„Þegar Real Madrid spilar úrslitaleiki þá vinna þeir“ Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, var ótvíræður maður leiksins í sigri liðsins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Liverpool í París í kvöld. Hann var eðlilega í skýjunum að leik loknum. Fótbolti 28. maí 2022 22:31
Real Madrid Evrópumeistari í fjórtánda sinn Real Madrid er Evópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn í sögunni eftir 1-0 sigur gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evópu í París í kvöld. Fótbolti 28. maí 2022 21:34
Finna til mikillar ábyrgðar Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool og Real Madrid eigast við fer fram í kvöld. Hérlendis má finna fjölda stuðningsmanna Liverpool sem vona ekkert heitar en að lið þeirra vinni. Fótbolti 28. maí 2022 20:09
Fæddist í flóttamannabúðum en leikur nú til úrslita í Meistaradeild Evrópu Eduardo Camavinga mun að öllum líkindum koma við sögu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þegar Real Madríd mætir Liverpool. Það er með hreinum ólíkindum ef horft er til þess að hann fæddist í flóttamannabúðum í Angóla síðla árs 2002. Fótbolti 28. maí 2022 11:31
Klopp hefur áhyggjur af grasinu: „Vona að enginn skrifi um að Klopp sé að væla yfir vellinum“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, virðist hafa áhyggjur af ástandinu á grasinu á Stade de France þar sem úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld þegar Liverpool mætir Real Madrid. Hann gerir sér þó grein fyrir því að það hafi áhrif á bæði lið og vonar að fólk haldi ekki að hann sé að væla yfir vellinum. Fótbolti 28. maí 2022 09:01
Stade de France fær nýtt gras fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Vallarstarfsmenn á Stade de France hafa í vikunni unnið hörðum höndum að því að leggja nýtt gras á völlinn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer þar fram annað kvöld. Fótbolti 27. maí 2022 23:15
Mané gefur svar um framtíðina eftir úrslitaleikinn: „Þið fáið allt sem þið viljið heyra þá“ Sadio Mané, sóknarmaður Liverpool, segir að hann muni gefa „sérstakt“ svar um framtíð sína hjá félaginu eftir leik liðsins gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Enski boltinn 27. maí 2022 22:00
Klopp flutti góðar fréttir fyrir Liverpool-menn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir útlitið gott varðandi miðjumennina Fabinho og Thiago fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Fótbolti 27. maí 2022 17:15
Tilbúinn að fórna öllu fyrir sigur, jafnvel eiginkonunni Federico Valverde, miðjumaður Real Madrid, er afar spenntur fyrir komandi úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Liverpool. Hann segist reiðubúinn að fórna miklu fyrir Meistaradeildartitil. Fótbolti 27. maí 2022 15:31
Metin sem gætu fallið á morgun Það ræðst annað kvöld hvort Liverpool eða Real Madrid landar Evrópumeistaratitlinum í fótbolta karla. Met gætu fallið á Stade de France leikvanginum í París þar sem úrslitaleikurinn fer fram. Fótbolti 27. maí 2022 13:31
„Litum aldrei á hann sem miðjumann“ Uppgangur brasilíska miðjumannsins Fabinho er stórmerkilegur en hann er í dag lykilmaður í öflugu liði Liverpool sem mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um helgina. Fótbolti 27. maí 2022 07:01
Skert aðgengi fatlaðra jaðri við mismunun og útilokun Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sætir gagnrýni í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu, milli Liverpool og Real Madrid, sem fram fer í París á laugardag. Samtök fatlaðra stuðningsmanna Liverpool segja úthlutun miða fyrir fatlaða einstaklinga jaðra við útilokun og mismunun. Fótbolti 26. maí 2022 15:00
Ancelotti ekki reiður út í Kylian Mbappe Carlo Ancelotti er ekki í hópi þeirra sem úthúða ákvörðun franska knattspyrnumannsins Kylian Mbappe um að hafna samningi við Real Madrid og semja frekar aftur við Paris Saint-Germain. Fótbolti 24. maí 2022 16:31
Leikmenn Real Madrid segja að orð Mo Salah hafi kveikt í þeim Mohamed Salah vildi mæta Real Madrid frekar en Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og það fór ekkert fram hjá leikmönnum Real Madrid. Enski boltinn 23. maí 2022 16:30
Guardiola: Erfiðara að vinna úrvalsdeildina en meistaradeildina Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir það vera erfiðara að vinna ensku úrvalsdeildina en það er að vinna Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 21. maí 2022 12:00
City fær sekt fyrir „óviðeigandi framkomu“ gegn Atlético Madrid Englandsmeistarar Manchester City hafa verið sektaðir um fjórtán þúsund evrur fyrir „óviðeigandi framkomu liðsins“ í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Atlético Madrid á dögunum. Fótbolti 14. maí 2022 10:00
Guardiola baunar á Evra og Berbatov: „Rústuðum þeim í úrslitaleik Meistaradeildarinnar“ Pep Guardiola tók til varna og skaut föstum skotum í átt að fyrrverandi leikmönnum Manchester United sem hafa gagnrýnt lið Manchester City að undanförnu. Enski boltinn 13. maí 2022 17:01
UEFA samþykkir að breyta Meistaradeildinni frá árinu 2024 Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur samþykkt að breyta reglum Meistaradeildarinnar í fótbolta og með því að auka möguleika bestu þjóðanna að fá fleiri lið í keppninni. Fótbolti 10. maí 2022 13:31
Martröð nokkurra stuðningsmanna Real Madrid á draumakvöldinu Flestir stuðningsmenn Real Madrid hefðu gefið mikið til að vera í stúkunni á Santiago Bernabeu á miðvikudagskvöldið þegar liðið sneri við vonlítillri stöðu í blálokin og tókst að slá út Englandsmeistara Manchester City. Fótbolti 6. maí 2022 10:02
Utan vallar: Fullkomnunarárátta Pep kemur í veg fyrir að City taki síðasta skrefið Leit Manchester City að hinum heilaga kaleik heldur áfram. Liðið virtist vera á leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð þegar hinn fullkomni stormur lenti á liðinu og liðið féll úr leik í Madríd gegn liði – og þjálfara – sem virðist andstæðan við Man City undir stjórn Pep. Fótbolti 6. maí 2022 08:02
Ancelotti skrifaði fótboltasöguna í annað sinn á fimm dögum Á laugardaginn varð Carlo Ancelotti fyrsti knattspyrnustjórinn til að vinna fimm sterkustu deildir Evrópu. Í gær skráði hann sig svo aftur í sögubækurnar. Fótbolti 5. maí 2022 15:00
Segir að Benzema hafi blómstrað eftir að hann létti sig Arsene Wenger telur sig vita af hverju Karim Benzema er að toppa sem leikmaður um þessar mundir, 34 ára. Fótbolti 5. maí 2022 13:00
Real kom Gumma Ben enn á ný upp á heimsfræga háa C-ið: Sjáðu og heyrðu Guðmundur Benediktsson fór á kostum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi í lýsingunni á leik Real Madrid og Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 5. maí 2022 12:30
Gáfu Real Madrid bara eitt prósent líkur á 89. mínútu Þau hafa verið nokkrir æsispennandi og ógleymanlegir kaflar í Meistaradeildarævintýri Real Madrid liðsins á þessari leiktíð og einn af þeim bestu var skrifaður á Santiago Bernabeu í gær. Fótbolti 5. maí 2022 10:30
Salah bænheyrður: „Þurfum að jafna um sakirnar“ Mohamed Salah varð að ósk sinni að Liverpool myndi mæta Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Egyptinn er í hefndarhug eftir úrslitaleikinn 2018. Fótbolti 5. maí 2022 07:31
Fótbolti er óútreiknanlegur „Við vorum nálægt, við vorum mjög nálægt. En á endanum tókst ekki að komast áfram,“ sagði Pep Guardiola eftir súrt tap sinna manna í Madríd í kvöld. Tapið þýðir að Manchester City mistókst að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 4. maí 2022 23:45
Segir sögu Real Madrid hafa hjálpað liðinu Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madríd, átti fá orð til að útskýra enn eina endurkomu liðs síns í Meistaradeild Evrópu. Real tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skora tvívegis undir lok leiks gegn Manchester City og tryggja sér svo sæti í úrslitum með marki í framlengingu. Fótbolti 4. maí 2022 22:45
Real Madríd komið í úrslit eftir ótrúlegan viðsnúning Real Madríd er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan 3-1 sigur á Manchester City í framlengdum leik á Spáni í kvöld. Fótbolti 4. maí 2022 21:45
Liverpool fyrsta liðið sem er fullkomið á útivelli í Meistaradeildarsögunni Liverpool hélt góðu gengi sínu áfram í Meistaradeildinni í fótbolta í gær þegar Bítlaborgarliðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í París. Enski boltinn 4. maí 2022 15:01
De Bruyne: City þarf að vinna Meistaradeildina til að breyta umræðunni um liðið Kevin De Bruyne, lykilmaður Manchester City, fer ekkert í felur með það hvað það skiptir félagið miklu máli að vinna loksins Meistaradeildina eftir áralanga bið. Enski boltinn 4. maí 2022 12:31