Erlend sakamál

Fréttamynd

Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi

Bandaríski rapparinn Young Thug hefur játað sekt sína í umfangsmiklu máli sem hefur vakið mikla athygli jafnt vestan- og austanhafs. Hann hefur játað sig sekan í liðum sem snúa að brotum á lögum um skotvopnaeign og fíkniefnavörslu.

Tónlist
Fréttamynd

Bæjar­stjóri austurrísks bæjar skotinn til bana

Óþekktur byssumaður er sagður hafa skotið tvo menn til bana, þar á meðal bæjarstjóra austurrísks smábæjar í morgun. Morðinginn gengur enn laus og reyna þungvopnaðir lögreglumenn nú að elta hann uppi.

Erlent
Fréttamynd

Lokaði unnustann í ferða­tösku þar til hann lést

Sarah Boone, 47 ára kona frá Flórída-ríki í Bandaríkjunum, var dæmd sek fyrir manndráp í gær fyrir dómstólum í Orlando-borg í Flórída. Árið 2020 lokaði hún unnusta sinn í ferðatösku í nokkra klukkutíma þar til hann lést. 

Erlent
Fréttamynd

Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögu­lega dóms­mála­ráð­herra

Alríkisdómarinn Aileen Cannon er á lista framboðs Donalds Trump yfir mögulega dómsmálaráðherra, vinni hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Það er sami dómari og vísaði skjalamálinu svokallaða frá í sumar. Cannon hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vernda Trump sem skipaði hana í embætti á síðustu dögum forsetatíðar sinnar árið 2020.

Erlent
Fréttamynd

Fyrirburinn talinn í Belgíu

Drengurinn Santiago, átján daga gamall fyrirburi sem tekinn var af sjúkrahúsi í París í fyrrakvöld er talinn hafa verið fluttur til Belgíu. Foreldrar drengsins tóku hann af sjúkrahúsi en sökum þess að hann er fyrirburi er talið að hann geti ekki lifað lengi án aðhlynningar heilbrigðisstarfsmanna.

Erlent
Fréttamynd

Morð­rann­sókn hafin í dular­fullu máli átta ára drengs

Forsætisráðherra Írlands tjáir sig um dularfullt mál átta ára drengs sem gæti hafa verið týndur í allt að tvö ár þrátt fyrir að aðeins hafi verið tilkynnt um hvarf hans í lok ágúst. Hann veltir því fyrir sér hvernig slíkt geti gerst en gert er ráð fyrir því að drengurinn hafi verið myrtur.

Erlent
Fréttamynd

Weinstein greindur með krabba­mein

Kvikmyndaframleiðandinn og kynferðisbrotamaðurinn Harvey Weinstein hefur verið greindur með krabbamein, nánart tiltekið langvinnt kyrningahvítblæði.

Erlent
Fréttamynd

Telja á­rásir sænskra ung­linga runnar undan rifjum Írana

Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum.

Erlent
Fréttamynd

Biður um meiri pening vegna „fá­rán­legra“ laga

Lögmaður Rex Heuermann, sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu svokallaða, vill að lífsýni í málinu verði útilokuð frá réttarhöldunum. Í dómsal í Suffolk-sýslu í New York í gær, lýsti lögmaðurinn tækninni sem notuð var við að bendla Heuermann við morðin við „töfra“.

Erlent
Fréttamynd

Lauk af­plánun fyrir teikningu dóttur sinnar

Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Fyrrum Stasímaður dæmdur fyrir fimm­tíu ára gamalt morð

Áttræður fyrrverandi fulltrúi austurþýsku öryggislögreglunnar Stasí hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að myrða pólskan mann sem reyndi að flýja til Vestur-Berlínar fyrir hálfri öld. Maðurinn var ákærður eftir rannsókn sagnfræðinga og pólskra yfirvalda.

Erlent
Fréttamynd

Kynferðisofbeldið sýnt í dómsal

Lágvaxinn, fölur maður á bláum nærbuxum og í svörtum sokkum gengur að rúmi, þar sem kona liggur, næstum nakin, á hliðinni. Án fyrirvara byrjar maðurinn að nauðga konunni.

Erlent
Fréttamynd

Skot­á­rás við ísraelskt fyrir­tæki í Gauta­borg

Unglingspiltur er í haldi sænsku lögreglunnar, grunaður um tilraun til manndráps og alvarlegt vopnalagabrot, eftir að skotum var hleypt af við ísraelska hergagnaverksmiðju í Gautaborg í morgun. Mikill lögregluviðbúnaður var vegna skotárásarinnar en engan sakaði.

Erlent
Fréttamynd

Afhöfðaður sex dögum eftir em­bættis­töku

Alejandreo Arcos, nýkjörinn borgarstjóri Chilpancingo, hafði einungis setið í embætti í sex daga þegar hann var myrtur og höfuðið skorið af honum. Aðrir borgarstjórar í sama héraði hafa biðlað til ríkisstjórnarinnar eftir aukinni öryggisgæslu en sveitarstjórnarpólitík í Mexíkó hefur lengi verið mjög blóðug.

Erlent
Fréttamynd

Engum verði vísað út við mynd­birtingu

Formaður dómstólsins í Avignon í Frakklandi hefur dregið til baka ákvörðun sína um að vísa fjölmiðlafólki úr dómsal þegar myndefni verður sýnt við réttarhöld í máli Dominique Pélicot. Hvorki fjölmiðlafólki né almenningi verði vísað út við myndbirtingar. 

Erlent
Fréttamynd

Vill að Menendez bræðrum verði veitt frelsi

Athafnakonan Kim Kardashian vill að Menendez bræðrunum sem myrtu foreldra sína árið 1989 verði veitt frelsi. Hún segir þá vera breytta menn í dag. Nýjar vísbendingar í máli þeirra gæti orðið til þess að mál þeirra verði tekið upp að nýju.

Lífið
Fréttamynd

Sýknaðir af al­var­legustu á­kærunum vegna dauða Nichols

Þrír fyrrverandi lögregluþjónar í Memphis í Bandaríkjunum voru sýknaðir af alvarlegustu ákærunum vegna dauða Tyre Nichols. Þeir voru þó sakfelldir fyrir að hafa áhrif á vitni í málinu og einn þeirra var sakfelldur fyrir að brjóta á réttindum Nichols.

Erlent
Fréttamynd

Ný­nasisti sagðist ekki hafa stungið börn vegna ras­isma

Finnskur nýnasisti sem stakk tvö börn í verslunarmiðstöð í Oulu í Finnlandi í sumar hafnaði því að hann hefði verið knúinn áfram af kynþáttahatri þegar réttarhöld hófust yfir honum í vikunni. Hann er ákærður fyrir tilraun til manndráps.

Erlent