Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Flugfélag Íslands skiptir um nafn

Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn, Air Iceland Connect. Mun flugfélagið, sem hefur hingað til heitið Air Iceland á ensku, hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugmenn uppseldir á Íslandi

Tæpur helmingur flugmanna WOW eru erlendir flugmenn sem fengnir eru í gegnum umboðsskrifstofu. Flestir eru frá Vestur-Evrópu en íslenskir kollegar þeirra eru einfaldlega uppseldir.

Innlent
Fréttamynd

Fjölskyldu vísað frá borði vegna afmælisköku

Fjölskyldu á leið frá New York til Las Vegas var vísað frá borði flugvélar JetBlue fyrr í mánuðinum. Þau höfðu komið fyrir afmælisköku í farangurshólfi flugvélarinnar og kallaði flugfélagið til lögreglu vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að aðrir taki upp vinnubrögð Primera

Flugfreyjufélag Íslands vonar að önnur flugfélög taki ekki upp sams konar vinnubrögð og Prim­era Air Nordic þegar kemur að kjaramálum starfsmanna. Félagið samþykkti í gær verkfall hjá Primera­ Air frá 15. september næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Hárrétt viðbrögð komu í veg fyrir stórhættu

Kennsluflugvél Flugskóla Akureyrar nauðlenti á Eyjafjarðarbraut í hádeginu í gær. Mikil mildi þykir að ekki hafi orðið slys á fólki. "Kennslubókardæmi um hvernig eigi að aðhafast í svona aðstæðum,“ segir skólastjóri Flugskóla

Innlent
Fréttamynd

Engin viðbrögð við aðvörun flugmanna

Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir háska geta hafa skapast ef þotan sem fór út af braut hefði gert það á háannatíma. Varaflugvellir séu í ólestri en stjórnvöld sinni ekki ábendingum.

Innlent