Snorri valinn á lista 20 undir 30 hjá tímaritinu IQ Plötusnúðurinn og tónleikahaldarinn Snorri Ástráðsson hefur verið að gera góða hluti í tónleikaheiminum að undanförnu. Tónlistartímaritið IQ Magazine valdi hann á 20 undir 30 lista yfir þá sem þykja skara fram úr. Blaðamaður ræddi við Snorra um spennandi vegferð hans. Tónlist 27. ágúst 2024 07:00
Ríflega þúsund manns skemmtu sér í bílakjallara Það var gríðarlegt fjör í bílakjallara Grósku á Menningarnótt á viðburðinum Rvk X. Samanlagt mættu um 1100 gestir. Tíska og hönnun 26. ágúst 2024 20:02
Valin á lista efstu tuttugu hjá Norðurlöndunum Í síðastliðinni viku birtu útflutningsskrifstofur Norðurlandanna lista yfir þau 20 undir þrítugu sem skara fram úr í tónlistariðnaðinum. Gabríel Ólafsson og Klaudia Gawryluk hljóta þessa viðurkenningu frá Íslandi í ár. Tónlist 26. ágúst 2024 16:51
Helgi Björns með splunkunýtt tónlistarmyndband Tónlistarmaðurinn sívinsæli Helgi Björnsson var að senda frá sér lagið Í faðmi fjallanna ásamt tónlistarmyndbandi sem má sjá hér í pistlinum. Lagið er úr nýju íslensku kvikmyndinni Ljósvíkingar en Helgi fer einmitt með hlutverk í henni. Tónlist 26. ágúst 2024 14:46
Chappell Roan biður um frið: „Konur skulda ykkur ekki skít“ Tónlistarkonan og rísandi stjarnan Chappell Roan hefur átt viðburðaríkt sumar og er í dag ein vinsælasta tónlistarkona í heimi með smelli á borð við Good luck babe og Hot to go. Velgengnin og frægðin sem henni fylgir er þó ekki alltaf tekin út með sældinni. Tónlist 26. ágúst 2024 14:02
Þriggja daga ævintýralegt brúðkaup á Amalfi Breski leikarinn Ed Westwick og leikkonan Amy Jackson giftu sig við glæsilega athöfn á ítölsku eyjunni Amalfi um helgina. Brúðkaupið stóð yfir í þrjá daga og var ævintýri líkast. Lífið 26. ágúst 2024 13:01
Aron Can með stóra tónleika erlendis Rapparinn Aron Can kemur fram í Pumpehuset í Kaupmannahöfn í október. Tónleikarnir voru tilkynntir af alþjóðlega tónleikafyrirtækinu All Things Live sem hefur sett upp tónleika með heimsfrægu tónlistarfólki. Tónlist 26. ágúst 2024 10:25
Alien Romulus: Ungmenna Alien Þrátt fyrir misjafnar viðtökur áhorfenda á síðustu tveimur Alien-myndum eru þau hjá 20th Century (Fox) hvergi að baki dottin og hafa nú sent frá sér nýja mynd í Alien-bálknum, Alien: Romulus. Endurnýjunin er töluverð; nýr leikstjóri, leikarar og höfundar. Gagnrýni 25. ágúst 2024 10:43
Birgitta, Bjartmar, Patrik og fleiri fóru á kostum Menningarnæturtónleikar Bylgjunnar fóru fram í Hljómskálagarðinum í gær. Tónleikarnir voru í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi en horfa má á klippur af tónleikunum hér fyrir neðan. Lífið 25. ágúst 2024 09:03
Harmonikkan er alls staðar að slá í gegn Vinsældir harmonikkunnar, sem hljóðfæris eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um ungt fólk, sem lærir á harmonikku og þá hefur eldri kynslóðin ekki síður gaman af hljóðfærinu. Fréttamaður hitti nokkra flotta hljóðfæraleikara, sem stofnuðu nýlega hljómsveit þar sem harmonikkan er í aðalhlutverki. Lífið 24. ágúst 2024 20:07
„Vonum að þetta sé ekki síðasti sumardagurinn“ Dagskrá Menningarnætur var sett af stað með pompi og prakt í hádeginu þar sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri opnaði hátíðina formlega. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg segir dagskránna í dag vera þá veglegustu og hvetur fólk til að vera ekkert að bíða eftir kvöldinu og drífa sig niður í miðbæ. Innlent 24. ágúst 2024 12:18
Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér „Ég er að ögra mér á margan hátt til að taka breytingum, því ég finn að það er eitthvað tímabil í mínu lífi núna sem er að klárast, það er búið,“ segir myndlistarmaðurinn Anna Rún Tryggvadóttir sem er með þrjár stórar sýningar í gangi um þessar mundir og sýnir verk sín bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður ræddi við Önnu Rún um listina og lífið. Menning 24. ágúst 2024 07:02
Hafþór ekki lengur vinsælasti Íslendingurinn á Instagram Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur tekið fram úr aflraunamanninum Hafþóri Júlíusi Björnssyni sem vinsælasti Íslendingurinn á samfélagsmiðlinum Instagram. Laufey er nú með rétt rúmlega 4,4 milljónir fylgjenda en Hafþór er með 4,3 milljónir. Lífið 23. ágúst 2024 14:02
Myndaveisla: Suðræn stemning og hlátrasköll Íslenska gamanþáttaröðin Flamingo bar var frumsýnd í Bíó Paradís í gærkvöldi. Húsfyllir var á frumsýningunni og góð stemning meðal gesta sem voru hvattir til að mæta í sumarlegum klæðnaði. Lífið 23. ágúst 2024 12:34
Jökull leikur sjálfan sig í Glæstum vonum: „Þetta er kannski meira í gríni gert“ Jökull Júlíusson söngvari hljómsveitarinnar Kaleo segir það hafi verið skemmtilegt ævintýri að leika sjálfan sig í sápuóperunni Glæstum vonum. Hann fékk boð um hlutverkið í þáttunum eftir að hafa komið fram í veislu hjá Andrea Bocelli. Lífið 22. ágúst 2024 13:17
Haustinu fagnað með tónleikum á Kaffi Flóru Önnur tónleikaröð Kaffi Flóru í Laugardalnum í tilefni haustsins hefst í dag þegar Hipsumhaps stígur á svið. Eigandi kaffihússins segir Kaffi Flóru bjóða upp á einstaka stemningu þar sem blóm umlykja tónleikagesti á meðan tónleikum stendur. Tónlist 22. ágúst 2024 07:02
Kaleo sló í gegn hjá Jimmy Kimmel Stórhljómsveitin Kaleo steig á svið í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi. Sveitin flutti þar lag sitt Rock N Roller, sem kom út fyrr á þessu ári. Lífið 21. ágúst 2024 14:54
Segir fitubúninginn hafa bjargað Breski stórleikarinn Ian McKellen segir að fitubúningur, sem hann klæddist til að leika Shakespeare-persónuna Falstaff, hafi bjargað honum þegar hann datt af leiksviði í Lundúnum í júní. Áverkarnir hefðu verið mun verri hefði hann ekki klæðst búningnum. Lífið 21. ágúst 2024 07:36
Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Leikkonan Ásthildur Úa Sigurðardóttir bætist í hóp glæsilegra einhleypra kvenna. Nýverið slitnaði upp úr sambandi Ásthildar og iðnmeistarans Þóris Hlyns Ríkharðssonar. Saman eiga þau eina dóttur. Lífið 20. ágúst 2024 16:42
Helgi Björns ber sig ekki eins vel milli ára Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarformaður Eimskips er efstur á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins, annað árið í röð. Á listanum er að finna mörg kunnugleg nöfn, meðal annars Siggu Beinteinsdóttur söngkonu, Steinda jr. grínista og Örn Árnason leikara. Helgi Björnsson tónlistarmaður fer úr sæti næsttekjuhæsta listamannsins og niður í 26. sæti, miðað við greitt útsvar. Lífið 20. ágúst 2024 16:24
„Smá eins og maður sé allsber fyrir framan alþjóð“ „Ég fæ innblástur með því að staldra við, líta í kringum mig og taka inn öll litlu smáatriðin sem maður er svo gjarn á að líta fram hjá út af stressi og hraða,“ segir ljósmyndarinn Kári Sverrisson sem stendur fyrir sýningunni Being me sem opnar á Menningarnótt. Blaðamaður ræddi við Kára. Menning 20. ágúst 2024 11:31
Snerting tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Snerting, kvikmynd Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Myndin er ein af sex sem tilnefndar eru en tilnefningarnar voru gerðar opinberar á Alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugesund. Bíó og sjónvarp 20. ágúst 2024 11:27
„Þetta var fullkomið og auðvitað sagði ég já“ Alexandra Friðfinnsdóttir átti ógleymanlega stund á tónlistarhátíðinni Sziget í Búdapest þegar kærastinn hennar Magnús Jóhann fór á skeljarnar. Hjúin eru miklir tónlistarunnendur og fékk Magnús eina af þeirra uppáhalds hljómsveitum í lið með honum. Blaðamaður ræddi við Alexöndru um þessa einstöku trúlofun. Lífið 20. ágúst 2024 07:01
Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. Innlent 19. ágúst 2024 22:06
Jökull í Kaleo í Glæstar vonir Jökull Júlíusson söngvari Kaleo mun verða í gestahlutverki í einum frægustu sápuóperuþáttum veraldar, Glæstum vonum. Hann mun flytja eitt af frægustu lögum sveitarinnar í þættinum, Way Down We Go. Bíó og sjónvarp 19. ágúst 2024 16:50
Nýdönsk og ADHD fá hvorar tvær milljónirnar Fimmtudaginn 15. ágúst hélt Tónlistarmiðstöð athöfn til að heiðra styrkhafa seinni úthlutunar Tónlistarsjóðs 2024 en þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr öllum deildum nýs Tónlistarsjóðs. Margt var um manninn og ýmis þekkt andlit létu sjá sig. Tónlist 19. ágúst 2024 16:00
Spjótin hætta ekki að beinast að Blake Lively Spjótin beinast enn og aftur að Hollywood leikkonunni Blake Lively á samfélagsmiðlum. Í þetta skiptið fyrir ummæli sem hún lét falla um trans fólk árið 2012. Leikkonan hefur undanfarna daga og vikur verið undir smásjá netverja vegna einkennilegrar markaðssetningar hennar á bíómyndinni It Ends With Us sem nú er í kvikmyndahúsum. Lífið 19. ágúst 2024 15:10
15 íslenskar þáttaraðir á Stöð 2 í haust Haustdagskrá Stöðvar 2 lítur brátt dagsins ljós þar sem 15 innlendar þáttaraðir verða frumsýndar, ýmist vinsælar þáttaraðir sem snúa aftur eða glænýtt efni af ýmsum toga. Lífið samstarf 19. ágúst 2024 10:22
„Þjóðarmorðið í Palestínu hefur sameinað þær“ Mæður gegn morðum er bók um hundrað baráttukonur sem Alda Lóa Leifsdóttir hefur bæði myndað og tekið viðtöl við. Konurnar eru af ólíkum stéttum og úr ólíkum kimum samfélagsins en eiga það sameiginlegt að hafa síðustu mánuði tekið þátt í mótmælum, samstöðufundum og öðrum aðgerðum til stuðnings íbúum í Palestínu. Lífið 18. ágúst 2024 18:01
Alain Delon látinn Franska kvikmyndastjarnan Alain Delon er látinn, 88 ára að aldri. Lífið 18. ágúst 2024 09:44