Hvers eiga bændur að gjalda? Alexandra Rós Jóhannesdóttir skrifar 23. ágúst 2023 16:01 Nú hefur Matvælastofnun boðað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni. Sauðfjárbúskapur á í vök að verjast og ef að gjaldskrárhækkun gengur í gegn er víst að horft sé fram á mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnugreinina í heild sinni og eftirlitskostnað í kjölfarið. Má þá spyrja sig hvort að markmiðið með þessu sé að útrýma litlum og miðlungsstórum fjárbúum í landinu. Stuðningur við smáframleiðendur virðist vera af skornum skammti ef marka má nýja gjaldskrá og má ætla að með þessu sé vilji fyrir því að slátrun fari einungis fram í stórum sláturhúsum þar sem að fáir einstaklingar græða meira. Hér má ég til með að nefna kolefnissporið sem fylgir því að senda allt á stóru sláturhúsin í staðin fyrir þau sem eru í héraði eða slátra heima fyrir. Þetta verður til þess engin sala verður hjá þeim sem selja kjötafurðir milliliðalaust og fjölbreytni í landinu fer minnkandi. Það er vaxandi eftirspurn eftir lífrænt vottuðum vörum og er því tækifæri til nýsköpunar fyrir íslenskar sauðfjárafurðir. Einnig er mikil aukning vinsælda er á vörum sem eru beint frá býli um þessar mundir þar sem íslenskir bændur leggja mikið upp úr góðu ræktunarstarfi. Í 2. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998 er skýrt tekið fram að markmið laganna sé að stutt sé við almenn starfsskilyrði við framleiðslu og vinnslu búvara ásamt stuðningi ríkisins stuðli að áframhaldandi hagræðingu, bættri samkeppnishæfni og fjölbreyttu framboði gæðaafurða á sanngjörnu verði. Tel ég að með breyttri gjaldskrá að forsendur séu að breytast og ekki sé verið að hugsa um hag bænda. Ef að við almúginn gætum ekki að velferð smáframleiðanda og látum okkur íslenska matvælaframleiðslu varða hver gerir það þá? Höfundur skipar 2. sæti á L-listanum og er sveitarstjórnarfulltrúi í Hrunamannahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Stjórnsýsla Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Nú hefur Matvælastofnun boðað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni. Sauðfjárbúskapur á í vök að verjast og ef að gjaldskrárhækkun gengur í gegn er víst að horft sé fram á mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnugreinina í heild sinni og eftirlitskostnað í kjölfarið. Má þá spyrja sig hvort að markmiðið með þessu sé að útrýma litlum og miðlungsstórum fjárbúum í landinu. Stuðningur við smáframleiðendur virðist vera af skornum skammti ef marka má nýja gjaldskrá og má ætla að með þessu sé vilji fyrir því að slátrun fari einungis fram í stórum sláturhúsum þar sem að fáir einstaklingar græða meira. Hér má ég til með að nefna kolefnissporið sem fylgir því að senda allt á stóru sláturhúsin í staðin fyrir þau sem eru í héraði eða slátra heima fyrir. Þetta verður til þess engin sala verður hjá þeim sem selja kjötafurðir milliliðalaust og fjölbreytni í landinu fer minnkandi. Það er vaxandi eftirspurn eftir lífrænt vottuðum vörum og er því tækifæri til nýsköpunar fyrir íslenskar sauðfjárafurðir. Einnig er mikil aukning vinsælda er á vörum sem eru beint frá býli um þessar mundir þar sem íslenskir bændur leggja mikið upp úr góðu ræktunarstarfi. Í 2. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998 er skýrt tekið fram að markmið laganna sé að stutt sé við almenn starfsskilyrði við framleiðslu og vinnslu búvara ásamt stuðningi ríkisins stuðli að áframhaldandi hagræðingu, bættri samkeppnishæfni og fjölbreyttu framboði gæðaafurða á sanngjörnu verði. Tel ég að með breyttri gjaldskrá að forsendur séu að breytast og ekki sé verið að hugsa um hag bænda. Ef að við almúginn gætum ekki að velferð smáframleiðanda og látum okkur íslenska matvælaframleiðslu varða hver gerir það þá? Höfundur skipar 2. sæti á L-listanum og er sveitarstjórnarfulltrúi í Hrunamannahreppi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun