Erlendar Gay stal senunni á ný Spretthlauparinn Tyson Gay var heldur betur í sviðsljósinu á bandaríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum um helgina. í fyrrinótt hljóp hann á besta tíma ársins í 100 m hlaupi og í nótt náði hann öðrum besta tíma í sögunni í 200 metra hlaupi þegar hann kom í mark á 19,62 sekúndum - 0,3 sekúndum frá ótrúlegu heimsmeti Michael Johnson frá árinu 1996. Sport 25.6.2007 09:11 Nær Federer að jafna met Borg? Í dag hefst keppni á Wimbledon-mótinu í tennis. Efsti maður á heimslistanum, Roger Federer, getur með sigri á mótinu unnið sitt fimmta Wimbledon-mót í röð og jafnað þar með met Svíans Björns Borg. Rafael Nadal er helsti keppinautur Federer á mótinu en kapparnir mættust í úrslitum opna franska mótsins þar sem Nadal bar sigur úr býtum. Sport 24.6.2007 21:13 Tyson Gay náði besta tíma ársins Sprettlauparinn Tyson Gay náði besta tíma ársins í 100 metra hlaupi á bandaríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum í nótt þegar hann kom í mark á 9,84 sekúndum og sigraði með yfirburðum. Gay kom í mark 0,23 sekúndum á undan næsta manni þrátt fyrir mótvind og eru þetta mestu yfirburðir sigurvegara á mótinu í þrjá áratugi. Sport 23.6.2007 15:13 Merki Ólympíuleikanna verður ekki breytt Breska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að merki Ólympíuleikanna í London árið 2012 yrði ekki breytt þrátt fyrir hörð mótmæli úr öllum áttum. Merkið vakti hörð viðbrögð þegar það var frumsýnt á dögunum og þykir mörgum það hreinlega ljótt. Fréttir herma að kostnaður við hönnun og markaðssetningu á merkinu hafi kostað hátt í hálfa milljón punda. Sport 13.6.2007 20:29 Lamdi dómara í góðgerðaleik Snókergoðsögnin umdeilda Alex Higgins er ekki hættur að koma sér í vandræði þó hann sé orðinn 58 ára gamall og sé í baráttu við krabbamein. Higgins var í gær rekinn úr keppni á góðgerðamóti fyrir unga snókerspilara eftir að hann kýldi dómara. Sport 12.6.2007 20:18 Nadal: Ég er í mínu besta formi til þessa Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal vann í dag sinn þriðja titil í röð á opna franska meistaramótinu og komst þar með í úrvalshóp manna í tennissögunni. Hann segist hafa spilað sinn besta tennis á ferlinum á mótinu. Sport 10.6.2007 21:34 Þrír í röð hjá Nadal - Draumurinn úti hjá Federer Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal varð í dag þriðji karlspilarinn síðan árið 1980 til að vinna opna franska meistaramótið þriðja árið í röð. Hann lagði Roger Federer í úrslitaleik 6-4, 4-6, 6-3 og 6-4. Leikurinn stóð yfir í þrjá klukkutíma og 10 mínútur og var án nokkurs vafa einvígi tveggja bestu tennisleikara heims. Sport 10.6.2007 16:31 Federer: Léleg stemming á Roland Garros Roger Federer segir að stemmingin á opna franska meistaramótinu líði fyrir að VIP sætin við miðju vallarins séu oftar en ekki tóm og því sé stemmingin ekki eins góð og til að mynda á Wimbledon-mótinu. Federer mætir Rafael Nadal í úrslitaleik mótsins á morgun. Sport 9.6.2007 15:46 Öruggur sigur hjá Justin Henin Belgíska tenniskonan Justin Henin vann í dag þriðja sigur sinn í röð á opna franska meistaramótinu í tennis þegar hún valtaði yfir hina 19 ára gömlu Önu Ivanovic í úrslitaleik 6-1 og 6-2. Þetta var jafnframt fjórði sigur hennar á mótinu á síðustu fimm árum og undirstrikaði hún þar með yfirburði sína á leirvöllum. Sport 9.6.2007 14:30 Draumaúrslitaleikur á Roland Garros Það verður sannkallaður draumaúrslitaleikur í karlaflokki á opna franska meistaramótinu í tennis, en nú undir kvöld tryggði Rafael Nadal sér sæti í úrslitum gegn Roger Federer þegar hann sigraði Novak Djokovic 7-5, 6-4 og 6-2. Nadal getur unnið titilinn þriðja árið í röð með sigri á Federer um helgina. Sport 8.6.2007 18:14 Federer marði sigur á Davydenko Roger Federer tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik opna franska meistaramótsins í tennis þegar hann marði sigur á Nikolay Davydenko í undanúrslitum 7-5, 7-6 og 7-6. Federer átti erfitt uppdráttar allan leikinn en náði að merja sigur og á því möguleika á að vinna sigur á mótinu í fyrsta sinn þar sem hann mætir Rafael Nadal eða Serbanum Novak Djokovic um helgina. Sport 8.6.2007 14:33 Henin og Ivanovic í úrslit opna franska Justine Henin lék frábæran tennis í dag þegar hún tryggði sér sæti í úrslitaleik opna franska meistaramótsins með sigri á Jelenu Jankovic 6-2 og 6-2. Þar mætir hún serbnesku stúlkunni Ana Ivanovic sem tryggði sér sæti í úrslitum á stórmóti í fyrsta sinn með því að leggja Mariu Sharapovu 6-2 og 6-1. Ivanovic er í 6. sæti styrkleikalistans og er aðeins 19 ára gömul, en Henin sigraði á opna franska í fyrra. Sport 7.6.2007 15:06 Ricky Hatton kominn með nýtt viðurnefni Breski hnefaleikakappinn Ricky Hatton hefur tekið upp nýtt viðurnefni fyrir bardagann gegn Jose Luis Castillo í Las Vegas þann 23. júní nk. Hatton er venjulega kallaður The Hitman, en hann ætlar að kalla sig Mexíkóann frá Manchester þegar hann mætir Castillo. Hatton hefur einnig beðið vin sinn Wayne Rooney hjá Manchester United að taka þátt í viðburðum kvöldsins. Sport 6.6.2007 13:33 Federer hlakkar til Opna franska Tenniskappinn Roger Federer er í skýjunum með að hafa yfirstigið þá hindrun sem Rafael Nadal er fyrir hann á leirvelli, en fyrr í dag hafði Svisslendingurinn betur í úrslitaleik meistaramótsins í Hamborg. Federer kveðst ekki geta beðið eftir að hefja leik á Opna franska, þar sem leikið er á leiryfirborði, en það hefst næsta sunnudag. Sport 20.5.2007 17:39 Federer lagði Nadal á leirvelli Svisslendingurinn Roger Federer batt í dag enda á 81 leikja sigurgöngu Rafael Nadal á leirvelli í tennis þegar hann lagði Spánverjann sannfærandi af velli í úrslitaviðureign Meistaramótsins í Hamborg. Sport 20.5.2007 14:50 40 þúsund NFL-miðar seldust á 90 mínútum Áhugamenn um NFL deildina voru ekki lengi að taka við sér þegar miðasala hófst á fyrsta ameríska ruðningsleikinn sem haldinn verður í London næsta haust. 40,000 miðar seldust á 90 mínútum eftir að miðasalan opnaði í gær, en aðeins var hægt að verða við óskum lítils hluta þeirra 500,000 áhugamanna sem óskuðu eftir miða. Sport 17.5.2007 19:47 John Higgins heimsmeistari í snóker Skotinn John Higgins varð í gær heimsmeistari í snóker í annað skipti á ferlinum eftir sögulegan sigur á Englendingnum Mark Shelby í úrslitaleik 18-13. Higgins virtist vera kominn langt með að tryggja sér sigur á mótinu eftir fyrri daginn þegar hann hafði 12-4 forystu, en sá enski barðist hetjulega og náði að minnka muninn í 14-13. Sport 8.5.2007 14:14 Þriðji sigur Loeb í röð í Argentínu Franski heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen tryggði sér í dag sinn