Bandaríkin

Fréttamynd

Marvel stjarna dæmd fyrir heimilis­of­beldi

Marvel stjarnan Jonathan Majors hefur verið dæmd fyrir að hafa ráðist á kærustuna sína. Réttarhöld í málinu hafa staðið yfir í hálfan mánuð en dómstóll upplýsti um niðurstöðu sína í dag. 

Lífið
Fréttamynd

Krefjast þess að Thomas komi ekki að máli Trumps

Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins krefjast þess að hæstaréttardómarinn Clarence Thomas komi ekki að úrskurði Hæstaréttar varðandi mögulega friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Er það vegna þess að eiginkona Thomas tók þátt í tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020.

Erlent
Fréttamynd

Hafa í­trekað fram­leitt umframorku með kjarna­sam­runa

Ári eftir að bandarískir vísindamenn náðu að framleiða umframorku með kjarnasamruna á tilraunastofu í fyrsta sinn, hefur þeim ítrekað tekist að gera það aftur. Til stendur að fjölga rannsóknarstöðvum í Bandaríkjunum þar sem unnið er að orkuframleiðslu með kjarnasamruna.

Erlent
Fréttamynd

Banda­rískt her­skip skaut niður fjór­tán dróna Húta

Bandarískt herskip skaut fjórtán dróna niður yfir Rauðahafi í dag. Auk þess skaut breskt herskip dróna niður sem miðað var á vöruflutningaskip. Um er að ræða umfangsmikla en misheppnaða árás Húta í Jemen en flaugunum var skotið frá yfirráðasvæði þeirra. 

Erlent
Fréttamynd

Greiði mæðgunum ríf­lega tuttugu milljarða

Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump og borgarstjóri New York borgar, hefur verið dæmdur til að greiða mæðgum, sem hann rægði með ásökunum um kosningasvindl, 148 milljónir dala. Það gerir ríflega tuttugu milljarða króna.

Erlent
Fréttamynd

Dánar­or­sök Matthew Perry ljós

Leikarinn Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandlers Bing í gamanþáttunum Friends lést eftir að hann tók inn ketamín. Efnið er notað sem lyf við þunglyndi og kvíða en einnig sem vímuefni.

Lífið
Fréttamynd

Leyni­leg Rússamappa hvarf á síðustu dögum Trumps í Hvíta húsinu

Mappa sem innihélt leynileg skjöl og gögn um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, hvarf á síðustu dögum forsetatíðar Donalds Trump, og hefur ekki fundist enn það dag í dag. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna óttast að sum af best varðveittu leyndarmálum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra geti verið opinberuð.

Erlent
Fréttamynd

Brook­lyn Nine-Nine-stjarnan lést úr lungna­krabba­meini

Bandaríski leikarinn Andre Braugher, frægur fyrir að hafa farið með hlutverk varðstjórans Raymond Holt í vinsælu gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine, lést úr lungnakrabbameini. Hann féll frá þann 11. desember síðastliðinn, 61 árs að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Maðurinn með níu líf

Guðmundur Hinrik Hjaltason húsasmíðameistari er sagður vera með níu líf. Í vikunni fór hann inn í logandi bíl, til að losa hann úr handbremsu. Aðgerðin bjargaði líklega húsi Guðmundar frá eldsvoða.

Innlent
Fréttamynd

„Þau björguðu bók­staf­lega lífi mínu“

Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, mætti ekki á fund eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þess í stað hélt hann blaðamannafund fyrir utan þinghúsið þar sem hann sakaði þingmenn Repúblikanaflokksins um að óheiðarleika.

Erlent
Fréttamynd

Brooklyn Nine-Nine-stjarna látin

Bandaríski leikarinn Andre Braugher, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine, er látinn. Hann varð 61 árs gamall.

Lífið
Fréttamynd

Reiði og piparúðabrúsar á mót­mælum við banda­ríska sendi­ráðið

Fundargestir reiddust mikið á mótmælum félagsins Ísland-Palestína við sendiráð Bandaríkjanna við Engjateig í Reykjavík seinnipartinn í dag. Á myndskeiði sjást lögreglumenn beina brúsum af piparúða í átt að mótmælendum. Að sögn sjónarvottar hrópuðu lögreglumenn „Gas! Gas!“ meðan þeir héldu uppi brúsunum. 

Innlent
Fréttamynd

Telja þúsundir Rússa hafa fallið við Avdívka

Leyniþjónustur Bandaríkjanna áætla að um þrettán þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í áhlaupum Rússa í austurhluta Úkraínu frá því í október og þá sérstaklega áhlaupinu á bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Þá hafi Rússar misst rúmlega 220 skrið- og bryndreka á þessu tímabili.

Erlent
Fréttamynd

Epic Games vinna mikinn sigur á Google

Google hefur misnotað aðstöðu sína til að kreista fé úr framleiðendum og takmarka samkeppni á sviði forrita fyrir snjalltæki sem nota Android-stýrikerfi Google. Þessari niðurstöðu komust kviðdómendur í máli Epic Games gegn Google að í San Francisco í gær en niðurstaðan gæti haft mikil á áhrif á stýrikerfið, sem notað er út um allan heim.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sögðu þungunina ekki ógna lífi móðurinnar nóg

Hæstiréttur Texas komst að þeirri niðurstöðu í gær að hin 31 árs gamla Kate Cox megi ekki fara í þungunarrof, þó fóstri hennar sé ekki hugað líf. Þar með sneri dómstóllinn niðurstöðu neðra dómstigs í ríkinu sem sagði hana mega það eftir að fóstur hennar greindist með banvænan kvilla.

Erlent
Fréttamynd

Slátrun en ekki stríð – brúðu­leik­hús BNA

Það geisar ekki „stríð“ á Gaza þessa dagana. Stríð há herir og þau eru á milli herja. Hörmungarnar í Gaza eru einhliða slátrun, morð á morð ofan og að umtalsverðu leyti börn sem eru drepin. Slátrararnir ísraelskir hermenn, að miklu leyti ungt fólk, stýrt af gömlum körlum heima í Ísrael, körlum sem ráða yfir einum sterkasta her heimsins. 

Skoðun
Fréttamynd

Fimm­tán refsað vegna Discord-lekans

Fimmtán starfsmönnum flughers Bandaríkjanna var refsað vegna Discord-lekans svokallaða. Jack Teixeira er sakaður um að hafa lekið mikið af leynilegum gögnum á netið en rannsókn hefur leitt í ljós að yfirmenn hans hafi brugðist og að menning andvaraleysis hafi gert honum kleift að leka gögnunum.

Erlent
Fréttamynd

Cardi B og Offset hætt saman

Rappparið Cardi B og Offset er hætt saman. Þau hafa nokkrum sinnum áður hætt saman en nýlega hefur verið uppi orðrómur um að Offset hafi haldið fram hjá Cardi.

Lífið