Rússland

Fréttamynd

Friðurinn úti hjá MÍR

Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug.

Innlent
Fréttamynd

Hótar að draga Wagner-liða frá Bak­hmút

Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn.

Erlent
Fréttamynd

Pútín sé rétt­dræpur vegna glæpa sinna

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur enga trú á því að hægt verði að draga Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, fyrir dóm fyrir glæpi sína. Segir hann Úkraínumenn í fullum rétti að ráða hann af dögum.

Innlent
Fréttamynd

„Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“

Volodomír Selenskí Úkraínu­for­seti segir á­sakanir rúss­neskra stjórn­valda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir bana­til­ræði gegn Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast.

Erlent
Fréttamynd

„Það þýðir ekkert að semja við Rússa“

Óskar Hallgrímsson, sem búsettur er í Kyiv í Úkraínu, telur að stríðið í Úkraínu eigi eftir að klárast í ár eða á næsta ári. Hann telur að eina leiðin til að stríðið endi sé sú að Rússland gefist upp, það þýði ekki að semja við þá.

Erlent
Fréttamynd

Skutu fjölda eld­flauga á Úkraínu í morgun

Rússar skutu fjölda eldflauga á úkraínskar borgir í morgun. Að minnsta kosti einn lést í Kherson-héraði en 34 eru slasaðir í Dnipropetrovsk. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ræddi við varnarmálaráðherra Úkraínu símleiðis í morgun.

Erlent
Fréttamynd

MÍR dregur saman seglin eftir sjö­tíu ára starf

Sögufrægt menningarfélag Íslands og Rússlands sem státaði um tíma af á annað þúsund félögum og helstu jöfrum íslenskra bókmennta ákvað að hætta fyrri rekstri sínum og selja húsnæði sitt í fyrra. Samskipti félagsins við rússneska sendiráðið höfðu farið stirðnandi á undanförnum árum.

Innlent
Fréttamynd

Rússar svara Norð­mönnum í sömu mynt

Rússar hafa tilkynnt norska sendiráðinu í landinu að tíu manns úr starfsliði þeirra verði gert að yfirgefa landið á næstu dögum. Utanríkisráðuneyti Noregs segir ákvörðunina vera hefndaraðgerð eftir að Norðmenn létu fimmtán starfsmenn ráðuneytis Rússa í Noregi yfirgefa landið. 

Erlent
Fréttamynd

Rússar sagðir vilja leiða saman hægri og vinstri

Stjórnvöld í Kreml hafa það sem yfirlýst markmið sitt að grafa undan stuðningi í Þýskalandi við málstað Úkraínu með því að leiða saman vinstri og hægri jaðrana í þarlendum stjórnmálum. Flokkar hvor á sínum jaðrinum hafa haldið sameiginlega viðburði gegn stríðinu í Þýskalandi að undanförnu.

Erlent
Fréttamynd

Hættan ekki ný af nálinni en almenning þyrstir í upplýsingar

Utanríkisráðherra segir Ísland ekki í meiri hættu en ella vegna njósna rússneskra skipa, þó fregnir af slíku séu ógnvænlegar. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum telur lítið hafa breyst annað en að almenningur hafi meiri upplýsingar en áður um mál af þessum toga, sem stjórnvöld þurfi að bregðast við. 

Innlent
Fréttamynd

Ógnvænlegar fréttir en koma ekki á óvart

„Þetta eru augljóslega ógnvænlegar fréttir, en koma ekki sérstaklega á óvart,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra innt eftir viðbrögðum við fréttaflutningi norrænna miðla af hernaðaráætlun Rússa á Norðurlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Segja Rússa undirbúa skemmdarverk í Norðursjó

Samkvæmt rannsókn ríkismiðlanna DR í Danmörku, NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og Yle í Finnlandi áforma Rússar að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og vindorkubúum í Norðursjó ef til átaka kemur við Vesturlönd. 

Erlent
Fréttamynd

Tuttugu og fimm ár fyrir að and­æfa inn­rásinni

Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga.

Erlent