Kjaramál Starfslokasamningur stöðvaði kjarasamning Starfslokasamningur forstjóra FL-group varð til þess að Félag íslenskra atvinnuflugmanna sleit samningaviðræðum við Icelandair um að lækka áhafnakostnað vegna leiguflugs. Flugmönnum þótti í ljósi kringumstæðna ekki við hæfi að halda áfram viðræðum. Innlent 10.1.2006 19:12 Ekki hægt að lækka laun forseta Allt bendir til þess að laun forseta Íslands hækki mest launa ráðamanna og æðstu embættismanna þjóðarinnar. Ástæðan er sú að stjórnarskráin heimilar ekki að laun forseta séu skert á kjörtímabili hans. Innlent 9.1.2006 19:05 Vilja hækka laun til samræmis við Reykavík Verkalýðsfélag Akraness hefur óskað eftir fundi með bæjarráði Akraness til að ræða launamun hjá starfsmönnum Akranessbæjar annars vegar starfsmönnum Reykjavíkurborgar hins vegar. Í bréfi Verkalýðsfélagsins til bæjaryfirvalda segir að munað geti þrettán til sextán prósentum á launum manna eftir því hvort þeir vinni sömu vinnu í Reykjavík eða á Akranesi. Innlent 9.1.2006 18:04 Flumbrugangur Geirs vítaverður Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður að ganga fram og biðjast afsökunar á flumbrugangi Geirs H. Haardes utanríkisráðherra segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Innlent 3.1.2006 12:00 Hefur áhyggjur af vaxandi launamisrétti Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði lýsir yfir áhyggjum af vaxandi launamisrétti í landinu. Í álytkun sem samþykkt var á fundi hennar segir að bilið aukist stöðugt milli þeirra sem vinna á umsömdum launatöxtum og hinna sem taka laun eftir ákvörðunum stjórna fyrirtækja eða fá laun sín ákvörðuð eftir öðrum leiðum, s.s. kjaradómi eða kjaranefnd. Innlent 3.1.2006 11:28 Draga uppsagnir líklega til baka Þeir tólf leikskólakennarar sem sögðu upp störfum á leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi á fimmtudaginn síðasta munu að öllum líkindum draga uppsagnir sínar til baka, að sögn Ásdísar Þorsteinsdóttur aðstoðarleikskólastjóra. Innlent 2.1.2006 13:35 Ríkisstjórnin klúðraði málinu Klúður er orðið sem stjórnarandstæðingar nota yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við úrskurði kjaradóms. Þeir eru afar ósáttir við að forystumenn ríkisstjórnarinnar vildu ekki kalla þing saman til að fresta gildistöku launahækkunar þingmanna og ráðherra. Innlent 30.12.2005 16:32 Leikskólakennarar í Kraganum krefjast launaleiðréttingar Óánægja leikskólakennara í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík fer vaxandi og þeir krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt hið fyrsta. Þegar hafa ellefu kennarar á leikskóla á Seltjarnarnesi sagt upp störfum og frekari uppsagnir eru yfirvofandi bæði í þessum sveitarfélögum og í Reykjavík um áramótin verði ekki orðið við kröfum leikskólakennara um kjaraleiðréttingu. Innlent 29.12.2005 22:13 Niðurstaðan kemur ekki á óvart Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir niðurstöðu Kjaradóms ekki koma sér á óvart. Það hefði verið hæpið fyrir dóminn að fara inn í málið með nýjan efnislegan úrskurð eftir beiðni forsætisráðherra um að hann færi aftur yfir málið. Innlent 28.12.2005 22:02 Til í að endurskoða forsendurnar Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir flokk sinn reiðubúinn að taka þátt í nefndarstörfum þar sem farið er yfir lög um kjaradóm. Innlent 28.12.2005 21:04 Langeðlilegast að Alþingi taki nú á málinu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að niðurstaða Kjaradóms komi sér ekki á óvart. Kjaradómi sé mikill vandi á höndum eftir skilaboðin sem hann fékk frá forsætisráðherra. Ingibjörg telur langeðlilegast að Alþingi taki á málinu. Skoða verði þær forsendur sem kjaradómi er uppálagt að fara eftir. Innlent 28.12.2005 20:45 Setur ríkisstjórnina í talsverðan vanda "Þetta kemur mér talsvert í opna skjöldu," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, um þá niðurstöðu Kjaradóms að úrskurður hans um laun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna frá 19. desember skuli standa óbreyttur. "Þetta setur ríkisstjórnina í talsverðan vanda." Innlent 28.12.2005 20:39 Borgarstjóri fundar með FL á föstudag Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, fundar með forystumönnum Félags leikskólakennara á föstudaginn kemur. Þar verur fjallað um stöðuna sem upp er komin í launamálum leikskólakennara í kjölfar nýgerðra kjarasamninga borgarinnar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Innlent 28.12.2005 17:56 Fordæmi fyrir að fella kjaradóm úr gildi Þingmenn hafa mælst til þess að Alþingi nemi síðustu launahækkun Kjaradóms þeim til handa úr gildi. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem launahækkanir æðstu ráðamanna yrðu dregnar til baka með lagasetningu á Alþingi. Innlent 22.12.2005 12:03 Vélstjórar samþykktu samning Vélstjórar samþykktu kjarasamning sinn við Landhelgisgæsluna með 63 prósentum atkvæða. Tólf voru á kjörskrá og greiddu ellefu þeirra atkvæði. Sjö greiddu atkvæði með samningnum, tveir á móti og tvö atkvæði voru ógild. Innlent 21.12.2005 06:18 Kosningin hefur gengið vel fyrir sig Fyrri degi atkvæðagreiðslu félaga í Eflingu um nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg er nú að ljúka. Ekki liggur fyrir hversu margir tóku þátt í atkvæðagreiðslunni í dag en Þórir Guðjónsson hjá Eflingu segir að kosningin hafi gengið ágætlega fyrir sig. Innlent 12.12.2005 16:18 Samþykktu samning við gæsluna Kjarasamningur skipstjórnarmanna hjá Landhelgisgæslu Íslands var samþykktur með áttatíu og einu prósentu atkvæða. Tuttugu og einn félagi í Félagi skipstjórnarmanna hafði atkvæðisrétt og greiddu allir nema einn atkvæði. Innlent 9.12.2005 07:02 Sjúkraliðar samþykkja kjarasamning Sjúkraliðar í Reykjavík hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning Sjúkraliðafélags Íslands og Reykjavíkurborgar. 28 af 57 á kjörskrá greiddu atkvæði. 27 þeirra greiddu atkvæði með samningnum en einn á móti. Innlent 9.12.2005 06:44 Vilja loka á launanefnd sveitarfélaga Stjórn og trúnaðarmannaráð Starfsmannafélags Hafnarfjarðar vill að bæjarstjórn afturkalli umboð launanefndar sveitarfélaga til að semja um kaup og kjör starfsmanna fyrir hönd bæjarins. Innlent 8.12.2005 06:29 Launaskriðið er hjá stjórnendum Launaskriðið er hjá stjórnendum fyrirtækja en ekki almennum launþegum segir borgarstjóri. Laun hundrað stjórnenda hækkuðu um hálfan milljarð króna í fyrra en samningur borgarinnar við fimm þúsund starfsmenn sína skilar þeim samanlagt einum og hálfum milljarði í launahækkun á næsta ári. Innlent 7.12.2005 15:26 Sjúkraliðar semja við Launanefnd sveitarfélaga Sjúkaraliðafélag Íslands og launanefnd sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í gærkvöldi. Hann mun vera á sömu nótum og samningur sjúkraliða við Reykjavíkurborg og ríkið, sem nýverið voru gerðir. Nýi samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna á næstunni Innlent 6.12.2005 07:22 Samið við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar skrifaði undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg í gærkvöldi í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Fram kemur á heimasíðu BSRB að nú verði hafist handa við að kynna samninginn fyrir félagsmönnum og undirbúa skriflega allsherjaratkvæðagreiðslu. Innlent 5.12.2005 09:59 Sjúkraliðar boða til verkfalls Félagar í Sjúkraliðafélagi Íslands samþykktu verkfallsboðun í kjaradeilu sinni við launanefnd sveitarfélaga með miklum mun. 127 greiddu atkvæði með verkfallsboðun en fjórir greiddu atkvæði gegn henni. Semjist ekki fyrir 19. desember hefst verkfall þann dag. Innlent 2.12.2005 19:26 Sjúkraliðar samþykkja samning Sjúkraliðar sem starfa á Hjúkrunarheimilunum Eir og Skjóli í Reykjavík hafa samþykkt kjarasamning. Samningurinn var undirritaður á fimmtudag í síðustu viku en samþykktur í atkvæðagreiðslu í dag. Innlent 1.12.2005 17:09 Samið fyrir blaða- og fréttamenn Samningur Blaðamannafélags Íslands við samtök atvinnulífsins voru undirritaðir á sjöunda tímanum í kvöld. Samningurinn nær til fréttamanna og ljósmyndara á öllum helstu fjölmiðlum landsins utan Ríkisútvarpsins. Innlent 29.11.2005 18:52 Ósáttir við frumvarp um starfsmannaleigur Stjórnarandstæðingar fögnuðu frumvarpi félagsmálaráðherra um starfsmannaleigur á Alþingi, sem mælt var fyrir í dag, en töldu ekki nægilega langt gengið. Formaður vinstri - grænna sagðist ennfremur ekki sannfærður um að íslenska þjóðin þyrfti yfirhöfuð að sætta sig við slíkt fyrirbæri á íslenskum vinnumarkaði. Innlent 28.11.2005 21:28 Sjúkraliðar kjósa um verkfall Sjúkraliðar sem starfa hjá sveitarfélögunum munu greiða atkvæði um hvort hefja eigi verkfall til að knýja á um nýjan kjarasamning. Fyrri samningur rann út fyrir tæpu ári og hefur ekki enn samist. Fyrst var beðið eftir að gengið yrði frá samningi við ríkið en því lauk júní. Innlent 24.11.2005 10:38 Lögregla rannsakar fyrirtæki á Akranesi Verkalýðsfélag Akraness hefur óskað eftir lögreglurannsókn á starfsemi fyrirtækis sem er með litháíska starfsmenn í vinnu hjá sér. Innlent 22.11.2005 06:41 Allir komnir með atvinnuleyfi Allir pólsku verkamennirnir sem komu til starfa á Akranesi og í nágrenni á vegum starfsmannaleigunnar 2B eru komnir með atvinnuleyfi og ráðningarsamning við þau fyrirtæki sem þeir starfa hjá. Innlent 21.11.2005 06:21 Segja mismunun felast í eingreiðslu Sambandsstjórnarfundur Samiðnar lýsir yfir megnustu óánægju sinni með samkomulag forsendunefndar ASÍ og SA um útdeilingu á sérstakri eingreiðslu. Þetta kemur fram í ályktun sem Samiðn hefur sent frá sér. Fundarmenn telja að sú mismunun sem í eingreiðslunni felist vera einsdæmi í sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar. Innlent 18.11.2005 16:53 « ‹ 144 145 146 147 148 149 150 151 152 … 155 ›
Starfslokasamningur stöðvaði kjarasamning Starfslokasamningur forstjóra FL-group varð til þess að Félag íslenskra atvinnuflugmanna sleit samningaviðræðum við Icelandair um að lækka áhafnakostnað vegna leiguflugs. Flugmönnum þótti í ljósi kringumstæðna ekki við hæfi að halda áfram viðræðum. Innlent 10.1.2006 19:12
Ekki hægt að lækka laun forseta Allt bendir til þess að laun forseta Íslands hækki mest launa ráðamanna og æðstu embættismanna þjóðarinnar. Ástæðan er sú að stjórnarskráin heimilar ekki að laun forseta séu skert á kjörtímabili hans. Innlent 9.1.2006 19:05
Vilja hækka laun til samræmis við Reykavík Verkalýðsfélag Akraness hefur óskað eftir fundi með bæjarráði Akraness til að ræða launamun hjá starfsmönnum Akranessbæjar annars vegar starfsmönnum Reykjavíkurborgar hins vegar. Í bréfi Verkalýðsfélagsins til bæjaryfirvalda segir að munað geti þrettán til sextán prósentum á launum manna eftir því hvort þeir vinni sömu vinnu í Reykjavík eða á Akranesi. Innlent 9.1.2006 18:04
Flumbrugangur Geirs vítaverður Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður að ganga fram og biðjast afsökunar á flumbrugangi Geirs H. Haardes utanríkisráðherra segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Innlent 3.1.2006 12:00
Hefur áhyggjur af vaxandi launamisrétti Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði lýsir yfir áhyggjum af vaxandi launamisrétti í landinu. Í álytkun sem samþykkt var á fundi hennar segir að bilið aukist stöðugt milli þeirra sem vinna á umsömdum launatöxtum og hinna sem taka laun eftir ákvörðunum stjórna fyrirtækja eða fá laun sín ákvörðuð eftir öðrum leiðum, s.s. kjaradómi eða kjaranefnd. Innlent 3.1.2006 11:28
Draga uppsagnir líklega til baka Þeir tólf leikskólakennarar sem sögðu upp störfum á leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi á fimmtudaginn síðasta munu að öllum líkindum draga uppsagnir sínar til baka, að sögn Ásdísar Þorsteinsdóttur aðstoðarleikskólastjóra. Innlent 2.1.2006 13:35
Ríkisstjórnin klúðraði málinu Klúður er orðið sem stjórnarandstæðingar nota yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við úrskurði kjaradóms. Þeir eru afar ósáttir við að forystumenn ríkisstjórnarinnar vildu ekki kalla þing saman til að fresta gildistöku launahækkunar þingmanna og ráðherra. Innlent 30.12.2005 16:32
Leikskólakennarar í Kraganum krefjast launaleiðréttingar Óánægja leikskólakennara í sveitarfélögunum í kringum Reykjavík fer vaxandi og þeir krefjast þess að laun þeirra verði leiðrétt hið fyrsta. Þegar hafa ellefu kennarar á leikskóla á Seltjarnarnesi sagt upp störfum og frekari uppsagnir eru yfirvofandi bæði í þessum sveitarfélögum og í Reykjavík um áramótin verði ekki orðið við kröfum leikskólakennara um kjaraleiðréttingu. Innlent 29.12.2005 22:13
Niðurstaðan kemur ekki á óvart Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir niðurstöðu Kjaradóms ekki koma sér á óvart. Það hefði verið hæpið fyrir dóminn að fara inn í málið með nýjan efnislegan úrskurð eftir beiðni forsætisráðherra um að hann færi aftur yfir málið. Innlent 28.12.2005 22:02
Til í að endurskoða forsendurnar Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir flokk sinn reiðubúinn að taka þátt í nefndarstörfum þar sem farið er yfir lög um kjaradóm. Innlent 28.12.2005 21:04
Langeðlilegast að Alþingi taki nú á málinu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að niðurstaða Kjaradóms komi sér ekki á óvart. Kjaradómi sé mikill vandi á höndum eftir skilaboðin sem hann fékk frá forsætisráðherra. Ingibjörg telur langeðlilegast að Alþingi taki á málinu. Skoða verði þær forsendur sem kjaradómi er uppálagt að fara eftir. Innlent 28.12.2005 20:45
Setur ríkisstjórnina í talsverðan vanda "Þetta kemur mér talsvert í opna skjöldu," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, um þá niðurstöðu Kjaradóms að úrskurður hans um laun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna frá 19. desember skuli standa óbreyttur. "Þetta setur ríkisstjórnina í talsverðan vanda." Innlent 28.12.2005 20:39
Borgarstjóri fundar með FL á föstudag Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, fundar með forystumönnum Félags leikskólakennara á föstudaginn kemur. Þar verur fjallað um stöðuna sem upp er komin í launamálum leikskólakennara í kjölfar nýgerðra kjarasamninga borgarinnar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Innlent 28.12.2005 17:56
Fordæmi fyrir að fella kjaradóm úr gildi Þingmenn hafa mælst til þess að Alþingi nemi síðustu launahækkun Kjaradóms þeim til handa úr gildi. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem launahækkanir æðstu ráðamanna yrðu dregnar til baka með lagasetningu á Alþingi. Innlent 22.12.2005 12:03
Vélstjórar samþykktu samning Vélstjórar samþykktu kjarasamning sinn við Landhelgisgæsluna með 63 prósentum atkvæða. Tólf voru á kjörskrá og greiddu ellefu þeirra atkvæði. Sjö greiddu atkvæði með samningnum, tveir á móti og tvö atkvæði voru ógild. Innlent 21.12.2005 06:18
Kosningin hefur gengið vel fyrir sig Fyrri degi atkvæðagreiðslu félaga í Eflingu um nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg er nú að ljúka. Ekki liggur fyrir hversu margir tóku þátt í atkvæðagreiðslunni í dag en Þórir Guðjónsson hjá Eflingu segir að kosningin hafi gengið ágætlega fyrir sig. Innlent 12.12.2005 16:18
Samþykktu samning við gæsluna Kjarasamningur skipstjórnarmanna hjá Landhelgisgæslu Íslands var samþykktur með áttatíu og einu prósentu atkvæða. Tuttugu og einn félagi í Félagi skipstjórnarmanna hafði atkvæðisrétt og greiddu allir nema einn atkvæði. Innlent 9.12.2005 07:02
Sjúkraliðar samþykkja kjarasamning Sjúkraliðar í Reykjavík hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning Sjúkraliðafélags Íslands og Reykjavíkurborgar. 28 af 57 á kjörskrá greiddu atkvæði. 27 þeirra greiddu atkvæði með samningnum en einn á móti. Innlent 9.12.2005 06:44
Vilja loka á launanefnd sveitarfélaga Stjórn og trúnaðarmannaráð Starfsmannafélags Hafnarfjarðar vill að bæjarstjórn afturkalli umboð launanefndar sveitarfélaga til að semja um kaup og kjör starfsmanna fyrir hönd bæjarins. Innlent 8.12.2005 06:29
Launaskriðið er hjá stjórnendum Launaskriðið er hjá stjórnendum fyrirtækja en ekki almennum launþegum segir borgarstjóri. Laun hundrað stjórnenda hækkuðu um hálfan milljarð króna í fyrra en samningur borgarinnar við fimm þúsund starfsmenn sína skilar þeim samanlagt einum og hálfum milljarði í launahækkun á næsta ári. Innlent 7.12.2005 15:26
Sjúkraliðar semja við Launanefnd sveitarfélaga Sjúkaraliðafélag Íslands og launanefnd sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í gærkvöldi. Hann mun vera á sömu nótum og samningur sjúkraliða við Reykjavíkurborg og ríkið, sem nýverið voru gerðir. Nýi samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna á næstunni Innlent 6.12.2005 07:22
Samið við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar skrifaði undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg í gærkvöldi í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Fram kemur á heimasíðu BSRB að nú verði hafist handa við að kynna samninginn fyrir félagsmönnum og undirbúa skriflega allsherjaratkvæðagreiðslu. Innlent 5.12.2005 09:59
Sjúkraliðar boða til verkfalls Félagar í Sjúkraliðafélagi Íslands samþykktu verkfallsboðun í kjaradeilu sinni við launanefnd sveitarfélaga með miklum mun. 127 greiddu atkvæði með verkfallsboðun en fjórir greiddu atkvæði gegn henni. Semjist ekki fyrir 19. desember hefst verkfall þann dag. Innlent 2.12.2005 19:26
Sjúkraliðar samþykkja samning Sjúkraliðar sem starfa á Hjúkrunarheimilunum Eir og Skjóli í Reykjavík hafa samþykkt kjarasamning. Samningurinn var undirritaður á fimmtudag í síðustu viku en samþykktur í atkvæðagreiðslu í dag. Innlent 1.12.2005 17:09
Samið fyrir blaða- og fréttamenn Samningur Blaðamannafélags Íslands við samtök atvinnulífsins voru undirritaðir á sjöunda tímanum í kvöld. Samningurinn nær til fréttamanna og ljósmyndara á öllum helstu fjölmiðlum landsins utan Ríkisútvarpsins. Innlent 29.11.2005 18:52
Ósáttir við frumvarp um starfsmannaleigur Stjórnarandstæðingar fögnuðu frumvarpi félagsmálaráðherra um starfsmannaleigur á Alþingi, sem mælt var fyrir í dag, en töldu ekki nægilega langt gengið. Formaður vinstri - grænna sagðist ennfremur ekki sannfærður um að íslenska þjóðin þyrfti yfirhöfuð að sætta sig við slíkt fyrirbæri á íslenskum vinnumarkaði. Innlent 28.11.2005 21:28
Sjúkraliðar kjósa um verkfall Sjúkraliðar sem starfa hjá sveitarfélögunum munu greiða atkvæði um hvort hefja eigi verkfall til að knýja á um nýjan kjarasamning. Fyrri samningur rann út fyrir tæpu ári og hefur ekki enn samist. Fyrst var beðið eftir að gengið yrði frá samningi við ríkið en því lauk júní. Innlent 24.11.2005 10:38
Lögregla rannsakar fyrirtæki á Akranesi Verkalýðsfélag Akraness hefur óskað eftir lögreglurannsókn á starfsemi fyrirtækis sem er með litháíska starfsmenn í vinnu hjá sér. Innlent 22.11.2005 06:41
Allir komnir með atvinnuleyfi Allir pólsku verkamennirnir sem komu til starfa á Akranesi og í nágrenni á vegum starfsmannaleigunnar 2B eru komnir með atvinnuleyfi og ráðningarsamning við þau fyrirtæki sem þeir starfa hjá. Innlent 21.11.2005 06:21
Segja mismunun felast í eingreiðslu Sambandsstjórnarfundur Samiðnar lýsir yfir megnustu óánægju sinni með samkomulag forsendunefndar ASÍ og SA um útdeilingu á sérstakri eingreiðslu. Þetta kemur fram í ályktun sem Samiðn hefur sent frá sér. Fundarmenn telja að sú mismunun sem í eingreiðslunni felist vera einsdæmi í sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar. Innlent 18.11.2005 16:53