Framkvæmdastjóri og fjármálastjóri Forlagsins segja upp Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri útgáfufyrirtækisins Forlagið, og Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, hafa sagt störfum sínum lausum. Þau hafa starfað hjá fyrirtækinu frá stofnun fyrirtækisins árið 2007. Viðskipti innlent 3. febrúar 2023 10:23
Rafmögnuð stemning í Kópavogi í kvöld „Vörpunarverk Þórönnu er eitt stærsta og viðamesta verkefnið á hátíðinni í ár en áralöng hefð er fyrir því að varpa nýju verki á kirkjuna á Vetrarhátíð,“ segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefna- og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi en glæsileg dagskrá Vetrarhátíðar hefst í kvöld klukkan 18 þegar verki Þórönnu Björnsdóttur verður varpað á austurhlið Kópavogskirkju. Lífið samstarf 3. febrúar 2023 08:52
Fjórða fálkaorðan í fjölskylduna og framhald á Verbúð „Já, ég get alveg sagt að við erum á fullu að undirbúa, hugsa og pæla fyrir einhverskonar ákveðnu framhaldi,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir sposk á svip aðspurð út í framhald á sjónvarpsseríunni Verbúð. Lífið 3. febrúar 2023 06:00
Fjórði þáttur af Körrent: Bassi Maraj og Guðjón Smári Fjórði þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. Lífið 2. febrúar 2023 20:01
Í skýjunum eftir óvænta Hollywood-heimsókn Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster og eiginkona hennar voru í skýjunum með heimsókn á Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit. Óvissa er um framtíð safnsins en safnstýran, sem er einnig í skýjunum með heimsóknina, vonast til þess að hin óvænta heimsókn frá Hollywood muni verða safninu til heilla. Lífið 2. febrúar 2023 15:51
„Ég vildi bara prófa eitthvað öðruvísi” Hin breska Caitlin Krause hefur vakið töluverða athygli hér á landi fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþáttunum Ice Cold Catch sem sýndir eru á Stöð 2. Caitlin, sem er 27 ára gömul, yfirgaf starf sitt sem skipsþerna á ofursnekkju í Miðjarðarhafinu til að freista gæfunnar á sjónum við strendur Íslands á línubátnum Páli Jónssyni. Lífið 2. febrúar 2023 15:40
Óttast að illa verði komið fyrir húsvernd með sameiningu Sviðsstjóri hjá Minjastofnun er hræddur um að illa verði komið fyrir húsvernd í landinu ef Minjastofnun verður undirsvið í mun stærri stofnun. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið starfsfólks Minjastofnunar í sameiningarferlinu. Minjavernd eigi miklu frekar heima í ráðuneyti menningarmála. Innlent 2. febrúar 2023 13:08
Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja á morgun Nú styttist óðum í að ný Idolstjarna Íslands verði krýnd en aðeins fjórir keppendur standa eftir; Saga Matthildur, Kjalar, Bía og Símon Grétar. Lífið 2. febrúar 2023 10:28
Pólitískur rétttrúnaður og aðför að málfrelsinu mjög hættuleg þróun Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður hóf störf á Morgunblaðinu í dag og lýsir því þar með sé hún komin heim. Það er, eftir um átta ára ferðalag á önnur mið; hún starfaði á Fréttablaðinu 2014-2022. Nú stendur til að taka þátt í umræðunni og halda borgaralegum gildum á lofti. Innlent 2. febrúar 2023 08:55
Sjónvarpsrýni: Endurvinnsla og máttleysi Það gefst ekki alltaf tími til að skrifa ítarlega dóma um allt sem fyrir augu ber sjónvarpinu. Heiðar Sumarliðason fer því yfir nokkrar nýlegar þáttaraðir á hundavaði. Gagnrýni 2. febrúar 2023 07:01
Beyoncé tilkynnir um tónleikaferðalag Bandaríska stórsöngkonan Beyoncé kemur til með að leggja land undir fót í sumar. Hún tilkynnti í dag um að í maí hæfist tónleikaferðalag hennar um Evrópu og Norður-Ameríku. Lífið 1. febrúar 2023 22:40
Ozzy Osbourne hættur að túra í bili Breski söngvarinn Ozzy Osbourne hefur hætt við tónleikaferðalag sitt til Evrópu. Hann segir líkama sinn ekki geta höndlað ferðalagið en hann er enn að jafna sig eftir slys sem hann lenti í árið 2019. Lífið 1. febrúar 2023 14:34
Tilkynnti áhorfendum að hann hefði kúkað í buxurnar á miðjum tónleikum „Ég kúkaði á mig uppi á sviði í Brussel,“ rifjar tónlistarmaðurinn Mugison upp, aðspurður hvert sé vandræðalegasta augnablik sem hann hafi upplifað uppi á sviði. Lífið 1. febrúar 2023 14:31
Heldur Óskarstilnefningu þrátt fyrir óeðlileg afskipti Breska leikkonan Andrea Riseborough fær að halda tilnefningu sinni til Óskarsverðlauna þrátt fyrir að vísbendingar séu uppi um óeðlileg afskipti af tilnefningarferlinu. Riseborough er tilnefnd til verðlauna fyrir Besta leik í aðalhlutverki fyrir mynd sem vakti litla athygli þegar hún kom út. Bíó og sjónvarp 1. febrúar 2023 12:29
