Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Strand­veiðar festar í sessi með auknum afla­heimildum

Við þurfum að styrkja stöðu sjávarbyggðanna, tækifæri fólks til að leggja fyrir sig vistvænar krókaveiðar á grunnslóð í atvinnuskyni. Nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar, sjávarauðlindina. Að sú leið sé öllum opin, ekki síst í þágu smærri byggðanna sem hafa á undanförnum árum verið rúnar aflaheimildum sínum og lífsbjörg kynslóða, á sífellt færri hendur á færri stöðum.

Skoðun
Fréttamynd

Brim kaupir aukinn kvóta og nýtt skip

Brim hf. hefur gengið frá samkomulagi við Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. um kaup á félaginu RE 27 ehf. en eignir þess eru frystitogarinn Sólborg RE og veiðiheimildir. Markmið viðskiptanna er sagt vera að efla uppsjávarsvið Brims og styrkja uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur kaupin á Vísi auka verðmæti Síldarvinnslunnar um nærri sjö milljarða

Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir í Grindavík gæti staðið undir verðmiða upp á um 37,5 milljarða króna en heildarkaupverðið á félaginu til Síldarvinnslunnar, sem var tilkynnt um í sumar, nemur 31 milljarði króna. Væntur ávinningur Síldarvinnslunnar af kaupunum er því um 6,5 milljarðar, eða um 17 prósent af kaupverðinu.

Innherji
Fréttamynd

Leiguverð aflaheimilda þorsks hækkar um 50 prósent milli ára

Leiguverð á aflaheimildum helstu bolfisktegunda hefur hækkað töluvert frá síðasta ári, að því er kemur fram í gögnum Fiskistofu. Meðalleiguverð aflamarks þorsks á síðasta ári var ríflega 405 krónur fyrir hvert kíló. Það er um það bil 50% hærra verð en meðalverð síðasta árs. Leiguverð aflaheimilda ýsu og ufsa hefur einnig hækkað töluvert.

Innherji
Fréttamynd

Hækkun veiðigjalds eykur hagræðingu og samþjöppun, segir greinandi

Hækkun veiðigjalds mun „líklega bitna á þeim sem síst skildi og þeim sem gjaldið er mögulega ætlað að verja,“ að sögn íslensks greinanda. Sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi séu verðþegar á risastórum alþjóðlegum markaði og í harðri samkeppni við fiskeldi sem er síður háð duttlungum náttúrunnar. Framboð fiskeldisfyrirtækja er stöðugt og þau eru því með forskot á íslenskan sjávarútveg.

Innherji
Fréttamynd

Næstum annar hver bátur henti fiski

Næstum annar hver smábátur sem Fiskistofa hefur haft eftirlit með á árinu hefur orðið uppvís að brottkasti. Nokkrum málum verður vísað til lögreglu og fleiri gætu verið sviptir veiðileyfum en áður. 

Innlent
Fréttamynd

Eim­skip fær ekki að á­frýja til Hæsta­réttar

Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Eimskipafélags Íslands í CFC-málinu svokallaða. Félagið tilkynnti í gær að málinu væri þar með lokið og að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Stillum átta­vitann í fisk­eldis­málum

Þetta er fyrirsögn á pistli Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í Morgunblaðinu 1.9.2022. Já gerum það endilega. Stillum áttavitann í fiskeldismálum, það hefði átt að gera það frá upphafi.

Skoðun
Fréttamynd

Blaða­mennska í á­gjöf norð­lensks réttar­fars

Enn hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra kallað fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna tapaðs síma í eigu húskarls Samherja. Enn heyrist ekkert af yfirheyrslum yfir Samherjamönnum vegna meintar mútustarfssemi í þróunarlandi – örlítið stærra mál en tapaður sími.

Skoðun
Fréttamynd

Við­reisn vill flýta sam­þjöppun

Fyrir nokkru ritaði ég grein í Fréttablaðið þar sem vikið var að þeirri staðreynd að stefna Viðreisnar í sjávarútvegsmálum muni ýta undir enn meiri samþjöppun í atvinnugreininni.

Skoðun
Fréttamynd

Hluthafar stundum „fullfljótir að taka eigið fé út úr félögum,“ segir forstjóri Brims

Forstjóri og langsamlega stærsti eigandi Brims segist ekki vera fylgjandi því að nýta sterka fjárhagsstöðu sjávarútvegsrisans með því að ráðast í sérstakar aðgerðir til að greiða út umfram eigið fé félagsins til hluthafa. Skuldahlutfall Brims hefur sjaldan eða aldrei verið lægra en nú og handbært fé fyrirtækisins var um 20 milljarðar króna um mitt þetta ár.

Innherji
Fréttamynd

Brugðust skjótt við neyðarkalli frá fiskibát við Reykjanesbæ

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá skipstjóra lítils fiskibáts sem sendi út neyðarkall laust eftir klukkan níu í morgun. Báturinn var þá vélarvana rétt utan við Keflavík og var við það að reka upp í bergið í norður af smábátahöfninni í Reykjanesbæ, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Innlent
Fréttamynd

Pilsa­þytur Við­reisnar

Ótímabundin úthlutun aflahlutdeilda ýtir mest undir langtímahugsun og hvetur útgerðir til að hugsa vel um fiskistofnana. Þetta hefur verið óumdeilt innan hagfræðinnar síðan fræðimennirnir Dominique Gréboval og Gordon Munro kynntu þessa niðurstöðu í skýrslu á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) árið 1999.

Skoðun
Fréttamynd

Skattkerfið hygli þeim tekjuháu

Miklar umræður hafa spunnist um fjármagnstekjuskatt undanfarið, í kjölfar útgáfu helstu tekjublaða og því haldið fram að vegna lágs fjármagnstekjuskatts borgi hin tekjumiklu hlutfallslega minna í skatt, samaborið við meðalmanninn. Helstu útgerðarmenn landsins eru í tekjublaði ársins sagðir með mun lægri laun en raun ber vitni. Í helstu tekjublöðum virðast tekjur þjóðþekktra einstaklinga og listamanna einnig mun lægri þar sem sneitt er hjá svokölluðum samlagsfélögum sem þeir stofna utan um starfsemi sína.

Innlent