Spá 7,5 prósent stýrivöxtum í lok 2025 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2024 14:16 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði komnir í 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og niður í 5,5 prósent í lok árs 2026. Þetta kemur fram nýrri þjóðhagsspá bankans. Stýrivexti eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Í spánni segir að eftir mikinn hagvaxtarkipp árin 2021-2022 hafi dregið umtalsvert úr vextinum eftir því sem leið á árið 2023. „Loðnubrestur setti sterkan svip á þróunina en mótbyr í öðrum útflutningi hafði einnig áhrif ásamt því að einkaneysla skrapp saman. Hljóðar spá okkar nú upp á 0,3% hagvöxt í ár en árið markar í raun hagsveifluskil þótt líklega verði ekki samdráttur á ársgrundvelli.“ Útlit sé fyrir 1,2% hagvöxt árið 2025 þar sem einkaneysla og útflutningur sæki í sig veðrið. Krónan styrki sig „En á móti er útlit fyrir nánast óbreytta fjárfestingu milli ára. Árið 2026 er útlit fyrir 2,5% hagvöxt en hraðari vaxtartaktur skýrist ekki síst af auknum fjárfestingarhug fyrirtækja með lækkandi vaxtastigi og hraðari kaupmáttarvexti heimila eftir því sem verðbólga hjaðnar.“ Eftir bakslag í vexti ferðaþjónustu og lítilsháttar samdrátt í útflutningi á fiski og áli í ár sé útlit fyrir tímabundinn viðskiptahalla. „Á næstu tveimur árum er hins vegar von á hóflegum vexti í útflutningi bæði vöru og þjónustu. Vöxturinn byggir meðal annars á auknum útflutningi eldisfisks, vexti í botnfiskafla, minni áhrifum af skerðingu orku á álútflutning og auknum útflutningi á lyfjum og hátæknivörum. Við spáum því að viðskiptahalli verði 1,1% af VLF í ár en jafnvægi komist á utanríkisviðskipti árin 2025 og 2026. Batnandi viðskiptajöfnuður og innflæði í fjárfestingar koma til með að styðja við gengi krónu á spátímanum og horfur eru á 2% hærra gengi krónu í lok spátímans en það var í lok ágúst 2024.“ Verðbólga helmingist á tveimur árum Vegurinn í átt að verðbólgumarkmiði hafi verið holóttur en verðbólga þó hjaðnað þokkalega það sem af sé þessu ári. Útlit sé fyrir hraustlegri hjöðnun er líði á spátímann. „Stöðugra verðlag erlendis, minni eftirspurnarþrýstingur og hófsamir kjarasamningar stuðla ekki síst að þeirri hjöðnun. Verðbólga mun mælast 6% að jafnaði á þessu ári en hjaðna niður í 3% á spátímanum. Útlit er fyrir að verðbólga komist inn fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans á fyrri hluta næsta árs.“ Þrálát verðbólga og seigla í hagkerfinu hafi tafið fyrir vaxtalækkun en hægfara vaxtalækkunarferli gæti þó hafist á lokafjórðungi þessa árs. Því er spáð að stýrivextir verði 9,0 prósent um áramótin. „Vaxtalækkunarferlinu mun trúlega ljúka með stýrivexti nærri 5,5%, sem við teljum líklega nærri jafnvægisvöxtum um þessar mundir.“ Íslandsbanki Verðlag Seðlabankinn Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Í spánni segir að eftir mikinn hagvaxtarkipp árin 2021-2022 hafi dregið umtalsvert úr vextinum eftir því sem leið á árið 2023. „Loðnubrestur setti sterkan svip á þróunina en mótbyr í öðrum útflutningi hafði einnig áhrif ásamt því að einkaneysla skrapp saman. Hljóðar spá okkar nú upp á 0,3% hagvöxt í ár en árið markar í raun hagsveifluskil þótt líklega verði ekki samdráttur á ársgrundvelli.“ Útlit sé fyrir 1,2% hagvöxt árið 2025 þar sem einkaneysla og útflutningur sæki í sig veðrið. Krónan styrki sig „En á móti er útlit fyrir nánast óbreytta fjárfestingu milli ára. Árið 2026 er útlit fyrir 2,5% hagvöxt en hraðari vaxtartaktur skýrist ekki síst af auknum fjárfestingarhug fyrirtækja með lækkandi vaxtastigi og hraðari kaupmáttarvexti heimila eftir því sem verðbólga hjaðnar.“ Eftir bakslag í vexti ferðaþjónustu og lítilsháttar samdrátt í útflutningi á fiski og áli í ár sé útlit fyrir tímabundinn viðskiptahalla. „Á næstu tveimur árum er hins vegar von á hóflegum vexti í útflutningi bæði vöru og þjónustu. Vöxturinn byggir meðal annars á auknum útflutningi eldisfisks, vexti í botnfiskafla, minni áhrifum af skerðingu orku á álútflutning og auknum útflutningi á lyfjum og hátæknivörum. Við spáum því að viðskiptahalli verði 1,1% af VLF í ár en jafnvægi komist á utanríkisviðskipti árin 2025 og 2026. Batnandi viðskiptajöfnuður og innflæði í fjárfestingar koma til með að styðja við gengi krónu á spátímanum og horfur eru á 2% hærra gengi krónu í lok spátímans en það var í lok ágúst 2024.“ Verðbólga helmingist á tveimur árum Vegurinn í átt að verðbólgumarkmiði hafi verið holóttur en verðbólga þó hjaðnað þokkalega það sem af sé þessu ári. Útlit sé fyrir hraustlegri hjöðnun er líði á spátímann. „Stöðugra verðlag erlendis, minni eftirspurnarþrýstingur og hófsamir kjarasamningar stuðla ekki síst að þeirri hjöðnun. Verðbólga mun mælast 6% að jafnaði á þessu ári en hjaðna niður í 3% á spátímanum. Útlit er fyrir að verðbólga komist inn fyrir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans á fyrri hluta næsta árs.“ Þrálát verðbólga og seigla í hagkerfinu hafi tafið fyrir vaxtalækkun en hægfara vaxtalækkunarferli gæti þó hafist á lokafjórðungi þessa árs. Því er spáð að stýrivextir verði 9,0 prósent um áramótin. „Vaxtalækkunarferlinu mun trúlega ljúka með stýrivexti nærri 5,5%, sem við teljum líklega nærri jafnvægisvöxtum um þessar mundir.“
Íslandsbanki Verðlag Seðlabankinn Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira