það sem vakti athygli mína var að maðurinn skyldi hafa verið sagður glaumgosi. Bakþankar 15.3.2009 22:18
Shirley MacLaine á Íslandi Mikið var gaman að Kate Winslet skyldi fá Óskarinn. Hún á metið í tilnefningum miðað við aldur, 33 ára og komin með sex. Samt ákvað fréttastofa Ríkissjónvarpsins að þegja bæði yfir henni og Penelope Cruz og sagði bara frá körlunum sem fengu óskara fyrir leikstjórn, aðal- og aukaleik. Ég varð því að fara inn á youtube til að sjá Kate halda þá alskemmtilegustu ræðu sem flutt hefur verið af þessu tilefni. Samt var gleði mín ekki fölskvalaus því á meðal þeirra sem birtust uppi á sviði með Kate var Shirley MacLaine. Bakþankar 1.3.2009 22:14
Krúttin í bönkunum Góð úttekt birtist í Morgunblaðinu í fyrradag. Þar fjallaði Strandakonan sterka, Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, um starfsreynslu þeirra sem unnu í bönkunum og sparisjóðunum fyrir hrun. Í ljós kom að 41 prósent þeirra bjó aðeins að fimm ára starfsreynslu eða jafnvel minna. Margir voru ákaflega vel menntaðir en starfsreynslan var samt ekki meiri. Við getum ímyndað okkur hvernig það væri að þurfa að leggjast undir hnífinn á spítala þar sem engin sérstök reynsla væri fyrir hendi þótt vissulega gæti starfsliðið státað af prófgráðum. Bakþankar 15.2.2009 22:18
Stjörnuprýdd saga Það gerist allt of sjaldan að bók heilli mann svo mikið að hún víkur ekki úr huganum löngu eftir að lestrinum er lokið. Nú fyrir jólin kom ein slík bók út, Dagbók Hélène Berr í þýðingu Ólafar Pétursdóttur. Hélène var frönsk gyðingastúlka, fædd árið 1921 í París og lagði stund á ensku við Sorbonne. Hélène hóf að skrifa dagbók árið 1942 og hélt því áfram til ársins 1944 en þá voru hún og foreldrar hennar flutt í þýskar fangabúðir. Í dagbókinni veitir Hélène dýrmæta innsýn í líf gyðinga í París á valdatíma Þjóðverja. Bakþankar 1.2.2009 23:02
Nýtt tækifæri Ekki fyrr hafði ég skráð mig inn á snjáldurskjóðuna „Face-book" að gömul bekkjarsystkini birtust og buðu mig velkomna. Þau höfðu þegar stofnað grúppu þar sem getur að líta gamlar ljósmyndir af okkur með tíkarspena og frostbitnar kinnar íklædd rúllu-kragapeysum og skálmvíðum buxum. Þetta er einmitt útlitið sem manni finnst ósköp sætt í ofurstíliseruðum dönskum sjónvarpsþáttum en vekja hjá manni hroll þegar þessi flíslausu ár rifjast upp. Tíminn þegar teygjuefni fannst ekki í barnabuxum og ull þótti ekki ull nema hún stingi. Þetta var eins og að klæða sig í býflugnasverm. Bakþankar 18.1.2009 22:25
Af dugnaði Skömmu eftir að Geir bað Guð um að blessa þjóðina var farið að tala um vöruskort. Mér fannst sjást þess merki um tíma, til dæmis í dömubindarekkunum í Krónunni. Ég óttaðist að þurfa að fara að kaupa bómul og rúlla sjálf. Á kvöldin þegar ég var að reyna að sofna birtist mér draugur framtíðar og það alversta sem hann gat gert mér í hugarlund var að ég ætti ekki eftir að geta klætt börnin mín í sæmileg föt. Þeim yrði kalt. Þeir fengju naglakul og lærðu aldrei að tala skýrt fyrir tannaglamri. Bakþankar 5.1.2009 14:44
Í aldingarðinum Árið sem senn er á enda á ekki eftir að líða þeim, sem komin eru til vits og ára, úr minni. Draumar margra um trygga atvinnu hafa brostið og vetraráform um sumarferðalag til útlanda virðast hálfsyndsamleg. Á dauða okkar áttum við von en ekki því að íslenska hagkerfið hryndi til grunna. Fólk sem alltaf virtist rekið áfram af háleitum hugsjónum hefur reynst úlfar í sauðagæru, stjórnmálamenn jafnt sem fjölmiðlamenn. Nú lofa þeir bót og betrun en „Að venju þykir vafi leika um sum / þau aldin sem nýjust glóa á greinum trjánna" eins og segir í ljóðinu Í aldingarðinum eftir Þorstein frá Hamri. Bakþankar 21.12.2008 13:12
Góðu stelpurnar Það voru þrjár stelpur í hverfinu mínu sem aldrei virtust fara út úr húsi svo þær væru ekki að hjálpa mæðrum sínum. Þær fóru út með ruslið fyrir þær, skruppu út í búð eða sátu yfir systkinum sínum á rólóvöllunum. Bakþankar 7.12.2008 22:55
Dagar víns og prósaks Ég sakna góðærisins. Það var skemmtilegt. Maður gat farið í helgarferðir til útlanda og keypt sér trefil og stundum buxur líka án þess að gengið sveiflaðist upp og niður eins og maníu-depressívu-sjúklingur. Bakþankar 21.11.2008 18:12
