Spænski boltinn

Fréttamynd

Endaði á nærbuxunum til að gleðja gamla aðdáendur

Stuðningsmenn Barcelona sýndu Ivan Rakitic hlýhug og klöppuðu vel fyrir honum þegar þeir gátu loksins tekið á móti honum aftur á Camp Nou í gær. Rakitic gaf þeim svo bæði treyju sína og stuttbuxur áður en hann skokkaði af velli á nærbuxunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona alltaf farið með sigur af hólmi gegn Real Madríd

Barcelona vann í gær frábæran 5-2 sigur á Real Madríd er félögin mættust í síðari leik átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Börsungar fóru einnig með sigur af hólmi í fyrri leiknum og hafa því unnið allar viðureignir liðanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Bale: Við vitum öll hvert raunverulega sníkjudýrið er

Gareth Bale, framherji Real Madrid, hefur svarað fyrir sig á Twitter þar sem hann gagnrýnir spænska og breska fjölmiðla. Í spænska miðlinum Marca var Bale kallaður sníkjudýr sem væri að sjúga blóð í formi evra af félagsliðinu sínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi hefur breytt öllu hjá Barcelona á aðeins 134 dögum

Hver hefði trúað því að aðeins 134 dögum eftir að Xavi tók við skröltandi hálfhjólalausu Barcelona liði væri hann búinn að endurvekja stolt Börsunga og nú síðast vinna 4-0 stórsigur á erkifjendunum í Real Madrid og það á sjálfum Santiago Bernabéu leikvanginum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við vorum óþekkjanlegir“

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, tók sjálfur á sig sökina fyrir slakri frammistöðu Real Madrid í El Clasico í gærkvöldi þar sem Barcelona mætti á Santiago Bernabeu og vann 4-0 stórsigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistararnir með nauman sigur

Spánarmeistarar Atlético Madríd unnu nauman eins marks sigur á Rayo Vallecano í síðasta leik dagsins í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistararnir upp í þriðja sætið

Spánarmeistarar Atlético Madríd unnu nauman 2-1 sigur á Cádiz í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Sigurinn lyftir liðinu upp í 3. sætið en Barcelona situr í 4. sætinu með tvo leiki til góða.

Fótbolti