Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Ungverji þjálfar handknattleikslið Fram

    Handknattleiksdeild Fram hefur samið við ungverska þjálfarann Ferenc Buday um að þjálfa meistaraflokk karla næstu tvö árin. Hann tekur við af Guðmundi Þórði Guðmundssyni, fyrrverandi landsliðsþjálfara, sem ákvað að hætta með liðið í vor.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK deildarbikarmeistari

    HK menn urðu í kvöld deildarbikarmeistarar í handbolta þegar þeir báru sigurorð af Stjörnunni í oddaleik í Digranesi 29-28. Augustas Strasdas og Valdimar Þórsson skoruðu 8 mörk hvor fyrir heimamenn en Guðmundur Guðmundsson skoraði 6 fyrir gestina.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Oddaleikur hjá HK og Stjörnunni

    Stjarnan lagði HK 28-23 í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu í deildarbikarkeppni karla í handbolta í dag. Liðin verða því að mætast í oddaleik í Digranesi á miðvikudagskvöldið. HK hafði yfir í leikhléi í dag 14-13 en heimamenn voru sterkari á lokasprettinum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Brynjar þríbrotnaði á vinstri úlnlið

    Brynjar Valsteinsson, leikmaður HK, verður ekki meira með í úrslitum deildarbikarkeppninnar og gæti misst af upphafi næsta tímabils. Hann þríbrotnaði á úlnlið í vinstri hendi í leik gegn Stjörnunni í fyrrakvöld er hann lenti illa eftir að hafa keyrt upp völlinn í hraðaupphlaupi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Björgvin og Arnar á leið í Hauka

    Það er mikill hugur í Haukamönnum fyrir komandi tímabil í handboltanum en Aron Kristjánsson hefur tekið við stjórnartaumunum hjá félaginu í stað Páls Ólafssonar. Haukar hafa þegar gengið frá samningi við skyttuna Gunnar Berg Viktorsson og markvörðinn Gísla Guðmundsson og eftir helgi verður væntanlega gengið frá samningum við skytturnar Björgvin Hólmgeirsson og Arnar Jón Agnarsson.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK lagði Stjörnuna

    HK-menn báru sigurorð af Stjörnunni í kvöld í fyrsta úrslitaleik liðanna í deildarbikar karla í handbolta. Stjarnan var yfir 11-9 í hálfleik. Augustas Stradzdas skoraði 9 mörk fyrir HK og Tomas Eitutis 8, en David Kekelia skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna og Patrekur Jóhannesson 7. HK getur tryggt sér deildarbikarinn með sigri í öðrum leik liðanna í Garðabæ á laugardaginn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fylkir missir sína sterkustu menn

    Nú er ljóst að Fylkir mun missa sína sterkustu leikmenn en liðið féll nú á vikunum úr DHL-deildinni. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort Fylkir ætli að tefla fram liði í 1. deild karla á næsta ári. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Heimir Örn Árnason, Guðlaugur Arnarsson og Hlynur Morthens gætu vel verið á leið til Stjörnunnar ásamt ÍR-ingnum Ragnari Má Helgasyni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK í úrslit

    HK tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik deildarbikarsins í handbolta karla með öruggum sigri á Fram í oddaleik 31-26 eftir að hafa verið yfir 20-13 í hálfleik. HK mætir Stjörnunni í úrslitaleik keppninnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK lagði Fram

    Tveir leikir fóru fram í deildarbikarkeppni karla í handbolta í kvöld. HK lagði Fram 28-26 eftir að jafnt var í hálfleik 14-14. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði 8 mörk fyrir HK og þeir Tomas Eitutis, Valdimar Þórsson og Augustas Strazdas 5 hver en Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 8 fyrir Fram og Guðjón Drengsson 7. Þá vann Stjarnan góðan sigur á Val 27-23.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn eru Íslandsmeistarar

    Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2007. Liðið tryggði sér sigur í DHL-deildinni með því að leggja Hauka af velli á Ásvöllum, 33-31, en á sama tíma gerði HK 27-27 jafntefli við Akureyri fyrir norðan. Valsmenn hluti 33 stig í deildinni í vetur en HK varð í öðru sæti með 32 stig.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur í lykilstöðu þegar 10 mínútur eru eftir

    Íslandsmeistaratitilinn blasir við Valsmönnum þegar 10 mínútur eru eftir af síðustu umferð DHL-deildar karla í handbolta. Þeir hafa þriggja marka forystu á Hauka, 28-26, og þurfa því að klúðra miklu á lokamínútunum til að missa af Íslandsmeistaratitlinum. HK er einu marki yfir gegn Akureyri fyrir norðan, 21-20.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn í góðri stöðu

    Valsmenn eru komnir með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn í handbolta en liðið hefur þriggja marka forystu, 16-13, þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðsins gegn Haukum á Ásvöllum í DHL-deildinni. HK hefur sömuleiðis yfir gegn Akureyri fyrir norðan, 14-13. Ef Valur sigrar á Ásvöllum í dag er liðið orðið Íslandsmeistari.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Engin úrslitakeppni í handboltanum

    Ársþing Handknattleikssambands Íslands var haldið í kvöld og voru þar nokkrar áhugaverðar breytingatillögur uppi á borðinu. Tillaga Hafnafjarðarliðanna Hauka og FH um fjölgun liða í deildinni og úrslitakeppni var dregin til baka. Mótinu verður þó breytt nokkuð og nánar verður greint frá því hér á Vísi í fyrramálið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan í deildarbikarinn

    Handbolti Stjarnan úr Garðabæ tryggði sér í gær fjórða sæti DHL-deildar karla þegar liðið lagði Akureyri, 35-31, í hreinum úrslitaleik um síðasta sætið sem tryggir sæti í deildarbikarnum að lokinni deildarkeppninni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fylkir og ÍR fallin - Ólafur varði 29 skot í marki Vals

    Gríðarleg spenna var í dag í næst síðustu umferð úrvalsdeildar karla í handbolta. Toppliðin Valur og HK unnu leiki sína því ráðast úrslit í deildinni ekki fyrr en í lokaumferðinni, en Fylkir og ÍR töpuðu leikjum sínum í dag og eru því fallin úr deildinni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn upp að hlið HK

    Valur er kominn aftur upp að hlið HK á toppi DHL-deildar karla eftir að liðið burstaði Íslandsmeistara Fram 29-19 í stórleik kvöldsins. Valur og HK hafa 29 stig á toppnum og ljóst að spennan verður gríðarleg í síðustu umferðunum. Fram er með 22 stig í þriðja sæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK á toppnum

    Þrír leikir fóru fram í DHL deild karla í handbolta í kvöld. HK er eitt á toppnum eftir sigur á ÍR 35-28 á útivelli en ÍR er í botnsæti deildarinnar. Haukar unnu mikilvægan sigur á Stjörnunni 29-21 og fengu mikilvæg stig í botnbaráttunni. Staða Fylkis versnaði til muna eftir að liðið steinlá 31-22 fyrir Akureyri fyrir Norðan.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fylkir lagði Hauka

    Fylkir vann afar mikilvægan 26-24 sigur á Haukum í fallbaráttunni í DHL-deild karla í handbolta í dag. Þá vann botnlið ÍR óvæntan útisigur á Stjörnunni 26-25 og fyrr í dag vann Fram sigur á Akureyri 29-27.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK vann öruggan sigur á Val

    HK komst í dag upp að hlið Vals á toppi DHL-deildar karla með 29-22 sigri á heimavelli í einvígi liðanna. Liðin hafa bæði hlotið 27 stig. Jafnt var á með liðunum í hálfleik en heimamenn stungu af í þeim síðari og unnu öruggan sigur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Uppgjör HK og Vals í Digranesi

    HK tekur á móti Val í DHL-deildinni í dag. Nánast er um að ræða hreinan úrslitaleik í Íslandsmótinu. Valur setur aðra hönd á bikarinn með sigri en HK sprengir mótið í loft upp nái það að landa sigri.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn komnir með tveggja stiga forystu

    Valsmenn náðu í kvöld tveggja stiga forystu í DHL-deild karla í handbolta með því að leggja nýkrýnda bikarmeistara Stjörnunnar örugglega af velli í Laugardalshöllinni, 31-25. Valsmenn voru með yfirhöndina nánast allan leikinn og unnu verðskuldað.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK og Fram skildu jöfn - ÍR lagði Fylki

    HK og Fram gerðu jafntefli, 25-25, í DHL-deild karla í handbolta í dag. Úrslitin þýða að HK er enn á eftir á Valsmönnum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en bæði lið hafa hlotið 25 stig. Valur á hins vegar leik til góða gegn nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnunnar kl. 18 í dag. Í hinum leik dagsins vann ÍR lið Fylkis, 30-29.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Frábær endasprettur tryggði Akureyri sigur

    Haukar máttu þola tap á heimavelli sínum fyrir Akureyri í DHL-deild karla í handbolta í dag, 27-28. Heimamenn fóru afar illa að ráði sínu á lokasprettinum eftir að hafa verið með forystu stærstan hluta leiksins. Akureyri er nú komið með 18 stig og fjarlægist óðum fallbaráttuna en Haukar eru áfram með 12 stig og í bullandi fallbaráttu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar með forystu í hálfleik gegn Akureyri

    Haukar hafa 15-13 forystu gegn Akureyri nú þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í DHL-deild karla í handbolta. Guðmundur Pedersen hefur skorað fimm mörk fyrir Hauka og Nikola Jankovic sömuleiðis fyrir Akureyri. Í DHL-deild kvenna er HK að bursta Gróttu og leiðir 18-10 eftir fyrri hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sigur hjá toppliðunum

    Toppliðin þrjú í DHL-deild karla í handbolta unnu öll leiki sína í dag þegar fjórir leikir voru á dagskrá í deildinni. Valsmenn eru sem fyrr á toppnum eftir 35-29 sigur á Fylki í dag og HK heldur öðru sætinu eftir góðan útisigur á Stjörnunni 26-25.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn á toppinn

    Valsmenn eru einir í efsta sæti DHL-deildar karla í handbolta eftir leiki dagsins. Valur vann góðan sigur á Akureyri 32-28, en á sama tíma gerðu HK-menn jafntefli við Fylki 25-25 í Digranesi. Þá unnu ÍR-ingar óvæntan sigur á Haukum 32-27.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Neitar að greiða dómurunum

    Þorsteinn Rafn Johnsen, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, var foxillur út í þá Gísla Hlyn Jóhannsson og Hafstein Ingibergsson sem dæmdu leik Fram og Stjörnunnar í gær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjörnumenn voru sjálfum sér verstir

    Stjörnumenn drógust aftur úr í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í gær þegar liðið tapaði gegn Íslandsmeisturum Fram á heimavelli, 25-29, í fjörugum og hörðum leik. Stjarnan leiddi með þremur mörkum í leikhléi en kastaði síðan frá sér leiknum með klaufaskap. Stjörnumenn fá tækifæri til hefnda í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Góður sigur hjá Fram

    Framarar unnu sætan sigur 29-25 á Stjörnunni í dhl deild karla í handbolta í dag eftir að hafa verið undir 13-10 í hálfleik. Tite Kalandadze skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna og Roland Eradze varði 20 skot í markinu, en Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 11/6 mörk fyrir Fram og gamla brýnið Zoltan Belanyi skoraði 5 mörk úr 5 skotum í síðari hálfleiknum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK upp að hlið Valsmanna í DHL-deildinni

    HK komst upp að hlið Valsmanna á toppi DHL-deildar karla þegar liðið bar sigurorð af Akureyri í Digranesi í dag, 31-23. Framarar unnu öruggan sigur á ÍR, 43-34, og Stjarnan sigraði Fylki í Garðabænum, 27-24, í öðrum leikjum dagsins.

    Handbolti