Landbúnaður

Fréttamynd

Jafna mætti rannsókn MAST við „alvarlegt einelti“

Matvælaráðuneytið hefur staðfest stjórnvaldssekt sem Matvælastofnun (MAST) lagði á nautgripabónda vegna brota á lögum um velferð dýra. Bóndinn taldi að rannsókn MAST hefði einkennst af einstrengingslegri háttsemi starfsmanna sem „jafna mætti við alvarlegt einelti“.

Innlent
Fréttamynd

Bestu vinkonurnar eru sextíu geitur

Geitabóndi í nágrenni við Höfn í Hornafirði segir fátt skemmtilegra en að umgangast geiturnar sínar því þær séu svo uppátækjasamar og stríðnar. Bóndinn hvetur fólk til að fá sér geitur því þær séu svo góðir vinir manns.

Lífið
Fréttamynd

Rækta níu tegundir af grænmeti í Þingeyjarsveit

Þeir garðyrkjubændur, sem eru með útiræktað grænmeti keppast nú við að taka grænmetið upp áður en það fer að frysta. Á bænum Vallakoti í Þingeyjarsveit eru ungir bændur að rækta níu tegundir af grænmeti með góðum árangri.

Innlent
Fréttamynd

Hvað gera bændur nú?

Frá árinu 2017 hefur orðið um 20% samdráttur í sauðfjárrækt á Íslandi. Fyrir því liggur ein megin ástæða, óásættanleg afkoma. Það hefur samt orðið bati í afkomunni. Afurðaverð hefur hækkað verulega síðustu ár, einkum síðustu tvö árin.

Skoðun
Fréttamynd

Skil­yrðum fyrir blóð­mera­haldi breytt

Reglu­gerð sem gilt hefur síðan í fyrra um blóð­mera­hald verður felld úr gildi og verður starf­semin felld undir reglu­gerð um vernd dýra sem notuð eru í vísinda­skyni. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Mat­væla­ráðu­neytinu.

Innlent
Fréttamynd

Dúfna- og vínberjabóndi á Hellissandi

Það er ekki nóg með það að Ari Bent Ómarsson sé dúfnabóndi á Hellissandi því hann bruggar líka vínberjavín úr berjunum úr gróðurskálanum sínum, en plantan hans er að gefa honum um þrjátíu kíló af vínberjum.

Lífið
Fréttamynd

Bíómynd um Kristinn Guðnason fjallkóng með meiru

Á sama tíma og göngur og réttir standa nú yfir um allt land verður ný íslensk kvikmynd, „Konungur fjallanna“ frumsýnd annað kvöld i Bíóhúsinu á Selfossi. Myndin fjallar um Kristinn Guðnason, fjallkóng í leitum með gangnamönnum á Landmannaafrétti.

Innlent
Fréttamynd

Gleðin við völd í Hrunaréttum og ánægja með lömbin

Bændur og búalið í Hrunamannahreppi létu ekki rigningu og leiðindaveður í morgun trufla sig í réttarstörfum í Hrunarétt skammt frá Flúðum, þar sem voru um þrjú þúsund og fimm hundruð fjár. “Mikill hátíðisdagurinn í sveitinni” segir sveitarstjórinn.

Innlent
Fréttamynd

Ójafn leikur í samkeppni við innflutning

Um þess­ar mund­ir eru bænd­ur að fara að sækja fé sitt af fjalli og skila inn til slátr­un­ar. Heil­næm­ari fæðu er vart að finna í heim­in­um en ís­lenskt lamba­kjöt. Íslenska sauðféð býr við aðstæður sem eru ein­stak­ar og þekkj­ast ekki víðast hvar. Villi­bráðin sem lif­ir úti í nátt­úr­unni og drekk­ur ís­lenska lind­ar­vatnið. Í land­búnaði hér­lend­is eru sýkla­lyf og eit­ur­efni ekki mæl­an­leg.

Skoðun
Fréttamynd

Berfættur bóndi

Bóndi í Árnessýslu gengur til allra sinna verka berfættur og hefur að eigin sögn öðlast nýtt líf með því þegar stoðkerfið og andleg líðan er annars vegar. Hann hvetur fólk til að vera eins mikið berfætt og hægt er.

Lífið
Fréttamynd

Hvers eiga bændur að gjalda?

Nú hefur Matvælastofnun boðað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni. Sauðfjárbúskapur á í vök að verjast og ef að gjaldskrárhækkun gengur í gegn er víst að horft sé fram á mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnugreinina í heild sinni og eftirlitskostnað í kjölfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Við erum að bregðast bændum!

Verði nýjar gjaldskrárbreytingar Matvælastofnunar (MAST) innleiddar mun það vera byrjunin að endalokum landbúnaðar á Íslandi eins og við þekkjum hann í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Hrútar þuklaðir á Íslandsmeistaramóti í hrútadómum

Það verður mikið um þukl á Sauðfjársetrinu á Ströndum í dag því þar fer fram árlegt Íslandsmót þar sem hrútar eru þuklaðir í bak og fyrir. Þá verða nokkur úrvals líflömb frá bændum á Ströndum og í Reykhólasveit í vinning í happdrætti dagsins.

Innlent
Fréttamynd

Beint frá býli bændur bjóða landsmönnum heim

Bændur á sex stöðum á landinu ætla að bjóða landsmönnum í heimsókn til sín á morgun en þá er “Beint frá býli dagurinn” í tilefni af fimmtán ára afmæli samtakanna. Afmæliskaka, kaffi og djús verður í boði á öllum stöðunum, auk þess sem bændur og búalið munu kynna og selja vörur sínar.

Innlent
Fréttamynd

Kæra bónda fyrir flutning á dráttar­vél

Matvælastofnun hefur kært flutning á dráttarvél frá riðusvæði á Norðurlandi vestra til riðulauss svæðis á Vesturlandi fyrr í sumar til lögreglu. Að sögn stofnunarinnar fór flutningurinn fram án lögbundinna þrifa og sótthreinsunar og án samþykkis héraðsdýralæknis.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægi tolla

Á Íslandi, líkt og í nær öllum öðrum löndum heims, eru lagðir tollar á innfluttar búvörur sambærilegar þeim sem framleiddar eru hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Frosti hleypur með hryssuna Gjöf í taumi út um allt

Samband hundsins Frosta og hryssunnar Gjafar í Grindavík er einstakt því Frosti sér um að halda Gjöf í formi með því að láta hana hlaupa á eftir sér með tauminn hennar í munninum. Þá er eigandi Gjafar búin að kenna henni að brosa.

Innlent
Fréttamynd

Kaupfélag Vestur-Húnvetninga stefnir á stórfellda skógarplöntuframleiðslu

Kaupfélag Vestur–Húnvetninga skoðar nú þann möguleika að fara út í stórfellda skógarplöntuframleiðslu með því að reisa hátækni gróðrarstöð, sem getur framleitt allt að 15 milljónir plantna árlega. Sveitarstjóri Húnaþings vestra er mjög spenntur fyrir verkefninu og vonar að það verði að veruleika.

Innlent