1.214 greindust innanlands 1.214 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 61 á landamærum. Innlent 4. febrúar 2022 10:11
Enn fækkar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 21 sjúklingur liggur nú á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fækkað um fimm milli daga. Þrír eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél. Innlent 4. febrúar 2022 10:05
Einangrun styttist úr sjö dögum í fimm eftir helgi Einangrun einstaklinga sem hafa greinst með Covid-19 styttist úr sjö dögum í fimm eftir helgi. Frá þessu greindi Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 4. febrúar 2022 09:01
Börnin hætt að stunda áhugamálin af ótta við að smita mömmu Kona, sem er með tvo taugasjúkdóma og á ónæmisbælandi krabbameinslyfjum, segist vera komin með nóg af því að hagsmunir fólks í áhættuhópum séu hundsaðir. Hún óttast að smitist hún af kórónuveirunni muni hún deyja. Innlent 4. febrúar 2022 07:09
Flúði til Danmerkur vegna íslenskra takmarkana Háskólanemi ákvað að flytja til Danmerkur þegar afléttingar voru tilkynntar þar í landi í haust. Hún vill nýta háskólaárin til þess að skemmta sér og segir það erfitt þegar samkomutakmarkanir eru harðar. Innlent 3. febrúar 2022 21:00
Takmörkuðum hópi býðst að fá fjórða skammtinn Einstaklingar sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa fengið vissar ónæmisbælandi meðferðir á undanförnum einum til tveimur árum geta sóst eftir því að fá fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19. Innlent 3. febrúar 2022 15:26
Áætla að þriðji hver Dani hafi smitast síðan í nóvember Um þriðjungur fullorðinna í Danmörku hefur líklegast smitast af kórónuveirunni síðan í nóvember. Frá þessu greinir Sóttvarnastofnun Danmerkur SSI í dag þar sem birtar eru frumniðurstöður rannsóknar þar sem reynt er að kortleggja raunverulegan smitfjölda í landinu. Erlent 3. febrúar 2022 11:34
Vonast til að stytta einangrun úr sjö dögum í fimm í dag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segist vonast til þess að einangrunartími hér á landi vegna Covid-19 verði styttur úr sjö dögum í fimm. Skoðun á því sé unnin í samvinnu við Covid-göngudeild Landspítalans. Innlent 3. febrúar 2022 11:11
1.440 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 1.440 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 49 á landamærum. Innlent 3. febrúar 2022 10:33
26 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 26 sjúklingjar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn milli daga. Þrír eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél. Innlent 3. febrúar 2022 09:44
Kanadamenn íhuga að kalla út herinn vegna mótmælanna Lögreglan í Ottawa í Kanada íhugar nú að biðja um aðstoð hersins til að leysa upp mótmæli í borginni. Mótmælendurnir hafa mótmælt sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins síðustu daga. Erlent 2. febrúar 2022 23:33
Bandaríkjaher rekur óbólusetta hermenn Bandaríkjaher hyggst reka alla óbólusetta hermenn tafarlaust. Bólusetningarskylda hermanna tók gildi í ágúst á síðasta ári og hyggst herinn nú grípa til uppsagna. Erlent 2. febrúar 2022 22:34
Verðandi forstjóri segir hægt að aflétta hraðar Verðandi forstjóri Landspítalans kveðst talsmaður þess að aflétta samkomutakmörkunum eins hratt og kostur er. Hann er vongóður um að algert frelsi geti komið til fyrr en um miðjan mars - ýmislegt geti gerst á næstu tveimur vikum. Innlent 2. febrúar 2022 20:35
„Við erum svo hoppandi glöð“ Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhústjóri Borgarleikhússins gat varla leynt gleði sinni í beinni útsendingu með þau tíðindi að frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðbrögðum. Innlent 2. febrúar 2022 20:15
Svíar aflétta öllum takmörkunum Svíar hyggjast aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar þann 9. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Svíþjóðar greini frá fyrirætlunum á ríkisstjórnarfundi á morgun. Erlent 2. febrúar 2022 19:30
Nálægðartakmörk á sitjandi viðburðum felld úr gildi Frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. Innlent 2. febrúar 2022 16:59
Kalla eftir því að opnað verði fyrir almenningshlaup að nýju Frjálsíþróttasamband Íslands hefur skorað á stjórnvöld að breyta reglum um samkomutakmarkanir svo að aðildarfélög geti haldið fjölmenn almenningshlaup utandyra eftir að lítið hafi verið um þau síðustu tvö ár. Sport 2. febrúar 2022 14:31
Telur mögulegt að verið sé að gefa ráðherra heimild til skyldubólusetninga Þingmaður Samfylkingarinnar segir stórpólitískt mál að fela heilbrigðisráðherra heimild til að ákveða ónæmisaðgerðir eins og bólusetningu með reglugerð einni saman. Það geti veitt honum svigrúm til að setja á skyldubólusetningu. Sóttvarnalæknir verður samkvæmt nýju frumvarpi pólitískt skipaður. Innlent 2. febrúar 2022 12:50
Biður einkennalausa og forvitna um að fara frekar í hraðpróf Sóttvarnalæknir biðlar til þeirra sem eru einkennalausir að fara frekar í hraðpróf en einkennasýnatöku. Ástæðan er meðal annars sú að afkastageta við greiningar hefur minnkað eftir að Íslensk erfðagreining hætti að greina PCR-sýni í lok síðustu viku. Innlent 2. febrúar 2022 12:41
Stefna á að aflétta hraðar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að stefnt sé á að aflétta hraðar en fyrirætlanir gera ráð fyrir. Ráðgert er að hægt verði að aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveiru hér á landi um miðjan mars en Þórólfur bindur vonir við að hægt sé að gera það enn fyrr. Innlent 2. febrúar 2022 11:44
Líst vel á að hópur fólks beri ábyrgð á tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sér lítist vel á að fjölskipuð farsóttarnefnd muni bera ábyrgð á að skila tillögum til ráðherra um opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna samfélagslega hættulegra sjúkdóma. Innlent 2. febrúar 2022 11:34
Tölvan segir nei – í tvígang „Þótt svona stjórnsýsla hafi í áranna rás verið hugmyndauppspretta höfunda ódauðlegra listaverka eins og „Yes Minister“ eða „Little Britain“, finnst fyrirtækjum sem hljóta þessa meðferð hún yfirleitt ekki fyndin.“ Skoðun 2. febrúar 2022 11:01
Ákvæði um verðtryggingu í samningi Bandaríkjanna um Paxlovid Bandarísk stjórnvöld munu greiða 530 dollara, um 68 þúsund krónur, fyrir hverja meðferð af Paxlovid, lyfjameðferð Pfizer gegn Covid-19. Verðið mun hins vegar lækka ef annað stórveldi nær hagstæðari samningum við lyfjarisann. Erlent 2. febrúar 2022 10:50
1.379 greindust innanlands 1.379 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 49 á landamærum. Innlent 2. febrúar 2022 10:07
Svona var 197. upplýsingafundurinn vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 11. Innlent 2. febrúar 2022 10:06
27 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 27 sjúklingjar liggja á Landspítala með COVID-19. Þrír eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél. Innlent 2. febrúar 2022 10:00
Guðni í smitgát og Elísa í sóttkví eftir að sonur þeirra greindist Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er kominn í smitgát og Eliza Reid forsetafrú í sóttkví eftir að sonur þeirra hjóna greindist með kórónuveiruna. Innlent 2. febrúar 2022 08:33
Harðar takmarkanir á Tonga vegna kórónuveirusmita Harðar sóttvarnaaðgerðir hafa verið settar í gang í eyríkinu Tonga eftir að kórónuveiran greindist í höfuðborg ríkisins, Nuku'alofa. Erlent 2. febrúar 2022 08:02
Rússíbanareið Rogans: Úr bardagahringnum í eitt vinsælasta hlaðvarp heims Síðastliðna viku hefur Bandaríkjamaðurinn Joe Rogan verið milli tannanna á fólki eftir að tónlistarmaðurinn Neil Young auk annarra ákváðu að láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. Ástæðan er falsupplýsingar um bóluefni gegn Covid-19 í hlaðvarpi Rogan, The Joe Rogan Experience. Erlent 2. febrúar 2022 07:00
Skoða hvort hægt sé að ráðast í frekari tilslakanir á föstudaginn Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir að hann muni nýta næstu daga til að ræða við sóttvarnalækni og forsvarsmenn heilbrigðisstofnana um hvort hægt verði að ráðast í frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum vegna Covid-19 næstkomandi föstudag. Innlent 1. febrúar 2022 23:11