Myndaveisla frá hátíðarforsýningu Napóleonsskjalanna Í gær fór fram sérstök hátíðarforsýning á kvikmyndinni Napóleonsskjölin. Forsetahjónin mættu og fögnuðu með aðstandendum kvikmyndarinnar. Lífið 1. febrúar 2023 11:15
Þættir Dr Phil senn á enda Sögu spjallþátta bandaríska sjónvarpsmannsins Dr Phil er senn á enda eftir framleiðslu 21 þáttaraðar. Lífið 1. febrúar 2023 07:45
Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. Innlent 31. janúar 2023 22:31
Alec Baldwin ákærður fyrir manndráp af gáleysi Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í ákærunni er Baldwin gefið að sök að hafa brotið fjölda laga er hann miðaði byssu í átt að kvikmyndatökustjóranum Halyna Hutchins við tökur á kvikmyndinni Rust. Skot úr byssunni hæfði Hutchins sem lét lífið. Erlent 31. janúar 2023 21:46
Ólafur Kjartan söng í Royal Opera House: „Stór stund fyrir mig“ Ólafur Kjartan Sigurðarson segir ákveðinn draum hafa ræst þegar hann söng í verkinu Tannhäuser á stóra sviði Royal Opera House í Covent Garden, London síðastliðið sunnudagskvöld. Blaðamaður ræddi við hann um viðburðaríkt líf hans. Tónlist 31. janúar 2023 15:30
Jaafar Jackson fetar í fótspor frænda í nýrri kvikmynd Hinn 26 ára gamli Jaafar Jackson mun feta í fótspor föðurbróður síns, Michael Jackson, í kvikmynd sem gera á um lífshlaup poppkóngsins. Bíó og sjónvarp 31. janúar 2023 11:48
Sameinuð með tónlist og himinháum kostnaði Slagorð Eurovision keppninnar sem haldin verður í Liverpool í ár, hefur verið afhjúpað og útlit keppninnar sömuleiðis. Kostnaður Breta við keppnina gæti numið meira en þremur milljörðum íslenskra króna. Tónlist 31. janúar 2023 11:45
Listir, stjórnmál og atvinnulíf mætast í tökum BBC í Tjarnarbíói Fjölbreytt blanda merkra Íslendinga munu sitja fyrir svörum við upptökur á útvarpsþætti breska ríkisútvarpsins „World Questions“ í Tjarnarbíói þann 7. febrúar næstkomandi. Menning 31. janúar 2023 09:42
Söngkeppnin sem olli straumhvörfum í lífi Birgittu Haukdal Birgitta Haukdal var gestur í þriðja þætti af Körrent þar sem hún ræddi meðal annars um dómarastarfið í Idolinu og söngferilinn. Þá var hún meðal annars spurð hvað hefði skipt sköpum í hennar ferli. Lífið 30. janúar 2023 20:00
Tíu ár af Fáðu já Í dag eru nákvæmlega 10 ár síðan Fáðu já-stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs var frumsýnd í Bíó Paradís og síðan í öllum skólum á landinu. Myndin hlaut gríðarlega athygli og var um hana fjallað í flestum fjölmiðlum, beinar útsendingar voru frá frumsýningu og sýningum í skólum og mikil umræða skapaðist í samfélaginu. Skoðun 30. janúar 2023 17:01
Jóhanna Guðrún og Þórdís frumsýndu Chicago á Akureyri Leikfélag Akureyrar, í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, frumsýndi um helgina söngleikinn Chicago í Samkomuhúsinu. Lífið 30. janúar 2023 15:03
„Þetta er náttúrulega bara rugl“ Hinn 24 ára gamli Guðjón Smári kvaddi Idol keppnina á föstudag. Hann heillaði dómara og áhorfendur strax frá fyrstu prufu. Lífið 30. janúar 2023 13:31
Uppgötvaði líkamann sinn upp á nýtt „Innblásturinn fyrir verkið er þessi magnaði líkami sem við eigum,“ segir dansarinn Þyri Huld Árnadóttir, sem frumsýnir verkið Hringrás næstkomandi föstudag. Er um að ræða dansverk til heiðurs kvenlíkamanum en verkið samtvinnar myndlist, tónlist og dans, sem mynda heildræna hringrás. Menning 30. janúar 2023 12:00
„Eins og að setja startvökva á gamla díselvél“ Sunna Dís Másdóttir rithöfundur var sigursæl í liðinni viku eftir að hún hlaut hinn svonefnda Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir frumsamið ljóð. Tekið var hús á henni í Gröndalshúsi í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur, þar sem rithöfundar ýmsir hafa aðsetur í góðu yfirlæti. Innslagið má sjá í Íslandi í dag hér að ofan og hefst á níundu mínútu. Menning 30. janúar 2023 08:46
Leikkonan Lisa Loring úr Addams-fjölskyldunni látin Bandaríska leikkonan Lisa Loring, sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk Wednesday Addams í sjónvarpsþáttum um Addams-fjölskylduna frá árinu 1964, er látin. Hún varð 64 ára gömul. Lífið 30. janúar 2023 07:47
Leikkonan Annie Wersching er látin Leikkonan Annie Wersching lést í dag aðeins 45 ára gömul. Hún var þekktust fyrir leik sinn í þáttunum 24, Bosch og Timeless. Dánarorsök var krabbamein. Lífið 29. janúar 2023 21:16
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið