Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

„Áttum aldrei að tapa þessum leik“

„Menn eru bara gríðarlega svekktir. Það er erfitt að kyngja þessu tapi, það er ekki spurning,“ sagði markaskorari Íslands, Alfreð Finnbogason, eftir svekkjandi 2-1 tap liðsins gegn Slóvakíu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúnar Alex: „Seinna markið alger grís“

Rúnar Alex Rúnarsson sem stóð á milli stanganna á marki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir margt jákvætt hægt að taka frá leik liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld þrátt fyrir svekkjandi 2-1 tap. 

Fótbolti
Fréttamynd

Aron Einar meiddist í upphitun og verður ekki með

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, spilar ekki leik dagsins við Slóvakíu í undankeppni EM 2024. Hann var upprunalega skráður í byrjunarliðið en meiðsli gerðu vart við sig í upphitun.

Fótbolti
Fréttamynd

Vonast til að hárið á Hamsik fái fólk á völlinn

Landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta vill ekki að Marek Hamsik og Milan Skrniar, tvær af skærustu stjörnum Slóvakíu, spili leikinn gegn Íslandi bara því þeir séu ekki í sínu besta standi. Hann segir þó að Hamsik geti trekkt fólk að.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór meiddur og ekki með

Arnór Sigurðsson hefur þurft að draga sig út úr landsliðshópnum í fótbolta og verður ekki með í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024.

Fótbolti
Fréttamynd

Lagerbäck búinn að ræða við Gylfa Þór

„Ef hann kýs að koma aftur myndi það hafa ótrúlega jákvæð áhrif á landsliðið,“ segir Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, um möguleikann á því að Gylfi Þór Sigurðsson snúi aftur í liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta er menningin þeirra og maður þarf að komast hratt inn í hana“

„Það er táragas og gassprengjur frá Lögreglunni á vellinum,“ segir Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Panathinaikos í Grikklandi. Hann segir stuðningsmenn þar ansi líflega. Hann undirbýr sig nú fyrir leikina mikilvægu með íslenska landsliðinu og segir Åge Hareide, landsliðsþjálfara vera á réttri leið með liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslenska landsliðið muni sækja mikið 17. júní

„Ég er mjög beinskeittur sem þjálfari og vil fara fram völlinn á fljótan hátt. Skipulagið er mjög mikilvægt og það verður að vera til staðar. Á Laugardalsvelli þann 17. júní mun liðið sækja mikið,“ segir Åge Hareide, landsliðsþjálfari. 

Fótbolti