Bandaríkin

Fréttamynd

GTA-leikari „svattaður“ í beinni

Lögreglunni var sigað að heimili leikarans Ned Luke, sem lék glæpamanninn Michael De Santa í Grand Theft Auto 5, einum vinsælasta tölvuleik sögunnar, í gærkvöldi. Það var gert þegar hann var að streyma sig spila GTA 5.

Leikjavísir
Fréttamynd

Kanadísk „ofursvín“ ógna Banda­ríkjunum

Íbúar nokkurra ríkja í norðanverðum Bandaríkjunum óttast innrás kanadískra „ofursvína“ og eru að grípa til aðgerða gegn þeim. Stofn svínanna hefur stækkað gífurlega í Kanada og óttast sérfræðingar þar að svínin muni valda hamförum á lífríkinu þar.

Erlent
Fréttamynd

Bær rýmdur eftir enn eitt lestarslysið

Íbúum lítils þorps í Rockcastle-sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum hefur verið leyft að snúa aftur til síns heima, eftir að bæirnir voru rýmdir í kjölfar lestarslyss. Minnst sextán lestarvagnar fóru af sporinu nærri Livingston og var þorpið rýmt í kjölfarið.

Erlent
Fréttamynd

Jamie Foxx neitar sök

Bandaríski leikarinn Jamie Foxx neitar því að hafa kynferðislega áreitt konu í New York fyrir átta árum. Konan hefur höfðað mál á hendur Foxx.

Lífið
Fréttamynd

Saka Ind­verja um bana­til­ræði í Banda­ríkjunum

Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa stöðvað banatilræði gegn síka-aðgerðasinna í Bandaríkjunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa rætt við ráðamenn í Indlandi um að þeir síðarnefndu hafi komið að tilræðinu. Stutt er síðan ríkisstjórn Kanada sakaði Indverja um að hafa komið að morði á leiðtoga aðskilnaðarsinna síka þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

A WEIRD timing

Over the recent weeks, several leaders from the WEIRD (White/Western, Educated, Industrialized, Rich, and Developed/Democratic) world have expressed criticism for Israel's indiscriminate attacks in the occupied Palestinian territory (oPt).

Skoðun
Fréttamynd

Hélt fyrst að bíllinn væri flug­vél

Sprenging varð á landamærum Bandaríkjanna og Kanada við Niagarafossa í gærkvöldi. Það gerðist þegar bíll sem ekið var á miklum hraða að landamærunum, Bandaríkjamegin, tókst á loft og sprakk. Hjón létu lífið og einn landamæravörður slasaðist en enn liggur ekki fyrir af hverju bílnum var ekið á svo miklum hraða.

Erlent
Fréttamynd

Mega hýsa síðu sem kort­leggur gyðinga

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað öllum kröfum samtakanna Anti Defamation League, ADL, um ógildingu ákvörðunar sýslumanns, um að hafna beiðni um lögbann við hýsingu vefsíðu þar sem má finna „kortlagningaráætlun“ yfir gyðinga og lögpersónur tengdar þeim.

Innlent
Fréttamynd

Segir orð­ræðu og stefnu Trump endur­óma ris nas­ismans

„Orðræðan sem notuð er af Trump og sumum MAGA-öfgahyggjumönnum er orðræða sem var notuð upp úr 1930 í Þýskalandi og ég hef verulegar áhyggjur af stefnu landsins ef stefna á borð við þá sem Donald Trump talar fyrir verður ofan á.“

Erlent
Fréttamynd

Er vin­sælasta jóla­lag sögunnar stolið?

Tiltölulega óþekktur sveitasöngvari í Bandaríkjunum krefst þess að Mariah Carey greiði sér 20 milljónir dala í skaðabætur. Hann hafi nefnilega samið jólalagið All I Want For Christmas Is You sex árum áður en Mariah Carey gaf lagið út. 

Lífið
Fréttamynd

Gengu út af við­burði Clinton og mót­mæltu

Hópur fólks mótmælti afstöðu Hillary Clinton stjórnmálakonu á viðburði á vegum Iceland Noir í hörpu í dag. Tvær konur stóðu upp úr sætum sínum í Eldborgarsal og flögguðu palestínska fánanum í mótmælaskyni. 

Innlent
Fréttamynd

Ashley Judd refsað fyrir að vitna gegn Weinstein

Bandaríska kvikmyndaleikkonan Ashley Judd segir að henni sé enn refsað fyrir að hafa greint frá kynferðislegu áreiti kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem samanlagt hefur verið dæmdur í tæplega fjörutíu ára fangelsi fyrir kynferðisofbeldi gegn konum.

Innlent
Fréttamynd

Aug­lýs­endur á­hyggju­fullir vegna um­mæla Musks og gyðingahaturs

Forsvarsmenn IBM, sem er einn af stærri auglýsendum á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter), hættu öllum auglýsingum þar. Það var eftir að auðjöfurinn Elon Musk, sem keypti Twitter í fyrra, lýsti á miðvikudaginn yfir stuðningi við færslu um að gyðingar ýttu undir hatur á hvítu fólki. Þar var einnig gefið í skyn að gyðingar væru að ýta undir flutninga flótta- og farandfólks.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sagður nota hvert tæki­færi til að auðgast per­sónu­lega

Bandaríski þingmaðurinn George Santos, sem gjarnan er kallaður „lygni þingmaðurinn“ vegna ítrekaðra og umfangsmikilla lyga hans, tilkynnti í gær að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári. Það gerði hann í kjölfar þess að siðferðisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birti harðorða skýrslu um hann.

Erlent
Fréttamynd

Grænt ljós á aðra til­raun með stærstu eld­flaug heims

Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið starfsmönnum SpaceX grænt ljós á nýtt tilraunaskot geimfarsins Starship þar sem nota á stærstu eldflaug heims til að koma geimfarinu næstum því út í geim. Fyrsta tilraunaskotið sem framkvæmd var í apríl misheppnaðist, þegar bæði eldflaugin og geimfarið sprungu í loft upp.

Erlent
Fréttamynd

Hvetja til sniðgöngu Iceland Noir vegna heim­sóknar Clinton

Lestrarklefinn, vefsíða sem tileinkuð er bókaumfjöllun, bókmenntum og lestri, hvetur til sniðgöngu bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Ástæðan er sú að stjórnmálakonan Hillary Clinton, sem hefur tekið afstöðu gegn vopnahléi á Gasa, kemur fram á viðburði tengdum hátíðinni.

Menning