Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Jafntefli hjá Val og Haukum í Laugardalshöllinni

    Valur og Haukar skildu jöfn, 27-27, í leik liðanna í DHL-deild karla í handbolta í Laugardalshöllinni í dag. Valsmenn mega vera ánægðir með að hafa hlotið annað stigið í leiknum en Haukar höfðu lengst af 3-4 marka forystu í síðari hálfleik. Valur er með 21 stig á toppi deildarinnar en HK, sem er í öðru sæti með 19 stig, á leik til góða gegn Akureyri á morgun.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram í úrslitaleikinn

    Karlalið Fram tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum í ss bikarnum með góðum sigri á Haukum á Ásvöllum 37-30 í undanúrslitum. Stjarnan lagði ÍR fyrr í kvöld og það verða því Fram og Stjarnan sem leika til úrslita í keppninni. Haukar og Grótta mætast í úrslitaleiknum í kvennaflokki.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan í úrslit

    Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum ss-bikarsins í karlaflokki þegar liðið lagði ÍR á heimavelli sínum 27-24. Stjarnan mætir Haukum eða Fram í úrslitaleik keppninnar, en þessi lið eigast við í hinum undanúrslitaleiknum klukkan 21 í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur burstaði ÍR

    Fjórir leikir voru á dagskrá í dhl deild karla í handbolta í dag. Topplið Vals burstaði ÍR í Austurbergi 35-23, HK lagði Hauka 33-28 á Ásvöllum, Fram burstaði Fylki á útivelli 38-29 og þá vann Stjarnan góðan útisigur á Akureyri 31-24.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron Kristjánsson tekur við Haukum

    Aron Kristjansson mun taka við þjálfun meistaraflokks karla hjá liði Hauka á næsta keppnistímabili. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi á Ásvöllum síðdegis. Aron mun taka við af Páli Ólafssyni, sem þó mun áfram starfa hjá Haukum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur og HK unnu bæði leiki sína

    Staða efstu liða í DHL-deild karla í handbolta breyttist ekkert eftir leiki dagsins því Valur og HK unnu bæði leiki sína í dag. Valsarar höfðu betur gegn Íslandsmeisturum Fram í Safamýrinni, 27-26, og í Digranesinu vann HK ungt lið ÍR með sannfærandi hætti, 36-31.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan upp í 3. sæti eftir sigur á Haukum

    Stjarnan lagði Hauka af velli, 31-28, í viðureign liðanna í DHL-deild karla í handbolta sem fram fór í Garðabænum í kvöld. Með sigrinum er Stjarnan komið upp í 3. sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Síðarnefnda liðið á reyndar leik til góða gegn Fram á morgun.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Mikilvægur sigur Fylkis

    Fylkir vann mjög mikilvægan en jafnframt sannfærandi sigur á Akureyri í DHL-deild karla í handbolta í Árbænum í dag, 29-23. Fylkismenn hafa endurheimt Guðlaug Arnarson, Heimi Örn Árnason og Agnar Jón Arnarsson, og munaði miklu um þá í leiknum í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar fá til sín nýjan Bandaríkjamann

    Úrvalsdeildarlið Keflavíkur í körfubolta hefur náð samningi við Bandaríkjamanninn Jesse King sem áður lék með Texas A&M háskólanum. King er 26 ára framherji og bakvörður og er um tveir metrar á hæð. Hann er væntanlegur til Keflavíkur fyrir helgina. Þetta kemur fram á vef Keflavíkur í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bikarmeistararnir mæta ÍR

    Í hádeginu var dregið í undanúrslitin í bikarkeppninni í handbolta. Bikarmeistarar Stjörnunnar í karlaflokki mæta ÍR og þá eigast við Haukar og Fram. Í kvennaflokki eigast við Haukar og Valur annarsvegar og hinsvegar Grótta og ÍBV. Leikirnir fara fram dagana 20. og 21. febrúar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Minningarmót um Eið Arnarson um næstu helgi

    Á föstudag og laugardag verður haldið minningarmót í handbolta um Eið Arnarson og fer það fram á Strandgötu og Ásvöllum Fjögur lið taka þátt í mótinu, Haukar, Haukar U, Fylkir og lið Halldórs Ingólfssonar Stavanger frá Noregi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þetta gerist ekki á hverjum degi

    Feðgarnir Bjarki Sigurðsson og Örn Ingi Bjarkason spiluðu saman síðasta föstudag þegar Afturelding lék gegn Gróttu í 1. deild karla í handbolta. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir feðgar leika saman en Bjarki er þjálfari Aftureldingar, sem situr í toppsæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ligg bara í leti og horfi á HM

    Davíð Georgsson, handboltamaðurinn efnilegi úr ÍR, hefur gengist undir aðgerð vegna meiðsla á hné. Davíð er aðeins nítján ára en hefur leikið lykilhlutverk með ÍR í DHL-deildinni og skorað mikið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Andri Stefan ristarbrotinn

    Handboltakappinn Andri Stefan, leikmaður Hauka, gengur um á hækjum þessa dagana enda er hann ristarbrotinn. Það er bót í máli fyrir Hauka að Andri skuli meiðast meðan frí er í DHL-deildinni vegna heimsmeistarakeppninnar í handbolta.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur lagði HK

    Valur lagði HK 25-22 í uppgjöri liðanna á toppi DHL deildarinnar í handbolta í dag eftir að Valsmenn höfðu yfir 14-10 í hálfleik. Markús Máni Michaelsson skoraði 8 mörk fyrir Val og Davíð Höskuldsson og Arnór Gunnarsson skoruðu 5 hvor. Valdimar Þórsson skoraði 8 mörk fyrir HK og Ragnar Hjaltested 6 mörk

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur yfir í hálfleik

    Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í DHL deild karla í handbolta, en þetta eru síðustu leikirnir fyrir jólafrí. Valsmenn hafa yfir 14-10 gegn HK í toppslag liðanna í Laugardalshöll. Markús Máni Michaelsson hefur skorað 4 mörk fyrir Val og Davíð Höskuldsson og Ingvar Árnason 3 hvor, en Valdimar Þórsson 5 og Ragnar Hjaltested 4 fyrir HK.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar lögðu granna sína í bikarnum

    8-liða úrslitum SS bikars karla í handbolta lauk í kvöld með leik FH og Hauka í Hafnarfirði. Það voru Haukarnir sem höfðu betur 38-33 eftir að leiða með 5 mörkum í hálfleik. Haukar eru því komnir í undanúrslit keppninnar ásamt Fram, ÍR og Stjörnunni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK skellti Íslandsmeisturunum

    HK gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Fram 32-29 í DHL deild karla í handbolta í Safamýri í dag. Valdimar Þórsson og Tomas Eitutis skoruðu 10 mörk hvor fyrir HK og Egidijus Petkevicius varði 22 skot í markinu en Andri Berg Haraldsson skoraði 7 mörk fyrir Fram.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Heimir Örn á heimleið

    Samkvæmt heimildum íþróttadeildar Stöðvar 2 verða Heimir Örn Árnason og Ólafur Björn Lárusson næstu þjálfarar handboltaliðs Fylkis. Sigurður Sveinsson lét af störfum sem þjálfari liðsins í vikunni eftir að liðið hafði tapað 5 leikjum í röð.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Naumur sigur Fram á Akureyri

    Fram tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum SS-bikarsins í handbolta þegar liðið lagði Akureyri 31-30 í hörkuleik. Fram og Stjarnan hafa því tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sigurður Sveinsson hættur hjá Fylki

    Stjórn handknattleiksdeildar Fylkis og Sigurður Sveinsson komust í dag að samkomulagi um að Sigurður léti af störfum sem þjálfari liðsins. Gengi Fylkis hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er leiktíðinni og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð, nú síðast fyrir Val um helgina. Fjallað verður um málið í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Óvænt tap HK gegn Stjörnunni

    HK missti af gullnu tækifæri til að komast á topp DHL-deildar karla í handbolta á nýjan leik með því að bíða í lægri hluti fyrir Stjörnunni á heimavelli sínum í dag, 27-30. Haukar lögðu Framara af velli og ÍR-ingar höfðu betur gegn Akureyri.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur lagði Fylki örugglega af velli

    Valur endurheimti toppsætið í DHL-deild karla í handbolta, að minnsta kosti um stundarsakir, með 28-23 sigri á Fylkismönnum í Laugardalshöllinni í dag. Sigur Valsmanna var afar verðskuldaður en liðið leiddi með um og yfir fimm mörkum frá því um miðjan fyrri hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Spila með rauð nef í kvöld

    Leikmenn FH og Aftureldingar ætlar að styrkja gott málefni þegar liðin mætast í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Leikmenn beggja liða sem og dómarar, ætla að mæta til leiks með rauð nef og styrkja þar með Barnahjálp SÞ á þessum toppslag í deildinni. Leikurinn hefst klukkan 19:00.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HSÍ fellir niður sekt Hattar

    Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fella niður 250.000 króna sekt til handa handknattleiks deild Hattar eftir að liðið mætti ekki til leiks gegn ÍBV í 1. deildinni á dögunum. Eyjamönnum var dæmdur 10-0 sigur í leiknum, en þau úrslit munu standa. Formaður handknattleiksdeildar Hattar og Formaður HSÍ segja að sátt hafi náðst í málinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram lagði Fylki

    Fram er enn í þriðja sæti DHL deildar karla í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Fylki í Safamýri 34-29 eftir að hafa leitt í hálfleik 18-12. Fylkir er í næst neðsta sæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram tekur á móti Fylki

    Einn leikur er á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Íslandsmeistarar Fram taka þá á móti Fylki í Framhúsinu í Safamýri og hefst leikurinn klukkan 20. Fram er í þriðja sæti deildarinnar, en Fylkir er í næst neðsta sæti. Þá er rétt að minna á stórleik í kvennakörfunni þar sem Keflavík tekur á móti Grindavík í Keflavík klukkan 19:15.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyri lagði Val

    Akureyri gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Vals í DHL-deild karla í handbolta í dag 25-22. Goran Gusic skoraði 8 mörk fyrir Akureyri en þeir Ingvar Árnason og Baldvin Þorsteinsson skoruðu 4 hvor fyrir Val.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar lögðu ÍR

    Haukar lögðu ÍR 31-29 í DHL deild karla í handbolta í dag eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í leikhléi 16-13. Árni Þór Sigtryggsson skoraði 8 mörk fyrir Hauka og Guðmundur Pedersen 7. Brynjar Steinarsson skoraði 8 mörk fyrir ÍR og þeir Jón Gunnarsson og Björgvin Hólmgeirsson 6 hvor.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hálfleiksstaðan í DHL deildinni

    Haukar hafa yfir 16-13 gegn ÍR í viðureign liðanna í DHL deild karla á Ásvöllum. Guðmundur Pedersen og Árni Sigtryggsson hafa skorað 5 mörk hvor fyrir Hauka, en þeir Brynjar Steinarsson, Jón Gunnarsson og Linaf Kalasuaskas 3 hver fyrir ÍR.

    Handbolti