„Ætlum við að vera fiskur dagsins?“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að eldisafurðir séu að taka yfir neytendamarkað á fiski. Skilaboðin frá erlendum verslunarkeðjum séu að fyrirsjáanleiki og tryggt aðgengi skipti öllu máli. Varaði hann við því að ef íslenskur sjávarútvegur gæti ekki tryggt vörur 365 daga ársins yrði þorskurinn að fiski dagsins í erlendum verslunarkeðjum. Viðskipti innlent 25. október 2022 11:55
Bein útsending: Sjávarútvegsdagurinn – þau fiska sem róa! Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins, verður haldinn í dag en yfirskrift dagsins í ár er: Þau fiska sem róa! Viðskipti innlent 25. október 2022 08:00
„Mun verri umgengni um fiskauðlindina en við bjuggumst við“ Fiskistofa segir drónaupptökur á brottkasti dragnótabátsins Onna sýna að hægt hefði verið að bjarga næstum tveimur tonnum af afla í stað þess að henda honum. Sviðsstjóri segir að upptökur sýni að næstum annar hver bátur stundi brottkast. Innlent 24. október 2022 13:30
Gloppótt löggjöf um brottkast? Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um drónaeftirlit Fiskistofu með brottkasti fiskveiðiskipa á Íslandsmiðum. Í framhaldinu hafa svo heyrst ýmsar gagnrýnisraddir á framkvæmd eftirlitsins. Skoðun 23. október 2022 11:01
Alvarleg bilun í tækjabúnaði en alls ekki stórfellt brottkast Talsmenn útgerðarinnar Stakkfells hafna því alfarið að hafa stundað stórfellt brottkast á dragnótarbát útgerðarinnar á síðasta ári. Alvarleg bilun í tækjabúnaði hafi valdið því að losa þurfti allt að tvö tonn af lifandi fiski frá borði. Fiskistofa hefur svipt skipið veiðileyfi í átta vikur. Innlent 23. október 2022 08:00
„Ekki hægt að vera úti í garði því þig langar bara að æla yfir lyktinni“ Þegar hún er sem verst er lyktinni frá fiskþurrkun Samherja á Dalvík lýst þannig að ekki sé hægt að opna glugga fyrir fiskifýlu. Ekki sé um hefðbundna peningalykt að ræða heldur lykt þar sem ætla mætti að fiskurinn sé úldinn. Þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir bæjarbúa virðist það ekki í áætlunum Samherja að gera neitt í málinu. Innlent 22. október 2022 20:18
Austfirðir væru ekki það sem þeir eru í dag hefði álverið ekki komið Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. Fimmtán ár eru um þessar mundir frá því rekstur þess hófst. Innlent 22. október 2022 07:27
Brim fjárfestir í Polar Seafood í Danmörku fyrir 12 milljarða Íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. hefur gengið frá samkomulagi um kaup á hlutabréfum í danska félaginu Polar Seafood Denmark A/S fyrir 625 milljónum danskra króna, um 12 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 21. október 2022 13:01
Fulltrúar Íslands komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um griðasvæði hvala Sendinefnd Íslands hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu gekk út af fundi ásamt hópi annarra ríkja til þess að koma í veg fyrir að atkvæðagreiðsla um griðasvæði hvala í Suður-Atlantshafi gæti farið fram. Íslensk stjórnvöld segjast telja að ólýðræðislegt hefði verið að halda atkvæðagreiðsluna. Innlent 21. október 2022 10:58
Tveir bleikjustofnar taldir bestir til að þróa áfram sem eldisfisk Eftir áratugarannsóknir á bleikjustofnum Íslands hefur kynbótastöðin á Hólum komist að þeirri niðurstöðu að tveir stofnar teljist bestir til fiskeldis. Annar kemur úr vatni á Norðurlandi en hinn úr vatnasvæði á Suðurlandi. Innlent 19. október 2022 22:52
Íslenska þjóðin getur ekki átt fiskveiðiheimildir að mati Viðskiptaráðs Viðskiptaráð Íslands telur að íslenska þjóðin geti ekki átt fiskveiðiheimildir þrátt fyrir að tekið sé fram í lögum um stjórn fiskveiða að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Viðskipti innlent 19. október 2022 11:04
Skipverjinn féll útbyrðis og drukknaði Skipverji sem fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík féll frá borði báts síns og drukknaði. Umfangsmikil leit hófst að honum eftir að bátur hanns fannst mannlaus, strandaður við Engey. Innlent 18. október 2022 13:32
Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. Innlent 17. október 2022 16:43
Saur frá mönnum á tún bænda vegna hækkandi áburðaverðs? Miklir möguleikar felast í úrgangi laxeldis hér á landi í áburðarnotkun fyrir bændur á tún sín á sama tíma og áburðaverð í heiminum hefur rokið upp úr öllum hæðum. Þá kemur úrgangur úr mönnum einnig til greina, sem áburður á túnin. Innlent 15. október 2022 14:05
Eldislaxar í meirihluta í Mjólká Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká. Innlent 13. október 2022 23:05
Skapahárin sem sköpuðu skrilljónir Til þess að standa undir núverandi lífsgæðum á Íslandi þarf að auka útflutningsverðmæti þjóðarbúsins um 1 milljarð á viku, samkvæmt opinberum áætlunum. Útflutningsgreinar okkar samanstanda helst af ferðamennsku, álframleiðslu og sjávarútvegi. Skoðun 13. október 2022 17:31
Munu reyna allt til að koma í veg fyrir lokun starfstöðvar Hafró í Ólafsvík „Okkur líst engan veginn á þessi áform og erum í raun mjög ósátt að Hafró sé að gera þetta.“ Innlent 13. október 2022 14:00
Við höfum val og vald Fyrir fáeinum dögum birtist frétt af því að dreifingarfyrirtækin Norðanfiskur og Fisherman hefðu verið skikkuð til að fjarlægja af umbúðum utan um sjókvíaeldislax orðin „vistvænn, umhverfisvænn og sjálfbær“. Skoðun 12. október 2022 10:30
Skaginn 3X tapaði um 2,7 milljörðum eftir þungt rekstrarár Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X tapaði um 2.659 milljónum króna í fyrra sem var fyrsta rekstrarárið eftir að það komst í eigu þýska félagsins Baader. Þungur rekstur á árinu 2021 er einkum sagður skýrast af viðamikill endurskipulagningu, endurmati á skuldbindingum og kröfum frá fyrri tíð, afleiðingum af ólgu á mörkuðum í faraldrinum auk stríðsátaka Rússa en Skaginn 3X hefur átt talsverðra viðskiptahagsmuna að gæta þar í landi síðustu ár. Innherji 9. október 2022 16:00
Flott og fjölbreytt fagfólk í fiski Það er ekki ofsögum sagt að það veltur margt á íslenskum sjávarútvegi og eru störfin í fiskgeiranum margvísleg og fólkið sem þeim sinnir ekki síður fjölbreytt. Skipstjóri, fiskbúðareigandi, gæðastjóri, matreiðslumaður og framleiðslustjóri, eru á meðal starfa sem sjávarútvegurinn gefur af sér. Lífið 7. október 2022 18:31
Sama hvaðan gott kemur Sterk fjárhagsstaða stærstu útgerðarfélaga landsins hefur m.a. leitt til þess að fjárfestingar þeirra út fyrir greinina hafa verið verulegar. Sjávarútvegur er ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs en vegna smæðar sinnar er íslenskt samfélag sérstaklega viðkvæmt fyrir uppsöfnun eigna og áhrifa á fárra hendur. Það dregur úr virkri samkeppni með tilheyrandi afleiðingum fyrir atvinnulífið og neytendur. Skoðun 6. október 2022 12:30
Skagfirðingar segja að þetta verði frystihús framtíðarinnar Mikil atvinnuuppbygging er framundan á Sauðárkróki. Þar ber hæst byggingu nýrrar hátæknifiskvinnslu, sem heimamenn segja að verði frystihús framtíðarinnar. Viðskipti innlent 5. október 2022 22:31
Kortleggja eignatengsl í sjávarútvegi Forsvarsmenn Samkeppniseftirlitsins hafa ákveðið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja. Er það liður í heildarstefnumótun í sjávarútvegi á vegum matvælaráðuneytisins. Innlent 5. október 2022 13:40
Bjuggust við að finna mun meiri loðnu Veiðiráðgjöf á loðnu minnkar verulega og haustmælingar voru undir væntingum að sögn sérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Innlent 4. október 2022 11:52
Rebekka ráðin til að starfa með starfshópum Svandísar Rebekka Hilmarsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Vesturbyggðar, hefur verið ráðin í tímabundið starf sérfræðings á skrifstofu sjávarútvegs til að hafa umsjón með vinnu við gerð lagafrumvarpa og reglugerða í tengslum við stefnumótun matvælaráðherra í sjávarútvegi á kjörtímabilinu. Innlent 3. október 2022 14:44
Segir útgerðina hafa verið trega til að styrkja björgunarskipakaupin Guðni Grímsson, formaður björgunarbátasjóðas Vestmannaeyja, segir að erfitt hafi reynst að fá fjármagn frá útgerðinni til að styrkja kaup á nýjum björgunarskipum, jafnvel þótt hún eigi mikið undir. Innlent 3. október 2022 07:11
Brynhildur nýr framkvæmdastjóri NAFO Brynhildur Benediktsdóttir, sérfræðingur í matvælaráðuneytinu, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðistofnunarinnar, NAFO. Þrettán lönd eiga aðild að NAFO, þar á meðal Ísland. Innlent 30. september 2022 10:20
Forstjóri Brims kallar eftir nýrri aðferðafræði við útreikninga á kvótaþaki Forsendur fyrir útreikningi á samanlögðum aflheimildum einstakra sjávarútvegsfyrirtækja eru óskilvirkar vegna þess forsendur þorskígildisstuðla eru rangar og hafa verið í langan tíma. Þetta er mat Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims. Innherji 28. september 2022 11:24
Búist við mikilli ölduhæð Veðurviðvaranir eru í gildi um allt land næsta sólarhringinn. Varað er við því að samhliða veðrinu geti ölduhæð orðið mikil norðan og austan af landinu. Innlent 24. september 2022 20:50
Óþolandi refhvörf í laxeldinu Fyrirtækjunum Norðanfiski og Fisherman hefur, samkvæmt úrskurði Neytendastofu, verið bannað að nota villandi fullyrðingar í markaðssetningu á vöru sinni þess efnis að um sé að ræða vistvæna framleiðslu. Þau geti ekki sýnt fram á neitt slíkt. Innlent 23. september 2022 16:24