Póstkort frá brúninni Allt í einu var ástandið farið að minna mig á verkfallið mikla haustið 1984. Þá bárust mér spurnir af því að nýtt lag með Kate Bush trónaði í efsta sæti breska vinsældalistans, „Running Up That Hill". Ég hafði aldrei heyrt það en það skipti nú minnstu því það var þegar orðið uppáhaldslagið mitt. Bakþankar 7.11.2008 17:17
Prinsessan á bauninni Tölvupósturinn sem erlendir vinir mínir hafa sent mér að undanförnu ber það með sér að þeir hafi áhyggjur af mér. Bakþankar 24.10.2008 17:56
Þegar gengið réðst á mig! Ég var komin í haustlitaferð til Stokkhólms, borgar sem teygir sig yfir margar eyjur en er samt svo undarlega smá. Það sem lítur út fyrir að vera óravegur á korti reynist aðeins smáspotti fyrir fótgangandi ferðalang. Og þarna er nóg að sjá. Ég heilsaði upp á beinagrindurnar sem liggja svo brosmildar og rólegar í tíðinni á Vasa-safninu og kastaði kveðju á konuna sem hafði setið í hnipri í gröf sinni í mörg þúsund ár þegar hún loks fannst. Svo fór ég í búðarráp. Það eftirminnilegasta sem þar rak á fjörur mínar var ungur maður sem afgreiddi í gallabuxnabúð og hafði látið tattúvera á sér innanverða framhandleggina. Bakþankar 10.10.2008 17:31
Gamlir símastaurar syngja Sjálfstæðismenn eru ákveðnir sem aldrei fyrr að reisa skáldinu Tómasi Guðmundssyni aðra styttu til viðbótar þeirri sem er í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu. Það er náttúrlega gleðiefni að til séu peningar fyrir henni nú á krepputímum og gaman að íslenskur listamaður eigi von á jafnarðbæru verkefni. Bakþankar 26.9.2008 12:30
Börn náttúrunnar Maðurinn minn hefur eignast vinkonu. Hún er áttfætt, lítil og loðin, var einu sinni mjó en er nú feit. Bakþankar 16.8.2008 09:03
Ég veit þú kemur Á hverju sumri bjóða Vestmannaeyingar þjóðinni til veislu. Boðskortið er frumlegra en gengur og gerist. Yfirleitt birtist það í formi furðulegs kitls í maga sem ágerist eftir því sem nær dregur verslunarmannahelgi. Bakþankar 1.8.2008 13:16
Sumar á Hofsósi Ísland og Ameríka mætast á flotbryggjunni við Hofsána. Þar stika bandarískar smástelpur fram og aftur og segja kátar: „I’m on a catwalk.” Þær dilla sér í mjöðmunum eins og fyrirsætur sem aldrei hafa migið í saltan sjó en finnist manni slíka reynslu vanta í ferilskrána býðst tækifærið hér. Bakþankar 18.7.2008 19:05
Óheppileg inngrip Oft hefur sú spurning leitað á mig hvenær rétt sé að grípa inn í líf fólks og hvenær best sé að láta það í friði. Fróður maður sagði samt einhverju sinni að við sæjum frekar eftir því sem við gerðum ekki heldur en því sem við gerðum og eftir þeirri speki hef ég farið. Bakþankar 20.6.2008 15:41
Pjatla fyrir píku Þegar Krúttkynslóðin tók að vekja athygli fjölmiðla nefndi hún engar steikur þegar hún var spurð um uppáhaldsmatinn sinn. Henni þótti súkkulaðikaka og mjólk best. Eins og hlédrægt sveitafólk nýkomið til byggða vildi það ómögulega láta hafa neitt fyrir sér og hvíslaði óöruggt í hljóðnemann. Þetta hæfileikaríka fólk virtist of gott fyrir þennan heim og af frásögnum þess sjálfs að dæma virtist því líða best á árabáti á leiðinni út í afskekktan vita þar sem það gat sinnt list sinni í friði, ekki ólíkt Múmínpabba. Bakþankar 5.6.2008 18:34
Þjóð á vergangi Um leið og blásið er til Listahátíðar lifnar borgin við eins og í ljóði eftir Tómas. Óteljandi barnsandlit horfa glaðleg, undirleit eða varfærin til vegfarenda í Lækjargötunni og úti í Tjörninni marar hús í hálfu kafi. Bakþankar 23.5.2008 17:08
Heiður hússins Eitt af því sem vakti furðu mína eftir að hryllingurinn sem Josef Fritzl lét ganga yfir Elisabeth, dóttur sína, og börn þeirra kom í ljós var hve fljótt Alfred Gusenbauer, kanslari Austurríkis, tók að viðra áhyggjur sínar af því að ímynd landsins hefði skaðast. Bakþankar 10.5.2008 04:00
Með trukki en líka dýfu Þegar hátt bensínverð og ósanngjarnar vinnureglur tóku að renna flutningabílstjórum til rifja gerðu þeir sér lítið fyrir, lögðu stóru trukkunum sínum úti á mikilvægum umferðargötum á annatíma og tepptu þar með alla umferð. Bakþankar 11.4.2008 17:31
Heilsuleysi Dana Á háskólaárunum hnaut ég um þá speki að fjölmiðlar endurspegluðu samtímann. Á henni hef ég hangið eins og hundur á roði þar til nú um páskahelgina að á mig komu vöflur. Bakþankar 28.3.2008 17:07
Þegar ég varð ær Þótt maðurinn minn væri að eignast sitt fyrsta barn þarna fyrir rúmum þremur árum var eins og hann hefði margoft staðið í þessum sporum. Bakþankar 14.3.2008 15:27
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið