Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - KA/Þór 30-24 | Íslandsmeistararnir stöðvuðu sigurgöngu norðankvenna Fram lagði KA/Þór með sex mörkum 30 - 24 á heimavelli í Olís-deild kvenna í dag. Sigurinn var afar sannfærandi hjá Fram sem hefur ekki tapað í síðustu fimm leikjum og líta út fyrir að vera til alls líklegar eins og staðan er núna. Handbolti 21. janúar 2023 18:45
Ótrúlegur sigur ÍBV í Suðurlandsslagnum Segja má að ferð ÍBV á meginlandið hafi verið til fjár en liðið rúllaði yfir Selfyssinga á þeirra heimavelli í Olís deild kvenna í handbolta í dag, lokatölur 19-40. Handbolti 21. janúar 2023 18:00
Valskonur völtuðu yfir botnliðið Topplið Vals lenti ekki í neinum vandræðum er liðið tók á móti botnliði HK í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Valskonur tóku forystuna strax í upphafi leiks og unnu að lokum 16 marka sigur, 41-25. Handbolti 21. janúar 2023 14:55
Eyþór: Ég er bara gríðarlega vonsvikinn Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss í Olís-deild kvenna, hefur átt betri daga á tímabilinu en lið hans tapaði á móti Fram 31-19 í Úlfarsárdalnum í kvöld. Selfyssingar sitja í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig, tveimur stigum fyrir ofan botnlið HK. Handbolti 15. janúar 2023 22:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Selfoss 31-19 | Fram keyrði yfir Selfoss í seinni hálfleik Fram vann tólf marka sigur á Selfyssingum í Olís-deild kvenna í handknattleik í kvöld. Fram keyrði yfir lið Selfoss í seinni hálfleik og er tveimur stigum á eftir Stjörnunni í töflunni. Handbolti 15. janúar 2023 21:00
Áttundi sigur ÍBV í röð sem er nú jafnt Val á toppnum ÍBV vann 30-28 sigur á Haukum þegar liðin mættust í Olís-deild kvenna í dag. Þá vann KA/Þór þægilegan sigur á HK á heimavelli sínum á Akureyri. Handbolti 14. janúar 2023 16:32
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 25-25 | Valskonur komu til baka og náðu í stig gegn Stjörnunni Stjarnan og Valur skildu jöfn, 25-25, þegar liðin áttust við í æsispennandi og kaflaskiptum leik í 12. umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í Mýrinni í Garðabænum í dag. Handbolti 14. janúar 2023 15:28
Sigurður: „Erum við að toppa á röngum tíma?“ Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV í Olís-deild kvenna, var að vonum sáttur með fjögurra marka sigur á liði Stjörnunnar í kvöld. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir bæði lið en fyrir leikinn sátu liðin í öðru og þriðja sæti, bæði með sextán stig. Handbolti 11. janúar 2023 20:56
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 18-22 | ÍBV vann annan stórleikinn í röð ÍBV vann mikilvægan sigur á liði Stjörnunnar í kvöld í TM-höllinni í Garðabæ. Eyjakonur sigruðu leikinn með fjórum mörkum eftir afar kaflaskiptan leik. Fyrir leikinn sátu liðin í öðru og þriðja sæti í Olís-deild kvenna og voru með jafnmörg stig, eða sextán talsins eftir tíu leiki. Handbolti 11. janúar 2023 19:31
Tók sérstaklega eftir betri líkamstjáningu hjá stórskyttunni Eyjakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir átti sannkallaðan stórleik þegar ÍBV vann topplið Vals á Hlíðarenda í Olís deild kvenna. Hrafnhildur Hanna skoraði fjórtán mörk í leiknum og fékk að sjálfsögðu hrós í Seinni bylgjunni. Handbolti 10. janúar 2023 17:01
Seinni bylgjan: Er ekki svolítið skrýtið að baráttumaðurinn hverfi í heilan mánuð? Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í Olís deild kvenna, er upptekinn með karlalandsliðinu þessa dagana í tengslum við HM í handbolta og stýrir því ekki sínu liði í Olís deild kvenna í þessum mánuði. Handbolti 10. janúar 2023 12:00
Umfjöllun og viðtöl: HK - Stjarnan 22-26 | Stjarnan heldur í við toppliðið Stjarnan vann góðan fjögurra marka sigur er liðið heimsótti botnlið HK í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Lokatölur 22-26 og Stjörnukonur eru nú þremur stigum á eftir toppliði Vals og með einn leik til góða. Handbolti 8. janúar 2023 18:32
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 18-28 | Öruggur sigur gestanna Fram vann afar öruggan tíu marka sigur er liðið sóttu Hauka heim í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, 18-28. Handbolti 7. janúar 2023 20:22
Norðankonur að slíta sig frá botnbaráttunni KA/Þór vann afar mikilvægan sigur er liðið heimsótti Selfoss í botnbaráttuslag Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, 28-32. Handbolti 7. janúar 2023 18:33
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 29-32 | ÍBV sótti sigur á Hlíðarenda ÍBV varð í dag fyrsta liðið til þess að leggja Val að velli á yfirstandandi leiktíð í Olísdeild kvenna í handbolta þegar liðin mættust í 11. umferð deildarinnar í Origo-vellinum að Hlíðarenda í dag. Handbolti 7. janúar 2023 15:22
ÍBV missir spón úr aski sínum Serbneska handboltakonan Marija Jovanovic hefur leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV. Handbolti 6. janúar 2023 14:21
KA/Þór nýtti sér fjárhagsvandræði Randers og fékk til sín efnilega skyttu KA/Þór hefur styrkt sig fyrir seinni hluta Olís deildar kvenna í handbolta en danska handboltakonan Ida Hoberg skrifaði undir hjá liðinu í gær. Handbolti 4. janúar 2023 13:01
Annáll Olís-deildar kvenna: Framkonur komu, sáu og sigruðu Sportsíldin var sýnd á Stöð 2 Sport á gamlársdag þar sem farið var yfir allt það helsta í íþróttalífinu á árinu. Tímabilið í Olís-deild kvenna var gert upp en þar voru það Framkonur sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Handbolti 1. janúar 2023 20:31
Sara Odden aftur á Ásvelli Haukar hafa fengið liðsstyrk fyrir síðari hluta tímabilsins í Olís deild kvenna í handbolta. Sara Odden hefur samið við liðið á nýjan leik og mun leika með liðinu það sem eftir lifir tímabils hið minnsta. Handbolti 28. desember 2022 14:01
Jólaálfurinn mætti í Seinni bylgjuna og kallaði fram ófá hláturköstin Svava Kristín Gretarsdóttir gerði upp fyrri hluta Olís deildar kvenna með sérfræðingum sínum í Jólaþættinum og þar vantaði ekki hlátursköstin enda jólaálfurinn í settinu. Handbolti 16. desember 2022 10:01
Harðorður Einar um stöðu mála á Akureyri: „Finnst þetta allt of langt fall niður“ Einar Jónsson, þjálfari Fram í Olís deild karla, var ekki í jólaskapi í jólaþætti Seinni bylgjunnar er hann ræddi stöðu mála hjá KA/Þór í Olís deild kvenna. Liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2021 ásamt því að verða bikarmeistari sama ár en er nú í fallbaráttu. Handbolti 12. desember 2022 23:30
ÍBV ekki í vandræðum með HK | KA/Þór með góðan sigur ÍBV vann 11 marka sigur á HK í Olís deild kvenna í handbolta, lokatölur 31-20. Þá vann KA/Þór góðan sigur á Stjörnunni, lokatölur 21-18. Handbolti 10. desember 2022 18:45
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Haukar 33-36 | Haukakonur tóku völdin í síðari hálfleik Haukar unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið sótti Selfyssinga heim í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 33-36. Handbolti 10. desember 2022 16:45
„Fannst Selfossliðið ekki hafa orku síðasta korterið til að koma til baka“ Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka í Olís-deild kvenna, gat leyft sér að fagna eftir mikilvægan þriggja marka sigur liðsins á Selfossi í dag. Haukakonur hafa nú unnið þrjá af seinustu fjórum deildarleikjum sínum og hafa náð að slíta sig frá fallsvæðinu fyrir jólafríið. Handbolti 10. desember 2022 16:06
Seinni bylgjan hefur áhyggjur: Hvað er að gerast í Kópavogi? Kvennalið HK situr á botni Olís deildar kvenna í handbolta og hefur aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum. Seinni bylgjan hefur áhyggjur af liðinu eftir nítján marka tap á heimavelli á móti Fram. Handbolti 9. desember 2022 16:30
„Ég vona að ég sé ekki jinxa neitt fyrir næsta leik“ Hafdís Renötudóttir átti mjög góðan leik í markinu þegar Framkonur urðu fyrstar til að taka stig af Valsliðinu í Olís deild kvenna í vetur. Hún vildi samt meira út úr leiknum. Handbolti 9. desember 2022 12:31
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Valur 20-20 | Jafntefli í háspennuleik Íslandsmeistarar Fram urðu fyrsta liðið til að taka stig af Val í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld. Stigið er þó súrsætt þar sem Fram var með unninn leik í höndunum þegar örfáar sekúndur voru eftir. Handbolti 7. desember 2022 23:00
Ágúst: Byrjuðum eins og við værum að hugsa um næsta leik á Spáni Fram og Valur skildu jöfn í háspennuleik 20-20. Þetta var fyrsti leikurinn sem Valur tapar stigi og Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var nokkuð brattur eftir leik. Sport 7. desember 2022 22:15
„Leikmenn sýndu á sér sparihliðarnar“ Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka, var að vonum ánægður með sigur síns liðs á KA/Þór, 28-20, í Olís deild kvenna í dag. Handbolti 3. desember 2022 18:35
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - KA/Þór 28-20 | Haukar skutust upp fyrir Akureyringa Haukar höfðu betur gegn KA/Þór á Ásvöllum í Olís-deild kvenna í dag en lokatölur leiksins voru 28-20. Handbolti 3. desember 2022 18:15