Lagerbäck: „Afar góð ákvörðun hjá KSÍ að ráða Åge til starfa“ Aron Guðmundsson skrifar 16. júní 2023 07:00 Lars Lagerbäck er mættur til landsins og er spenntur fyrir komandi tímum hjá íslenska landsliðinu í fótbolta Vísir/Steingrímur Dúi Másson Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, er spenntur fyrir stjórnartíð Åge Hareide með liðið. Aðstæður nú séu að mörgu leiti ansi svipaðar þeim sem voru til staðar þegar Lars tók við liðinu á sínum tíma. Lagerbäck þarf vart að kynna fyrir þjóðinni en Íslenska landsliðið komst á fyrsta skipti á stórmót undir stjórn hans og fór alla leið í 8-liða úrslit á EM 2016. Lars er nú mættur til landsins og starfar hann sem sérfræðingur Viaplay í tengslum við komandi leik landsliðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM á laugardaginn. Lars Lagerbäck og Kári Árnason fagna 1-1 jafnteflinu gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Etienne á EM í Frakklandi 2016. Lars hætti að þjálfa landsliðið að mótinu loknu,. Jean Catuffe/Getty Images Svíinn kannast vel við Åge Hareide, núverandi landsliðsþjálfara Íslands, sem stýrir Íslandi í fyrsta skipti á laugardaginn kemur og ber hann Norðmanninum söguna vel en Åge leitaði ráða hjá Lars er KSÍ bauð honum landsliðsþjálfarastarfið á sínum tíma. „Þetta var virkilega góð ákvörðun hjá KSÍ (að ráða Åge Hareide til starfa), sér í lagi ef maður skoða þá kosti í þjálfaramálum sem standa landsliðum til boða nú til dags. Åge býr yfir reynslunni á þessu sviði, hann er góð manneskja með opinn huga og á auðvelt með það að vinna með öðrum. Þetta er því afar góð ákvörðun hjá KSÍ, að ráða hann til starfa.“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslandsvísir/Egill Åge er þekktur fyrir að vilja láta lið sín spila beinskeyttan sóknarleik og telur Lars að leikstíll hans muni henta íslenska landsliðinu vel. Norðmaðurinn verði þó að finna jafnvægið milli varnar og sóknar. „Auðvitað þarf hann nú að læra inn á gæðin sem að búa innan leikmannahóps íslenska landsliðsins og þá er hann einnig raunsæismaður. Það er rétt að hann vill spila beinskeyttan sóknarleik en hann verður einnig að finna jafnvægið í leik liðsins. Næsti leikur er gegn Slóvakíu, sem er alls ekki slakt lið og kjölfarið tekur við leikur gegn Portúgal, Åge þarf því að vera með forgangsatriðin á hreinu fyrir þessa tvo leiki en ég fékk það á tilfinninguna, þegar að ég talaði við hann á dögunum, að hann hefur pælt mikið í varnarleik íslenska liðsins. Ég tel hann vera á réttri leið.“ Sér kunnuglega hluti Lars er ánægður með fyrsta landsliðshópinn sem Åge velur og segir aðstæður landsliðsins nú að einhverju leiti sambærilegar þeim aðstæðum sem voru uppi er hann stýrði liðinu í fyrsta sinn árið 2012. „Að mínu mati hefur hann gert vel í í vali sínu á fyrsta landsliðshópnum með eldri og reynslumeiri leikmönnum í bland við yngri og spennandi leikmenn. Að mínu mati þarf maður alltaf að hafa augun á yngri leikmönnum sem maður venur smátt og smátt við A-landsliðinu. Með þessu venur hann yngri leikmennina við aðferðum og leikstíl sínum og ég nefndi það við hann á dögunum að aðstæðurnar núna, þegar hann fer í sína fyrstu leiki með Íslandi, eru á margan hátt þær sömu og þegar að ég stýrði mínum fyrstu leikjum 2012. Það er vonandi að þróunin verði sú sama í þetta skipti, ef það gerist þá er framtíðin ansi björt hjá íslenska landsliðinu.“ Birkir Bjarnason og Lars Lagerbäck á æfingu út í Frakklandi 2016Vísir/EPA En er möguleikinn á öðru stórmóti fyrir íslenska landsliðið til staðar? Getur þjóðin leyft sér að dreyma? „Maður ætti alltaf að leyfa sér að dreyma en maður verður einnig að horfa raunsætt á hlutina. Staðan er áhugaverð hjá íslenska landsliðinu ef maður horfir á núverandi landsliðshópinn. Åge fær auðvitað aðeins nokkra daga til þess að undirbúa liðið fyrir fyrstu leiki sína en ef liðið nær að minnsta kosti í þrjú stig úr þessum tveimur leikjum þá er kapphlaupið um sæti á EM galopið.“ Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Lagerbäck þarf vart að kynna fyrir þjóðinni en Íslenska landsliðið komst á fyrsta skipti á stórmót undir stjórn hans og fór alla leið í 8-liða úrslit á EM 2016. Lars er nú mættur til landsins og starfar hann sem sérfræðingur Viaplay í tengslum við komandi leik landsliðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM á laugardaginn. Lars Lagerbäck og Kári Árnason fagna 1-1 jafnteflinu gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Etienne á EM í Frakklandi 2016. Lars hætti að þjálfa landsliðið að mótinu loknu,. Jean Catuffe/Getty Images Svíinn kannast vel við Åge Hareide, núverandi landsliðsþjálfara Íslands, sem stýrir Íslandi í fyrsta skipti á laugardaginn kemur og ber hann Norðmanninum söguna vel en Åge leitaði ráða hjá Lars er KSÍ bauð honum landsliðsþjálfarastarfið á sínum tíma. „Þetta var virkilega góð ákvörðun hjá KSÍ (að ráða Åge Hareide til starfa), sér í lagi ef maður skoða þá kosti í þjálfaramálum sem standa landsliðum til boða nú til dags. Åge býr yfir reynslunni á þessu sviði, hann er góð manneskja með opinn huga og á auðvelt með það að vinna með öðrum. Þetta er því afar góð ákvörðun hjá KSÍ, að ráða hann til starfa.“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslandsvísir/Egill Åge er þekktur fyrir að vilja láta lið sín spila beinskeyttan sóknarleik og telur Lars að leikstíll hans muni henta íslenska landsliðinu vel. Norðmaðurinn verði þó að finna jafnvægið milli varnar og sóknar. „Auðvitað þarf hann nú að læra inn á gæðin sem að búa innan leikmannahóps íslenska landsliðsins og þá er hann einnig raunsæismaður. Það er rétt að hann vill spila beinskeyttan sóknarleik en hann verður einnig að finna jafnvægið í leik liðsins. Næsti leikur er gegn Slóvakíu, sem er alls ekki slakt lið og kjölfarið tekur við leikur gegn Portúgal, Åge þarf því að vera með forgangsatriðin á hreinu fyrir þessa tvo leiki en ég fékk það á tilfinninguna, þegar að ég talaði við hann á dögunum, að hann hefur pælt mikið í varnarleik íslenska liðsins. Ég tel hann vera á réttri leið.“ Sér kunnuglega hluti Lars er ánægður með fyrsta landsliðshópinn sem Åge velur og segir aðstæður landsliðsins nú að einhverju leiti sambærilegar þeim aðstæðum sem voru uppi er hann stýrði liðinu í fyrsta sinn árið 2012. „Að mínu mati hefur hann gert vel í í vali sínu á fyrsta landsliðshópnum með eldri og reynslumeiri leikmönnum í bland við yngri og spennandi leikmenn. Að mínu mati þarf maður alltaf að hafa augun á yngri leikmönnum sem maður venur smátt og smátt við A-landsliðinu. Með þessu venur hann yngri leikmennina við aðferðum og leikstíl sínum og ég nefndi það við hann á dögunum að aðstæðurnar núna, þegar hann fer í sína fyrstu leiki með Íslandi, eru á margan hátt þær sömu og þegar að ég stýrði mínum fyrstu leikjum 2012. Það er vonandi að þróunin verði sú sama í þetta skipti, ef það gerist þá er framtíðin ansi björt hjá íslenska landsliðinu.“ Birkir Bjarnason og Lars Lagerbäck á æfingu út í Frakklandi 2016Vísir/EPA En er möguleikinn á öðru stórmóti fyrir íslenska landsliðið til staðar? Getur þjóðin leyft sér að dreyma? „Maður ætti alltaf að leyfa sér að dreyma en maður verður einnig að horfa raunsætt á hlutina. Staðan er áhugaverð hjá íslenska landsliðinu ef maður horfir á núverandi landsliðshópinn. Åge fær auðvitað aðeins nokkra daga til þess að undirbúa liðið fyrir fyrstu leiki sína en ef liðið nær að minnsta kosti í þrjú stig úr þessum tveimur leikjum þá er kapphlaupið um sæti á EM galopið.“
Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira