Syrgir fimmtán mánaða son sinn Þungavigtarboxarinn og fyrrverandi UFC-meistarinn Francis Ngannou syrgir nú fimmtán mánaða son sinn, Kobe, sem lést. Sport 30. apríl 2024 08:00
Conor McGregor berst aftur í UFC Conor McGregor mun snúa aftur í átthyrnda búrið eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Hann berst við Michael Chandler á UFC 303 í Las Vegas þann 29. júní. Sport 14. apríl 2024 11:31
Sakaður um að hóta að drepa starfskonu lyfjaeftirlitsins Bardagakappinn Jon Jones, þungavigtarmeistari í UFC, hefur verið kallaður fyrir rétt í kjölfar þess að hann var sakaður um að hóta starfskonu lyfjaeftirlitsins lífláti. Sport 7. apríl 2024 23:31
„Verð dæmdur fyrir þetta restina af ævi minni“ Fyrir rétt rúmu ári síðan, á gamlárskvöld árið 2022 var Dana White, forseti UFC sambandsins myndaður vera að slá eiginkonu sína, Anne White, ítrekað utanundir í veislu á bar í Mexíkó. Í hlaðvarpsþætti á vegum ESPN, sem nú hefur verið birtur, gerir hann málið upp. Sport 28. mars 2024 13:30
Lét húðflúra bitfarið á handlegginn á sér Bardagamaðurinn Andre Lima gerði gott úr því að vera bitinn í búrinu í UFC bardaga um helgina og fékk mjög sérstakan bónus fyrir vikið. Sport 25. mars 2024 10:30
Sættust á 45 milljarða skaðabætur til fyrrum UFC bardagakappa Sátt náðist í kærumáli sem 1215 fyrrum blandaðir bardagaíþróttamenn stefndu gegn Ultimate Fighting Champion bardagasamtökunum. Sport 21. mars 2024 19:45
McGregor staðfestir endurkomu sína í UFC Það virðist allt stefna í að írski vélbyssukjafturinn Conor McGregor, goðsögn í sögu UFC sambandsins, muni stíga aftur inn í bardagabúrið í sumar. McGregor segir samkomulag hafa náðst við UFC um að hann komi fram á bardagakvöldi sambandsins í sumar. Sport 21. mars 2024 17:45
Tárvot goðsögnin vöknuð eftir að hafa bjargað lífi foreldra sinna Mark Coleman, meðlimur í frægðarhöll UFC-sambandsins, er kominn til meðvitundar og í stöðugu ástandi eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús og svæfður vegna áverka sem hann hlaut við að bjarga foreldrum sínum út úr brennandi húsi. Sport 15. mars 2024 13:31
Berst fyrir eigin lífi eftir að hafa bjargað lífi foreldra sinna Mark Coleman, meðlimur í frægðarhöll UFC-sambandsins, berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að hafa hlotið slæma reykeitrun í kjölfar þess að hafa drýgt mikla hetjudáð og bjargað móður sinni og föður út úr brennandi húsi. Sport 13. mars 2024 10:26
Slagsmál brutust út meðal áhorfenda: „Aldrei séð svona rugl á ævinni“ Öryggisgæsla var hvergi sjáanleg þegar slagsmál brutust út meðal áhorfenda á bardagakvöldi UFC í Mexíkóborg. Dana White sagðist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. Sport 25. febrúar 2024 12:30
Zuckerberg í horninu á UFC-bardaga Eigandi Facebook, Mark Zuckerberg, brá sér í nýtt hlutverk um nýliðna helgi. Sport 20. febrúar 2024 14:00
„Ef þú ert enn með pung þá bíð ég eftir þér á Spáni“ Ilia Topuria varð í nótt fyrsti Spánverjinn til að vinna titil í UFC. Eftir sigurinn skoraði hann á Conor McGregor og sagðist munu bíða eftir honum á Spáni. Sport 18. febrúar 2024 10:01
Rak þjálfarann í miðju viðtali viku fyrir bardaga Henry Cejudo berst við Merab Dvalishvili á UFC 298 bardagakvöldinu í Kaliforníuríki næsta sunnudag. Í kynningarmyndbandi fyrir kvöldið, sem kom út í gær, ákvað Cejudo að reka þjálfara sinn í miðju viðtali. Sport 12. febrúar 2024 17:30
Conor leikur í endurgerð Roadhouse Írska bardagakappanum Conor McGregor er ýmislegt til lista lagt. Nú hefur hann leikið í bíómynd. Sport 26. janúar 2024 14:15
Conor lofar stórum tíðindum eftir að hann hitti Ronaldo Írski bardagakappinn Conor McGregor segir að stórra tíðinda sé að vænta eftir að hann hitti fótboltastjörnuna Cristiano Ronaldo. Sport 27. desember 2023 09:01
Vill mæta öðrum þungavigtarboxara eftir að hafa slegið Fury niður Francis Ngannou er fullur sjálfstrausts eftir að hafa slegið Tyson Fury niður í bardaga þeirra og vill núna að berjast við annan þekktan þungavigtarboxara. Sport 5. desember 2023 16:31
Conor íhugar forsetaframboð Conor McGregor hefur gefið í skyn að hann muni bjóða sig fram til forseta Írlands í næstu kosningum. Sport 5. desember 2023 11:00
Harðlega gagnrýndur fyrir að stöðva ekki bardaga: „Líf fólks er í húfi“ Dana White, forseti UFC, er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt dómara harðlega fyrir að vera of lengi að stöðva bardaga Jalins Turner og Bobbys Green um helgina. Sport 4. desember 2023 13:30
Segir að samband Swifts og Kelces sé hundrað prósent feik Bardagakonan fyrrverandi og núverandi OnlyFans fyrirsætan Paige VanZant varpaði fram kenningu um samband tónlistakonunnar Taylors Swift og NFL-leikmannsins Travis Kelce. Sport 1. desember 2023 10:00
Græddi meira á OnlyFans en fyrir að vinna bardaga í UFC Argentínsk bardagakonan græddi meira í gegnum OnlyFans aðgang sinn en fyrir að vinna bardaga í UFC. Sport 28. nóvember 2023 09:01
McGregor segir Gunnar eiga heiðurinn af karatestílnum Conor McGregor svaraði aðdáendum sínum á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í gær. Írinn ógurlegi nefndi þar Gunnar Nelson sem mikinn áhrifavald á sínum ferli. Sport 16. nóvember 2023 07:01
„Þá voru þetta bara nokkrir karatestrákar“ Bardagakappinn Gunnar Nelson segir blandaðar bardagalistir vera á sífelldri uppleið hér á landi. Hann bíður þess að ungir bardagamenn taki við af honum keflinu. Sport 5. nóvember 2023 10:01
Fimmtug mamma rotaði fyrrverandi tengdadóttur sína í bardaga Pólverjar eru þekktir fyrir að skipuleggja skrítna bardagaviðburði og einn sá furðulegasti fór fram um helgina. Sport 30. október 2023 10:32
Stefán ætlar að verða betri en Gunnar Nelson: „Ég held með honum“ Stefán Fannar Hallgrímsson er einn efnilegasti glímumaður landsins um þessar mundir. Hann setur markið hátt, ætlar sér að verða betri glímumaður en brautryðjandinn Gunnar Nelson, ætlar sér að verða með þeim bestu í heimi. Sport 30. október 2023 08:00
„Er þetta það sem við viljum? Að búa til stærri og meiri skrímsli“ Óljóst er á þessari stundu hvenær Gunnar Nelson stígur á ný inn í bardagabúrið á vegum UFC og segir hann nýjustu vendingar hjá sambandinu, er snúa að viðskilnaði við bandaríska lyfjaeftirlitið (USADA) ekki vera skemmtilegar fréttir. Sport 24. október 2023 07:31
Léttist um tólf kg á ellefu dögum fyrir bardaga Ástralski bardagakappinn Alexander Volkanovski léttist gríðarlega mikið á skömmum tíma fyrir viðureign sína gegn Islam Makhachev. Sport 23. október 2023 14:00
Læknamistök ógildu UFC bardaga Ankalaev og Walker Engin niðurstaða fékkst úr bardaga Magomed Ankalaev og Johnny Walker á bardagakvöldi UFC í Abu Dhabi um helgina og það af mjög sérstakri ástæðu. Sport 23. október 2023 10:20
Tveir tvöfaldir Íslandsmeistarar | Edda Falak vann hvítbeltingaflokkinn Kristján Helgi Hafliðason (<100,5 kg.) og Hekla María Friðriksdóttir (<74 kg.) eru bæði tvöfaldir meistarar eftir að hafa unnið eigin þyngdarflokka sem og opnu flokkana á Íslandsmeistaramótinu í brasilísku Jiu-Jitsu. Edda Falak varð Íslandsmeistari í <64 kg. hvítbeltingaflokki kvenna. Sport 22. október 2023 15:02
UFC með augastað á nýjum bardagakappa Dana White sagðist vera að íhuga að semja við Michael 'Venom' Page eftir að breski Bellatorbardagakappinn var viðstaddur bardagakvöld UFC í Abu Dhabi. Sport 22. október 2023 09:59
McGregor ekki ákærður fyrir kynferðisbrot Írski UFC bardagakappinn Conor McGregor verður ekki ákærður í máli þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot á leik í NBA deildinni í Flórída í júní fyrr á þessu ári. Sport 19. október 2023 12:30