Ofurviðkvæm Óhöpp náttúrunnar eða Englar alheimsins?! Arna Magnea Danks skrifar 12. júní 2023 21:30 Í bók Einars Már Guðmundssonar, Englar alheimsins, kemur fram þessi gullna setning: „Kleppur er víða“ og er þá átt við, að það fólk sem ber gæfu til að leita sér hjálpar er ekki eina fólkið sem þjáist af einhvers konar geðveiki, öll erum við á einn hátt eða annan í raun geðveik, í baráttu við lífs tráma sem oft á tíðum er ekki og hefur ekki verið meðhöndlað, búandi í þjóðfélagi sem endurspeglar allt þetta tráma og er því fársjúkt sjálft. Þegar fólk er svo farið að fjalla sérstaklega um ákveðinn minnihlutahóp sem einstaklinga sem þjást af ranghugmyndum og séu geðveik þá er þetta orð, geðveiki, orðið gildishlaðið annarri og mun dekkri merkingu og mætti auðveldlega fullyrða að í þessari notkun orðsins sé verið að réttlæta hatur þess sem notar það. Þannig mætti rökræða og hafa skoðun á orðinu sem slíku og týna sér í allskonar eltingaleik um raunverulega meiningu orða, en í grunninn vitum við flest að þegar fólk er farið á kaldhæðnislegum nótum að líkja tilveru fólks við hluti, að afmennska viðkomandi hóp, þá liggur hin raunverulega geðveiki í öfgum þeirra sem beita slíkri orðræðu. Svo þegar fólk sem tilheyrir viðkomandi minnihlutahóp reynir að leiðrétta rangfærslurnar eða koma með athugasemdir, er farið strax í allskonar hártoganir og gaslýsingar þegar kemur að notkun ýmissa orða og ekki viðurkennt að það sé verið að gera lítið úr einum eða neinum af því það er ekki sagt berum orðum að umræðan sé um viðkomandi hóp, þrátt fyrir að öllum sé fullkomlega ljóst um hvaða hóp er verið að ræða. Hér er þá annað hvort vísvitandi verið að reyna að draga í land með eigin fordóma, fáfræði og hatur, eða hér er um að ræða ranghugmyndir viðkomandi einstaklinga um hvað orðin í raun þýða. Forréttindablindan nær þó hámarki þegar svo þetta sama fólk fer að reyna að réttlæta eigin fáfræði og segir að við séum í raun öll stórkostlega öðruvísi og sérstök, að „allt líf skiptir máli“ (All Lives Matter var andsvar hvítra öfga hægri einstaklinga, blinda á eigin forrétti við Black Lives Matter hreyfingunni), og því sé það ekkert annað en yfirgangur í minnihlutahópum að segjast vera öðruvísi, vilja vekja áhuga á eigin sérstöðu og viðkvæmri þjóðfélagsstöðu, og séu því bara, eins og hefur komið fram hjá „virkum í athugasemdum“: Ofurviðkvæm Óhöpp Náttúrunnar. Þá er ekki hægt annað en spyrja: Er svona orðræða merki um einstaklinga með gott tak á vísindalegum staðreyndum og þar með raunveruleikanum? Þegar náttúran sjálf er skoðuð án fordóma, kemur í ljós að hún er stórkostlega fjölbreytt og síbreytileg, þar eru engin óhöpp, heldur allskyns tilraunastarfsemi í gangi í þeim eina tilgangi að viðhalda lífi, allskonar lífi, þar sem einmitt fjölbreytileikinn er lykillinn að framþróun og viðhaldi tegunda. Það að eitthvað sé sjaldgæfara en annað er ekki merki um að þau afbrigði séu mistök, heldur hluti af miklu stærra þróunarkerfi sem spannar ekki stutta stund einnar tegundar, heldur milljónir ára í þróunarsögu lífs á jörðinni. Móðir náttúra er raunveruleg gyðja okkar allra og hún gerir engin mistök, við erum öll afsprengi hennar sköpunargáfu og ekkert okkar hér í dag vitum fyrir víst hvert sú sköpunargáfa mun leiða okkur sem tegund. Það sem við vitum í dag var vísindaskáldskapur gærdagsins og einfölduð útgáfa af vitneskju morgundagsins. Eitt af því ótalmörgu sem við vitum í dag, sem ekki var vitað áður og hefur verið vísindalega sannað, er að við sem tegund erum mun flóknari en XX og XY: https://www.scientificamerican.com/article/sex-redefined-the-idea-of-2-sexes-is-overly-simplistic1/ - Sjá einnig: https://blogs.scientificamerican.com/voices/stop-using-phony-science-to-justify-transphobia/? og að í náttúrunni finnast bæði tegundir sem skipta um kyn, sem og fjölmargar tegundir þar sem gagnkynhneigð er síður en svo eitthvert lögmál. Hafa ber í huga að kynvitund fólk hefur ekkert að gera með kynhneigð þess, ekkert frekar en kynhneigð fólks ráði af hvaða kyni það er. Fáránlegt og augljóst þegar þessu er snúið svona við, ekki satt? https://english.elpais.com/science-tech/2022-11-14/animals-that-change-sex-how-and-why-do-they-do-it.html og https://www.nationalgeographic.com/science/article/homosexual-animals-debate Hvað varðar að við séum „öll hinsegin“, þá er það einfaldlega ekki rétt í lagalegum og þjóðfélagslegum skilningi. Það að vera hvítur, ófatlaður, gagnkynhneigður karlmaður þýðir að þú getur heimsótt hvaða ríki heims sem er. Þú ert óhultur hvar sem er í heiminum svo framarlega sem þú ert ekki sérstaklega að leita að vandræðum. En það sama gildir ekki um annað fólk, hvort sem við erum að tala um konur, hinsegin fólk, fatlað fólk, fólk af dekkri húðlit eða trans fólk. Það að eiga á hættu að vera fangelsuð eða drepin fyrir það eitt að vera til er eitthvað sem hvítir, ófatlaðir, gagnkynhneigðir karlmenn þurfa aldrei að upplifa og það er bara eitt af fjölmörgu þegar er verið að ræða forréttindi annarsvegar og baráttu minnihlutahópa hinsvegar. Þessi valdastrúktur, þetta kynjakerfi sem við þekkjum í daglegu tali sem feðraveldið (hefur ekkert að gera með föðurhlutverkið) er heldur ekkert lögmál, heldur í raun sú ófreskja sem varð til þegar þörf ráðandi afla eftir hermönnum í stríð fór að þvinga fólk í mótuð kynhlutverk sem hentaði vel stríðsrekstri, og er í mannfræðilegu tilliti frekar ungt fyrirbæri, ekki nema sirka 5000 ára, þegar horft er til þess að homo sapiens sapiens hefur verið til í 200.000 ár. Og alveg eins og öll önnur kerfi, þá er ekkert því til fyrirstöðu að við leggjum þetta kerfi af og það er það sem erindrekar þess kerfis óttast mest og því þarf það í sífellu að finna nýjar leiðir til að viðhalda sér. Eitt af því er að finna stöðugt nýjan "óvin" og fá okkur öll til að dansa saman í geðveiki haturs og ótta. https://www.bbc.com/future/article/20230525-how-did-patriarchy-actually-begin Annað sem feðraveldið gerir er að láta alla aðför að kerfinu virka sem aðför að einhvers konar frelsi, þegar í raun eru það erindrekar þess, eins og dæmi sanna frá BNA, sem banna bækur, banna fræðslu, banna nauðsynlega heilbrigðisþjónustu fyrir minnihlutahópa, banna yfirráð kvenna yfir eigin líkama og svo framvegis. Frekjan er svo talin yfirgengileg í minnihlutahópum fyrir að vilja búa við jafnrétti, hvernig dirfast þau að vilja búa í heimi þar sem þau þurfa ekki að réttlæta eigin tilvist fyrir fáfróðum, fordómafullum einstaklingum. Þvílík frekja að ætlast til þess að vera EKKI kölluð ógeðsleg viðrini sem ætti að útrýma, eins og einn „virkur í athugasemdum“ orðaði það. Að vera smættuð niður í hugmyndafræði og skoðun sem er talin óæskileg og ætti að stöðva með öllum ráðum, en viðurkenna samt ekki að verið sé að ræða um fólk, bara hugmyndafræði... Þvílíkur hroki að biðja um að vera ekki afmennskuð og líkt við brauðrist og þyrlu. Að vera í sífellu sagt að þau séu ekki til og mega ekki vera til, en jafnframt þurfa að hlusta á þessar sömu raddir frábiðja sér nokkurt hatur og jafnvel spila sig sem einhverskonar fórnarlömb ef þeim er bent á hatursorðræðuna. Nei, þá heitir það aðför að tjáningarfrelsinu, því það er jú fyrir frelsinu sem þetta fólk berst ekki satt? Frelsi til að níða annað fólk á kostnað frelsi allra sem falla ekki að þeirra heimsmynd um hvernig við öll eigum að vera og haga okkur. En það fólk sem lætur hvað hæst í fordæmingu og hatri gegn minnihlutahópum er sjaldan það fólk sem stendur að baki slíkri herferð, heldur er það að endurtaka frasa nær hugsunarlaust, heittrúað í sannfæringu sinni að þau séu í raun og veru að berjast fyrir verðugum málstað. Sagan er full af slíku villuráfandi, leitandi einstaklingum sem í örvinglan beittu annað fólk ofbeldi í stað þess að horfa inn á við og reyna að heila þau mein sem þar voru að finna. Þessu fólki er í raun vorkunn og ef ekki væri fyrir þá raunverulegu ógn sem af þeim steðjar, væri auðveldlega hægt að fyrirgefa þeim þessa fáfræði. Nýlegar rannsóknir sýna að það sem eitt sinn var nefnt fasismi eða nasismi og er oftast nefnt popúlismi á vorum tímum, þrífst á að ýta undir þá skoðun að lausn hvers konar vanda sem fólk á við að etja í daglegu lífi, sé einhverjum öðrum að kenna. Og með því að finna þennan sökudólg og einbeita kröftunum í að uppræta þessa tilbúnu ógn, þá verður allt betra. Blóraböggullinn þarf svo að vera nægilega lítill hluti samfélagsins þannig að stór hluti samfélagsins þekki ekki nægilega vel til hópsins sem um ræðir og því sé auðvelt og einfalt að afmennska þennan hóp. Þegar afmennskuninni er náð er síðan enn auðveldara að fara á næsta stig, sem er útrýming. Við höfum séð þetta aftur og aftur í gegnum söguna og því miður erum við að sjá þetta enn á ný og þó hópurinn sem er fyrstur að verða fyrir þessu breytist í gegnum söguna, þá er það á endanum við öll sem tilheyrum einhvers konar minnihlutahóp, sem erum í hættu. Því er ekkert sorglega en að sjá fólk sem tilheyrir einum slíkum hópi ráðast að öðrum hóp, í einhverskonar falskri von að þau verði óhult með því að binda trúss sitt við þess konar pólitík. Rannsóknin sem ég vitna í er hægt að lesa í heild sinni hér: https://centreforfeministforeignpolicy.org/2023/01/17/disrupting-the-multilateral-order/ Þessi hópur fólks sem liggur svo vel við höggi og er skyndilega, þrátt fyrir að vera agnarsmár hluti mannkyns, orðinn að höfuðóvin þessara pólísku afla sem eiga allt sitt undir að viðhalda kerfinu, verður ekki eini hópurinn sem á verður ráðist, heldur má segja að allir aðrir minnihlutahópar munu fylgja í kjölfarið ef þessum pólitísku öflum verður virkilega ágengt í herferð sinni gegn hópnum. Því er mikilvægt, þó ekki sé nema fyrir eigin hagsmuni, að allir minnihlutahópar standi saman gegn þessu á hlaupi og aðför að frelsi okkar allra. Hvað veldur því að þessi hópur verður fyrir valinu nú, má að hluta rekja til aukins sýnileika hópsins og þeirri staðreynd að tilvist þessa hóps brýtur gegn hugmyndafræði kerfisins sjálfs um yfirráð og völd eins kyns gagnvart öðrum kynjum. Og já, ég sagði öðrum kynjum og þar með er ég fullkomlega og meðvitað búin að vekja tröllin sem æf munu nú reyna að ráðast á hvert orð í veikri von um að gera sannleikann tortryggilegan og smætta höfundinn á hvaða hátt sem þau mögulega geta. En þar sem ég hef ekki nefnt þennan hóp á nafn, þá geta þau væntanlega ekki sagt að ég sé yfir höfuð að ræða þennan hóp, eða hvað? Hvað sem svo öðru líður og hverju við öll kjósum að trúa, þá er tilvist þessa hóps hvorki hugmyndafræði, skoðun eða trúarbrögð og eina umræðan sem ætti að eiga sér stað er hvernig við öll, getum skilið við þennan heim betri en við fengum hann í hendurnar. Sannarlega er svarið við því EKKI að halda áfram að ráðast að réttindum minnihlutahópa eins og níðingur á leikskólavelli lífsins til þess eins að upphefja eigin viðkvæmu sjálfsmynd. Við erum með þennan heim að láni frá börnum framtíðarinnar og við þurfum að gera betur og vera betri en við erum núna, fyrir framtíð allra barna hvernig svo sem þau svo kjósa að skilgreina sig. Fordómar, fáfræði og hatur hefur aldrei verið góð uppskrift að gagnlegum samskiptum og heilbrigðu samfélagi. Kleppur er víða og við erum öll Englar alheimsins, sum eru bara með gullvængi á meðan önnur eru vængstífð og þó stormurinn lendir á okkur öllum, þá er mikill munur á því skjóli, eða skort þar á, sem við búum við. Það þýðir því lítið að vitna í Orwell og hafa ekki hugmynd um hvað er verið að ræða, því öll dýrin í skóginum eru hvorki vinir, né jöfn. Baráttan er raunveruleg, nauðsynleg og langt frá því lokið, en með aukinni fræðslu lifir von um betri tíma fyrir öll kyn. https://med.stanford.edu/news/all-news/2022/01/mental-health-hormone-treatment-transgender-people.html? Menningarstríðið Kaldur vindur, Kleppur er víða Klettur brotinn, ei stund milli stríða. Af hatri í heljargreipum, vot af tárum Heimur sundraður í svöðusárum. Vonir barna, lífsins blóm í baráttu við tímans dóm. Lækna alheims ógnar mein lygar deyja og harma kvein. Nýjir tímar, gleymd reiði tár týnd verða þá öll okkar ár Fjölbreytileikanum fagnað glatt því fundið er allt rétt, og satt. Höfundur er leikkona, áhættuleikstjóri, kennari, meistaranemi í kynjafræði og trans kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Í bók Einars Már Guðmundssonar, Englar alheimsins, kemur fram þessi gullna setning: „Kleppur er víða“ og er þá átt við, að það fólk sem ber gæfu til að leita sér hjálpar er ekki eina fólkið sem þjáist af einhvers konar geðveiki, öll erum við á einn hátt eða annan í raun geðveik, í baráttu við lífs tráma sem oft á tíðum er ekki og hefur ekki verið meðhöndlað, búandi í þjóðfélagi sem endurspeglar allt þetta tráma og er því fársjúkt sjálft. Þegar fólk er svo farið að fjalla sérstaklega um ákveðinn minnihlutahóp sem einstaklinga sem þjást af ranghugmyndum og séu geðveik þá er þetta orð, geðveiki, orðið gildishlaðið annarri og mun dekkri merkingu og mætti auðveldlega fullyrða að í þessari notkun orðsins sé verið að réttlæta hatur þess sem notar það. Þannig mætti rökræða og hafa skoðun á orðinu sem slíku og týna sér í allskonar eltingaleik um raunverulega meiningu orða, en í grunninn vitum við flest að þegar fólk er farið á kaldhæðnislegum nótum að líkja tilveru fólks við hluti, að afmennska viðkomandi hóp, þá liggur hin raunverulega geðveiki í öfgum þeirra sem beita slíkri orðræðu. Svo þegar fólk sem tilheyrir viðkomandi minnihlutahóp reynir að leiðrétta rangfærslurnar eða koma með athugasemdir, er farið strax í allskonar hártoganir og gaslýsingar þegar kemur að notkun ýmissa orða og ekki viðurkennt að það sé verið að gera lítið úr einum eða neinum af því það er ekki sagt berum orðum að umræðan sé um viðkomandi hóp, þrátt fyrir að öllum sé fullkomlega ljóst um hvaða hóp er verið að ræða. Hér er þá annað hvort vísvitandi verið að reyna að draga í land með eigin fordóma, fáfræði og hatur, eða hér er um að ræða ranghugmyndir viðkomandi einstaklinga um hvað orðin í raun þýða. Forréttindablindan nær þó hámarki þegar svo þetta sama fólk fer að reyna að réttlæta eigin fáfræði og segir að við séum í raun öll stórkostlega öðruvísi og sérstök, að „allt líf skiptir máli“ (All Lives Matter var andsvar hvítra öfga hægri einstaklinga, blinda á eigin forrétti við Black Lives Matter hreyfingunni), og því sé það ekkert annað en yfirgangur í minnihlutahópum að segjast vera öðruvísi, vilja vekja áhuga á eigin sérstöðu og viðkvæmri þjóðfélagsstöðu, og séu því bara, eins og hefur komið fram hjá „virkum í athugasemdum“: Ofurviðkvæm Óhöpp Náttúrunnar. Þá er ekki hægt annað en spyrja: Er svona orðræða merki um einstaklinga með gott tak á vísindalegum staðreyndum og þar með raunveruleikanum? Þegar náttúran sjálf er skoðuð án fordóma, kemur í ljós að hún er stórkostlega fjölbreytt og síbreytileg, þar eru engin óhöpp, heldur allskyns tilraunastarfsemi í gangi í þeim eina tilgangi að viðhalda lífi, allskonar lífi, þar sem einmitt fjölbreytileikinn er lykillinn að framþróun og viðhaldi tegunda. Það að eitthvað sé sjaldgæfara en annað er ekki merki um að þau afbrigði séu mistök, heldur hluti af miklu stærra þróunarkerfi sem spannar ekki stutta stund einnar tegundar, heldur milljónir ára í þróunarsögu lífs á jörðinni. Móðir náttúra er raunveruleg gyðja okkar allra og hún gerir engin mistök, við erum öll afsprengi hennar sköpunargáfu og ekkert okkar hér í dag vitum fyrir víst hvert sú sköpunargáfa mun leiða okkur sem tegund. Það sem við vitum í dag var vísindaskáldskapur gærdagsins og einfölduð útgáfa af vitneskju morgundagsins. Eitt af því ótalmörgu sem við vitum í dag, sem ekki var vitað áður og hefur verið vísindalega sannað, er að við sem tegund erum mun flóknari en XX og XY: https://www.scientificamerican.com/article/sex-redefined-the-idea-of-2-sexes-is-overly-simplistic1/ - Sjá einnig: https://blogs.scientificamerican.com/voices/stop-using-phony-science-to-justify-transphobia/? og að í náttúrunni finnast bæði tegundir sem skipta um kyn, sem og fjölmargar tegundir þar sem gagnkynhneigð er síður en svo eitthvert lögmál. Hafa ber í huga að kynvitund fólk hefur ekkert að gera með kynhneigð þess, ekkert frekar en kynhneigð fólks ráði af hvaða kyni það er. Fáránlegt og augljóst þegar þessu er snúið svona við, ekki satt? https://english.elpais.com/science-tech/2022-11-14/animals-that-change-sex-how-and-why-do-they-do-it.html og https://www.nationalgeographic.com/science/article/homosexual-animals-debate Hvað varðar að við séum „öll hinsegin“, þá er það einfaldlega ekki rétt í lagalegum og þjóðfélagslegum skilningi. Það að vera hvítur, ófatlaður, gagnkynhneigður karlmaður þýðir að þú getur heimsótt hvaða ríki heims sem er. Þú ert óhultur hvar sem er í heiminum svo framarlega sem þú ert ekki sérstaklega að leita að vandræðum. En það sama gildir ekki um annað fólk, hvort sem við erum að tala um konur, hinsegin fólk, fatlað fólk, fólk af dekkri húðlit eða trans fólk. Það að eiga á hættu að vera fangelsuð eða drepin fyrir það eitt að vera til er eitthvað sem hvítir, ófatlaðir, gagnkynhneigðir karlmenn þurfa aldrei að upplifa og það er bara eitt af fjölmörgu þegar er verið að ræða forréttindi annarsvegar og baráttu minnihlutahópa hinsvegar. Þessi valdastrúktur, þetta kynjakerfi sem við þekkjum í daglegu tali sem feðraveldið (hefur ekkert að gera með föðurhlutverkið) er heldur ekkert lögmál, heldur í raun sú ófreskja sem varð til þegar þörf ráðandi afla eftir hermönnum í stríð fór að þvinga fólk í mótuð kynhlutverk sem hentaði vel stríðsrekstri, og er í mannfræðilegu tilliti frekar ungt fyrirbæri, ekki nema sirka 5000 ára, þegar horft er til þess að homo sapiens sapiens hefur verið til í 200.000 ár. Og alveg eins og öll önnur kerfi, þá er ekkert því til fyrirstöðu að við leggjum þetta kerfi af og það er það sem erindrekar þess kerfis óttast mest og því þarf það í sífellu að finna nýjar leiðir til að viðhalda sér. Eitt af því er að finna stöðugt nýjan "óvin" og fá okkur öll til að dansa saman í geðveiki haturs og ótta. https://www.bbc.com/future/article/20230525-how-did-patriarchy-actually-begin Annað sem feðraveldið gerir er að láta alla aðför að kerfinu virka sem aðför að einhvers konar frelsi, þegar í raun eru það erindrekar þess, eins og dæmi sanna frá BNA, sem banna bækur, banna fræðslu, banna nauðsynlega heilbrigðisþjónustu fyrir minnihlutahópa, banna yfirráð kvenna yfir eigin líkama og svo framvegis. Frekjan er svo talin yfirgengileg í minnihlutahópum fyrir að vilja búa við jafnrétti, hvernig dirfast þau að vilja búa í heimi þar sem þau þurfa ekki að réttlæta eigin tilvist fyrir fáfróðum, fordómafullum einstaklingum. Þvílík frekja að ætlast til þess að vera EKKI kölluð ógeðsleg viðrini sem ætti að útrýma, eins og einn „virkur í athugasemdum“ orðaði það. Að vera smættuð niður í hugmyndafræði og skoðun sem er talin óæskileg og ætti að stöðva með öllum ráðum, en viðurkenna samt ekki að verið sé að ræða um fólk, bara hugmyndafræði... Þvílíkur hroki að biðja um að vera ekki afmennskuð og líkt við brauðrist og þyrlu. Að vera í sífellu sagt að þau séu ekki til og mega ekki vera til, en jafnframt þurfa að hlusta á þessar sömu raddir frábiðja sér nokkurt hatur og jafnvel spila sig sem einhverskonar fórnarlömb ef þeim er bent á hatursorðræðuna. Nei, þá heitir það aðför að tjáningarfrelsinu, því það er jú fyrir frelsinu sem þetta fólk berst ekki satt? Frelsi til að níða annað fólk á kostnað frelsi allra sem falla ekki að þeirra heimsmynd um hvernig við öll eigum að vera og haga okkur. En það fólk sem lætur hvað hæst í fordæmingu og hatri gegn minnihlutahópum er sjaldan það fólk sem stendur að baki slíkri herferð, heldur er það að endurtaka frasa nær hugsunarlaust, heittrúað í sannfæringu sinni að þau séu í raun og veru að berjast fyrir verðugum málstað. Sagan er full af slíku villuráfandi, leitandi einstaklingum sem í örvinglan beittu annað fólk ofbeldi í stað þess að horfa inn á við og reyna að heila þau mein sem þar voru að finna. Þessu fólki er í raun vorkunn og ef ekki væri fyrir þá raunverulegu ógn sem af þeim steðjar, væri auðveldlega hægt að fyrirgefa þeim þessa fáfræði. Nýlegar rannsóknir sýna að það sem eitt sinn var nefnt fasismi eða nasismi og er oftast nefnt popúlismi á vorum tímum, þrífst á að ýta undir þá skoðun að lausn hvers konar vanda sem fólk á við að etja í daglegu lífi, sé einhverjum öðrum að kenna. Og með því að finna þennan sökudólg og einbeita kröftunum í að uppræta þessa tilbúnu ógn, þá verður allt betra. Blóraböggullinn þarf svo að vera nægilega lítill hluti samfélagsins þannig að stór hluti samfélagsins þekki ekki nægilega vel til hópsins sem um ræðir og því sé auðvelt og einfalt að afmennska þennan hóp. Þegar afmennskuninni er náð er síðan enn auðveldara að fara á næsta stig, sem er útrýming. Við höfum séð þetta aftur og aftur í gegnum söguna og því miður erum við að sjá þetta enn á ný og þó hópurinn sem er fyrstur að verða fyrir þessu breytist í gegnum söguna, þá er það á endanum við öll sem tilheyrum einhvers konar minnihlutahóp, sem erum í hættu. Því er ekkert sorglega en að sjá fólk sem tilheyrir einum slíkum hópi ráðast að öðrum hóp, í einhverskonar falskri von að þau verði óhult með því að binda trúss sitt við þess konar pólitík. Rannsóknin sem ég vitna í er hægt að lesa í heild sinni hér: https://centreforfeministforeignpolicy.org/2023/01/17/disrupting-the-multilateral-order/ Þessi hópur fólks sem liggur svo vel við höggi og er skyndilega, þrátt fyrir að vera agnarsmár hluti mannkyns, orðinn að höfuðóvin þessara pólísku afla sem eiga allt sitt undir að viðhalda kerfinu, verður ekki eini hópurinn sem á verður ráðist, heldur má segja að allir aðrir minnihlutahópar munu fylgja í kjölfarið ef þessum pólitísku öflum verður virkilega ágengt í herferð sinni gegn hópnum. Því er mikilvægt, þó ekki sé nema fyrir eigin hagsmuni, að allir minnihlutahópar standi saman gegn þessu á hlaupi og aðför að frelsi okkar allra. Hvað veldur því að þessi hópur verður fyrir valinu nú, má að hluta rekja til aukins sýnileika hópsins og þeirri staðreynd að tilvist þessa hóps brýtur gegn hugmyndafræði kerfisins sjálfs um yfirráð og völd eins kyns gagnvart öðrum kynjum. Og já, ég sagði öðrum kynjum og þar með er ég fullkomlega og meðvitað búin að vekja tröllin sem æf munu nú reyna að ráðast á hvert orð í veikri von um að gera sannleikann tortryggilegan og smætta höfundinn á hvaða hátt sem þau mögulega geta. En þar sem ég hef ekki nefnt þennan hóp á nafn, þá geta þau væntanlega ekki sagt að ég sé yfir höfuð að ræða þennan hóp, eða hvað? Hvað sem svo öðru líður og hverju við öll kjósum að trúa, þá er tilvist þessa hóps hvorki hugmyndafræði, skoðun eða trúarbrögð og eina umræðan sem ætti að eiga sér stað er hvernig við öll, getum skilið við þennan heim betri en við fengum hann í hendurnar. Sannarlega er svarið við því EKKI að halda áfram að ráðast að réttindum minnihlutahópa eins og níðingur á leikskólavelli lífsins til þess eins að upphefja eigin viðkvæmu sjálfsmynd. Við erum með þennan heim að láni frá börnum framtíðarinnar og við þurfum að gera betur og vera betri en við erum núna, fyrir framtíð allra barna hvernig svo sem þau svo kjósa að skilgreina sig. Fordómar, fáfræði og hatur hefur aldrei verið góð uppskrift að gagnlegum samskiptum og heilbrigðu samfélagi. Kleppur er víða og við erum öll Englar alheimsins, sum eru bara með gullvængi á meðan önnur eru vængstífð og þó stormurinn lendir á okkur öllum, þá er mikill munur á því skjóli, eða skort þar á, sem við búum við. Það þýðir því lítið að vitna í Orwell og hafa ekki hugmynd um hvað er verið að ræða, því öll dýrin í skóginum eru hvorki vinir, né jöfn. Baráttan er raunveruleg, nauðsynleg og langt frá því lokið, en með aukinni fræðslu lifir von um betri tíma fyrir öll kyn. https://med.stanford.edu/news/all-news/2022/01/mental-health-hormone-treatment-transgender-people.html? Menningarstríðið Kaldur vindur, Kleppur er víða Klettur brotinn, ei stund milli stríða. Af hatri í heljargreipum, vot af tárum Heimur sundraður í svöðusárum. Vonir barna, lífsins blóm í baráttu við tímans dóm. Lækna alheims ógnar mein lygar deyja og harma kvein. Nýjir tímar, gleymd reiði tár týnd verða þá öll okkar ár Fjölbreytileikanum fagnað glatt því fundið er allt rétt, og satt. Höfundur er leikkona, áhættuleikstjóri, kennari, meistaranemi í kynjafræði og trans kona.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun