Jafntefli hjá Val og Haukum í Laugardalshöllinni Valur og Haukar skildu jöfn, 27-27, í leik liðanna í DHL-deild karla í handbolta í Laugardalshöllinni í dag. Valsmenn mega vera ánægðir með að hafa hlotið annað stigið í leiknum en Haukar höfðu lengst af 3-4 marka forystu í síðari hálfleik. Valur er með 21 stig á toppi deildarinnar en HK, sem er í öðru sæti með 19 stig, á leik til góða gegn Akureyri á morgun. Handbolti 24. febrúar 2007 17:41
Fram í úrslitaleikinn Karlalið Fram tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í ss bikarnum með góðum sigri á Haukum á Ásvöllum 37-30 í undanúrslitum. Stjarnan lagði ÍR fyrr í kvöld og það verða því Fram og Stjarnan sem leika til úrslita í keppninni. Haukar og Grótta mætast í úrslitaleiknum í kvennaflokki. Handbolti 21. febrúar 2007 22:43
Stjarnan í úrslit Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum ss-bikarsins í karlaflokki þegar liðið lagði ÍR á heimavelli sínum 27-24. Stjarnan mætir Haukum eða Fram í úrslitaleik keppninnar, en þessi lið eigast við í hinum undanúrslitaleiknum klukkan 21 í kvöld. Handbolti 21. febrúar 2007 20:53
Valur burstaði ÍR Fjórir leikir voru á dagskrá í dhl deild karla í handbolta í dag. Topplið Vals burstaði ÍR í Austurbergi 35-23, HK lagði Hauka 33-28 á Ásvöllum, Fram burstaði Fylki á útivelli 38-29 og þá vann Stjarnan góðan útisigur á Akureyri 31-24. Handbolti 18. febrúar 2007 17:41
Aron Kristjánsson tekur við Haukum Aron Kristjansson mun taka við þjálfun meistaraflokks karla hjá liði Hauka á næsta keppnistímabili. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi á Ásvöllum síðdegis. Aron mun taka við af Páli Ólafssyni, sem þó mun áfram starfa hjá Haukum. Handbolti 13. febrúar 2007 17:12
Valur og HK unnu bæði leiki sína Staða efstu liða í DHL-deild karla í handbolta breyttist ekkert eftir leiki dagsins því Valur og HK unnu bæði leiki sína í dag. Valsarar höfðu betur gegn Íslandsmeisturum Fram í Safamýrinni, 27-26, og í Digranesinu vann HK ungt lið ÍR með sannfærandi hætti, 36-31. Handbolti 11. febrúar 2007 17:43
Stjarnan upp í 3. sæti eftir sigur á Haukum Stjarnan lagði Hauka af velli, 31-28, í viðureign liðanna í DHL-deild karla í handbolta sem fram fór í Garðabænum í kvöld. Með sigrinum er Stjarnan komið upp í 3. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Síðarnefnda liðið á reyndar leik til góða gegn Fram á morgun. Handbolti 10. febrúar 2007 19:38
Mikilvægur sigur Fylkis Fylkir vann mjög mikilvægan en jafnframt sannfærandi sigur á Akureyri í DHL-deild karla í handbolta í Árbænum í dag, 29-23. Fylkismenn hafa endurheimt Guðlaug Arnarson, Heimi Örn Árnason og Agnar Jón Arnarsson, og munaði miklu um þá í leiknum í dag. Handbolti 10. febrúar 2007 17:48
Keflvíkingar fá til sín nýjan Bandaríkjamann Úrvalsdeildarlið Keflavíkur í körfubolta hefur náð samningi við Bandaríkjamanninn Jesse King sem áður lék með Texas A&M háskólanum. King er 26 ára framherji og bakvörður og er um tveir metrar á hæð. Hann er væntanlegur til Keflavíkur fyrir helgina. Þetta kemur fram á vef Keflavíkur í dag. Körfubolti 7. febrúar 2007 16:24
Bikarmeistararnir mæta ÍR Í hádeginu var dregið í undanúrslitin í bikarkeppninni í handbolta. Bikarmeistarar Stjörnunnar í karlaflokki mæta ÍR og þá eigast við Haukar og Fram. Í kvennaflokki eigast við Haukar og Valur annarsvegar og hinsvegar Grótta og ÍBV. Leikirnir fara fram dagana 20. og 21. febrúar. Handbolti 7. febrúar 2007 14:40
Minningarmót um Eið Arnarson um næstu helgi Á föstudag og laugardag verður haldið minningarmót í handbolta um Eið Arnarson og fer það fram á Strandgötu og Ásvöllum Fjögur lið taka þátt í mótinu, Haukar, Haukar U, Fylkir og lið Halldórs Ingólfssonar Stavanger frá Noregi. Handbolti 31. janúar 2007 16:30
Þetta gerist ekki á hverjum degi Feðgarnir Bjarki Sigurðsson og Örn Ingi Bjarkason spiluðu saman síðasta föstudag þegar Afturelding lék gegn Gróttu í 1. deild karla í handbolta. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir feðgar leika saman en Bjarki er þjálfari Aftureldingar, sem situr í toppsæti deildarinnar. Handbolti 23. janúar 2007 00:01
Ligg bara í leti og horfi á HM Davíð Georgsson, handboltamaðurinn efnilegi úr ÍR, hefur gengist undir aðgerð vegna meiðsla á hné. Davíð er aðeins nítján ára en hefur leikið lykilhlutverk með ÍR í DHL-deildinni og skorað mikið. Handbolti 22. janúar 2007 00:01
Andri Stefan ristarbrotinn Handboltakappinn Andri Stefan, leikmaður Hauka, gengur um á hækjum þessa dagana enda er hann ristarbrotinn. Það er bót í máli fyrir Hauka að Andri skuli meiðast meðan frí er í DHL-deildinni vegna heimsmeistarakeppninnar í handbolta. Handbolti 16. janúar 2007 07:30
Valur lagði HK Valur lagði HK 25-22 í uppgjöri liðanna á toppi DHL deildarinnar í handbolta í dag eftir að Valsmenn höfðu yfir 14-10 í hálfleik. Markús Máni Michaelsson skoraði 8 mörk fyrir Val og Davíð Höskuldsson og Arnór Gunnarsson skoruðu 5 hvor. Valdimar Þórsson skoraði 8 mörk fyrir HK og Ragnar Hjaltested 6 mörk Handbolti 16. desember 2006 17:44
Valur yfir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í DHL deild karla í handbolta, en þetta eru síðustu leikirnir fyrir jólafrí. Valsmenn hafa yfir 14-10 gegn HK í toppslag liðanna í Laugardalshöll. Markús Máni Michaelsson hefur skorað 4 mörk fyrir Val og Davíð Höskuldsson og Ingvar Árnason 3 hvor, en Valdimar Þórsson 5 og Ragnar Hjaltested 4 fyrir HK. Handbolti 16. desember 2006 16:46
Haukar lögðu granna sína í bikarnum 8-liða úrslitum SS bikars karla í handbolta lauk í kvöld með leik FH og Hauka í Hafnarfirði. Það voru Haukarnir sem höfðu betur 38-33 eftir að leiða með 5 mörkum í hálfleik. Haukar eru því komnir í undanúrslit keppninnar ásamt Fram, ÍR og Stjörnunni. Handbolti 13. desember 2006 20:46
HK skellti Íslandsmeisturunum HK gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Fram 32-29 í DHL deild karla í handbolta í Safamýri í dag. Valdimar Þórsson og Tomas Eitutis skoruðu 10 mörk hvor fyrir HK og Egidijus Petkevicius varði 22 skot í markinu en Andri Berg Haraldsson skoraði 7 mörk fyrir Fram. Handbolti 10. desember 2006 17:36
Heimir Örn á heimleið Samkvæmt heimildum íþróttadeildar Stöðvar 2 verða Heimir Örn Árnason og Ólafur Björn Lárusson næstu þjálfarar handboltaliðs Fylkis. Sigurður Sveinsson lét af störfum sem þjálfari liðsins í vikunni eftir að liðið hafði tapað 5 leikjum í röð. Handbolti 7. desember 2006 18:27
Naumur sigur Fram á Akureyri Fram tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum SS-bikarsins í handbolta þegar liðið lagði Akureyri 31-30 í hörkuleik. Fram og Stjarnan hafa því tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar. Handbolti 6. desember 2006 21:05
Sigurður Sveinsson hættur hjá Fylki Stjórn handknattleiksdeildar Fylkis og Sigurður Sveinsson komust í dag að samkomulagi um að Sigurður léti af störfum sem þjálfari liðsins. Gengi Fylkis hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er leiktíðinni og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð, nú síðast fyrir Val um helgina. Fjallað verður um málið í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Handbolti 5. desember 2006 17:24
Óvænt tap HK gegn Stjörnunni HK missti af gullnu tækifæri til að komast á topp DHL-deildar karla í handbolta á nýjan leik með því að bíða í lægri hluti fyrir Stjörnunni á heimavelli sínum í dag, 27-30. Haukar lögðu Framara af velli og ÍR-ingar höfðu betur gegn Akureyri. Handbolti 3. desember 2006 17:42
Valur lagði Fylki örugglega af velli Valur endurheimti toppsætið í DHL-deild karla í handbolta, að minnsta kosti um stundarsakir, með 28-23 sigri á Fylkismönnum í Laugardalshöllinni í dag. Sigur Valsmanna var afar verðskuldaður en liðið leiddi með um og yfir fimm mörkum frá því um miðjan fyrri hálfleik. Handbolti 2. desember 2006 17:48
Spila með rauð nef í kvöld Leikmenn FH og Aftureldingar ætlar að styrkja gott málefni þegar liðin mætast í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Leikmenn beggja liða sem og dómarar, ætla að mæta til leiks með rauð nef og styrkja þar með Barnahjálp SÞ á þessum toppslag í deildinni. Leikurinn hefst klukkan 19:00. Handbolti 1. desember 2006 16:45
HSÍ fellir niður sekt Hattar Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fella niður 250.000 króna sekt til handa handknattleiks deild Hattar eftir að liðið mætti ekki til leiks gegn ÍBV í 1. deildinni á dögunum. Eyjamönnum var dæmdur 10-0 sigur í leiknum, en þau úrslit munu standa. Formaður handknattleiksdeildar Hattar og Formaður HSÍ segja að sátt hafi náðst í málinu. Handbolti 30. nóvember 2006 19:31
Fram lagði Fylki Fram er enn í þriðja sæti DHL deildar karla í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Fylki í Safamýri 34-29 eftir að hafa leitt í hálfleik 18-12. Fylkir er í næst neðsta sæti deildarinnar. Handbolti 29. nóvember 2006 22:18
Fram tekur á móti Fylki Einn leikur er á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Íslandsmeistarar Fram taka þá á móti Fylki í Framhúsinu í Safamýri og hefst leikurinn klukkan 20. Fram er í þriðja sæti deildarinnar, en Fylkir er í næst neðsta sæti. Þá er rétt að minna á stórleik í kvennakörfunni þar sem Keflavík tekur á móti Grindavík í Keflavík klukkan 19:15. Handbolti 29. nóvember 2006 17:09
Akureyri lagði Val Akureyri gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Vals í DHL-deild karla í handbolta í dag 25-22. Goran Gusic skoraði 8 mörk fyrir Akureyri en þeir Ingvar Árnason og Baldvin Þorsteinsson skoruðu 4 hvor fyrir Val. Handbolti 26. nóvember 2006 17:47
Haukar lögðu ÍR Haukar lögðu ÍR 31-29 í DHL deild karla í handbolta í dag eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í leikhléi 16-13. Árni Þór Sigtryggsson skoraði 8 mörk fyrir Hauka og Guðmundur Pedersen 7. Brynjar Steinarsson skoraði 8 mörk fyrir ÍR og þeir Jón Gunnarsson og Björgvin Hólmgeirsson 6 hvor. Handbolti 26. nóvember 2006 17:28
Hálfleiksstaðan í DHL deildinni Haukar hafa yfir 16-13 gegn ÍR í viðureign liðanna í DHL deild karla á Ásvöllum. Guðmundur Pedersen og Árni Sigtryggsson hafa skorað 5 mörk hvor fyrir Hauka, en þeir Brynjar Steinarsson, Jón Gunnarsson og Linaf Kalasuaskas 3 hver fyrir ÍR. Handbolti 26. nóvember 2006 16:38