Erlendar Rijkaard: Messi hefur magnaða hæfileika Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hélt ekki vatni yfir frammistöðu Argentínumannsins Lionel Messi, sem skoraði þrennu í leik liðsins gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, sagði Victor Valdes í marki Barcelona, hafa komið í veg fyrir sigur sinna manna. Fótbolti 11.3.2007 10:22 12. sigur San Antonio í röð San Antonio Spurs er á fljúgandi siglingu í NBA-deildinni um þessar mundir og í nótt vann liðið sinn 12. sigur í röð þegar það lagði New Jersey af velli á heimavelli, 93-77. Eins og svo oft áður var það liðsheildin sem skóp sigur San Antonio, en allir þeir 12 leikmenn sem voru á skýrslu liðsins náðu að skora stig í leiknum. Körfubolti 11.3.2007 10:17 Messi skoraði þrennu og jafnaði á síðustu mínútu Lionel Messi var hetja Barcelona í leik liðsins gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, en hann skoraði öll þrjú mörk liðsins í 3-3 jafntefli, það síðasta þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Leikurinn var stórkostleg skemmtun en Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 10 mínútur leiksins. Fótbolti 10.3.2007 22:54 Mikið fjör í fyrri hálfleik á Nou Camp Stórleikur Barcelona og Real Madrid í spænska boltanum í kvöld hefur reynst hin frábæra skemmtun og nú þegar fyrri hálfleikur er liðinn hafa fjögur mörk litið dagsins ljós, tvö frá hvoru liði. Lionel Messi hefur skorað bæði mörk Barcelona en Ruud van Nistelrooy bæði mörk Real Madrid. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Fótbolti 10.3.2007 21:44 Eiður í hópi varamanna Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekknum hjá Barcelona sem tekur á móti erkifjendunum í Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Það er Samuel Eto´o sem spilar í fremstu víglínu Barcelona ásamt Ronaldinho og Lionel Messi. Byrjunarlið Barcelona er óbreytt frá því í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni á þriðjudag. Fótbolti 10.3.2007 20:43 Gummersbach færist nær toppsætinu Íslendingaliðið Gummersbach sigraði Wetzlar, 34-27, í þýska handboltanum í kvöld og er komið með 38 stig í úrvalsdeildinni - jafnmörg og meistarar Kiel sem þó halda toppsætinu á markamun. Íslendingarnir í liði Gummersbach létu fara óvenju lítið fyrir sér í kvöld. Handbolti 10.3.2007 20:34 Wenger spáir enskum sigri í Meistaradeildinni Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, spáir því að enskt lið muni standa uppi sem sigurvegari Meistaradeildar Evrópu í vor. Liverpool, Chelsea og Manchester United eru öll í hópi þeirra átta liða sem eftir eru í keppninni og slepptu við að mætast innbyrðis í 8-liða úrslitunum. Fótbolti 10.3.2007 17:48 Enska knattspyrnusambandið fær lyklavöld að nýjum Wembley Forráðamenn Multiplex, helsta byggingarverktaka hins nýja Wembley-leikvangs í London, hafa afhent fulltrúum enska knattspyrnusambandsins lykla að vellinum, en um er að ræða táknræna athöfn sem margar endalok framkvæmda við leikvanginn. Þó er ekki víst að úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar fari fram á vellinum í maí eins og vonir höfðu verið bundnar við. Enski boltinn 10.3.2007 17:44 Middlesbrough og Man. Utd. þurfa að mætast öðru sinni Middlesbrough og Manchester United skildu jöfn, 2-2, í hörkuleik á Riverside nú undir kvöld en liðin áttust við í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Úrslitin þýða að liðin verða að eigast við öðru sinni, þá á heimavelli Old Trafford, til að skera úr um hvort liðið kemst áfram í undanúrslit keppninnar. Enski boltinn 10.3.2007 19:30 Rasheed Wallace: Það þýðir ekkert að sekta mig Vandræðagemlingurinn Rasheed Wallace hjá Detroit Pistons hefur sent þau skilaboð til forráðamanna NBA-deildarinnar að það þýði ekkert að sekta sig eða setja sig í leikbann – hann muni ekki breyta leikstíl sínum. Wallace, sem er þekktur fyrir sorakjaft í leikjum Detroit, segist eiga nóg af peningum til að borga sínar sektir. Körfubolti 10.3.2007 17:42 Dida fer ekki til Barcelona Brasilíski markvörðurinn Dida hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við lið sitt AC Milan á Ítalíu og bundið þannig enda á vangaveltur um framtíð sína. Dida hafði sterklega verið orðaður við Barcelona, til að leysa hinn mistæka Victor Valdés af á næstu leiktíð. Fótbolti 10.3.2007 17:46 Mourinho viðurkennir deilur við Abramovich Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur viðurkennt að hafa lent í deilu við eiganda félagsins, rússneska auðkýfinginn Roman Abramovich, en bætir við að sú deila hafi verið leyst á tiltölulega skömmum tíma. Í dag sé allt í himnalagi á milli þeirra og segist Mourinho ekki vera á leið frá Chelsea í nánustu framtíð. Enski boltinn 10.3.2007 17:40 Gunnar Heiðar byrjaði hjá Hanover Landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson spilaði í 72 mínútur fyrir lið sitt Hanover þegar það gerði 1-1 jafntefli við topplið Schalke í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Gunnar Heiðar er greinilega að komast í fyrra form, en hann hefur verið þjakaður af meiðslum stærstan hluta tímabilsins. Forysta Schalke á toppnum í Þýskalandi minnkar stöðugt. Fótbolti 10.3.2007 17:17 Eiður Smári segir Barcelona verða að rífa sig upp Eiður Smári Guðjohnsen segir að leikmenn Barcelona megi ekki hengja haus þrátt fyrir að vera fallnir úr leik í Meistaradeild Evrópu og sér hann stórleikinn gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld sem kjörið tækifæri til að rífa menn upp. Eiður Smári er í hópnum hjá Barcelona fyrir leikinn í kvöld, en hann verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn kl. 21. Fótbolti 10.3.2007 16:14 Mourinho hefur litlar áhyggjur af samningamálum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur litlar áhyggjur af samningaviðræðum nokkurra sinna lykilmanna við stjórn félagsins og heldur fast í þá trú að hann muni halda öllum sínum bestu mönnum. Stjórnarformaður Chelsea segist ekki á þeim buxunum að sleppa hendinni af Frank Lampard. Enski boltinn 10.3.2007 15:39 Jol ætlar að vinna titla með Tottenham Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, mun ekki una sér hvíldar fyrr en hann hefur unnið einhverja titla með félaginu. Jol hefur verið nefndur sem hugsanlegur arftaki Jose Mourinho hjá Chelsea en sjálfur segist hann ekki ætla að fara frá Tottenham fyrr en hann hefur náð þessu markmiði sínu. Enski boltinn 10.3.2007 14:21 Goðsagnir Man. Utd. dásama Ronaldo Bobby Charlton og David Beckham, tveir af þekktustu leikmönnum Manchester United frá upphafi, hafa nú bæst í hóp þeirra sem segja Cristiano Ronaldo einfaldlega vera besta leikmann heims um þessar mundir. Báðir eru þeir sammála um að Ronaldo geri hluti sem hafi aldrei sést áður í sögu knattspyrnunnar. Enski boltinn 10.3.2007 13:20 Thierry Henry: Hrikaleg vonbrigði "Þetta eru hrikaleg vonbrigði fyrir mig og ég er algjörlega eyðilagður,” segir Thierry Henry hjá Arsenal, en stjóri liðsins, Arsene Wenger, hefur sem kunnugt er staðfest að franski sóknarmaðurinn spilar ekki með liðinu það sem eftir er tímabilsins. Henry sættir sig hins vegar við orðin hlut og ætlar að mæta sterkur til leiks á næsta tímabili. Enski boltinn 10.3.2007 12:53 Shaq stendur sig vel í fjarveru Wade Tröllið Shaquille O´Neal hjá Miami lék einn sinn besta leik á tímilinu í nótt þegar meistarar Miami lögðu Minnesota í NBA-deildinni í nótt, 105-91. O´Neal skoraði 32 stig, þar af 15 í fyrsta fjórðung, og hitti úr 13 af 16 skotum sínum í leiknum. Körfubolti 10.3.2007 12:47 Mikið fjör á Sýn í dag Það verður mikið fjör á sjónvarpsstöðinni Sýn í dag eins og venja er um helgar, en í dag verður