þriðja sigur í röð í Argentínurallinu. Frakkinn átti erfitt uppdráttar á fyrstu sérleiðunum en var svo í algjörum sérflokki það sem eftir var og kom í mark 36,7 sekúndum á undan Finnanum Marcus Grönholm. Loeb hefur fyrir vikið náð þriggja stiga forskoti í stigakeppni ökuþóra til heimsmeistara eftir fjórða sigur sinn á tímabilinu. Finninn Mikko Hirvonen varð þriðji í Argentínu og er einnig þriðji í stigakeppninni. Sport 6.5.2007 18:21 Þriðji sigur Nadal í röð í Barcelona Spænski tenniskappinn Rafael Nadal vann vann í dag sigur á opna Barcelona mótinu þriðja árið í röð. Nadal sigraði Guillermo Canas í úrslitaleik 6-3 og 6-4, en þetta var 72. sigur hans í röð á leirvelli. Nadal er í 2. sæti heimslistans á eftir Roger Federer. Sport 29.4.2007 17:41 Barcelona - Levante í beinni Leikur Barcelona og Levante í spænska boltanum er nú hafinn og er hann í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona. Þá er fjórði leikur Miami og Chicago í úrslitakeppni NBA kominn á fullt og hann er í beinni útsendingu á Sýn Extra í lýsingu Svala Björgvinssonar og Friðriks Inga Rúnarssonar. Fótbolti 29.4.2007 17:30 McEnroe: Federer hefur tvö ár til að sanna sig Skaphundurinn og tennisgoðsögnin John McEnroe frá Bandaríkjunum segir að Roger Federer verði að sanna sig á leirvöllum ef hann ætli sér að gera tilkall til þess að verða kallaður besti tennisleikari allra tíma. Federer hefur enn ekki náð að vinna opna franska meistaramótið á Roland Garos þar sem spilað er á leir. Sport 26.4.2007 17:06 27. dauðsfallið í Lundúnamaraþoninu Fjölskylda mannsins sem lést eftir að hafa keppt í Lundúnamaraþoninu á sunnudaginn hefur farið þess á leit við mótshaldara og fjölmiðla að hugsanleg dánarorsök hans verði ekki rædd opinberlega. Maðurinn sem var Breti hné niður eftir að hann kom í mark en hann hljóp heilt maraþon. Hann lést svo í gærmorgun en þetta er níunda dauðsfallið í 27 ára sögu marþonhlaupsins. Sport 24.4.2007 14:00 Kostelic hætt keppni Króatíska skíðadrottningin Janica Kostelic tilkynnti í dag að hún væri hætt keppni, aðeins 25 ára gömul. Kostelic hefur átt við þrálát meiðsli að stríða undanfarið. Hún á fjögur gullverðlaun í safni sínu, fimm heimsmeistaratitla og þrisvar hefur hún unnið heimsbikarinn. Hún varð fyrsta konan til að vinna þrjú gull í alpagreinum á vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City í Bandaríkjunum. Sport 19.4.2007 18:35 63 sigrar í röð á leir hjá Nadal Spænski tenniskappinn Rafael Nadal vann í dag 63. leik sinn í röð á leirvelli þegar hann burstaði Juan Ignacio Chela 6-3 og 6-1 í annari umferð Monte Carlo Masters mótsins í dag. Nadal hefur unnið sigur á mótinu tvö ár í röð og er sem fyrr í öðru sæti heimslistans á eftir Roger Federer. Sigurganga Nadal á leir er sú lengsta í sögunni. Sport 18.4.2007 14:38 Federer íþróttamaður ársins þriðja árið í röð Tenniskappinn Roger Federer var í dag kjörinn íþróttamaður ársins þriðja árið í röð á Laureus hátíðinni. Stangastökkvarinn Yelena Isinbayeva var kjörin íþróttakona ársins. Það er nefnd íþróttafréttamanna frá 128 löndum sem stendur að valinu ár hvert. Sport 2.4.2007 18:38 Loeb vann öruggan sigur í Portúgal Heimsmeistarinn Sebastien Loeb vann í dag öruggan sigur í portúgalska rallinu þegar hann kom í mark rúmum 37 sekúndum á undan finnska ökuþórnum Marcus Grönholm. Frakkinn magnaði vann 10 af 18 sérleiðum í rallinu og hefur nú unnið 31 keppni á ferlinum - fleiri en nokkur annar ökumaður í sögu HM í ralli. Grönholm hefur þó enn tveggja stiga forystu á heimsmeistaramótinu í byrjun keppnistímabils. Sport 1.4.2007 16:01 Loeb í lykilstöðu í Portúgal Heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen hefur mjög góða stöðu fyrir lokadaginn í portúgalska rallinu sem lýkur í dag. Loeb vann allar sex sérleiðirnar í gær og hefur meira en 40 sekúndna forskot á Finnann Marcus Grönholm á Ford. Mikko Hirvonen er í þriðja sæti tæpri mínútu á eftir heimsmeistaranum. Sport 1.4.2007 13:30 Frábær dagskrá á Sýn í dag Það verður nóg um að vera á sjónvarpsstöðinni Sýn í dag eins og jafnan um helgar. Dagskráin hefst á spænska boltanum, þá verður stórleikur í NBA deildinni og svo verður bein útsending frá PGA mótaröðinni í golfi í kvöld. Sport 1.4.2007 13:19 NBA - Tveir leikir í framlengingu Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tveir þeirra fóru í framlengingu. New Orleans tók á móti New York Knicks í Oklahoma í hnífjöfnum leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystu gegnum allan leikinn. Liðin eru bæði í mikilli baráttu um laus sæti í úrslitakeppninni og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Sport 1.4.2007 10:08 Sjöttu gullverðlaunin hjá Phelps Bandaríski sundkappinn Michael Phelps vann í nótt sjöttu gullverðlaunin sín á HM í sundi í Melbourne þegar hann sigraði í 100 metra flugsundi á tímanum 50,77 sekúndum. Heimsmeistarinn og landi hans Ian Crocker varð annar á 50,82 sekúndum. Sport 31.3.2007 12:42 « ‹ 46 47 48 49 50 51 52 53 54 … 264 ›
Gay stal senunni á ný Spretthlauparinn Tyson Gay var heldur betur í sviðsljósinu á bandaríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum um helgina. í fyrrinótt hljóp hann á besta tíma ársins í 100 m hlaupi og í nótt náði hann öðrum besta tíma í sögunni í 200 metra hlaupi þegar hann kom í mark á 19,62 sekúndum - 0,3 sekúndum frá ótrúlegu heimsmeti Michael Johnson frá árinu 1996. Sport 25.6.2007 09:11
Nær Federer að jafna met Borg? Í dag hefst keppni á Wimbledon-mótinu í tennis. Efsti maður á heimslistanum, Roger Federer, getur með sigri á mótinu unnið sitt fimmta Wimbledon-mót í röð og jafnað þar með met Svíans Björns Borg. Rafael Nadal er helsti keppinautur Federer á mótinu en kapparnir mættust í úrslitum opna franska mótsins þar sem Nadal bar sigur úr býtum. Sport 24.6.2007 21:13
Tyson Gay náði besta tíma ársins Sprettlauparinn Tyson Gay náði besta tíma ársins í 100 metra hlaupi á bandaríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum í nótt þegar hann kom í mark á 9,84 sekúndum og sigraði með yfirburðum. Gay kom í mark 0,23 sekúndum á undan næsta manni þrátt fyrir mótvind og eru þetta mestu yfirburðir sigurvegara á mótinu í þrjá áratugi. Sport 23.6.2007 15:13
Merki Ólympíuleikanna verður ekki breytt Breska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að merki Ólympíuleikanna í London árið 2012 yrði ekki breytt þrátt fyrir hörð mótmæli úr öllum áttum. Merkið vakti hörð viðbrögð þegar það var frumsýnt á dögunum og þykir mörgum það hreinlega ljótt. Fréttir herma að kostnaður við hönnun og markaðssetningu á merkinu hafi kostað hátt í hálfa milljón punda. Sport 13.6.2007 20:29
Lamdi dómara í góðgerðaleik Snókergoðsögnin umdeilda Alex Higgins er ekki hættur að koma sér í vandræði þó hann sé orðinn 58 ára gamall og sé í baráttu við krabbamein. Higgins var í gær rekinn úr keppni á góðgerðamóti fyrir unga snókerspilara eftir að hann kýldi dómara. Sport 12.6.2007 20:18
Nadal: Ég er í mínu besta formi til þessa Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal vann í dag sinn þriðja titil í röð á opna franska meistaramótinu og komst þar með í úrvalshóp manna í tennissögunni. Hann segist hafa spilað sinn besta tennis á ferlinum á mótinu. Sport 10.6.2007 21:34
Þrír í röð hjá Nadal - Draumurinn úti hjá Federer Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal varð í dag þriðji karlspilarinn síðan árið 1980 til að vinna opna franska meistaramótið þriðja árið í röð. Hann lagði Roger Federer í úrslitaleik 6-4, 4-6, 6-3 og 6-4. Leikurinn stóð yfir í þrjá klukkutíma og 10 mínútur og var án nokkurs vafa einvígi tveggja bestu tennisleikara heims. Sport 10.6.2007 16:31
Federer: Léleg stemming á Roland Garros Roger Federer segir að stemmingin á opna franska meistaramótinu líði fyrir að VIP sætin við miðju vallarins séu oftar en ekki tóm og því sé stemmingin ekki eins góð og til að mynda á Wimbledon-mótinu. Federer mætir Rafael Nadal í úrslitaleik mótsins á morgun. Sport 9.6.2007 15:46
Öruggur sigur hjá Justin Henin Belgíska tenniskonan Justin Henin vann í dag þriðja sigur sinn í röð á opna franska meistaramótinu í tennis þegar hún valtaði yfir hina 19 ára gömlu Önu Ivanovic í úrslitaleik 6-1 og 6-2. Þetta var jafnframt fjórði sigur hennar á mótinu á síðustu fimm árum og undirstrikaði hún þar með yfirburði sína á leirvöllum. Sport 9.6.2007 14:30
Draumaúrslitaleikur á Roland Garros Það verður sannkallaður draumaúrslitaleikur í karlaflokki á opna franska meistaramótinu í tennis, en nú undir kvöld tryggði Rafael Nadal sér sæti í úrslitum gegn Roger Federer þegar hann sigraði Novak Djokovic 7-5, 6-4 og 6-2. Nadal getur unnið titilinn þriðja árið í röð með sigri á Federer um helgina. Sport 8.6.2007 18:14
Federer marði sigur á Davydenko Roger Federer tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik opna franska meistaramótsins í tennis þegar hann marði sigur á Nikolay Davydenko í undanúrslitum 7-5, 7-6 og 7-6. Federer átti erfitt uppdráttar allan leikinn en náði að merja sigur og á því möguleika á að vinna sigur á mótinu í fyrsta sinn þar sem hann mætir Rafael Nadal eða Serbanum Novak Djokovic um helgina. Sport 8.6.2007 14:33
Henin og Ivanovic í úrslit opna franska Justine Henin lék frábæran tennis í dag þegar hún tryggði sér sæti í úrslitaleik opna franska meistaramótsins með sigri á Jelenu Jankovic 6-2 og 6-2. Þar mætir hún serbnesku stúlkunni Ana Ivanovic sem tryggði sér sæti í úrslitum á stórmóti í fyrsta sinn með því að leggja Mariu Sharapovu 6-2 og 6-1. Ivanovic er í 6. sæti styrkleikalistans og er aðeins 19 ára gömul, en Henin sigraði á opna franska í fyrra. Sport 7.6.2007 15:06
Ricky Hatton kominn með nýtt viðurnefni Breski hnefaleikakappinn Ricky Hatton hefur tekið upp nýtt viðurnefni fyrir bardagann gegn Jose Luis Castillo í Las Vegas þann 23. júní nk. Hatton er venjulega kallaður The Hitman, en hann ætlar að kalla sig Mexíkóann frá Manchester þegar hann mætir Castillo. Hatton hefur einnig beðið vin sinn Wayne Rooney hjá Manchester United að taka þátt í viðburðum kvöldsins. Sport 6.6.2007 13:33
Federer hlakkar til Opna franska Tenniskappinn Roger Federer er í skýjunum með að hafa yfirstigið þá hindrun sem Rafael Nadal er fyrir hann á leirvelli, en fyrr í dag hafði Svisslendingurinn betur í úrslitaleik meistaramótsins í Hamborg. Federer kveðst ekki geta beðið eftir að hefja leik á Opna franska, þar sem leikið er á leiryfirborði, en það hefst næsta sunnudag. Sport 20.5.2007 17:39
Federer lagði Nadal á leirvelli Svisslendingurinn Roger Federer batt í dag enda á 81 leikja sigurgöngu Rafael Nadal á leirvelli í tennis þegar hann lagði Spánverjann sannfærandi af velli í úrslitaviðureign Meistaramótsins í Hamborg. Sport 20.5.2007 14:50
40 þúsund NFL-miðar seldust á 90 mínútum Áhugamenn um NFL deildina voru ekki lengi að taka við sér þegar miðasala hófst á fyrsta ameríska ruðningsleikinn sem haldinn verður í London næsta haust. 40,000 miðar seldust á 90 mínútum eftir að miðasalan opnaði í gær, en aðeins var hægt að verða við óskum lítils hluta þeirra 500,000 áhugamanna sem óskuðu eftir miða. Sport 17.5.2007 19:47
John Higgins heimsmeistari í snóker Skotinn John Higgins varð í gær heimsmeistari í snóker í annað skipti á ferlinum eftir sögulegan sigur á Englendingnum Mark Shelby í úrslitaleik 18-13. Higgins virtist vera kominn langt með að tryggja sér sigur á mótinu eftir fyrri daginn þegar hann hafði 12-4 forystu, en sá enski barðist hetjulega og náði að minnka muninn í 14-13. Sport 8.5.2007 14:14
Þriðji sigur Loeb í röð í Argentínu Franski heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen tryggði sér í dag sinn þriðja sigur í röð í Argentínurallinu. Frakkinn átti erfitt uppdráttar á fyrstu sérleiðunum en var svo í algjörum sérflokki það sem eftir var og kom í mark 36,7 sekúndum á undan Finnanum Marcus Grönholm. Loeb hefur fyrir vikið náð þriggja stiga forskoti í stigakeppni ökuþóra til heimsmeistara eftir fjórða sigur sinn á tímabilinu. Finninn Mikko Hirvonen varð þriðji í Argentínu og er einnig þriðji í stigakeppninni. Sport 6.5.2007 18:21
Þriðji sigur Nadal í röð í Barcelona Spænski tenniskappinn Rafael Nadal vann vann í dag sigur á opna Barcelona mótinu þriðja árið í röð. Nadal sigraði Guillermo Canas í úrslitaleik 6-3 og 6-4, en þetta var 72. sigur hans í röð á leirvelli. Nadal er í 2. sæti heimslistans á eftir Roger Federer. Sport 29.4.2007 17:41
Barcelona - Levante í beinni Leikur Barcelona og Levante í spænska boltanum er nú hafinn og er hann í beinni útsendingu á Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona. Þá er fjórði leikur Miami og Chicago í úrslitakeppni NBA kominn á fullt og hann er í beinni útsendingu á Sýn Extra í lýsingu Svala Björgvinssonar og Friðriks Inga Rúnarssonar. Fótbolti 29.4.2007 17:30
McEnroe: Federer hefur tvö ár til að sanna sig Skaphundurinn og tennisgoðsögnin John McEnroe frá Bandaríkjunum segir að Roger Federer verði að sanna sig á leirvöllum ef hann ætli sér að gera tilkall til þess að verða kallaður besti tennisleikari allra tíma. Federer hefur enn ekki náð að vinna opna franska meistaramótið á Roland Garos þar sem spilað er á leir. Sport 26.4.2007 17:06
27. dauðsfallið í Lundúnamaraþoninu Fjölskylda mannsins sem lést eftir að hafa keppt í Lundúnamaraþoninu á sunnudaginn hefur farið þess á leit við mótshaldara og fjölmiðla að hugsanleg dánarorsök hans verði ekki rædd opinberlega. Maðurinn sem var Breti hné niður eftir að hann kom í mark en hann hljóp heilt maraþon. Hann lést svo í gærmorgun en þetta er níunda dauðsfallið í 27 ára sögu marþonhlaupsins. Sport 24.4.2007 14:00
Kostelic hætt keppni Króatíska skíðadrottningin Janica Kostelic tilkynnti í dag að hún væri hætt keppni, aðeins 25 ára gömul. Kostelic hefur átt við þrálát meiðsli að stríða undanfarið. Hún á fjögur gullverðlaun í safni sínu, fimm heimsmeistaratitla og þrisvar hefur hún unnið heimsbikarinn. Hún varð fyrsta konan til að vinna þrjú gull í alpagreinum á vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City í Bandaríkjunum. Sport 19.4.2007 18:35
63 sigrar í röð á leir hjá Nadal Spænski tenniskappinn Rafael Nadal vann í dag 63. leik sinn í röð á leirvelli þegar hann burstaði Juan Ignacio Chela 6-3 og 6-1 í annari umferð Monte Carlo Masters mótsins í dag. Nadal hefur unnið sigur á mótinu tvö ár í röð og er sem fyrr í öðru sæti heimslistans á eftir Roger Federer. Sigurganga Nadal á leir er sú lengsta í sögunni. Sport 18.4.2007 14:38
Federer íþróttamaður ársins þriðja árið í röð Tenniskappinn Roger Federer var í dag kjörinn íþróttamaður ársins þriðja árið í röð á Laureus hátíðinni. Stangastökkvarinn Yelena Isinbayeva var kjörin íþróttakona ársins. Það er nefnd íþróttafréttamanna frá 128 löndum sem stendur að valinu ár hvert. Sport 2.4.2007 18:38
Loeb vann öruggan sigur í Portúgal Heimsmeistarinn Sebastien Loeb vann í dag öruggan sigur í portúgalska rallinu þegar hann kom í mark rúmum 37 sekúndum á undan finnska ökuþórnum Marcus Grönholm. Frakkinn magnaði vann 10 af 18 sérleiðum í rallinu og hefur nú unnið 31 keppni á ferlinum - fleiri en nokkur annar ökumaður í sögu HM í ralli. Grönholm hefur þó enn tveggja stiga forystu á heimsmeistaramótinu í byrjun keppnistímabils. Sport 1.4.2007 16:01
Loeb í lykilstöðu í Portúgal Heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen hefur mjög góða stöðu fyrir lokadaginn í portúgalska rallinu sem lýkur í dag. Loeb vann allar sex sérleiðirnar í gær og hefur meira en 40 sekúndna forskot á Finnann Marcus Grönholm á Ford. Mikko Hirvonen er í þriðja sæti tæpri mínútu á eftir heimsmeistaranum. Sport 1.4.2007 13:30
Frábær dagskrá á Sýn í dag Það verður nóg um að vera á sjónvarpsstöðinni Sýn í dag eins og jafnan um helgar. Dagskráin hefst á spænska boltanum, þá verður stórleikur í NBA deildinni og svo verður bein útsending frá PGA mótaröðinni í golfi í kvöld. Sport 1.4.2007 13:19
NBA - Tveir leikir í framlengingu Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tveir þeirra fóru í framlengingu. New Orleans tók á móti New York Knicks í Oklahoma í hnífjöfnum leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystu gegnum allan leikinn. Liðin eru bæði í mikilli baráttu um laus sæti í úrslitakeppninni og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Sport 1.4.2007 10:08
Sjöttu gullverðlaunin hjá Phelps Bandaríski sundkappinn Michael Phelps vann í nótt sjöttu gullverðlaunin sín á HM í sundi í Melbourne þegar hann sigraði í 100 metra flugsundi á tímanum 50,77 sekúndum. Heimsmeistarinn og landi hans Ian Crocker varð annar á 50,82 sekúndum. Sport 31.3.2007 12:42
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið