Evra gæti staðið við hlið krónu Ein þeirra bráðaráðstafana sem Íslendingar gætu hugsanlega gripið til sem útleið úr peningamálakreppunni sem hrun krónunnar hefur leitt til, væri að gera evruna - eða annan traustan gjaldmiðil - að gjaldgengum gjaldmiðli, án formlegrar ákvörðunar um að leggja krónuna niður. Þetta er meðal hugmynda sem Willem H. Buiter, höfundur umtalaðrar skýrslu um veikleika íslenska bankakerfisins, kynnti í heimsókn sinni hingað til lands á dögunum. Viðskipti innlent 28. janúar 2009 00:01
Þjóðarsjóður Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi formaður bankaráðs gamla Landsbankans, velti þeirri hugmynd upp á aðalfundi bankans í lok apríl í fyrra að Íslendingar kæmu sér upp þjóðarsjóði í líkingu við þann sem Norðmenn búa yfir. Viðskipti innlent 28. janúar 2009 00:01
Hagnast á skortsölu Bandaríski vogunarsjóðurinn Paulson & Co, hefur hagnast um 295 milljónir punda, jafnvirði 50 milljarða króna, með skortsölu á hlutabréfum í Royal Bank of Scotland frá í september í fyrra. Viðskipti erlent 28. janúar 2009 00:01
Heitar kartöflur Markaðurinn sagði frá því í síðustu viku að Landsbankinn í Lúxemborg hafi boðið vildarviðskiptavinum sínum að kaupa fyrir þá lúxusbíla gegn mótframlagi. Bílarnir voru geymdir í bílageymslu á vegum bankans í Lúxemborg ásamt öðrum bílum sem viðskiptavinir höfðu keypt fyrir eigin reikning. Viðskipti innlent 28. janúar 2009 00:01
Vogunarsjóðirnir brutu ekki lögin Rannsókn FME á vogunarsjóðum og falli krónunnar í fyrravor er lokið án merkja um lögbrot. Seðlabankastjóri greindi merki um tilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið. Viðskipti innlent 21. janúar 2009 07:00
Með flota glæsibíla í Lúxemborg Hátt í tíu glæsibifreiðar eyrnamerktar vildarvinum Landsbankans voru geymdar í bílageymslu á vegum útibús bankans í Lúxemborg og sá bankinn um fjármögnun þeirra að einhverju leyti. Viðskipti innlent 21. janúar 2009 06:00
Atorka seldi Amiad á sléttu Ísraelski einkaframtakssjóðurinn (e. Private Equity Fund) Viola Partners, hefur keypt fjórðungshlut Atorku Group í ísraelska fyrirtækinu Amiad Filtration Systems. Viðskipti innlent 21. janúar 2009 04:30
Viðræður halda áfram Beðið er ársuppgjöra Sparisjóðsins í Keflavík, Byrs og SPRON áður en viðræður halda áfram um sameiningu þeirra. Viðræðurnar þar sem kannaður hefur verið grundvöllur fyrir sameiningu hafa staðið frá í desember. „Tímaáætlanir sem gerðar voru í upphafi viðræðnanna munu ekki nást meðal annars vegna aðstæðna í íslensku efnahagslífi," segir í tilkynningu. Gert var ráð fyrir niðurstöðu á fyrstu vikum þessa árs. „Engar nýjar tímasetningar liggja fyrir um framhaldið." - óká Viðskipti innlent 21. janúar 2009 03:15
Raunsnerting Guðjón Már Guðjónsson, löngum kenndur við hugbúnaðarfyrirtækið Oz, á hrós skilið fyrir að hvetja til frumkvöðlahugsunar eftir bankahrunið í fyrra. Viðskipti innlent 21. janúar 2009 00:01
Guðjón stofnar Hugmyndaráðuneyti „Mér hefur fundist vanta vettvang fyrir fólk til að hittast í raunveruleikanum og mynda tengsl,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, frumkvöðull og leiðbeinandi, löngum kenndur við Oz. Viðskipti innlent 14. janúar 2009 00:01
Baneitruð ástarbréf Hinn 21. október síðastliðinn skýrði Fréttablaðið frá því í forsíðufrétt, að svo gæti farið að stærstur hluti krafna Seðlabankans vegna veðlána í endurhverfum viðskiptum gæti tapast. Skoðun 14. janúar 2009 00:01
FME lét rannsaka Fjármálaeftirlitið (FME) segist hafa fengið til liðs við sig sérstaka sérfræðinga í bókhaldsrannsóknum til að aðstoða sig. Slíkir sérfræðingar eru upp á ensku nefndir Forensic accountants og munu oft vera fengnir til að fara yfir stöðu fyrirtækja og sigta út allt úr bókum félaga sem vekur grunsemdir eða orkar tvímælis. Viðskipti innlent 14. janúar 2009 00:01
Hætta að borga og bíða eftir málsókn „Neyðarlögin heimila okkur ekki að sækja rétt okkar gagnvart skilanefnd Kaupþings. En hins vegar munum við verja þennan rétt ef nefndin fellst ekki á kröfur okkar um þennan skuldajöfnuð,“ segir Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars. Viðskipti innlent 8. janúar 2009 06:00
Dregur úr verðbólgu Verðbólga mældist 1,6 prósent á evrusvæðinu í desember, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er talsvert umfram vonir. Viðskipti innlent 7. janúar 2009 06:00
Simbabve norðursins „Fjármálasvindl Bernie Madoffs blikna í samanburði við þá glæpi og spillingu sem blómstrað hafa í tíð sjálfstæðismanna,“ segir Íris Erlingsdóttir, fjölmiðlafræðingur og nálastungulæknir, á bandaríska vefmiðlinum Huffington Post í gær. Viðskipti innlent 7. janúar 2009 00:01
Töluverður áhugi á Versacold ytra „Nú erum við staddir í öðrum fasa söluferlisins og það eru sjö hugsanlegir kaupendur eftir,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, um söluna á kanadíska félaginu Versacold-Atlas. Viðskipti innlent 7. janúar 2009 00:01
Sigurjón kennir Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur tekið að sér stundakennslu við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Sigurjón hefur kennt áður, meðal annars við Háskólann í Reykjavík, en hann hefur nú tekið að sér að kenna inngangsnámskeið í fjármálaverkfræði. Sigurjón er einmitt verkfræðingur sjálfur, nam vélaverkfræði á sínum tíma í Háskólanum. Viðskipti innlent 7. janúar 2009 00:01
Mest verslað í Bandaríkjadölum Hátt í 40 prósent allra útflutningsviðskipta héðan fara fram í Bandaríkjadölum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hins vegar er útflutningur til Bandaríkjanna ekki nema brot af því, ríflega fimm prósent útflutnings. Þetta segir í tölum Hagstofunnar fyrir árið 2007, en heildartölur fyrir síðasta ár eru ekki komnar. Viðskipti innlent 7. janúar 2009 00:01
Kreppir að hjá auðkýfingi Fjármálakreppan kom illa við skoska auðkýfinginn Sir Tom Hunter á nýliðnu ári. Hunter, sem gjarnan er kallaður ríkasti maður Skotlands og stefnir að því að gefa einn milljarð punda, Viðskipti erlent 7. janúar 2009 00:01
Ný vísitala gæti orðið til eftir upprisu Kauphallar „Hlutabréfavísitölur endurspegla þróun efnahagslífsins. Þær hreyfast fyrr í hagsveiflum, lækka á undan samdrætti í landsframleiðslu og auknu atvinnuleysi. Vísitölurnar hækka sömuleiðis fyrr,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland, sem í daglegu tali nefnist Kauphöll Íslands. Hann reiknar með erfiðu ári á hlutabréfamarkaði. Í lok árs 2010 megi vænta að virkur markaður verði hér á ný. Viðskipti innlent 7. janúar 2009 00:01
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins: Barátta og breytingar Árið 2009 verður ár baráttu og breytinga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Það er fyrirséð að einkarekin fjölmiðlafyrirtæki munu, eins og fjölmörg önnur fyrirtæki, berjast fyrir tilvist sinni í erfiðu rekstrarumhverfi. Eitt fjölmiðlafyrirtæki, Ríkisútvarpið, mun þó styrkja stöðu sína, því rekstrinum hafa nú þegar verið tryggðar ríflega 500 miljónir króna úr vösum skattgreiðenda til viðbótar við þær þrjú þúsund milljónir sem það fær á ársgrundvelli til að keppa við einkarekin fyrirtæki innan sömu greinar. Viðskipti innlent 31. desember 2008 06:00
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital: Við erum öll á sama báti Í augnablikinu ganga yfir land og þjóð efnahagslegar hamfarir. Þessar hamfarir eru ekki einskorðaðar við Ísland heldur er um hnattræna þróun að ræða. Við munum á næstunni ganga í gegnum eina dýpstu kreppu í manna minnum og því er eðlilegt að staldrað sé við og gaumgæft hvort gengið hafi verið til góðs. Viðskipti innlent 31. desember 2008 06:00
Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins: Skýrar línur á nýju ári Sá efnahagsskellur sem Íslendingar hafa orðið fyrir er af nánast áður óþekktri stærðargráðu í nútímasögunni. Bankakerfið hrundi nánast eins og það lagði sig á einni viku og gengi íslensku krónunnar lækkaði meira en nokkurn gat órað fyrir. Spár gefa til kynna að samdráttur Viðskipti innlent 31. desember 2008 06:00
Nokkrir til sem upp úr stóðu Kaup Marel Food Systems á Stork Food Systems þykja standa upp úr sem viðskipti ársins 2008 og er ef til vill ekki úr vegi að tilnefna fjárfestingarfélagið Eyri Invest og flaggskip eignasafns fyrirtækisins, bæði Marel og Össur, sem fyrirtæki ársins vegna þess hve víða og ofarlega þessi fyrirtæki og aðstandendur þeirra voru á blaði í vali þeirra sem tilnefndu fólk og fyrirtæki í vali Markaðarins að þessu sinni. Viðskipti innlent 31. desember 2008 06:00
Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands: Horft í straumhvörf við áramót Hrammur hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu hefur lagst af meiri þunga á íslenskan þjóðarbúskap, heimili og fyrirtæki en víðast hvar í heiminum. Mikið ójafnvægi hafði einkennt þjóðarbúskapinn árum saman, sem birtist í verðbólgu, eignaverðbólu, óhóflegum útlánavexti og gríðarlegum viðskiptahalla. Viðskipti innlent 31. desember 2008 06:00
Agnar Hansson, forstjóri Sparisjóðabankans: Kaupmenn í kippum Þegar gengið er um stræti Lundúna kemur mönnum stundum spánskt fyrir sjónir að sjá hvernig kaupmenn af sömu gerð virðast hópa sig saman á tiltölulega þröngu svæði. Hér má nefna skraddarana á Savile Row eða skyrtusalana á Jermyn Street. Og skorti fjármagn eru nánast óteljandi bankastofnanir á svæðinu frá Bank lestarstöðinni og upp til Liverpool Street. Viðskipti innlent 31. desember 2008 06:00
Kaup Marels á Stork Food Systems eru viðskipti ársins Kaupin á Stork Food Systems höfðu afgerandi forystu í valinu um viðskipti ársins, með nærri þrisvar sinnum fleiri atkvæði en viðskiptin sem lentu í öðru sæti. Viðskipti innlent 31. desember 2008 06:00
Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi: Staða bílgreinarinnar Þó fréttir af samdrætti í sölu nýrra bíla hafi verið áberandi á undanförnum mánuðum er okkur sem störfum við innflutning og sölu nýrra bíla efst í huga við þessi áramót að við erum að koma út úr einu blómlegasta skeiði í sögu greinarinnar á Íslandi. Viðskipti innlent 31. desember 2008 06:00
Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems: Fjármálakreppan geisar enn Þegar horft er til baka yfir árið sem er að líða dylst engum að það hefur verið íslenskum fyrirtækjum mjög erfitt. Hrun bankanna var gríðarlega þungt högg sem skók stoðir íslensks efnahagslífs. Þá var það ekki síður áfall að krónan skyldi bregðast. Viðskipti innlent 31. desember 2008 00:01
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group: Fjölhæfnin er styrkur Árið 2008 verður eftirminnilegt fyrir Icelandair Group sem og alla Íslendinga. Þær hremmingar sem gengið hafa yfir Ísland á síðari hluta ársins eru líklega einsdæmi og hefur sett efnahag margra fyrirtækja og einstaklinga í uppnám. Viðskipti innlent 31. desember 2008 00:01