boðið upp á beinar útsendingar frá spænska boltanum, PGA-mótaröðinni í golfi og svo verður stórslagur í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld. Sport 4.3.2007 15:03 Enn vinnur Federer Roger Federer vann í dag sinn sjöunda titil í röð þegar hann vann sigur á Rússanum Mikhail Youzhny 6-4 og 6-3 í úrslitaleiknum á opna Dubai mótinu í tennis. Þetta var fjórði sigur hins magnaða Federer á mótinu á síðustu fimm árum. Sport 3.3.2007 16:58 West Ham ákært vegna félagaskipta Tevez og Macheranos Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar hefur ákveðið að kæra Íslendingaliðið West Ham fyrir brot á reglum um leikmannakaup í tengslum við komu argentínsku leikmannanna Carlos Tevez and Javier Mascherano til liðsins í ágúst í fyrra. Fótbolti 2.3.2007 17:22 UEFA vísar kæru Lille frá Áfrýjunarnefnd Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) hefur vísað frá kæru franska knattspyrnuliðsins Lille sem vildi að mark Ryans Giggs í leik Lille og Manchester United í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku yrði dæmt ólöglegt. Fótbolti 2.3.2007 16:48 Fowler vill nýjan samning hjá Liverpool Enski framherjinn Robbie Fowler vonast til þess að fá samning sinn við Liverpool framlengdan þrátt fyrir að hann fái ekki mörg tækifæri hjá liðinu um þessar undir. Hinn 31 árs gamli Fowler skoraði um síðustu helgi sín fyrstu deildarmörk frá því í ágúst, en hann hefur engu að síður mikla trú á sjálfum sér. Enski boltinn 26.2.2007 21:14 Federer: Ég mun aldrei toppa Connors Svisslendingurinn Roger Federer segist aldri munu toppa feril hins goðsagnarkennda Jimmy Connors, en í dag sló Federer 30 ára gamalt met hans með því að vera í efsta sæti heimslista karla 161. vikuna í röð. Federer segir að afrek Connors að vinna 109 mót á ferli sínum sé met sem líklega verði aldrei slegið. Sport 26.2.2007 16:48 Arsenal og Chelsea áfrýja gegn rauðum spjöldum Arsenal og Chelsea hafa ákveðið að áfrýja gegn rauðu spjöldunum sem leikmenn þeirra Emmanuel Adebayor og John Obi Mikel.fengu í bikarúrslitaleik liðanna í gær. Tvímenningarnir fengu reisupassann fyrir sinn þátt í uppákomunni sem átti sér stað undir lok leiksins ásamt Kolo Toure. Arsenal sættir sig hins vegar við spjaldið sem hann fékk. Enski boltinn 26.2.2007 19:44 Terry man ekkert eftir síðari hálfleik John Terry, fyrirliði Chelsea, man ekkert eftir höfuðhögginu sem hann varð fyrir í úrslitaleik deildabikarsins gegn Arsenal í gær. Það síðasta sem Terry man var þegar hann gekk út úr búningsklefanum í hálfleik en síðan vissi hann ekki af sér fyrr en hann kominn á sjúkrahús. Allur tími þar á milli, eða rúm klukkustund, er horfið úr minni Terry. Enski boltinn 26.2.2007 19:43 Ullrich hættir keppni Þýski hjólreiðakappinn Jan Ullrich hefur tilkynnt að hann sé hættur að keppa opinberlega. Ullrich, sem er 33 ára, bindur þannig enda á nokkurra vikna vangaveltur sem hafa verið á kreiki í heimalandi hans. Ullrich er þekktastur fyrir að hafa unnið Tour de France hjólreiðakeppnina árið 1997. Sport 26.2.2007 16:46 Beckham fær fjórfalt hærri laun en næsti maður Launin sem David Beckham mun fá hjá LA Galaxy fyrir það eitt að spila fótbolta eru um 370 milljónir á ári, eða rúmlega fjórum sinnum meira en næstlaunahæsti leikmaður deildarinnar, Juan Francisco Palencia hjá Chivas USA, fær á þessu tímabili. Fótbolti 26.2.2007 13:06 Radmanovic laug til um meiðsli Vladimir Radmanovic, framherji LA Lakers, sagði ósatt þegar hann útskýrði fyrir forráðamönnum félagsins hvernig hann hefði hlotið axlarmeiðslin sem hann varð fyrir um síðustu helgi. Radmanovic sagðist hafa dottið en sannleikurinn er að hann datt á snjóbretti. Hann verður frá í tvo mánuði og má búast við sekt frá félaginu fyrir uppátækið. Körfubolti 26.2.2007 13:03 « ‹ 48 49 50 51 52 53 54 55 56 … 264 ›
Rijkaard: Messi hefur magnaða hæfileika Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hélt ekki vatni yfir frammistöðu Argentínumannsins Lionel Messi, sem skoraði þrennu í leik liðsins gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, sagði Victor Valdes í marki Barcelona, hafa komið í veg fyrir sigur sinna manna. Fótbolti 11.3.2007 10:22
12. sigur San Antonio í röð San Antonio Spurs er á fljúgandi siglingu í NBA-deildinni um þessar mundir og í nótt vann liðið sinn 12. sigur í röð þegar það lagði New Jersey af velli á heimavelli, 93-77. Eins og svo oft áður var það liðsheildin sem skóp sigur San Antonio, en allir þeir 12 leikmenn sem voru á skýrslu liðsins náðu að skora stig í leiknum. Körfubolti 11.3.2007 10:17
Messi skoraði þrennu og jafnaði á síðustu mínútu Lionel Messi var hetja Barcelona í leik liðsins gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, en hann skoraði öll þrjú mörk liðsins í 3-3 jafntefli, það síðasta þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Leikurinn var stórkostleg skemmtun en Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 10 mínútur leiksins. Fótbolti 10.3.2007 22:54
Mikið fjör í fyrri hálfleik á Nou Camp Stórleikur Barcelona og Real Madrid í spænska boltanum í kvöld hefur reynst hin frábæra skemmtun og nú þegar fyrri hálfleikur er liðinn hafa fjögur mörk litið dagsins ljós, tvö frá hvoru liði. Lionel Messi hefur skorað bæði mörk Barcelona en Ruud van Nistelrooy bæði mörk Real Madrid. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Fótbolti 10.3.2007 21:44
Eiður í hópi varamanna Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekknum hjá Barcelona sem tekur á móti erkifjendunum í Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Það er Samuel Eto´o sem spilar í fremstu víglínu Barcelona ásamt Ronaldinho og Lionel Messi. Byrjunarlið Barcelona er óbreytt frá því í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni á þriðjudag. Fótbolti 10.3.2007 20:43
Gummersbach færist nær toppsætinu Íslendingaliðið Gummersbach sigraði Wetzlar, 34-27, í þýska handboltanum í kvöld og er komið með 38 stig í úrvalsdeildinni - jafnmörg og meistarar Kiel sem þó halda toppsætinu á markamun. Íslendingarnir í liði Gummersbach létu fara óvenju lítið fyrir sér í kvöld. Handbolti 10.3.2007 20:34
Wenger spáir enskum sigri í Meistaradeildinni Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, spáir því að enskt lið muni standa uppi sem sigurvegari Meistaradeildar Evrópu í vor. Liverpool, Chelsea og Manchester United eru öll í hópi þeirra átta liða sem eftir eru í keppninni og slepptu við að mætast innbyrðis í 8-liða úrslitunum. Fótbolti 10.3.2007 17:48
Enska knattspyrnusambandið fær lyklavöld að nýjum Wembley Forráðamenn Multiplex, helsta byggingarverktaka hins nýja Wembley-leikvangs í London, hafa afhent fulltrúum enska knattspyrnusambandsins lykla að vellinum, en um er að ræða táknræna athöfn sem margar endalok framkvæmda við leikvanginn. Þó er ekki víst að úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar fari fram á vellinum í maí eins og vonir höfðu verið bundnar við. Enski boltinn 10.3.2007 17:44
Middlesbrough og Man. Utd. þurfa að mætast öðru sinni Middlesbrough og Manchester United skildu jöfn, 2-2, í hörkuleik á Riverside nú undir kvöld en liðin áttust við í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Úrslitin þýða að liðin verða að eigast við öðru sinni, þá á heimavelli Old Trafford, til að skera úr um hvort liðið kemst áfram í undanúrslit keppninnar. Enski boltinn 10.3.2007 19:30
Rasheed Wallace: Það þýðir ekkert að sekta mig Vandræðagemlingurinn Rasheed Wallace hjá Detroit Pistons hefur sent þau skilaboð til forráðamanna NBA-deildarinnar að það þýði ekkert að sekta sig eða setja sig í leikbann – hann muni ekki breyta leikstíl sínum. Wallace, sem er þekktur fyrir sorakjaft í leikjum Detroit, segist eiga nóg af peningum til að borga sínar sektir. Körfubolti 10.3.2007 17:42
Dida fer ekki til Barcelona Brasilíski markvörðurinn Dida hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við lið sitt AC Milan á Ítalíu og bundið þannig enda á vangaveltur um framtíð sína. Dida hafði sterklega verið orðaður við Barcelona, til að leysa hinn mistæka Victor Valdés af á næstu leiktíð. Fótbolti 10.3.2007 17:46
Mourinho viðurkennir deilur við Abramovich Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur viðurkennt að hafa lent í deilu við eiganda félagsins, rússneska auðkýfinginn Roman Abramovich, en bætir við að sú deila hafi verið leyst á tiltölulega skömmum tíma. Í dag sé allt í himnalagi á milli þeirra og segist Mourinho ekki vera á leið frá Chelsea í nánustu framtíð. Enski boltinn 10.3.2007 17:40
Gunnar Heiðar byrjaði hjá Hanover Landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson spilaði í 72 mínútur fyrir lið sitt Hanover þegar það gerði 1-1 jafntefli við topplið Schalke í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Gunnar Heiðar er greinilega að komast í fyrra form, en hann hefur verið þjakaður af meiðslum stærstan hluta tímabilsins. Forysta Schalke á toppnum í Þýskalandi minnkar stöðugt. Fótbolti 10.3.2007 17:17
Eiður Smári segir Barcelona verða að rífa sig upp Eiður Smári Guðjohnsen segir að leikmenn Barcelona megi ekki hengja haus þrátt fyrir að vera fallnir úr leik í Meistaradeild Evrópu og sér hann stórleikinn gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld sem kjörið tækifæri til að rífa menn upp. Eiður Smári er í hópnum hjá Barcelona fyrir leikinn í kvöld, en hann verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn kl. 21. Fótbolti 10.3.2007 16:14
Mourinho hefur litlar áhyggjur af samningamálum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur litlar áhyggjur af samningaviðræðum nokkurra sinna lykilmanna við stjórn félagsins og heldur fast í þá trú að hann muni halda öllum sínum bestu mönnum. Stjórnarformaður Chelsea segist ekki á þeim buxunum að sleppa hendinni af Frank Lampard. Enski boltinn 10.3.2007 15:39
Jol ætlar að vinna titla með Tottenham Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, mun ekki una sér hvíldar fyrr en hann hefur unnið einhverja titla með félaginu. Jol hefur verið nefndur sem hugsanlegur arftaki Jose Mourinho hjá Chelsea en sjálfur segist hann ekki ætla að fara frá Tottenham fyrr en hann hefur náð þessu markmiði sínu. Enski boltinn 10.3.2007 14:21
Goðsagnir Man. Utd. dásama Ronaldo Bobby Charlton og David Beckham, tveir af þekktustu leikmönnum Manchester United frá upphafi, hafa nú bæst í hóp þeirra sem segja Cristiano Ronaldo einfaldlega vera besta leikmann heims um þessar mundir. Báðir eru þeir sammála um að Ronaldo geri hluti sem hafi aldrei sést áður í sögu knattspyrnunnar. Enski boltinn 10.3.2007 13:20
Thierry Henry: Hrikaleg vonbrigði "Þetta eru hrikaleg vonbrigði fyrir mig og ég er algjörlega eyðilagður,” segir Thierry Henry hjá Arsenal, en stjóri liðsins, Arsene Wenger, hefur sem kunnugt er staðfest að franski sóknarmaðurinn spilar ekki með liðinu það sem eftir er tímabilsins. Henry sættir sig hins vegar við orðin hlut og ætlar að mæta sterkur til leiks á næsta tímabili. Enski boltinn 10.3.2007 12:53
Shaq stendur sig vel í fjarveru Wade Tröllið Shaquille O´Neal hjá Miami lék einn sinn besta leik á tímilinu í nótt þegar meistarar Miami lögðu Minnesota í NBA-deildinni í nótt, 105-91. O´Neal skoraði 32 stig, þar af 15 í fyrsta fjórðung, og hitti úr 13 af 16 skotum sínum í leiknum. Körfubolti 10.3.2007 12:47
Mikið fjör á Sýn í dag Það verður mikið fjör á sjónvarpsstöðinni Sýn í dag eins og venja er um helgar, en í dag verður boðið upp á beinar útsendingar frá spænska boltanum, PGA-mótaröðinni í golfi og svo verður stórslagur í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld. Sport 4.3.2007 15:03
Enn vinnur Federer Roger Federer vann í dag sinn sjöunda titil í röð þegar hann vann sigur á Rússanum Mikhail Youzhny 6-4 og 6-3 í úrslitaleiknum á opna Dubai mótinu í tennis. Þetta var fjórði sigur hins magnaða Federer á mótinu á síðustu fimm árum. Sport 3.3.2007 16:58
West Ham ákært vegna félagaskipta Tevez og Macheranos Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar hefur ákveðið að kæra Íslendingaliðið West Ham fyrir brot á reglum um leikmannakaup í tengslum við komu argentínsku leikmannanna Carlos Tevez and Javier Mascherano til liðsins í ágúst í fyrra. Fótbolti 2.3.2007 17:22
UEFA vísar kæru Lille frá Áfrýjunarnefnd Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) hefur vísað frá kæru franska knattspyrnuliðsins Lille sem vildi að mark Ryans Giggs í leik Lille og Manchester United í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku yrði dæmt ólöglegt. Fótbolti 2.3.2007 16:48
Fowler vill nýjan samning hjá Liverpool Enski framherjinn Robbie Fowler vonast til þess að fá samning sinn við Liverpool framlengdan þrátt fyrir að hann fái ekki mörg tækifæri hjá liðinu um þessar undir. Hinn 31 árs gamli Fowler skoraði um síðustu helgi sín fyrstu deildarmörk frá því í ágúst, en hann hefur engu að síður mikla trú á sjálfum sér. Enski boltinn 26.2.2007 21:14
Federer: Ég mun aldrei toppa Connors Svisslendingurinn Roger Federer segist aldri munu toppa feril hins goðsagnarkennda Jimmy Connors, en í dag sló Federer 30 ára gamalt met hans með því að vera í efsta sæti heimslista karla 161. vikuna í röð. Federer segir að afrek Connors að vinna 109 mót á ferli sínum sé met sem líklega verði aldrei slegið. Sport 26.2.2007 16:48
Arsenal og Chelsea áfrýja gegn rauðum spjöldum Arsenal og Chelsea hafa ákveðið að áfrýja gegn rauðu spjöldunum sem leikmenn þeirra Emmanuel Adebayor og John Obi Mikel.fengu í bikarúrslitaleik liðanna í gær. Tvímenningarnir fengu reisupassann fyrir sinn þátt í uppákomunni sem átti sér stað undir lok leiksins ásamt Kolo Toure. Arsenal sættir sig hins vegar við spjaldið sem hann fékk. Enski boltinn 26.2.2007 19:44
Terry man ekkert eftir síðari hálfleik John Terry, fyrirliði Chelsea, man ekkert eftir höfuðhögginu sem hann varð fyrir í úrslitaleik deildabikarsins gegn Arsenal í gær. Það síðasta sem Terry man var þegar hann gekk út úr búningsklefanum í hálfleik en síðan vissi hann ekki af sér fyrr en hann kominn á sjúkrahús. Allur tími þar á milli, eða rúm klukkustund, er horfið úr minni Terry. Enski boltinn 26.2.2007 19:43
Ullrich hættir keppni Þýski hjólreiðakappinn Jan Ullrich hefur tilkynnt að hann sé hættur að keppa opinberlega. Ullrich, sem er 33 ára, bindur þannig enda á nokkurra vikna vangaveltur sem hafa verið á kreiki í heimalandi hans. Ullrich er þekktastur fyrir að hafa unnið Tour de France hjólreiðakeppnina árið 1997. Sport 26.2.2007 16:46
Beckham fær fjórfalt hærri laun en næsti maður Launin sem David Beckham mun fá hjá LA Galaxy fyrir það eitt að spila fótbolta eru um 370 milljónir á ári, eða rúmlega fjórum sinnum meira en næstlaunahæsti leikmaður deildarinnar, Juan Francisco Palencia hjá Chivas USA, fær á þessu tímabili. Fótbolti 26.2.2007 13:06
Radmanovic laug til um meiðsli Vladimir Radmanovic, framherji LA Lakers, sagði ósatt þegar hann útskýrði fyrir forráðamönnum félagsins hvernig hann hefði hlotið axlarmeiðslin sem hann varð fyrir um síðustu helgi. Radmanovic sagðist hafa dottið en sannleikurinn er að hann datt á snjóbretti. Hann verður frá í tvo mánuði og má búast við sekt frá félaginu fyrir uppátækið. Körfubolti 26.2.2007 13:03
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið