Seðlabankinn Telur ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir ákvörðun Seðlabanka um lækkun vaxta um 25 punkta vera fagnaðarefni. Hann segir þó að hann hefði viljað sjá lækkun upp á 50 punkta en segir ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið. Viðskipti innlent 2.10.2024 09:17 Ræðst í fyrstu vaxtalækkunina í fjögur ár samhliða minnkandi verðbólguþrýstingi Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta, fyrsta vaxtalækkun nefndarinnar frá árslokum 2020, samhliða því að undirliggjandi verðbólga hefur minnkað, verðbólguálág lækkað og merki um frekari kólnun í efnahagslífinu. Mikil óvissa var um hvers mætti vænta við vaxtaákvörðun nefndarinnar, fjárfestar og markaðsaðilar skiptust í tvær fylkingar hvort hún myndi hefja vaxtalækkunarferlið, en nefndin undirstrikar hins vegar að kröftug innlend eftirspurn kalli á „varkárni.“ Innherji 2.10.2024 09:16 Bein útsending: Ásgeir og Rannveig rökstyðja lækkunina Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns, munu gera grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndarinnar um að lækka stýrivaxti á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Viðskipti innlent 2.10.2024 08:55 Lækkar stýrivextina í fyrsta sinn síðan í árslok 2020 Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir því úr því að vera 9,25 prósent í 9 prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem nefndin lækkar stýrivexti síðan í árslok 2020. Þeir hafa staðið í 9,25 prósentum síðan í ágúst á síðasta ári. Viðskipti innlent 2.10.2024 08:31 Ekki útilokað að stýrivextir lækki Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir ekki útilokað að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir á morgun. Hann spáir þó óbreyttum vöxtum en segir styttast í lækkun þeirra. Viðskipti innlent 1.10.2024 22:12 Kjörin bötnuðu mikið þegar Landsbankinn gaf út fimm ára evrubréf Útgáfa Landsbankans á grænum skuldabréfum til fimm ára upp á 300 milljónir evra er sú lengsta á meðal útistandandi ótryggðra evrubréfa viðskiptabankanna en talsverður áhugi fjárfesta þýddi að vaxtaálagið lækkað nokkuð frá upphaflegu viðmiði þegar útboðið hófst. Aðgengi íslensku bankanna að erlendum fjármagnsmörkuðum hefur farið mjög batnandi að undanförnu og Seðlabankinn hvatt þá til að viðhalda sterkri lausafjárstöðu komi til þess að sú staða breytist. Innherji 1.10.2024 15:08 Markaðurinn klofinn hvers megi vænta nú þegar vextirnir eru á „snúningspunkti“ Flest hefur fallið með peningastefnunefnd frá síðustu ákvörðun með lækkandi verðbólgu og verðbólguvæntingum, sem hefur um leið þýtt enn hærra raunvaxtastig, og nefndin mun því velja á milli þessa að milda tóninn í yfirlýsingu sinni eða ráðast í sína fyrstu vaxtalækkun frá tímum faraldursins – sem gæti jafnvel orðið meiri en 25 punktar. Markaðsaðilar eru klofnir í afstöðu sinni til ákvörðunar nefndarinnar í vikunni, samkvæmt könnun Innherja, en þeir sem vænta óbreyttra vaxta telja að bankinn vilji sjá skýrari merki áður en hann breytir um kúrs en aðrir segja að aðhaldsstigið sé nú þegar mun meira en þurfi til að ná verðbólgu niður í markmið. Innherji 30.9.2024 11:08 Gjaldeyriskaup lífeyrissjóða skreppa saman um fjórðung Talsvert hefur hægt á kaupum lífeyrissjóðanna á erlendum gjaldeyri á undanförnum mánuðum samhliða meðal annars því að fjármagnsinnflæði í íslensk hlutabréf og ríkisskuldabréf var nánast hverfandi. Eftir að hafa veikst nokkuð í ágústmánuði, einkum þegar fjárfestar fóru að vinda ofan af framvirkum stöðum sínum, hefur gengi krónunnar styrkst undanfarið og er að nálgast að nýju gildið 150 á móti evrunni. Innherji 27.9.2024 15:51 Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtunum óbreyttum og þeir verði því áfram 9,25 prósent. Peningastefnunefnd kynnir vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Viðskipti innlent 27.9.2024 13:05 Það sem „gleymist“ að segja Það getur verið ákveðin kúnst að lesa á milli lína eða rýna í það sem er ósagt. En stundum er það furðulétt, ekki síst þegar hið ósagða blasir við okkur öllum á hverjum einasta degi. Seðlabankastjóri sagði í gær að nýlegar vaxtahækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum lánum væru brattar. Skoðun 27.9.2024 08:01 Spá enn einum fundinum án breytingar Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 2. október næstkomandi. Deildin telur þó að vaxtalækkunarferlið hefjist innan skamms. Viðskipti innlent 26.9.2024 16:19 Ummæli seðlabankastjóra „skringileg“ Aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir misskilnings gæta í ummælum Seðlabankastjóra um stöðu byggingageirans og hússnæðisskort. Seðlabankastjóri tali með skringilegum hætti um áhrif hárra vaxta á greinina, líklega í tilraun til að halda verðbólguvæntingum niðri. Viðskipti innlent 26.9.2024 12:17 Orðræða seðlabankastjóra veldur mér áhyggjum Ég hefði talið að það væri öllum ljóst að þörf væri á frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis um allt land. Þetta sýna auðvitað allar tölur, með sterku ákalli frá verkalýðshreyfingunni, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem sér um að greina stöðuna á húsnæðismarkaði mjög markvisst. Skoðun 26.9.2024 07:45 Fjármálaeftirlitið samþykkir samruna Landsbankans og TM Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur samþykkt samruna TM og Landsbankans. Í tilkynningu á vef bankans kemur fram að Fjármálaeftirlitið telji Landsbankann hæfan til að eiga virkan eignarhlut í TM tryggingum hf. Bankinn undirritaði samning um kaup á öllu hlutafé í TM í maí 2024. Viðskipti innlent 25.9.2024 17:14 Telur vaxtahækkanir viðskiptabankanna brattar Seðlabankastjóri telur hækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum vöxtum íbúðalána brattar á skömmum tíma. Hann telur hins vegar að þær muni leiða til þess að hækkun á fasteignaverði heyri sögunni til. Hann kveður umræðu um að of lítið sé byggt, á villigötum. Útlán til byggingageirans séu mikil og nóg af eignum til sölu. Viðskipti innlent 25.9.2024 13:01 Vaxandi verðtryggingarmisvægi gæti reynst „áskorun“ fyrir fjármálakerfið Þótt fjármálakerfið standi traustum fótum, sem birtist meðal annars í því að álagspróf sýna að það myndi standast „umtalsvert“ álag, þá gæti þrálát verðbólga samtímis minnkandi umsvifum í efnahagslífinu skapað áskoranir fyrir bankana, að mati fjármálastöðugleikanefndar. Hún sér ástæðu til að vara við hratt vaxandi verðtryggingarmisvægi sem gæti valdið erfiðleikum fyrir fjármálakerfið. Innherji 25.9.2024 09:12 Þrálát verðbólga og hægari vöxtur geti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk, aðgengi að fjármögnun gott og fjármögnunarkostnaður erlendis hefur lækkað. Þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa getur skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum. Viðskipti innlent 25.9.2024 08:33 Inga skellihló að Sigurði Inga Formaður Flokks fólksins segir að það myndi bæta lífskjör almennings og minnka verðbólgu verulega að taka húsnæðisliðinn út úr verðbólgumælingum og spyr hvers vegna það sé ekki gert. Fjármála- og efnahagsráðherra segir það af og frá. Innlent 24.9.2024 16:23 Þurfi að komast út úr kjarasamningum „með góðu eða illu“ Seðlabankinn hefur brugðist lögbundnu hlutverki sínu og vinnur gegn fólkinu í landinu, að mati formanns VR. Hann segir nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin komist út úr kjarasamningum sem fyrst, „með góðu eða illu“. Innlent 24.9.2024 14:21 Pallborðið: „Taumlaus græðgi“ eða verðið á hveiti? Staða heimilanna og fyrirtækja á haustmánuðum, útlitið í efnahagsmálum og efnd loforða í tengslum við kjarasamninga verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 12.15. Innlent 24.9.2024 10:44 „Vonumst til að sem flestir fari svo í óverðtryggð íbúðalán“ Stóru viðskiptabankarnir hafa nú allir hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum en Landsbankinn fylgdi í fótspor Arion og Íslandsbanka í dag. Aðeins fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum. Bankastjórinn segir vaxtahækkunina hóflega miðað við aðra banka og tilkomna vegna hækkunar á fjármagnskostnaði. Innlent 23.9.2024 17:33 Spá 7,5 prósent stýrivöxtum í lok 2025 Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði komnir í 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og niður í 5,5 prósent í lok árs 2026. Þetta kemur fram nýrri þjóðhagsspá bankans. Stýrivexti eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Viðskipti innlent 23.9.2024 14:16 Eftir hækkun Moody´s er lánshæfi Íslands einum flokki neðar en Bretlands Náist samkomulag við lífeyrissjóðina um úrvinnslu skulda ÍL-sjóðs og salan á Íslandsbanka klárast ætti það að leiða til meiri lækkunar á skuldahlutfalli ríkissjóðs en núverandi áætlun Moody´s gerir ráð fyrir, en lánshæfismatsfyrirtækið hefur hækkað einkunn Íslands í A1, einum flokki neðar en hjá löndum á borð við Bretland og Írland. Vaxtabyrði íslenska ríkisins í hlutfalli af tekjum er umtalsvert meiri í samanburði við önnur ríki með sama lánshæfismat en Moody´s telur að það muni lækka nokkuð á komandi árum. Innherji 22.9.2024 14:09 Um vaxtahækkanir og verð á hveiti Fyrir nokkrum dögum skrifaði bankastjóri ágætisgrein á Vísi.is þar sem hann virtist rökstyðja vaxtahækkanir bankans nýverið á verðtryggðum húsnæðislánum með þeirri samlíkingu að nauðsynlegt sé að hækka verð á brauði ef hveitið er orðið dýrara en brauðið sjálft. Skoðun 19.9.2024 16:01 Vaxtalækkanir erlendis „opna gluggann“ fyrir Seðlabankann að fylgja á eftir Með hjaðnandi verðbólgu og vaxtalækkunum erlendra seðlabanka að undanförnu er að „opnast gluggi“ fyrir Seðlabanka Íslands að fylgja í kjölfarið, að mati sérfræðings á skuldabréfamarkaði, en fjárfestar hér innanlands brugðust vel við stórri vaxtalækkun vestanhafs og ávöxtunarkrafa styttri ríkisbréfa féll nokkuð í morgun auk sem hlutabréfaverð hækkaði. Ólíkt stöðunni beggja vegna Atlantshafsins er verðbólgan hér á landi hins vegar enn fyrir utan vikmörk Seðlabankans. Innherji 19.9.2024 15:18 Vænta þess að verðbólgan verði orðin nálægt fimm prósentum í árslok Útlit er fyrir að árstaktur verðbólgunnar muni lækka nokkuð í septembermánuði, ef marka má meðalspá banka og greinenda, og hún verði komin nálægt fimm prósentum í árslok og hafi þá ekki verið lægri í þrjú ár. Þrátt fyrir að verðbólgan sé að hjaðna er talið afar ósennilegt að peningastefnunefnd Seðlabankans hefji vaxtalækkunarferlið þegar hún kemur saman eftir um tvær vikur. Innherji 16.9.2024 14:43 „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. Viðskipti innlent 14.9.2024 20:31 Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Bankastjóri Arion banka segir að þegar stýrivextir lækki ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækki verðtryggðir vextir. „Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána.“ Viðskipti innlent 13.9.2024 15:21 Ríkið þyrfti að „rifa seglin“ enn meira og minnka umsvif sín á lánsfjármarkaði Þótt boðaður sé minni útgjaldavöxtur en áður í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár dugar það ekki til að slá á þenslu, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði, og ríkið þyrfti að „rifa seglin“ enn meira til að ná fram nauðsynlegri kólnun í hagkerfinu og minnka umsvif sín á lánsfjármarkaði. Útlit er fyrir mikla útgáfuþörf ríkissjóðs á árinu 2025, sem gæti orðið nálægt 200 milljörðum, og hún kann að reynast þung með tilheyrandi hækkun á markaðsvöxtum ef ekki tekst að laða erlenda fjárfesta inn á skuldabréfamarkaðinn. Innherji 11.9.2024 06:31 Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Útgjöld ríkissjóðs halda áfram að aukast að raungildi á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í morgun. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við markmið Seðlabankans um hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta. Innlent 10.9.2024 11:45 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 48 ›
Telur ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir ákvörðun Seðlabanka um lækkun vaxta um 25 punkta vera fagnaðarefni. Hann segir þó að hann hefði viljað sjá lækkun upp á 50 punkta en segir ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið. Viðskipti innlent 2.10.2024 09:17
Ræðst í fyrstu vaxtalækkunina í fjögur ár samhliða minnkandi verðbólguþrýstingi Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta, fyrsta vaxtalækkun nefndarinnar frá árslokum 2020, samhliða því að undirliggjandi verðbólga hefur minnkað, verðbólguálág lækkað og merki um frekari kólnun í efnahagslífinu. Mikil óvissa var um hvers mætti vænta við vaxtaákvörðun nefndarinnar, fjárfestar og markaðsaðilar skiptust í tvær fylkingar hvort hún myndi hefja vaxtalækkunarferlið, en nefndin undirstrikar hins vegar að kröftug innlend eftirspurn kalli á „varkárni.“ Innherji 2.10.2024 09:16
Bein útsending: Ásgeir og Rannveig rökstyðja lækkunina Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns, munu gera grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndarinnar um að lækka stýrivaxti á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Viðskipti innlent 2.10.2024 08:55
Lækkar stýrivextina í fyrsta sinn síðan í árslok 2020 Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir því úr því að vera 9,25 prósent í 9 prósent. Þetta er í fyrsta sinn sem nefndin lækkar stýrivexti síðan í árslok 2020. Þeir hafa staðið í 9,25 prósentum síðan í ágúst á síðasta ári. Viðskipti innlent 2.10.2024 08:31
Ekki útilokað að stýrivextir lækki Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir ekki útilokað að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir á morgun. Hann spáir þó óbreyttum vöxtum en segir styttast í lækkun þeirra. Viðskipti innlent 1.10.2024 22:12
Kjörin bötnuðu mikið þegar Landsbankinn gaf út fimm ára evrubréf Útgáfa Landsbankans á grænum skuldabréfum til fimm ára upp á 300 milljónir evra er sú lengsta á meðal útistandandi ótryggðra evrubréfa viðskiptabankanna en talsverður áhugi fjárfesta þýddi að vaxtaálagið lækkað nokkuð frá upphaflegu viðmiði þegar útboðið hófst. Aðgengi íslensku bankanna að erlendum fjármagnsmörkuðum hefur farið mjög batnandi að undanförnu og Seðlabankinn hvatt þá til að viðhalda sterkri lausafjárstöðu komi til þess að sú staða breytist. Innherji 1.10.2024 15:08
Markaðurinn klofinn hvers megi vænta nú þegar vextirnir eru á „snúningspunkti“ Flest hefur fallið með peningastefnunefnd frá síðustu ákvörðun með lækkandi verðbólgu og verðbólguvæntingum, sem hefur um leið þýtt enn hærra raunvaxtastig, og nefndin mun því velja á milli þessa að milda tóninn í yfirlýsingu sinni eða ráðast í sína fyrstu vaxtalækkun frá tímum faraldursins – sem gæti jafnvel orðið meiri en 25 punktar. Markaðsaðilar eru klofnir í afstöðu sinni til ákvörðunar nefndarinnar í vikunni, samkvæmt könnun Innherja, en þeir sem vænta óbreyttra vaxta telja að bankinn vilji sjá skýrari merki áður en hann breytir um kúrs en aðrir segja að aðhaldsstigið sé nú þegar mun meira en þurfi til að ná verðbólgu niður í markmið. Innherji 30.9.2024 11:08
Gjaldeyriskaup lífeyrissjóða skreppa saman um fjórðung Talsvert hefur hægt á kaupum lífeyrissjóðanna á erlendum gjaldeyri á undanförnum mánuðum samhliða meðal annars því að fjármagnsinnflæði í íslensk hlutabréf og ríkisskuldabréf var nánast hverfandi. Eftir að hafa veikst nokkuð í ágústmánuði, einkum þegar fjárfestar fóru að vinda ofan af framvirkum stöðum sínum, hefur gengi krónunnar styrkst undanfarið og er að nálgast að nýju gildið 150 á móti evrunni. Innherji 27.9.2024 15:51
Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtunum óbreyttum og þeir verði því áfram 9,25 prósent. Peningastefnunefnd kynnir vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Viðskipti innlent 27.9.2024 13:05
Það sem „gleymist“ að segja Það getur verið ákveðin kúnst að lesa á milli lína eða rýna í það sem er ósagt. En stundum er það furðulétt, ekki síst þegar hið ósagða blasir við okkur öllum á hverjum einasta degi. Seðlabankastjóri sagði í gær að nýlegar vaxtahækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum lánum væru brattar. Skoðun 27.9.2024 08:01
Spá enn einum fundinum án breytingar Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 2. október næstkomandi. Deildin telur þó að vaxtalækkunarferlið hefjist innan skamms. Viðskipti innlent 26.9.2024 16:19
Ummæli seðlabankastjóra „skringileg“ Aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir misskilnings gæta í ummælum Seðlabankastjóra um stöðu byggingageirans og hússnæðisskort. Seðlabankastjóri tali með skringilegum hætti um áhrif hárra vaxta á greinina, líklega í tilraun til að halda verðbólguvæntingum niðri. Viðskipti innlent 26.9.2024 12:17
Orðræða seðlabankastjóra veldur mér áhyggjum Ég hefði talið að það væri öllum ljóst að þörf væri á frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis um allt land. Þetta sýna auðvitað allar tölur, með sterku ákalli frá verkalýðshreyfingunni, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem sér um að greina stöðuna á húsnæðismarkaði mjög markvisst. Skoðun 26.9.2024 07:45
Fjármálaeftirlitið samþykkir samruna Landsbankans og TM Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur samþykkt samruna TM og Landsbankans. Í tilkynningu á vef bankans kemur fram að Fjármálaeftirlitið telji Landsbankann hæfan til að eiga virkan eignarhlut í TM tryggingum hf. Bankinn undirritaði samning um kaup á öllu hlutafé í TM í maí 2024. Viðskipti innlent 25.9.2024 17:14
Telur vaxtahækkanir viðskiptabankanna brattar Seðlabankastjóri telur hækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum vöxtum íbúðalána brattar á skömmum tíma. Hann telur hins vegar að þær muni leiða til þess að hækkun á fasteignaverði heyri sögunni til. Hann kveður umræðu um að of lítið sé byggt, á villigötum. Útlán til byggingageirans séu mikil og nóg af eignum til sölu. Viðskipti innlent 25.9.2024 13:01
Vaxandi verðtryggingarmisvægi gæti reynst „áskorun“ fyrir fjármálakerfið Þótt fjármálakerfið standi traustum fótum, sem birtist meðal annars í því að álagspróf sýna að það myndi standast „umtalsvert“ álag, þá gæti þrálát verðbólga samtímis minnkandi umsvifum í efnahagslífinu skapað áskoranir fyrir bankana, að mati fjármálastöðugleikanefndar. Hún sér ástæðu til að vara við hratt vaxandi verðtryggingarmisvægi sem gæti valdið erfiðleikum fyrir fjármálakerfið. Innherji 25.9.2024 09:12
Þrálát verðbólga og hægari vöxtur geti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk, aðgengi að fjármögnun gott og fjármögnunarkostnaður erlendis hefur lækkað. Þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa getur skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum. Viðskipti innlent 25.9.2024 08:33
Inga skellihló að Sigurði Inga Formaður Flokks fólksins segir að það myndi bæta lífskjör almennings og minnka verðbólgu verulega að taka húsnæðisliðinn út úr verðbólgumælingum og spyr hvers vegna það sé ekki gert. Fjármála- og efnahagsráðherra segir það af og frá. Innlent 24.9.2024 16:23
Þurfi að komast út úr kjarasamningum „með góðu eða illu“ Seðlabankinn hefur brugðist lögbundnu hlutverki sínu og vinnur gegn fólkinu í landinu, að mati formanns VR. Hann segir nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin komist út úr kjarasamningum sem fyrst, „með góðu eða illu“. Innlent 24.9.2024 14:21
Pallborðið: „Taumlaus græðgi“ eða verðið á hveiti? Staða heimilanna og fyrirtækja á haustmánuðum, útlitið í efnahagsmálum og efnd loforða í tengslum við kjarasamninga verða til umræðu í Pallborðinu í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 12.15. Innlent 24.9.2024 10:44
„Vonumst til að sem flestir fari svo í óverðtryggð íbúðalán“ Stóru viðskiptabankarnir hafa nú allir hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum en Landsbankinn fylgdi í fótspor Arion og Íslandsbanka í dag. Aðeins fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum. Bankastjórinn segir vaxtahækkunina hóflega miðað við aðra banka og tilkomna vegna hækkunar á fjármagnskostnaði. Innlent 23.9.2024 17:33
Spá 7,5 prósent stýrivöxtum í lok 2025 Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði komnir í 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og niður í 5,5 prósent í lok árs 2026. Þetta kemur fram nýrri þjóðhagsspá bankans. Stýrivexti eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Viðskipti innlent 23.9.2024 14:16
Eftir hækkun Moody´s er lánshæfi Íslands einum flokki neðar en Bretlands Náist samkomulag við lífeyrissjóðina um úrvinnslu skulda ÍL-sjóðs og salan á Íslandsbanka klárast ætti það að leiða til meiri lækkunar á skuldahlutfalli ríkissjóðs en núverandi áætlun Moody´s gerir ráð fyrir, en lánshæfismatsfyrirtækið hefur hækkað einkunn Íslands í A1, einum flokki neðar en hjá löndum á borð við Bretland og Írland. Vaxtabyrði íslenska ríkisins í hlutfalli af tekjum er umtalsvert meiri í samanburði við önnur ríki með sama lánshæfismat en Moody´s telur að það muni lækka nokkuð á komandi árum. Innherji 22.9.2024 14:09
Um vaxtahækkanir og verð á hveiti Fyrir nokkrum dögum skrifaði bankastjóri ágætisgrein á Vísi.is þar sem hann virtist rökstyðja vaxtahækkanir bankans nýverið á verðtryggðum húsnæðislánum með þeirri samlíkingu að nauðsynlegt sé að hækka verð á brauði ef hveitið er orðið dýrara en brauðið sjálft. Skoðun 19.9.2024 16:01
Vaxtalækkanir erlendis „opna gluggann“ fyrir Seðlabankann að fylgja á eftir Með hjaðnandi verðbólgu og vaxtalækkunum erlendra seðlabanka að undanförnu er að „opnast gluggi“ fyrir Seðlabanka Íslands að fylgja í kjölfarið, að mati sérfræðings á skuldabréfamarkaði, en fjárfestar hér innanlands brugðust vel við stórri vaxtalækkun vestanhafs og ávöxtunarkrafa styttri ríkisbréfa féll nokkuð í morgun auk sem hlutabréfaverð hækkaði. Ólíkt stöðunni beggja vegna Atlantshafsins er verðbólgan hér á landi hins vegar enn fyrir utan vikmörk Seðlabankans. Innherji 19.9.2024 15:18
Vænta þess að verðbólgan verði orðin nálægt fimm prósentum í árslok Útlit er fyrir að árstaktur verðbólgunnar muni lækka nokkuð í septembermánuði, ef marka má meðalspá banka og greinenda, og hún verði komin nálægt fimm prósentum í árslok og hafi þá ekki verið lægri í þrjú ár. Þrátt fyrir að verðbólgan sé að hjaðna er talið afar ósennilegt að peningastefnunefnd Seðlabankans hefji vaxtalækkunarferlið þegar hún kemur saman eftir um tvær vikur. Innherji 16.9.2024 14:43
„Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. Viðskipti innlent 14.9.2024 20:31
Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Bankastjóri Arion banka segir að þegar stýrivextir lækki ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækki verðtryggðir vextir. „Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána.“ Viðskipti innlent 13.9.2024 15:21
Ríkið þyrfti að „rifa seglin“ enn meira og minnka umsvif sín á lánsfjármarkaði Þótt boðaður sé minni útgjaldavöxtur en áður í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár dugar það ekki til að slá á þenslu, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði, og ríkið þyrfti að „rifa seglin“ enn meira til að ná fram nauðsynlegri kólnun í hagkerfinu og minnka umsvif sín á lánsfjármarkaði. Útlit er fyrir mikla útgáfuþörf ríkissjóðs á árinu 2025, sem gæti orðið nálægt 200 milljörðum, og hún kann að reynast þung með tilheyrandi hækkun á markaðsvöxtum ef ekki tekst að laða erlenda fjárfesta inn á skuldabréfamarkaðinn. Innherji 11.9.2024 06:31
Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Útgjöld ríkissjóðs halda áfram að aukast að raungildi á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í morgun. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við markmið Seðlabankans um hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta. Innlent 10.9.2024 11:45