Hinsegin

Fréttamynd

Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna

Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma.

Innlent
Fréttamynd

Starfaði ekki með börnum innan Sam­takanna ’78

Stjórn Samtakanna ’78 áréttar að einstaklingur sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna kynferðislegrar misnotkunar á börnum hefur aldrei unnið sjálfboðaliðastörf með börnum eða ungmennum innan samtakanna. Þá er viðkomandi ekki lengur á sjálfboðaliðskrá þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Er ég, virkilega, allt sem þú hatar? Kynvitund, kynhneigð og klám

Til hvers að skrifa? Til hvers að opna glugga inn í mína tilvist, fortíð og nútið? Til hvers að berjast við vindmyllur hatursins sem mörg ykkar segja að séu ekki alvöru, bara ímyndun á sama tíma og þið viðurkennið ekki tilvist mína?! Vegna þess að þið viðurkennið ekki tilvist mína. Vegna þess að þið viljið skerða mannréttindi mín enn frekar en nú er, þrátt fyrir að ég búi ekki við sömu lagaleg og samfélagsleg réttindi og þið. Vegna þess að það er ennþá, við og þið, í stað okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Um orð

Hvert einasta orð í hverju einasta tungumáli heimsins er búið til af mannfólki í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar. Orðið orð var búið til, sömuleiðis orðið heimili, orðið foreldri og ævintýri, orðin uppþvottavél, fordrykkur og fartölva, líka stjörnuþoka, sorg og ljósleiðari, orðin vinátta og verkstæði, hugbúnaður og hamingja. Amma og afi.

Skoðun
Fréttamynd

Gagnrýna Rúv fyrir að ala á sundrungu

Fjöldi fólks í Samtökunum '78 hafa gagnrýnt fréttaflutning Rúv um nýyrðasamkeppni samtakanna. Rúv hafi einblínt á neikvæð ummæli fólks úti í bæ frekar en að ræða við sérfræðinga. Þannig hafi þau alið á frekari misskilningi um málið. Viðmælandi Rúv segir að meginatriðin í viðtali við hana hafi ekki endurspeglast í endanlegri frétt.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur Íslands segir kynmisræmi sjúkdóm

Kynmisræmi er sjúkdómur samkvæmt dómi Hæstaréttar Íslands frá 28. júní 2023, sem sneri við dómi Landsréttar frá 4. nóvember 2022. Þar komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að kynmisræmi sé ekki sjúkdómur, meðal annars á grundvelli laga um kynrænt sjálfræði, og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda.

Skoðun
Fréttamynd

Dæmdu vefsíðuhönnuði sem vildi ekki vinna fyrir hinsegin hjón í hag

Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að kristinn grafískur hönnuður sem vill hanna brúðkaupsvefsíður mætti neita því að vinna fyrir hinsegin hjón. Dómurinn er talinn mikið bakslag fyrir hinsegin réttindi og hann gefi fyrirtækjum leyfi til að mismuna fólki á grundvelli trúarbragða.

Erlent
Fréttamynd

Dagur les Peterson pistilinn

Kanadíski sálfræðingurinn og Íslandsvinurinn Jordan Petersson varar forsætisráðherra sinn Justin Trudeau um að „ganga of langt“ með „hinsegin tímabili“ hans. Tilefni þess var mynd sem Trudeau birti af sér á Twitter við regnbogastíginn á Skólavörðustíg í Reykjavík. Nú hefur Dagur B. Eggertsson blandað sér í umræðuna og les Peterson pistilinn á miðlinum. 

Innlent
Fréttamynd

„Fólk verður bara að taka mynd af sér“

„Vinsamlegast kyssist,“ stendur á nýju skilti í Ólafsvík sem sveitarstjóri vonast til að verði aðdráttarafl í bænum. Regnbogastígur á Kirkjutúni var málaður í gær við hliðina á Ólafsvíkurkirkju og undir Bæjarfossi.

Lífið
Fréttamynd

Hin­segin fræðsla í grunn­skólum

Fræðsla Samtakanna ‘78 er mannréttindamiðuð hinsegin fræðsla. Hinsegin fræðsla fjallar um hinsegin fólk, okkar málefni og hvert hægt er að leita eftir aðstoð og stuðningi. Við kennum fólki á öllum aldri um fjölbreytileikann í kyntjáningu, kynhneigð, kynvitund og kyneinkennum fólks.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“

Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir.

Innlent
Fréttamynd

Haturs­full um­mæli um regn­boga­stíginn vekja at­hygli

Íslenskum Twitter notendum hefur eflaust brugðið í brún þegar danskur læknir með nær fimmhundruð þúsund fylgjendur lét þau ummæli falla á forritinu á dögunum að regnbogaskreytingar sem prýða götur Íslands séu „gjörsamlega ógeðslegar“.

Innlent
Fréttamynd

Ofur­við­kvæm Ó­höpp náttúrunnar eða Englar al­heimsins?!

Í bók Einars Már Guðmundssonar, Englar alheimsins, kemur fram þessi gullna setning: „Kleppur er víða“ og er þá átt við, að það fólk sem ber gæfu til að leita sér hjálpar er ekki eina fólkið sem þjáist af einhvers konar geðveiki, öll erum við á einn hátt eða annan í raun geðveik, í baráttu við lífs tráma sem oft á tíðum er ekki og hefur ekki verið meðhöndlað, búandi í þjóðfélagi sem endurspeglar allt þetta tráma og er því fársjúkt sjálft.

Skoðun
Fréttamynd

„Við erum öll öðruvísi en allir hinir“

Kristján Hreinsson, skáld, segir taka þurfi umræðuna um minnihlutahópa á „æðra stig“. Við séum öll öðruvísi og „enginn geti í krafti einhverrar hneigðar eða einhverjar upplifunar, ákveðið að hann sé sérstakri en einhver annar“.

Innlent
Fréttamynd

Hættu­leg orð­ræða

Orð hafa áhrif. Við vitum þetta öll, en engu að síður er umræðan um það hvað er í lagi að segja - og hvað ekki - mjög skautuð og erfið. Undanfarið hefur verið fjallað um það hvort réttlætanlegt sé að búa til sérstaka aðgerðaráætlun til þess að taka á hatursorðræðu og fræða um hana víða innan stjórnkerfisins og meðal almennings.

Skoðun
Fréttamynd

Fjögur fyrir­tæki í hin­segin vottunar­ferli og vonir bundnar við fleiri

Samtökin 78 vinna nú þegar með fjórum fyrirtækjum að vottun þeirra sem hinsegin vinnustaðir. Framkvæmdastjóri samtakanna segir óskandi að vottunin, sem felur í sér rýni í allar stefnur, ráðningaferli og útgefið efni með hinsegin gleraugum, verði umtalsverð tekjulind þegar fram í sækir en fyrir stærri fyrirtæki nemur kostnaðurinn milljónum króna.

Innherji