Reggie Miller lét Ben Simmons heyra það Það er margir búnir að fá nóg af hrakfallasögu NBA-körfuboltamannsins Ben Simmons og nýjustu fréttirnar fóru illa í einn af mestu keppnismönnum sögunnar. Körfubolti 25. apríl 2022 11:01
Jókerinn enn á lífi en Pelíkanarnir jöfnuðu á móti efsta liðinu Nikola Jokic og félagar í Denver Nuggets unnu loksins leik í einvíginu á móti Golden State Warriors og komu í veg fyrir að Warriors yrðu fyrsta liðið til að komast áfram í aðra umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í ár. Körfubolti 25. apríl 2022 07:30
Joel Embiid spilaði meiddur í nótt og gæti þurft að fara í aðgerð Fjórir leikir voru spilaðir í 8-liða úrslitum úrslitakeppninar í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Nets á í hættu að vera sópað í sumarfrí á meðan Raptors stöðvaði sópinn. Joel Embiid, leikmaður Sixers, spilaði meiddur í tapi Philadelphia 76ers. Körfubolti 24. apríl 2022 09:30
Stærsti ósigur Bulls á heimavelli í sögu úrslitakeppnirnar Það fóru þrír leikir fram í NBA körfuboltanum í nótt. Allir leikir voru jafnir og spennandi nema leikurinn í Chicago. Körfubolti 23. apríl 2022 09:30
Sá verðmætasti strax á leið í sumarfrí eftir stuld á ögurstundu Golden State Warriors eru einum sigri frá því að komast áfram í undanúrslit vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta eftir þriðja sigur sinn á Denver Nuggets í nótt. Körfubolti 22. apríl 2022 07:31
Sólirnar hitalægri þar sem Booker missir af næstu leikjum Devin Booker, stjörnuleikmaður Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta, er tognaður á læri og missir af næstu leikjum liðsins. Ekki er ljóst hvort hann missir af allri fyrstu umferð átta liða úrslita Austurdeildar. Körfubolti 21. apríl 2022 15:20
Embiid mundar sópinn, samheldni Celtics sigraði einstaklingsgæði og DeRozan jafnaði metin gegn Bucks Það fóru þrír frábærir leikir fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. DeMar DeRozan var trylltur er Chicago Bulls jöfnuðu metin gegn meisturum Milwaukee Bucks. Boston Celtic komið 2-0 yfir gegn Brooklyn Nets og Joel Embiid kom Philadelphia 76ers 3-0 yfir gegn Toronto Raptors með flautuþrist í framlengdum leik. Körfubolti 21. apríl 2022 11:00
Kyrie heldur áfram að sanka að sér sektum Kyrie Irving, leikmanni Brooklyn Nets í NBA-deildinni, tókst enn á ný að koma sér í vandræði er Nets tapaði með eins stigs mun gegn Boston Celtics í úrslitakeppninni. Körfubolti 20. apríl 2022 14:47
Miami í toppmálum | Ingram og Morant öflugir er Pelicans og Grizzlies jöfnuðu metin Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Miami Heat er komið 2-0 yfir gegn Atlanta Hawks, New Orleans Pelicans jöfnuðu metin gegn toppliði Phoenix Suns og Memphis Grizzlies jöfnuðu einnig metin gegn Minnesota Timberwolves. Körfubolti 20. apríl 2022 07:30
Nei eða Já: „Þurfa hann eins og súrefni“ Nei eða Já var á sínum stað í Lögmál leiksins. Mögulega voru spurningarnar í auðveldari kantinum enda úrslitakeppnin farin af stað og búið að ræða mörg málefni. Þá var farið yfir hvernig umspilið sæti í úrslitakeppni Subway-deildar karla hefði verið. Körfubolti 19. apríl 2022 12:01
Vill fá LeBron í þáttinn þar sem hann hefur ekkert betra að gera Charles Barkley, fyrrverandi goðsögn í NBA-deildinni, er einn af stjórnendum þáttarins Inside the NBA. Barkley vill fá LeBron James, ofurstjörnu Los Angeles Lakers, í þáttinn þar sem hann hefur ekkert betra að gera fyrst Lakers eru ekki í úrslitakeppninni. Körfubolti 19. apríl 2022 09:30
Varamaðurinn Curry magnaður og Dallas jafnaði metin án Luka Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru farnir að munda sópinn eftir öruggan sigur á Denver Nuggets. Sama má segja um Philadelphia 76ers og þá tókst Dallas Mavericks að jafna metin gegn Utah Jazz. Körfubolti 19. apríl 2022 08:01
Giannis dró vagninn er Milwaukee hóf titilvörnina á sigri Giannis Antetokounmpo skilaði tvöfaldri tvennu í naumum sjö stiga sigri Milwaukee Bucks á Chicago Bulls í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Lokatölur 93-86. Körfubolti 18. apríl 2022 11:45
Jordan Poole leiddi Stríðsmennina til sigurs í endurkomu Curry Úslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hófst í nótt í allri sinni dýrð með fjórum leikjum. Jordan Poole var allt í öllu þegar Golden State Warriors vann góðan 16 stiga sigur gegn Denver Nuggets, 123-107, í fyrsta leik Steph Curry með liðinu í rúman mánuð. Körfubolti 17. apríl 2022 09:31
Hawks og Pelicans seinustu liðin inn í úrslitakeppnina Atlanta Hawks og New Orleans Pelicans urðu í nótt seinustu tvö liðin til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 16. apríl 2022 09:31
Hawks og Pelicans eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni Atlanta Hawks og New Orleans Pelicans eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir að liðin sigruðu sína leiki í nótt. Atlanta vann 29 stiga sigur á Charlotte Hornets, 132-103, og New Orleans-liðið vann tíu stiga sigur á San Antonio Spurs, 113-103. Körfubolti 14. apríl 2022 11:29
LeBron gæti neitað að framlengja við Lakers í von um að vinna titla Eftir skelfingar tímabil Los Angeles Lakers í NBA-deildinni eru orðrómar á kreiki að stórstjarna liðsins, LeBron James, gæti neitað að framlengja samning sinn við félagið í von um að vinna titil annarsstaðar. Körfubolti 13. apríl 2022 09:31
Óaðfinnanlegur Kyrie skaut Nets í úrslitakeppnina | Minnesota fór á flug í fjórða leikhluta Tveir leikir í umspili fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar fóru fram í nótt. Kyrie Irving var frábær í 115-108 sigri Brooklyn Nets á Cleveland Cavaliers. Þá komst Minnesota Timberwolves loks í úrslitakeppnina eftir 109-104 sigur á Los Angeles Clippers. Körfubolti 13. apríl 2022 07:31
Lögmál leiksins: Nei eða já Lögmál leiksins er á dagskrá alla mánudaga á Stöð 2 Sport þar sem helstu NBA sérfræðingar landsins ræða körfuboltann vestanhafs. Í gær voru Kjartan Atli, Sigurður Orri, Tommi Steindórs og Hörður Unnsteins að velta steinum í dagskrárliðnum nei eða já. Körfubolti 12. apríl 2022 08:31
Lögmál leiksins: Eldaði með mygluðu hráefni Frank Vogel var í nótt rekinn frá LA Lakers eftir slakt gengi liðsins á tímabilinu í NBA deildinni. Liðið missti af úrslitakeppninni og endaði í 11. sæti vesturdeildar. Brottrekstur Vogel verður meðal umræðuefna í Lögmálum leiksins sem verða á dagskrá klukkan 20:40 á Stöð 2 Sport 2. Körfubolti 11. apríl 2022 16:30
Fékk 40 milljónir króna á 8 sekúndum Jrue Holiday, leikmaður Bucks, er 306 þúsund dollurum ríkari í dag en í gær en það jafngildir tæplega 40 milljónum króna. Holiday er með bónus ákvæði í samningi sínum við Bucks sem varð virkt eftir að hann spilaði í átta sekúndur gegn Cleveland Cavaliers í nótt. Körfubolti 11. apríl 2022 16:01
Doncic gæti misst af leikjum í úrslitakeppninni Lokaumferð NBA deildarinnar fór fram í nótt þar sem öll lið áttu leiki. Luka Doncic, leikmaður Mavericks neyddist til að fara meiddur af leikvelli í sigri liðsins. Hér má finna öll helstu úrslit næturnar í vestur hluta deildarinnar. Körfubolti 11. apríl 2022 08:31
Úrslit næturinnar í NBA Lokaumferðin í deildarkeppni NBA deildarinnar var leikin í nótt þar sem öll lið deildarinnar spiluðu. Hér má sjá öll úrslit austurhluta deildarinnar og hvaða lið munu mætast í úrslitakeppninni. Körfubolti 11. apríl 2022 07:30
Lokadagur NBA deildarinnar í dag: Þetta getur gerst Síðasti leikdagur NBA tímabilsins er í kvöld og nótt. Margt getur enn breyst og eru einvígi úrslitakeppninnar ekki enn klár. Öll lið deildarinnar spila leik í kvöld. Körfubolti 10. apríl 2022 16:15
Tímabilið búið hjá LeBron James Einn besti körfuboltamaður heims, LeBron James, hefur lokið kepni í NBA deildinni þetta árið vegna meiðsla. Körfubolti 9. apríl 2022 11:45
NBA í nótt: Nets upp fyrir Cavaliers Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og flestar nætur þessi dægrin því úrslitakeppnin nálgast. Brooklyn Nets unnu mikilvægan sigur á Cleveland Cavaliers í austurdeildinni. Körfubolti 9. apríl 2022 09:30
Liðsheildin hjá meisturunum skilaði sigri, magnaður Edwards og Jókerinn sá fyrsti í sögunni Alls fóru sjö leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Meistarar Milwaukee Bucks unnu góðan sigur á Boston Celtics og Anthony Edwards skoraði 49 stig í sigri Minnesota Timberwolves. Körfubolti 8. apríl 2022 12:46
Clippers vann toppliðið, Nautin töpuðu þriðja leiknum í röð og Durant sökkti Knicks Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers lagði besta lið deildarinnar - Phoenix Suns – á meðan Boston Celtics unnu stórsigur á Chicago Bulls og Brooklyn Nets vann borgarslaginn gegn New York Knicks. Körfubolti 7. apríl 2022 07:31
Eigandi LA Clippers er ríkasti eigandi íþróttafélags í heiminum Steve Ballmer, eigandi NBA körfuboltafélagsins Los Angeles Clippers er ríkasti eigandi íþróttafélags í heiminum samkvæmt nýrri úttekt hjá Forbes. Körfubolti 6. apríl 2022 12:00
Kareem Abdul-Jabbar bað LeBron James afsökunar Kareem Abdul-Jabbar er stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi en LeBron James nálgast og er líklegur til að bæta metið á næstu árum. Fyrir vikið vakti það mikla athygli þegar Abdul-Jabbar gagnrýndi James opinberlega á dögunum. Körfubolti 6. apríl 2022 10:31