Spænski boltinn

Fréttamynd

Barcelona náði sam­komu­lagi við Rap­hinha í febrúar

Spænska liðið Barcelona náði samkomulagi um kaup og kjör við Deco, umboðsmann Raphinha, í febrúar síðastliðnum. Fimm ára samningur bíður eftir að vera undirritaður. Barcelona er þó ekki tilbúið að borga Leeds það sem enska félagið vill fá fyrir leikmanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid fer nýjar leiðir í samningsgerð

Vinícius Junior er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid, sem er þó ekki frásögu færandi nema nýstárlegs „and-ríkis-félags söluákvæðis“ sem verður í samningi leikmannsins sem á að fæla í burtu forrík félagslið í ríkiseigu.

Fótbolti
Fréttamynd

Segja Man Utd búið að bjóða í De Jong

Spænski fjölmiðillinn Marca fullyrðir að Manchester United sé búið að bjóða í Frenkie de Jong, hollenskan miðjumann Barcelona. Talið er að tilboðið hljómi upp á 80 milljónir evra ef allar bónusgreiðslur eru teknar með.

Enski boltinn
Fréttamynd

Real horfir til Manchester fyrst Mbappé kom ekki

Evrópu- og Spánarmeistarar Real Madríd vilja fá Raheem Sterling, leikmann Manchester City, í sínar raðir. Á hann að leysa Kylian Mbappé af hólmi en talið var nær öruggt að franski framherjinn myndi ganga í raðir Real í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Marcelo kveður með viðeigandi hætti

Brasilíski vinstri bakvörðurinn Marcelo sem leikið með nýkrýndum sigurvegurum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla, Real Madrid í 15 ár, mun róa á önnur mið í sumar.  

Fótbolti