Marvel stjarna dæmd fyrir heimilisofbeldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. desember 2023 20:51 Jonathan Majors var niðurlútur eftir dómskvaðningu í dag. John Nacion/Getty Images) Marvel stjarnan Jonathan Majors hefur verið dæmd fyrir að hafa ráðist á kærustuna sína. Réttarhöld í málinu hafa staðið yfir í hálfan mánuð en dómstóll upplýsti um niðurstöðu sína í dag. Majors fer um þessar mundir með hlutverk illmennisins Kang í kvikmyndaheimi Marvel. Um er að ræða risastórt hlutverk í nýjasta fasa Marvel kvikmyndaheimsins, hlutverk illmennisins sem á að taka við keflinu af Thanos. Majors hefur einnig komið fram í kvikmyndum á borð við Creed III og Devotion. Fyrrverandi kærasta hans, dansarinn, Grace Jabbari, sagði Majors hafa ráðist á sig í aftursæti bíls í mars síðastliðnum. Hann hafi slegið hana, haldið handlegg hennar fyrir aftan bak hennar og brákað löngutöng hennar. Sjálfur hafði leikarinn neitað sök í málinu. Fullyrtu lögmenn hans að Jabbari hefði í raun ráðist á hann eftir að hafa lesið smáskilaboð á síma hans sem áttu að hafa verið frá annarri konu. Jabbari hafi með fullyrðingum sínum viljað ná sér niður á leikaranum. Í umfjöllun AP kemur fram að leikarinn hafi verið dæmdur fyrir áreitni og líkamsárás. Önnur mál sem einnig hafi verið fyrir réttinum á hendur leikaranum, vegna líkamsárásar og áreitni hafi verið látin niður falla. Dómstóll mun kveða upp refsingu yfir leikaranum þann 6. febrúar. Fram kemur í frétt AP að niðurstaðan sé mikið áfall fyrir leikarann en framtíð hans í Marvel kvikmyndaheiminum er í uppnámi. Getgátur hafa verið uppi um nokkurra mánaða skeið að kvikmyndaverið muni ekki vilja nýta sér krafta hans sem ofurillmennið Kang mikið lengur. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
Majors fer um þessar mundir með hlutverk illmennisins Kang í kvikmyndaheimi Marvel. Um er að ræða risastórt hlutverk í nýjasta fasa Marvel kvikmyndaheimsins, hlutverk illmennisins sem á að taka við keflinu af Thanos. Majors hefur einnig komið fram í kvikmyndum á borð við Creed III og Devotion. Fyrrverandi kærasta hans, dansarinn, Grace Jabbari, sagði Majors hafa ráðist á sig í aftursæti bíls í mars síðastliðnum. Hann hafi slegið hana, haldið handlegg hennar fyrir aftan bak hennar og brákað löngutöng hennar. Sjálfur hafði leikarinn neitað sök í málinu. Fullyrtu lögmenn hans að Jabbari hefði í raun ráðist á hann eftir að hafa lesið smáskilaboð á síma hans sem áttu að hafa verið frá annarri konu. Jabbari hafi með fullyrðingum sínum viljað ná sér niður á leikaranum. Í umfjöllun AP kemur fram að leikarinn hafi verið dæmdur fyrir áreitni og líkamsárás. Önnur mál sem einnig hafi verið fyrir réttinum á hendur leikaranum, vegna líkamsárásar og áreitni hafi verið látin niður falla. Dómstóll mun kveða upp refsingu yfir leikaranum þann 6. febrúar. Fram kemur í frétt AP að niðurstaðan sé mikið áfall fyrir leikarann en framtíð hans í Marvel kvikmyndaheiminum er í uppnámi. Getgátur hafa verið uppi um nokkurra mánaða skeið að kvikmyndaverið muni ekki vilja nýta sér krafta hans sem ofurillmennið Kang mikið lengur.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira